Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 10
I nflúensuveiran, sem teygir út anga sína, tilbúin að hremma og eyðileggja hverja þá lífsfrumu sem hún nær til, er mannkyninu mikill ógnvaldur. Fyrir að- eins ári, þegar mynd af líkani veirunnar bírtist i aprílhefti tímaritsins Life, réðu læknar ekki yfir neinni þeirri töflu eða hylki er ráðið gæti niðurlögum hennar — eða nokkurrar veiru yfirleitt. En nú er að koma á markaðinn undursamlegt nýtt lyf, sem symmetrel nefnist, og mun það valda straumhvörfum í eitt skipti fyrir öll. Því ber að þakka að inflúensu- veiran — a.m.k. hin uggvekjandi A2 teg- und, í daglegu tali nefnd Asíuflensan — hefur glatað ónæmisyfirburðum sinum gagnvart kemískum efnum, og vonir glæðast um að aðrir veirufjendur muni brátt verða undir sömu sök seldir. Symmetrel, sem svo er nefnt vegna hinnar fagurlegu symmetrísku bygging- ar sameindanna, á sér óvæntan uppruna: E. I. du Pont de Nemours & Co. Du Pont félagið sem á stærstu efna- verksmiðjur í heimi er frægast fyrir framlag á efnum sem taka fram náttúru- einum eins og nælon, teflon og corfam. En nýlega hefur það fært út kvíarnar í sameindarannsókn sinni yfir á svið líf- rænna frumeinda með þeim heilaga á- setningi, „að grípa inn í þróun lífrænna efnasambanda, almenningi til hagsbóta.“ Fyrsti árangurinn, symmetrel, hefur hrundið Du Pont inn í nýtt ævintýri — lyf j afr amleiðsluna. Hið nýja lyf (sem heitir fullu nafni amantadine hydrochloride) vakti skammvinnar deilur um öryggi þess í notkun en Matvæla- og lyfjaeftirlitið batt enda á þær með viðurkenningar- stimpli sínum. Læknar í Bandaríkjunum gefa nú út lyfseðla á symmetrel en þar hafa fram ,að þessu ekki gengið neinar farsóttir, er gefið gætu víðtæka reynslu af lyfinu. S ymmetrel hefur um margt sér- stöðu í sögu lyfjafræðinnar. Auk þess að vera fyrsta inflúensulyfið og fyrsta inn- tökulyf við veirusjúkdómum, sem kem- ur á markað í Bandaríkjunum, þá er symmetrel algerlega samansett efni, efnafræðilega óskylt öllum öðrum lyfj- um sem nú eru á markaðnum. Ennfrem- ur verndar það öllu fremur en að það lækni sjúklinginn, sem bóluefnin ein hafa hingað til verið fær um. Það gæti því orðið upphaf nýs tímabils í „Chemoprophylaxis" eða lyfjavörn gegn sjúkdómum. Symmetrel er fyrsti áþreifanlegi ár- angurinn af 12 ára leit að veirudrepandi lyfi, sem Du Pont félagið hefur fram að þessu fórnað 100 vinnuárum af tíma sín- um og 8 milljónum dala af því fé sem það ver til efnafræðirannsókna. Fyrir tólf árum virtust sáralitlar likur fyrir uppg-'itvun sliks veirulyfs. Sulfa- og fúkkalyf voru hin venjubundnu vopn gegr. sýklunum en veirur voru álitnar að mestu ónæmar fyrir kemískum árásum. Það var ekki eingöngu vegna smæðar þeírra. Vandinn var fólginn í grundvall- areðli sýkingarinnar. Sýklar eru full- skapaðar og sjálfstæðar einfruma líf- verur. Á meðan þær vinna skemmdar- verk sín eru þær næmar fyrir efnasam- böndum í blóðstraumnum. En veirur gefa ekki nærveru sína til kynna á neinn hátt fyrr en þær hafa brotizt inn í frumurnar. Þegar einkenni sýkingar koma í Ijós, er eina leiðin til að vinna á þeim að elta þær inn í frumurnar. Lítil von virtist til þess að drepa veiruna án þess að valda um leið óbótaskemmdum á sjálfri frumunni. Fyrsti raunverulegi sigurinn gegn veirunum var unninn árið 1062, þegar dr. Herbert Kaufmann við Florida-há- ekólann sannaði að efnasamband, sem kallað var IUDR, gæti hvorttveggja varnað og læknað herpes keratitis, veirusýkingu í augum, sem oft veldur blindu. Enginn gat sagt með vissu Íhvernig IUDR verkaði, en margt benti tií þess að efnasamsetning IUDR glepti Nýft undraefni frá Du Ponf myndar varnarvegg gegn veirum utan um lifandi frumur og gefur vonir í barátfunni við krabba- meiniB. EFTIR ALBERT ROSENFIELD Veiruna til að villast á því og öðru efni, fhymidine, sem henni er nauðsynlegt til vaxtar. Ef duglegur og listfengur mat- sveinn gæti framleitt gervimat úr sagi og plasti, sem hefði sama bragð og áferð og raunverulegt kjöt og kartöflur, og einhver maður villtist síðan á gervi- matnum og héldi áfram að borða hann í stað raunverulegs matar myndi hann brátt fara að þjást af næringarskorti. Eitthvað þessu líkt virðist koma fyrir herpes veiruna þegar hún villist á IUDR og thymidine. En IUDR var aðeins hægt að nota beint á augað. Eiturverkanir þess voru of miklar til að hægt væri að taka það inn og láta það vinna á útbreiddri veiru- sýkingu. En árið 1963, um líkt leyti og IUDR var að byrja að vekja athygli, var brezkur vísindamaður í Indlandi, dr. D. J. Bauer, að gera tilraunir með annað lyf, marbóran. í rannsóknarstofunni hafði það lofað góðu um áhrif gegn bóluveirunni. Nú hafði sannazt með svæðatilraunum í Indlandi að það veitti fólki raunhæfa vörn gegn bólusmitun. Marboran er nú framleitt í Bretlandi af Burroughs Wellcome efnaverksmiðjun- um. Söluleyfi hefur ekki enn verið veitt tfyrir því í Bandaríkjunum, að nokkru vegna aukaverkana þess en aðallega vegna þess að engin þörf er fyrir það þar. Er hér var komið voru vísindamenn farnir að nota hópa sjálfboðaliða frá há- skólunum til þess að reyna Du Pont lyfið sem síðar var nefnt symmetrel. Kveikjan að symmetrel lyfinu var samsetning sem hvergi var til nema í Idraumheimi efnafræðings nokkurs. Sá tvar Þjóðverji, Decker að nafni, sem árið '1924 hugsaði sér hástaðlaða kolvetnis- sameind, uppbyggða eins og búr, og nið- mrröðun kolefniskjarna í líkingu við ttcristallanetið á demanti. Hann hafði engan raunhæfan tilgang í huga, heldur Ihafði hann einfaldlega hrifizt af hinum glæstu kennibundnu ályktunum er bentu til raunveru slíkrar sameindar. Efni þetta var um síðir einangrað í steinoliu og örlítið magn unnið úr henni eftir margra ára starf. Árið 1956, eftir 23 ára þrotlaust erfiði, var hin demantlíka efna- blanda — adamantane — ennþá allmikið Isjaldgæfari og dýrari en demanturinn sjálfur. Þá var í Princeton uppgötvuð einfaldari aðferð við samsetninguna og Var einkennilegt nýtt efnasamband feng- Sð til athugunar og tilrauna. Du Pont tfyrirtækið fann því fljótt stað í veiru- ttyfjaáætlun sinni. Vitanlega voru gerðar ýmsar tilraunir með sameindina — slík eru örlög allra sameinda sem Du Pont berast. Brátt sýndu viss afbrigði hennar ákveðnar hömluverkanir á ræktaðar Asíuinflú- ensuveirur. Eitt afbrigðið,er nefndist am- antadine hydrochloride, var sérstaklega áhrifaríkt. Tilraunir með dýr gáfu til kynna að það gæti í raun og veru varn- að sýkingu af Asíuinflúensu, án teljandi skaðvænlegra aukaverkana. Tilraunir með fimm dýrategundir og fáeina sjálf- boðaliða báru mjög örvandi árangur: lyfið dreifði sér ört um líkamann. Það bafði engin áhrif á eðlilega móteiturs- myndun líkamans. Og það reyndist ó- Tjúfanlegt — eins og nafnið „adamant" bendir til — 90% skildust óbreytt út frá líkamanum með þvaginu, 50% innan sól- 'arhrings frá því að það var tekið inn. Athyglisverðast af öllu var hvernig lyfið Virtist vinna. Það gerði hvorki að drepa né jafnvel ráðast að veirunum. Það örv- aði ekki mótstöðu líkamans með því að mynda móteitur eins og bóluefni gerir. Ekki glapti það heldur veiruna í líkingu við IUDR. Það lagðist yfir ytri himnu frumunnar og myndaði einskonar sam- eindamúr, sem hindraði veirurnar í að ráðast inn í frumuna. Sú staðreynd að 90% lyfsins leyst- ust fljótlega frá líkamanum þýddi, að taka yrði það inn á hverjum degi ef áhrif þess ættu að haldast. Og virkni þess — ef það verkaði þá í mönnum — þýddi, að litlar líkur væru til þess að það kæmi nokkrum að gagni sem þegar hafði smitazt af Asíuflensunni. Að mynda sameindamúr utan um frumuna yrði þá líkt því að læsa hænsnahúsinu eftir að refurinn væri kominn inn. Samt sem áður myndi óbólusettur einstakling- ur, sem staddur væri á svæði þar sem brotizt hefði út Asíuinflúensufaraldur, eða þar sem búizt væri við faraldri, eða ef einhver í fjölskyldu hans tæki veik- ina, geta haldið sér ónæmum með því að taka inn symmetrel á hverjum degi. Að- alspurningin var að sjálfsögðu hvort symmetrel myndi haga sér á sama hátt í mannslikamanum og það gerði í rækt- uðum vefjum og líkömum dýra. Aðeins tilraunir gátu skorið úr um það. “arla eru nokkur rannsóknarverk- efni jafn full af fallgryfjum og tilraunir með áhrif lyfja á sjúkdóma í efri hlut- um öndunarfæranna. Þeir geta stafað af 150 eða fleiri mismunandi veirum, og emkennin eru mjög lík. Undirbúnings- svæðisrannsóknir á symmetrel spáðu góðu. En hið sama hafði átt við um annað inflúensulyf (ekki frá Du Pont) tveim árum áður — sem hafði svo reynzt Dr. Jurg A. Schneider, forstjóri lyfja- rannsóknadeildar Du Ponts, heldur á eftirlíkingu af amantadine-sameind, sem symmetrel er byggt á. SYMMETREL 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. apríl 1967.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.