Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 15
- HJÓNIN í LAXNESI I Framhald af bl. 12 í Laxnesi. Þar komu margir og þaðan var farið með hlýhug til þess heimilis. ★ Eins og sagt er frá í upphafi þessarar frásagnar skipti Guðjón Helgason á húseign sinni Laugaveg 32 í Reykjavík ásamt mjög stórri lóð, sem náði upp að Grettisgötu, fyrir Laxnesið í því ástandi sem áður er frá sagt. Þegar Sigríður seldi jörðina 23 árum síðar, var hún betri tvíbýlisjörð (eins og hún þá varð) held- ur en öll, þegar Guðjón og Sigríður fluttu þangað 1905. En þegar Sigríður flytur aftur til Reykjavíkur og skiptir á eignum eða kaupir sér hús fyrir jarðarverð- ið, fær hún lítið timburhús á Lokastígnum fyrir sölu- verð jarðarinnar, svo segja má með sanni: „Sömu skipti og áður“. En þegar litið er á þessi síðari eigna- skipti, þá er mismunurinn 'ærið stór og sýnir, hvað jafnvægið hefur raskazt mikið á þessu tímabili milli fasteigna í Reykjavík og jarðeigna í sveitum. Laxnesið er þá orðið þrisvar sinnum betri bújörð að túnum og byggingum auk allra girðinga. svo munurinn er mikill og harla auðsær, þegar þetta hvort tvegga er borið saman. Allur sá mikli dugn- aður Guðjóns að bæta, byggja og rækta jörðina heyrir framtíðinni til, án þess að eftirlifendur hans, kona og börn, njóti þess fjársjóðs, sem hann lagði árlega í jörðina, annað en uppeldi sitt. En nöfn þeirra hjóna og minning mun lengi tengd verða þessum stað. IDA NYROP LUDVIGSEN: MODSAT (Ljóð). NYT NORDISK FORLAG. Ida Nyrop Ludvigsen er 38 ára gömul og fimm barna móðir. Áður hafa birzt eftir ihana blaðagreinar og smásögur, en þetta er fyrsta bók hennar. Hér hef- ur hún sig yfir bleyjuþvottinn og mat- reiðsluna með stemningum, sem eru á mjög aðgengilegu máli, ýmist í léttu spaugi, tregafull vegna horfinnar æsku eða gagnrýnin á menn og málefni. Mannlegur tónn hennar hlýtur að ná til margra. ULF GUDMUNDSEN: KYMA. NYT NORDISK FORLAG. Ulf Gudmundsen er málari og blaða- maður auk þess að vera skáld og rit- höfundur. Fyrsta bók hans „Norden- pols“ fjallar um Lappland. Mál hans er myndauðugt, hann er stuttorður og gagnorður. Kyma þýðir „bylgja1: „Bölgen vandrer / efter egen tabel / NSr havet er borte / er havnen sig selv / pá en ny máde / Anderledes nögen / med andre his.torier / at berette for os / utrættelige molevandrere“. GUDRUN RnSMÖLLER: DA FARFAR VAR DREN.G (Endurminningar). Teikn- ingar eftir Svend Otto S. NYT NOR- DISK FORLAG. Sá sem hefur verið í sveit fyrir daga traktorsins og jeppans mun á vissan hátt endurlifa þann tíma við lestur þessarar bókar. Sá sem ekki þekkir sveitasælu þeirra tíma verður margs vísari. Þetta er bók fyrir fólk á öllum aldri, skrifuð á mjög einföldu og skýru máli. Myndskreytingar Svend Otto S. eru einstaklega lifandi og auka mjög á gildi bókarinnar. NÝJAR DANSKAR BÆKUR BINE STRANGE PETEPSEN: AI.T ER TILLADT (skáldsaga). HANZ REITZ- ELS FORLAG. Stúdinan og lesbían Gitte lýsir opin- skátt mökum við menn og konur, aðal- lega konur. Sumum kann að þykja bók þessi nokkuð berorð, eitt'hvað í ætt við Rauða rúbíninn eftir Agnar Mykle, en hvað sem um það má segja, er frá- sögn og stíll höfundar leikandi léttur. PIET HEIN (dulnefni KUMBEL): HUSK AT LEVE (ljóðaúrval). BORG- ENS BILLIGBÖGER 44. Piet Hein er vel þekktur í Skandin- avíu og víðar, m.a. er nú verið að gefa ljóð hans út á ensku. Norskur útvarps- maður sagði einhverju sinni „Framúr- skarandi ræðumaður er sá, sem getur haldið góða ræðu án þess að vitna í Piet Hein“. Skáldskap hans hefur meira að segja verið líkt við H'ávamál! Lík- lega mundu fslendingar kalla hann góðan hagyrðing. Á titilblaði bókarinn- ar stendur: „Husk at elske / mens du tör det / Husk at leve / mens du gör det“. HANS THOMSEN: DANMARKSHAVN KALDER. Kbh. 1966. Nyt Nordisk For- lag. D.kr. 19.50. Veðurathugunarstöðin í Danmarks- havn á hinu óbyggða Norðaustur- Grænlandi er nyrzti hlekkurinn í við- tæku kerfi, sem starfar al'lan sólar- hringinn til þess að skapa öruggan grundvöll fyrir flugsamgöngur og sigl- ingar yfir Norður-Atlantshaf. Á þessum stað vinnur lítill hópur manna, alger- lega einan'graður að undanteknum fá- einum vikum á sumrin, þegar skipfært er gegnum ísinn. Hans Thomsen, stjórn- andi stöðvarinnar árið 1948, lýsir í bók sinni, hvernig lífið fer fram við þessi óvenjulegu skilyrði í hánorðri. Lesand- inn fær nasasjón af þeirri góðlátlegu kiímni, sem er nauðsynleg til þess að menn geti haldið hina daglegu samveru út, og þeim aðlögunarhæfileikum sem krafizt er á stað, þar sem vindhraðinn getur verið 14-16 stig og hitinn minna en -r- 40° C. Lýsingin er raunsæ og blátt áfram, en hin óblíða og spennandi til- vera í þessu stórbrotna náttúruum- hverfi veitir bókinni ríkulega spennu. Framkv.stj.: Sifffús Jónsson. Ritstjórar: Siguröur Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Útgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavík 9. apríl 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.