Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 8
JOHN HINION Enginn svipur var daprari þegar ró hvíldi yf- ir honum, enginn fjörlegri þegar honum var eitthvað niðri fyrir. Andlit hans var eins og mynd eftir E1 Greco dregin upp af Modigliani svo dapurleikinn hlaut að hafa yfirhöndina. En þótt ótímabært hrun væri fyrirsjáanlegt var þunglyndið sjaldan látið sitja í fyrirrúmi; að- eins hrifnæmt örlætið og óviðráðanlegt rótleys- ið voru álitin sýningarhæf. Því verður ekki neit- að að tortímingin var sjálfsköpuð, endalok lang- vinnrar innri baráttu, sem háð var á kostnað vina hans og hæfileika. Þegar leið að lokum sniðgekk hann hvorttveggja af tregðu við að horfast í augu við kröfur hvers um sig. Hafi honum fundizt að listgáfan hefði yfirgefið sig — og það fannst honum — þá kaus hann vissulega ekki að ræða það. Örlæti hans hélzt óbreytt og hann tæmdi vasa sína með sama hömluleysi og hann hafði áður framleitt vatnslitamyndir. List- gáfa hans var ljóðræn í eðli sínu, hann var róm- antískur í skapferli (hvorttveggja á mjög sér- enskan hátt), og þegar sú listgrein er honurn lét bezt tók að glata hylli, reyndist honum um megn að hliðra til eða halda áfram. Sú vitund ásótti hann, að allt hefði þegar verið gert og ekkert væri eftir til að gera, a.m.k. ekki fyrir hann. Á vissan hátt er hægt að segja um hann, eins og svo oft virðist eiga sér stað um ljóðskáld og mál- ara með skylda hæfileika, að hann hafi dáið á réttu augnabliki. Andi hans tilheyrði Soho fimmta áratugsins, Wheatsheaf og Fitzroy, Mur- iel’s og Gargoyle, og fátt var ömurlegra en flest- ir þessara staða árin eftir 1950. Þar var drukkið jafn fast og fyrrum, en munnmælasögurnar voru útslitnar og hetjur þeirra látnar. í herberginu þar sem þetta er skrifað, eru fjórar myndir eftir John Minton. Þær voru all- ar málaðar að Hamilton Terrace 37 á árunum 1947 til 1949, þegar Johnny var skyndilega, að því er virtist samdægurs, bæði frægur og ríkur. Hann hafði erft eitthvað af peningum; á sýn- ingum hans í Lefevre Gallery seldust allar myndirnar, aðallega vatnslitamyndir, og hann 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS---------------- var 1 blöðunum seint og snemma. Hann fór að sýna stór, söguleg málverk, með nöfnum eins og „Dauði Nelsons", á Royal Academy, sem virtust mjög framúrleg í því sambandi og voru hluti þeirrar rambandi milli akademiskrar og nútíma- legrar mála-ralistar, sem komin var að hruni. Sjálfur varð hann sífellt hvikulli og ofboðkennd ari á hinni löngu leið til glötunarinnar, eigrandi stað úr stað, af knæpu á krá, með hjörð aðdá- enda, nemenda og alls konar sníkjudýra í kjöl- farinu. Svo var því skyndilega öllu lokið, málara- ástríðunni, velgengninni, lífi hans. Hann dó fyr- ir eigin hendi rúmlega fertugur að aldri. Hann var elskaður að verðleikum af nemendum sín- um og öllum sem þekktu hann, því að hann var jafn örlátur á ástúð sína, tíma, hrifningu og fé. Hjá hans líkum er gjafmildi á slíka hluti öllum fyrir beztu. CAROIE10MBARD Nafn hennar var Jane Alice Peters, en allir kölluðu hana Carole Lombard. Hún var drottning skopmyndanna á fjórða tug aldarinnar og hún giftist kónginum, Clark Gable. En þau urðu ekki leikpar. Hefðu þau orðið það, myndu þau hafa gert hreint borð, í líkingu við Elizabeth Taylor- og-Richard Burbon. En allir möguleikar til þess voru úr sögunni 16. janúar 1942, þegar flugvél með Carole Lombard innanborðs rakst á Table Rock fjallið í námunda við Las Vegas í Nev- ada. Enda þótt hún kæmi fyrst fram í myndum árið 1921, var það ekki fyrr en 1934 sem hún vann allra hjörtu með því að standa uppi í hárinu á eða öllu heldur sparka í John Barry- more í kvikmyndinni „Tuttugasta öldin“. Hún dansaði við George Raft í myndinni „Bolero“, en það varð henni lítill fremdarauki í saman- burði við leik hennar á móti William Powell í myndinni „My Man Godfrey", árið 1935. Eftir það héldu henni engin bönd: „The Princess Comes Across“, „Nothing Sacred", „They Knew What They Wanted" (þar sem hún lék póst- kröfubrúði á móti Charles Laughton), „Mr. and Mrs. Smith (þar sem hún stjórnaði Hitchcock í einu atriðinu og krafðist þess með festu að hann léki það aftur) og að síðustu „To Be Or Not To Be.“ fyrir Lubitsch. Og þótt ótrúlegt sé var þetta allur frægðarferill hennar. Carole Lombard vár þrjátíu og þriggja ára þegar hún lézt, hin kvenlega hliðstæða Cary Grants. Dylan Thomas lézt í New York 9. nóvember 1953. ÞangaÖ haföi hann farið til að lesa upp á leikrita- og ljóðakvöldum, en á slíkum tekjum hafði hann þurft að byggja í æ ríkara mæli. Eitt kvöldið, að loknum nokkrum hluta upplestranna, yfirgaf hann íbúðina þar sem hann bjó og var fjarverandi 1 hálfa aðra klukkustund. Þegar hann kom aftur tjáði hann húsfreyjunni að hann heföi nýlokið við að drekka 18 óblandaða whiskysjússa og vildi vita hvort það væri met. Skömmu síðar féll hann í ómegin og lá meðvitundarlaus í sex daga. Hann náði sér aldrei. Frásagnirnar af síð- ustu ævidögum Thomas voru gróflega ýktar af fólki sem rifjaði upp fyrir sér óstöðugt hátterni skáldsins á fyrri upplestrarferðum hans til Ame- ríku. Jafnvel saga hans sjálfs um sjússana 18 reynd ist við nánari rannsókn brezkra vina hans vera dæmigert karlagrobb. En Thomas hafði neytt áfengis í sama mund og hann veiktist og hann hafði fundið til lasleika og þunglyndis um nokk- urt skeið. Það var eins og opinber staðfesting á munnmælasögu meðal bóhema, þegar dánarorsök- in var úrskurðuð „svívirðing við heilann." Thomas var aðeins 39 ára gamall, en óreglu- samt líferni hans hafði ekki gefið neina tryggingu gegn ótímabærum dauðdaga. Hann var í stöðug- um fjárkröggum. Fram til ársins 1949, þegar hon- um var fengið Bátahúsið í Laugharne, Carmart- henshire, til frjálsra afnota, átti hann ekkert fast heimili. Hann var matgrannur, reykti án afláts og gortaði eitt sinn af því að hann hefði aldrei skrifað eina einustu ljóðlínu á þeim tíma sem knæpurnar væru opnar. Hann var afskaplega feiminn við að hitta nýtt fólk, einkum ef það var HORFNAR HETJUR DYIAN THOMA 9. apríl 1967.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.