Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 4
Guöbergur Bexgsson Síðasta bók Guðbergs Bergs- sonar, Tómas Jónsson, Metsölubók, hefur vakið talsvert umtal frá því hún kom út, þó hún sé ekki beinlínis árennileg — eða kannski vegna þess. Menn hafa skeggraett um þessa nýstárlegu skáldsögu og yfirleitt komizt að þeirri niðurstöðu að hún sé gleði- leg og tímabær nýjung í íslenzkum samtíðarbókmenntum, hvað sem líði ýmsum tyrfnum og torlesnum köflum hennar. Því hefur jafnvel verið fleygt að hér sé kannski kom- in fyrsta íslenzka nútímaskáld- sagan. Sé sú tilgáta rétt, sem ég hef tilhneigingu til að halda, er samt enganveginn verið að kasta rýrð á það sem áður hefur verið skrifað á Islandi né dæma þá höfunda sam- tímans úr leik sem fara aðrar leiðir og beita hefðbundnari stíl- brögðum. Þeir gegna - eftir áður sínu mikilsverða hlutverki, að minnsta kosti þegar þeir skrifa vel, því bókmenntunum er það sízt ávinningur að allir fari í sömu hjólför, enda er stíll hvers höfundar sprottinn af persónulegri nauðyn og á ekki að mótast af for- skriftum annarra. Hitt má öllum vera ljóst, að á miðri tuttugustu öld eru uppi stefnur og áhrifamiklir höfundar sem hver með sír.um hætti leitast við að tjá hinn flókna veiuleik samtímans þannig, að þeir rjúfa öll viðtekin lögmál listsköp- unar. Þetta hefur ekki einungis gerzt 1 myndlist, ljóðlist og tónlist, heldur einnig í leiklist og skáldsagnagerð. Við höfum lítillega kynnzt við svonefndar absúrd eða fjarstæðukenndar leikbók- menntir á leiksviðum höfuðstaðar- ins, bæði þýdd verk og frumsamin, en i skáldsagnagerð hefur þessi stefna eða aðferð eða hvað nú á að kalla hana ekki birzt á fslandi fyrr en með fjórðu bók Guöbergs Bergssonar. Jr að mun vera nokkuð almenn ikoðun að absúrdismi eða fjarstæðu- ♦ Jorge Luis Borges bókmenntir svokallaðar séu sprottnar af fordild og afkárahætti nokkurra sérvitringa sem ekki geti hugsað eða hagað sér eins og fólk flest. Þeirra ær og kýr séu að ganga fram af fólki, rugla það í ríminu, gera þá hluti flókna og torkennilega sem í eðli sínu séu ein- faldir og auðskildir. Þegar þannig er ályktað er í rauninni verið að einangra bokmenntix og aðrar listir frá því lifi sem við lifum öll dagsdaglega. Fyrir hundrað árum hefði sá heimur, sem við byggjum, ekki einungis verið talinn fuJikomlega fjarstæður út frá öllum þá- gildandi lögmálum og hefðum, heldur hefðu þeir menn með vissu verið álitn- ir Klepptækir sem hefðu látið sér til hugar koma, að allt sem þá var öruggt og óhagganlegt ætti eftir að verða af- stætt og rótlaust. Núlifandi kynslóðir hafa orðið að taka þeim undrum og stór- merkjum eins og sjálfsögðum hlutum, að sálarfræðin, iíffræðin. eðlisfræðin og efnafræðin legðu f rúst heimsmyndina sem afar okkar og ömmíur töldu eilífa og óbreytanlega. Tími og fjarlægðir eru orðin svo gersamlega afstæð hug- tök, að við höfum tæplega áttað okkur á því enn, út í hvílíkt kviksyndi óviss- unnar mannkynið er komið. Samt heimta menn það enn af bók- menntunum, að þær lýsi manninum og kjörum hans í nútímanum eins og ekk- ert verulegt hafi gerzt síðan Flaubert, Jar.e Austen, Tolstoí eða Ibsen sömdu snilldarverk sín. Slíkar kröfur eru vit- anlega út í hött, enda falla þær á dauf eyiu þeirra lisíamanna sem eru stað- ráðnir í að tjá og túlka samtíð sína með eins næmum, sannferðugum og yfir- gripsmiklum hætti eins og þeir hafa gáfur og upplag til. c, éu bókmenntirnar ekki öðrum þræði spegill þess mannlífs sem lifað að gera það með hefðbundnum hætti, tjá fjarstæðurnar í skynsamlegu og rökrænu samhengi, en með þvi móti kemur gjarna fram tvískinnungur sem rýrir verk þeirra eða jafnvel ógildir þau: form og innihald stangast á. Þeir beita með öðrum orðum rökleg- um formúlum skynsemistefnunnar á átjándu og nítjándu öld til að tjá alger- lega órökrænar og fjarstæðar stað- reyndir atómaldar. Fjarstæðubókmenntirnar svonefndu leitast á hinn bóginn við að höggva á þennan hnút með þvi að túlka fáranleg- an heim í fjarstæðukenndu formi, þannig að form og inntak verði sam- verkandi, myndi einsteypta heild. Það er því hvorki fordild né sýndar- mennska sem knýr marga unga höf- unda til að ganga á svig við eldri hefð- ir eða beinlínis brjóta þær niður, held- ur eðlislæg nauðsyn sem á rætur sínar í ástandi veraldarinnar eins og hún er er hér og nú, hafa þær týnt nokkru af safa sínum og vanrækt eitt af brýn- ustu verkefnum sínum. Þeim er á herð- ar iögð sú afar torvelda kvöð að gera þau sannindi nútímans með einhverjum hætti gild og hugtæk, að enginn hlutur er sem hann sýnist, engin staðreynd ein- hlít eða óhagganleg. Þeim er í raun réttri æt.lað að tjá þau að margra dómi óvæntu tíðindi, að heimurinn sjálfur, okkar gamli og þrautreyndi heimur, er orðinn absúrd, fáránlegur, út frá öllum mannlegum miðum. Flest gömlu verð- mætin hafa verið vegin á nýjum vogar- skálum og léttvæg fundin, öll hlutföll, andleg jafnt og efnisleg, hafa rask- azt. í sannleika sagt virðist ekkert framar fullkomlega öruggt nema andráin sem er að líða. Fortíðin er föls- uð, upplogin, undirorpin sundurleit- ustu túlkunum og skilgreiningum; fram- tíðin hangir á bláþráðum Sprengjunn- ar og siðblindra valdamanna. Hvernig verða þessar uggvænlegu að- stæður túl'kaðar á gildan og sannfær- andi hátt? Ýmsir höfundar hafa reynt nú og verður um fyrirsjáanlega fram- tíð. Eg held menn verði að gera sér einhverja grein fyrir þessum sannind- um, sem að sjálfsögðu eru afstæð eins og allt annað, ef þeir ætla að gera sér mat úr skáldverki eins og Tómasi Jónssyni, Metsölubók. Ég fæ að minnsta kosti ekki betur séð en Guð- bergur Bergsson sé að leitast við að túlka þau nútímalegu alheimssannindi, að allt sé á hverfanda hveli, allar stað- reyndir afstæðar, öll hugtök fljótandi, allt mannlíf kös af meira og minna merkilegum smámunum og tilviljun- um. Eitt megineihkenni þessarar skáld- sögu er tímaleysi hennar. Tíminn eins og við höfum vanizt að hugsa okkur hann hefur verið þurrkaður út, þannig að allir hlutir virðast gerast samtímis: fortíð, nútíð og framtíð verða einn alls- herijarkokkteill. Samfara upplausn tím- Framhald á blaðsíðu 6. Samuel Beckett Sigurður A. Magnússon: WHMimiB og Tómas Jónsson, Mefsölubók 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. apríl 1967.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.