Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 7
Það mátti með sanni segja, að Guðjóni fórst allra manna bezt að finna að verkum, sem honum þóttu ekki vel fara eða rétt unnin, því hann kunni sjálfur manna bezt hvert verk og handtak, sem til- heyrði vegalagningu, en það hafa verið og eru til menn, sem sjá um ýmis verk og hafa vit á hvernig það skal vera, en kunna bara ekki sjálfir að vinna verkið og þá ekki að sýna þau réttu vinnuhandtök. Guðjón kunni ágætavel að byggja úr klofnu grjóti, þaulvanur því í vegagerð og byggingum í Reykja- vík. Hann kenndi það til hlítar þeim, er hann hafði við byggingu brúarstöpla og ræsakampa, að kljúfa grjót, setja það, höggva saman og hlaða. Það er vandaverk og líka skemmtilegt að höggva saman klofið grjót og hlaða og láta falla vel og rétt sam- an, einkum varð að vanda hleðslu brúarstólpa og stærri ræsa, þar sem var mikill vatnagangur. Það mátti ekki flísa upp í „fúurnar" — holurnar, og troða svo í sementi eins og síðar var gert. Nei, það varð að standa nakið fyrir auga verkstjórans, hvernig það var unnið. En þetta var líka góður verk- námsskóli ungum mönnum, sem flestum kom að góðu gagni í lífinu, við hvaða störf, sem menn ann- ars völdu sér. Það er ekki otfmælt, þótt sagt sé, að á mörgurn heimilum mátti sjá þess merki, þar sem einhverjar útiframkvæmdir voru gerðar, að á því mátti sjá svip af handbrögðum, sem menn lærðu af Guðjóni í Laxnesi. Hér hefur verið að nokkru drepið á vegaverk- stjórn Guðjóns í Laxnesi, stjórn hans og verkþekk- ingu, en jafnhliða var hann hygginn og praktískur á að fá sem mest fyrir þá peninga, sem hann hafði T JUCU M SEINNI HLUTI EfTIR JÓNAS MAGNÚSSON til umráða hverju sinni, sem m.a. kom fram bein- línis vegna hans fjölhæfu verkkunnáttu, sem hann beint hagaði til eftir ástæðum, sem við átti og gerði sama gagn, en þó fyrst og fremst að hann kunni betur til verka sjálfur en nokkur annar og gat þar af leiðandi beitt fleiri aðferðum. Vil ég geta hér um eina hlið þess, sem mér hefur fundizt jafnmikið til um í dag og þá. Árið 1910 var gerð að nokkurs konar fjallvegi leiðin upp úr Mosfellsdal ofan Laxness, um Mosfellsbring- ur, þaðan upp Suðurmýrar og upp þaðan á Þing- vallaveg um Borgarhóla. Þessi umferðarleið var að- allega gerð sem reiðvegur og varð mjög vinsæl, þar sem allir ferðuðust þá á hestum og lengi síðan. Þessi leið var einkar hentug lausríðandi fólki, hvort held- ur var að austan eða frá Reykjavík um Mosfells- sveit á austurleið um Þingvöll. Það stytti leiðina til muna og alls staðar góður hagi og sjálfur Mosfells- heiðarvegurinn styttist stórlega. Guðjón í Laxnesi átti mestan þátt í að fá þessa leið viðurkennda með fjárframlögum úr Landssjóði árlega til að gera hana sæmilega færa, og var unn- ið að endurbótum þessarar leiðar í nokkur ár með því að leggja veg yfir blautar mýrar og mölbera þá kafla, brúa rásir og skurði, ryðja holt og þurr- lenda móa, og varð þessi leið ágætalega greiðfær og skemmtileg ríðandi fólki og mátti einnig vel fara þarna á milli með hestvagn. Það var í sláttarbyrjun 1912, þegar lokið var vega- vinnu á Mosfellsheiði, þá átti Guðjón eftir eitthvað af peningum frá því fyrr um vorið í Bringnaveg- inn eins og hann var kallaður. Lét þá Guðjón okk- ur nokkra menn verðá eftir til að brúa 4 eða 5 djúpa, illfæra skurði á þessari leið sem yfir varð að fara. Þessi kafli leiðarinnar var yfir slétt graslendi og ekki blautt, en þverskorið af djúpum grafningsskurðum, sem nauðsyn var að brúa m<eð einhverjum ráðum. Ekkert grjót var þarna að fá í rennukampa og auk þess illfiytjandi á hestvögnum. Þá lét Guðjón hlaða „torfboga" úr mýrarstrengjum, en hann sagði til um, hvernig ætti að stinga og hlaða bogann. Hlaða skal bogann að sér jafnt neðan frá botni og strengirnir hlaðnir á víxl, kamparnir hlaðist saman 50 cm. neðar veghæð, fella saman langa strengi á víxl yfir í fulla hæð undir malar ofaníburðarlagið, breidd bog- ans sama og vegbreiddin, ca. 3 m. Svo var keilan út frá kömpunum hlaðin á sama hátt og venja var úr snyddu. Þessir torfbogar voru svo vel gerðir og Sigriður og Guðjón. Myndin mun tekin skömmu eftir að þau giftust. Hjónin í Laxnesi ásamt Halldóri syni sínum. sterkir, að þeir halda sér enn eftir meir en 50 ár, en undirstöðulagið var haft úr grjóti, þar sem vatnið gnauðar mest á. Með þessari aðferS gat Guðjón brú- að alla skurðina, sem kostaði ekki meir en eitt ræsi hlaðið úr grjóti og timburhlera yfir, sem hefði svo orðið að bíða til næstu ára, en þá voru ekki síður en alltaf hefur verið takmarkaðir peningar og þurfti að gera mikið og þörfin brýn, þótt smáar væru fjárveitingar. Guðjón sagði okkur, að víða hefði hann látið gera svona torfbogaræsi austur í Hornafirði og á Norður- landi, þar sem mýrlendi var og dýrt og erfitt að koma að grjóti, og hafi þeir reynzt vel, ef þeir væru rétt hlaðnir, góður frágangur og vel mölborið — og kostnaður 3—4 sinnum minni, ef góð strengja- stunga er við ræsið. Ég efast um, að nokkur núlifandi vegagerðar- maður kannist við byggingu ræsa með þessari aðferð. Oftast lauk Guðjón vegavinnu hverju sinni um sláttukomu. í>á voru allflestir af verkamönnum hans bundnir slættinum og hann þá einnig sjálfur. Þetta vinnutímabil og fyrirkomulag kom sér vel fyrir alla, sem hjá honum unnu, enda mjög vinsælt. Þetta voru allt bændasynir víðs vegar að úr héraðinu, sem þurftu svo að vera heima um heyskapartím- ann, en með þessari tilhögun vegavinnunnar veitti Guðjón miklu fleiri mönnum vinnu, sem höfðu 'þörf fyrir hana á þessu 5—7 vikna tímabili, en hitt að halda út mikinn hluta sumarsins og vera með hálfu færri menn og hesta. Þetta fyrirkomulag 'hafði Guðjón á vegavinnunni til þess að sem flestir gætu fengið vinnu þetta tímabil. Vel sáu sumir menn það, að sjálfum honum var þetta ódrýgra. Stundum var Guðjón mieð vegalagningu á haustin snernma og þá innan héraðs, tfyrir sýsluna eða sveitarfélaigið, og hafði einnig sum haustin menn á Mosfellsheiði til að hlaða vörður meðfram Þingvallaveginum og fleira þess háttar. f allri daglegri umgengni var Guðjón góður og vinsæll yfinmaður, alltaf þessi jafna prúða fram- koma, sanngjarn í kröfum og aðfinnslum, ef svo bar við. Alltaf var hann skemrntiiegur i viðræð- um, þegar hann talaði við strákana á vinnustað, enda virtur og metinn af sínum mönnum. Á þessum árum, sem hér er verið að segja frá, áttu verkamenn í vegavinnu að minnsta kosti meira undir sínum verkstjóra en síðar varð; þá var þetta mátti heita eina fáanlega peningavinnan, sem færri fengu en um sóttu, og verkstjórinn hafði nokkurt úrskurðarvald um mismun á kaupi manna. Þá voru engir svo að segja ákveðnir kauptaxtar annað en hámarkskaup kr. 3 á dag, en vegaverkstjóranum var þá fyrirlagt af landsverkfræðingi og landsstjórn að greiða þet'ta hámarkskaup nokkuð eftir hæfni manna og dugnaði án sérstaks tillits til aldurs. Þá voru engir kauptaxtar á annan hátt né heldur verka- lýðsfélög. Þegar um svona kaupmismun var að ræða, fór það eftir mati verkstjórans; þá var hann hæsti- réttur og engum dugði að mögla. En verkstjórinn þurfti líka að hafa nákvæma og glögga yfirsýn, fylgiast vel með á vinnustað, kynnast verkamönn- unum, hvernig þeir unnu og höguðu sér á vinnu- stað. Vel man ég eftir að gerður var nokkur mismunur á kaupi fullorðinna manna, um 10 og 20 aura á dag, þegar hæst var borgað 3 kr. á dag, en flokksstjóra kr. 3.20. Það var alltaf nokkur spenningur eða nokkurs konar glímuskjálfti við fyrstu útborgun. Þá kom matið dómarans. Eins var þetta með strákana, það var ekki heldur farið eftir aldursflokkum sér- staklega. Enginn sagði orð um þetta við verkstjór- ann, það var aldrei nema þá helzt í sinn hóp, þá var það stundum huggunin, að munurinn ætti að vera meiri, hann ætti ekki nema „kúskakaup", en þetta var miklu meira metnaðarmál en sá litli kaupmun- ur, þótt hver tíeyringur þá hefði nokkurt gildi á dagkaupið. Það kom líka fyrir, að einn slfkur maður hækkaði í fullt kaup við næstu útborgun. Hinn sami sá, að ekki var hægt að skýla sér með sérhlífni og dundi í skjóli fjöldans, án þess að verkstjórinn veitti því athygli. Guðjón var næmur og glöggur að sjá út, ef rraenn voru sérhlífnir, en höfðu heilsu og burði til fullra vinnuafkasta. En þó að einhver hefði ekki burði og vinnuþrek á við unga og sterka menn, galt hann þess aldrei í kaupi. Aldrei skipaði Guðjón til verka eins og algengt er hjá verkstjórum, heldur sagði ævinlega: „Ég ætla að biðja þig eða ykkur. Við verðum að hafa þetta svona, drengir mínir. Eigum við ekki að bæta við einu pari af vögnum, piltar mínir?" Þetta sagði hann, ef honum fannst of langt hlé í gryfjunni hjá þeim, sem mokuðu í vagnana. En þetta verkaði á karlana eins og . hann leitaði samþykkis þeirra og væri þeirra jafningi fremur en bein skipun. Þannig voru umgengnishættir Guðjóns hvort heldur var á hans eigin heimili eða verkstjóri í vegavinnunni. Ég held að það sé sanna myndin og lýsingin á Guðjóni, hversu hann var virtur og innst inni metinn af sín- um starísmönnum. Stundum þurfti hann að fara í útréttingar fyrir veginn, sem tók þá tvo daga. Hann lagði fyrir, hvað átti að vinna á meðan. En það var alltaf eins og þegjandi samtök allra að láta ganga sem bezt vinnuna á meðan hann var í burtu. Alltaf gaf Guðjón okkur heimferðardag á fullu kaupi, þegar hsett var hverju sinni. Þetta þótti okk- ur nú vænt um i þá daga. Það var ekki siður þá að borga nema þá daga sem unnið var. Eins var það ef einhvern vanhagaði um aura fyrirfram, þá var alltaf gott að koma til Guðjóns. Stuttu eftir að Guðjón fluttist að Laxnesi, hlóð- ust á hann ýmis sveitarstörf, sem vænta mátti, því hann var mikið greindur maður og fjölhæfur og svo líka ágætlega vel að sér til hvers sem þurfti í sveitarmálefnum, gætinn framfaramaður og hygginn, félagslyndur, og með allri sinni hægu framkomu var hann allra manna skemmtilegastur í samstarfi, en þó alvörumaður. Það var því engin tilviljun, þótt Guðjón í Laxnesi væri kjörinn í margvísleg sveitar- málefni og trúnaðarstörf. Guðjón var í hreppsnefnd Framhald á bls. 12 9. apríl 1967 LESBÓK IvIORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.