Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 13
BÍLAR Alfa Romeo og Landa ítalskir bílar í háum gæðaflokki, sem nálega eru óþekktir hér á landi. Hvernig sem á því stendur, er ekkert umboð á íslandi fyrir Lancia, sem þó er álitinn vera með bezt gerðu bílum heimsins. Aftur á móti hefur Runólfur Sæ- mundsson í Blossa umboð fyrir Alfa Romeo og ekur sjálfur nokkurra ára göml- um Alfa, en það mun þó eina eintakið sem hér er til. Þetta er þeim mun ein- kennilegra sem hingað eru fluttar margar tegundir bifreiða fyrir svipað verð en af mun lélegri gæðaflokki. Þess ber og að geta, að ítalir hafa formskyn betra en flestir aðrir og þeir eru hinir leiðandi menn um útlit á bílum. Bæði Alfa Rom- eo og Lancia bera þess merki að þar hafa hinir færustu formsmiðir fjallað um; einkum verða þó sumar tegundir af Alfa Romeo að teljast framúrskarandi. ftal- ir hafa mikið dálæti á hröðum akstri og þess vegna eru flestar gerðir þessara bíla góðar fyrir 160-180 km. hraða og viðbragð a við stóra ameríska bíla. Samt eru þessir bílar furðulega sparneytnir og fara yfirleitt ekki með mikið meira en 9-10 lítra á 100 km. Innrétting á ítölskum bílum eins og Alfa Romeo og Lancia verður að teljast í sér- flokki og ber óendanlega af amerískum bílum til dæmis og raunar flestum Evrópu- bílum líka. Sætin eru alltaf aðskilin og framúrskarandi vel mótuð, klædd leðri eða ullaráklæði en aldrei plasti. Hér á eftir verða kynntar nánar nokkrar gerðir Alfa Romeo og Lancia. 1) Alfa Romeo 1300 GT Junior Þetta er ein minnsta gerð Alfa, 4,08 á lengd og 1,58 á breidd, með fjórum aðskild- um stólum. Hann er búinn 103 hestafla, 4 strokka vatnskældum mótor, viðbragðið úr kyrrstöðu í 80 km hraða er 8,5 sekúndur og hámarkshraði er 172 km/t. Hinn frægi Alfa Romeo-skjöldur er framan á vatnskassanum eins og raunar á öllum gerðum. Formið er í senn slétt og rennilegt og afskaplega óþvingað. Skipting er í gólfi og 5 gírar áfram. Diskabremsur með servo, fjaðrar á gormum, baköxull stifur. Þyngd á hvert hestafl: 9,0. Bensíneyðsla 9—11 km á lítra. Þjöppunarhlutfall: 8,7:1. í Danmörku er þessi gerð lítillega dýrari en Ford Zodiac til dæmis og aðeins ódýrari en Chevelle. 2) Alfa Romeo Giulia 1600 TJ. Þetta er ódýrasta gerð Alfa, einskonar fólksvagnsútfærsla við fyrstu sýn, nema hvað hámarkshraðinn er 165 km og viðbragðið 0-80 km er 9,3 sekúndur. Mótorinn er nokkuð háþrýstur, 9,1:1, en kemur ekki lengur að sök hér. Orkan er 106 hestöfl, og þá eru 10,0 kg á hestafl, sem er sæmilegt hlutfall. Mótorinn er að framan og drifið á afturhjólunum. Eyðsla um 10 km á lítra eða 10 1 á 100 km. Þessi gerð er 4 dyra, ríkulega útbúin að innan og verðið í Danmörku er svipað og á nýja Volvo 144. 3) Alfa Romeo 1600 Duetto ítölsk formkúnst er upp á sitt bezta í Duetto, en hentugur bíll er hann naumast. Þetta er blæjubíll, tveggja sæta og sá frægi Pinin Farina á heiðurinn af teikning- unni. Mælaborð og sæti eru yfirdekkt með úrvalsleðri og það er eins þægilegt og hugsazt getur fyrir tvo að ferðast í þessum bíi — og ferðast hratt. Hámarkshraðinn er 182 km á tímann og viðbragðið 0-80 km á 7,1 sek. Duetto eyðir aðeins undir 10 1 á 100 km, því hann er léttur, 990 kg. Lengd er 4,25, breidd 1,63. Þjöppunarhlutfallið er 9,1:1 og mótorinn skilar 125 hestöflum við 6000 snúninga á mínútu. Duetto er dýrt leikfang; kostar í Danmörku jafnt og þrir Volkswagen-bílar. 4) Alfa Romeo Sprint 2600 Að vísu eru til ítalskir bílar eins og Ferrari og Maserati, sem eru tvöfalt dýrari, en flestir eru sammála um að ítalskur bílaiðnaður nái að mörgu leyti sömu full- komnun í dýrustu gerðum af Alfa Romeo, sem einkennd er með Sprint 2600. Hvað stærðina áhrærir, þá er Sprint jafn langur og nýi Volvoinn og Toyota Crown, þ. e. 4,58, breiddin er 1,71. Mótorinn er 6 strokka og skilar 165 hestafla orku, enda búinn þrem blöndungum. Hámarkshraðinn er 176 km á tímann og viðbragðið 0-80 er 9,7 sek. Efnisval og frágangur er framúrskarandi og einkum þó öll innrétting. Sprint 2600 kostar á Norðurlöndum ívið meira en Buick Skylark, sem eitthvað hefur verið eeldur hér. 5) Lancia Fulvia 2 C Flestar gerðir Lancia eru með framhjóladrifi og þannig er þessi, sem er ódýrastur þeirra. Hann er 4 dyra, 5 manna, 4.16 á lengd og 1,56 á breidd. Hann er enginn stólpagæðingur, viðbragðið er 10,7 frá 0-80 km og hámarkshraðinn er 148 km á klst. Eyðslan er lítil; hann fer 9,5—11,5 km á lítra. Þó er vélin 72 hestafla, búin tveim blöndungum og þjöppunarhlutafall er 9,0:1. Fulvia er talinn sterkur bíll og ódýr í rekstri. Verðið á honum mun vera það sama og á stærsta Fiat, sem hingað flyzt. 6) Lancia Flavia Sport Hvort sem ítalinn hefur efni á því að eiga sportbíl eða gæðing með sportlega eig- inleika, þá lætur hann sig dreyma um það og allar ítalskar bílaverksmiðjur koma til móts við þá sem nægilega eru fjáðir og hafa á boðstólum einhverjar fáguðustu sportútgáfur sem völ er á. Ein slík er Flavia Sport frá Lancia; fjögurra manna bíll, frábærlega fallega teiknaður, framhjóladrifinn og nær 181 km. hámarks- hraða. Viðbragðið 0—80 km. er 8,8 sek.. Mótorinn er 4 strokka 105 hestafla við 5200 snúninga á mín. og þjöppunarhlutfallið er 9,0:1. Þrátt fyrir mikla orku og getu, eyðir bíllinn ótrúlega litlu, eða um það bil 10 1. á 100 km. Blaðfjaðrir bæði að framan og aftan svo og diskabremsur. Lengdin er 4.46 og breidd 1.64. Verð- ið mundi vera svipað og á Mustang. 9. apríl 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.