Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 8
að amast enginn lengur við konungdæminu. John Osborne, hinn reiði Breti, urraði: „Ég er á móti konungstákninu, af því að það er dautt, það er aðeins gullfylling i tannlausu gini.‘' En þetta var nú fyrir nærri áratug síðan og jafnve; Osborne hefur róazt. Fyrir eina tíð var andúð á kóngum svo rík, að jafnvel Bandaríkjamenn sem í rauninni dá kónga, tóku undir ummæli Marks Twains: „Það hefur aldrei verið til það hásæti, sem ekki hefur verið roðið blóði.‘ Þetta á ekki við kóngana í dag, þeir eru ekki leng- ur neinir þorparar og það sem myndi vekja mesta undrun Marks Twains, ef hann mætti líta upp úr gröf sinni, væri ekki hversu margir kóngar hefðu misst kórónur sínar, heldur hitt, hversu margir héldu þeim enn. Hin miklu kóngamorð og lýðveldishy ggja, sem hófust með frönsku stjórnarbyltingunni, náðu hámarki í fyrri heimsstyjöldinni. Það var Edward VII, sem síð- astur allra evrópskra kónga lék konungshlutverkið af þeirri reisn. sem hæfði fyrri tíðar kóngum. Útför hans þann 20. maí 1910 var prýðileg sviðsetning á lokaþætti kóngatímans. Hlaðnir orðum og skrauti, svo að skrölti i, fylktu sér á eftir líkvagni hans: einn keisari, níu kóngar. fimm ríkisarfar, 40 konungborn- ir aðalsmenn, þrjár drottningar og fjórar ekkjudrottn- ingar Að útfö.rinni lokinni héldu þau öll heimleiðis til hásæta sinna og halla, hirðar og riddaraliðs og horfðu á veröld sína liðast sundur Það voru ekki liðnir fimm mánuðir þegar Portúgal hafði flæmt Manuel kóng úr hásætinu og lýst yfir stofnun lýð- veldis, og næsta kynslóð horfði á kónga og keisara Rússlands. Austurríkis. Þýzkalands. Grikklands og Spánar velta úr hásætum sínum. ítalska konungs- fjölskyldan hékk í veldisstóli þar tii 1946. Þegar sá tími var kominn, fylltu uppgjafakóngar hina alþjóð- legu skemmtistaði og höfðu sér til fylgdar fámenna flökkuhirð. og ljóminn var tekinn að fölna og minn- ingarnar voru sárar. Konungdæmið virtist vera komið að þeim sögumörkum. þar sem sagan breytist í skop- legan söngleik. Þegar á móti blæs. Samt er það svo, að í dag virðist síður en svo, að konungdæmið sé liðið undir lok með þjóðum. Spánn hefur á prjónunum að endurreisa konungdæmið til að tryggja pólitískt jafnvægi. í mörgum Asíu- og Afríku- ríkjum virðist konungdæmið eitt þess umkomið að halda þessum ríkjum saman, sem annars myndu lið- ast í sundur af illvígum deilum og nýjum félags- legum viðhorfum. Þetta getur jafnvel einnig átt við um sum Evr- ópuríkin. Vissulega steðja margvíslegir erfiðleikar að ríkjandi kóngum í dag. Hinn ungi konungur Grikkj- anna stendur í ströngu við stjórnmálamennina í landinu, þar sem stjórnmál eru leikin eins og karate- glíma (sem Konstantín er að vísu vel að sér í) — Hussein Jórdaníukonungur gerir það, sem hann get- ur, til að verjast þeim, sem vilja hann og konung- deemi hans feigt og eru studdir af hinum vinstrisinn- uðu nábúum hans, Sýrlandi og Arabíska sambands- lýðveldinu. Það er ekki lengra síðan en í byrjuðum desember síðastliðnum, að Afríkuþjóðin Búrundí gerði enda á 400 ára konungsstjórn ættar Ntare V kon- ungs. Þrátt fyrir þetta er það enn svo, að þær tvær tylftir kónga, sem skráðar eru í Statesman’s Year-Book og bera kórónur, eru virkar í lífi þjóða sinna. Þeir eru studdir af gömlum bandamanni í nýju gervi — þjóðernisstefnunni. Því meir sem fólk þjappast sam- an vegna þess hve líf manna við nútima þjóðfélags- hætti er samtvinnað, virðist eins og fólkið haldi þeim mun rótgrónari tryggð við gamlar venjur og siði. Og það virðist eins og fólkinu finnist konungurinn vera meira sameiningartákn heldur en forsætisráðherrann eða forsetinn. .. Það blés ekki byrlega fyrir Belgum, þegar Þjóð- verjar ruddust inn í landið 1914. Þá var það, sem Albert kóngur, sem eitt sinn var aðeins ríkur slæp- ingi, tók á sig rögg og leiddi þjóð sína hraustlega í baráttunni við innrásarherinn. Barbara Tuchman lýsti þessu í The Guns of August, þar sem hún sagði: — Eitt af hinum fáu dæmum sögunnar um hetju- dáðir þjóða er að finna hjá Belgum, og hin brota- lausa samvizka konungsins varð þjóðinni það tákn. sem gaf henni yfirnáttúrlegt afl. Það var ekki heldur bjart framundan hjá Dönum, þegar nazistarnir hertóku þá 9. apríl 1940. Svo var það næsta morgun, að hinir döpru Danir sáu Kristján konung sinn á hestbaki, þar sem hann reið eins og KÓNGARNIR ERU EKKI ENNÞÁ MÁT ÞAÐ LIFIR LENGI í GÖMLUM GLÆÐUM OG ENN BÝR HASÆTIÐ OG KÓRÓNAN YFIR TÖFRUM. ÞEGAR KÓNGARNIR HAFA VERIÐ RUNIR HINU PÓLITÍSKA OG HERN- AÐARLEGA VALDI, ÞA VIRÐAST ÞEIR A NÝ VERA AÐ ÖÐLAST ÞANN TÖFRAMATT, SEM KONUNGSTIGNINNI HEFUR LÖNGUM FYLGT. hans var vandi og ekkert hefði ískorizt um stræti Kaupmannahafnar, og lét sem hann sæi ekki þýzku hermennina. Þessi einfalda athöfn var ómetanlegur siðferðileg- ur styrkur allri þjóðinni á þrengingatímum henn- ar. Seinna þetta sama ár, þegar Kristján konungur varð sjötugur var búið til lítið merki með einkenn- isstöfum hans og fest í grunn danska fánans og síðan borið af hverjum einasta dönskum manni að heita mátti meðan stríðið stóð. Ótti við konunga hefur alltaf verið blandaður ást og þörf fyrir kónginn. Jafnvel Sál konungur var kjör- inn til konungs gegn ráðum og vilja Samúels spámanns sem varaði ísrael við konungi, „sem mun taka syni yðar .... og hann mun taka dætur yðar .... og sá dagur miun kotna, að þér grátið vegna konungs yð- ar ....“ En fólkið heimtaði sinn kóng: „Konung viljum vér nafa yfir oss, að vér iwegum með því líkjast öðrum þjóðum, og konungurinn megi dæma oss, og ganga fyrir oss og berjast fyrir oss.“ Og drottinn bænheyrði fólkið og sagði við Samúel: „Hlustaðu á kveinstafi þeirra og gerfðu þeim kon- ung.“ Hvenær á að drepa kónginn sinn? Konungsdýrkunin með öllum sínum leyndardómum nær allt aftur í gráa forneskju. Kóngarnir voru ekki aðeins kraftajötnar, sem gátu hrifsað til sín fegurstu konurnar og barið niður aðra karlmenn í ættbálkn- um, heldur voru þeir einnig töframenn — og hinn ómetanlegi tengiliður milli lítils hóps óttafullra manna og hinnar miklu náttúru, sem færði mönnum ýmist ríkulega uppskeru eða algeran uppskerubrest; veitti þeim hamingjuríkt líf eða sló þá með plág- um. Töframennirnir voru mjög dýrmætir í viðureign- inni við þessi náttúruöfl og þess vegna varð að gæta þeirra vandlega, gegn því að þeim væri ekki rænt eða þeim spillt af utanaðkomandi óhreinindum, og stund- um voru þeir geymdir í myrkri til að sólin spillti þeim ekki eða tunglið, og stundum var þeim bannað að snerta jörðina, svo að hún drægi ekki úr þeim kraft. Ef töfrarnir brugðust þannig að uppskeran brást eða veiðarnar eða óvinurinn sigraði, þá var tími til kom- inn að losa sig við gamla kónginn og fá sér nýjan. Þessar konungshugmyndir ríktu alveg fram á okk- ar daga. Kóngurinn var talinn guðleg vera sem bjó yfir töfrakrafti og læknmgamætti, ef hann snerti fólk. Þessi trú á lækningamátt kónga hvarf jafn skyndilega og trúin á, að konungurinn ríkti i krafti Guðs — að minnsta kosti varð sú raunin á Vest- urlöndum. Konungum nútímans má í stórum dráttum skipta í þrjá hópa: Evrópska konunga, sem eru nánast fund- arstjórar á ríkisstjórnarfundum og ríkja að vísu yfir þjóð sinni, en eru ekki aðal-framkvæmdastjórar. Síð- an eru það afrísku ættarkóngarnir, sem enn stjórna af hes’baki. og pá nimr guðlegu Asíukóngar, sem eru nú að vísu að missa guðdóm sinn, en halda samt valdi sínu og eru einna næst því allra konunga að halda enn við lýði hinni gömlu hugmynd um að konungdæmi sé verndað af guðdóminum. Stjórnvald nútímakonunga er mjög misjafnt og er frá núlli hjá kóngum í Evrópu upp í vald það, sem kóngar Gamla testamantis höfðu, og þann- ig er enn um Haile Selassie, þetta óforgengilega ljón, sem stjórnar Eþíópíu. Konunglegur búnaður er jafnbreytilegur og vald konunganna, og mætti þar nefna hina samanvöðluðu regnhlíf Friðriks Danakonungs, sem hann notar þeg- ar hann gengur í búðir, og síðan níutíu regnhlífa há- sæti Bhumibols konungs í Thailandi. Kampavíns- og gleðimeyja-kóngarnir eru horfnir eða alveg að hverfa; hinir ókrýndu einræðisherrar eða olíumilljónungarnir geta miklu fremur leyft sér slíkan munað en kóngarnir í dag. Við lifum á þeim tímum, sem gagnrýnandinn Kings- ley Martin hefur nefnt „Sjónvarpskonungdæmið.“ og ekkert kóngahús stendur í jafnströngu til að halda reisn sinní á þeim vettvangi og það brezka né sýnir aðra eins leikni við að nota sér sjónvarpsskerminn. Virðuleikinn og fjarlægðin, sýningarnar, hraðinn á vettvang, þegar ógæfa steðjar einhvers staðar að með þjóðinni, og kílómetralöngu skrautborðarnir og tign- armerkin, er allt ágætur efniviður fyrir sjónvarps- áhorfandann og hann hefur bæði gaman af þessu og finnur til þægilegrar öryggiskenndar. Hinn brezki veraldarmaður lítur á þetta allt sem heldur þreytandi og kjánalegt grín, en telur samt kon- ungsfjölskylduna mjög hreina og beina og yfirleitt dáir fólkið hana af næstum trúarlegri tilbeiðslu, og engum dettur í hug í alvöru, að Bretar eigi að losa sig við konungdæmið, þó ekki væri vegna annars en þess, að Bretar geta ekki ímyndað sér, hvað ætti að koma í staðinn. Hinar áköfu umræður um það, hvort Karl prins á að fara á háskóla eða ekki, lýsa því vel, 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. apríl 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.