Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 7
ISLENZKIR LISTAMENN „Mér finnst það fákvæft að mega ekki neita hlutverki,# Viðtal v/ð Róbert Arnfinnsson, leikara Róbert Arnfinnsson á heimili sínu í Kopavogi. rumraun sína á leiksviði mun Róbart Arnfinnsson hafa þreytt í skólaleikriti í barnaskóla Eskifjarðar, en þar var faðir hans skólastjóri. 1 hvert sinn sem fréttist um nýjan leiksigur Róberts á fjölum Þjóðleik- hússins, rifja Eskfirðingar upp eftir- farandi sögu: Skólastjórinn gekk þar fyrir dyr, er verið var að æfa skóla- leikrit, þar sem Róbert, sonur hans, hafði fengið sitt fyrsta hlutverk. Varð þá skólastjóranum að orði: Þið eruð þó ekki að halda, að þið getið gert leikara úr honum Róbert. Róbert hlær, þegar ég rifja upp þessa sögu, hefur reyndar heyrt hana áður. — Á að skilja þetta sem svo að þú hafir ekki borið hæfileika þína utan á þér, þegar þú varst barn? — Eg veit ekki; svo mikið er víst, að þá hafði ekki hvarflað að mér að gerast leikari. Það gerðist ekki fyrr en löngu síðar og þá fyrir ein- skæra slysni; eiginlega má segja, að veikindi hafi hrakið mig út í þetta. Ég spilaði geysimikið á dansleikjum, þegar ég var ungur, og þurfti ein- hvern tíma þeirra erinda austur á Eyrarbakka. Þar skemmtu líka Lárus Pálsson og fleiri leikarar, færðu þar upp atriði úr Nitouche, og ég var fenginn til að leika undir fyrir þá. Þessi kynni mín af Lárusi Pálssyni eru eiginlega forsaga þess, að ég lagði út á leiklistarbrautina, í milli- tíðinni sótti ég samt um inngöngu í Loftskeytaskólann, en rétt er skól- inn átti að hefjast, veiktist ég af hettusótt og átti lengi í henni. Þá var Loftskeytaskólinn starfræktur á fjögurra ára fresti og því var ann- að hvort fyrir mig að bíða í heil fjögur ár eða snúa mér að öðru, og einhvern tíma í veikindaóráði hrap- aði að mér að tala við Lárus Páls- son — hef sjálfsagt séð auglýsingu frá honum um, að nýtt tíma.bil væri að hefja-st í leikskólanum — en ég hef alltaf verið heldur feiminn mað- ur, og ég tel ólíklegt, að ég hefði haft manndóm í mér til að tala við hann, hefði ég ekki verið búinn að kynnast honum lítillega áðuæ þarna austur á Eyrarbakka. Nú, ég var í rúm tvö ár í leikskóla Lárusar og á þeim tíma hvarf Loftskeytaskól- inn alveg úr huga mér. — Og frekara leiklistarnám? — Ég sigldi til Kaupmannahafnar; fór með einni af fyrstu ferðunum eft- ir stríð, og var einn vetur við Kon- unglega leikhúsið sem óreglulegur nemandi. Á þessum tíma var stjórn- málasamband ríkjanna ekki gott, skammt liðið frá sambandsslitum og íslendingar ekki sérlega vel séðir í Danmörku. Áður gátu íslendingar gengið formálalaust inn í skólann eins og hverjir aðrir danskir þegnar, nú var búið að setja hömlur og þeir töldu sig ekki geta tekið við mér sem reglulegum nemanda. En ég fékk þó að fylgjast með, sótti leik- sýningar og var auk þess í einka- timum hjá tveimur kennurum. egar ég kom heim, fékk ég stórt hlutverk í leikriti eftir O’Neill, Ég man þá tíð. Ég hafði reyndar fengið að spreyta mig áður en ég fór út, lék í Kaupmanninum í Feneyj- um hjá Leikfélaginu undir stjórn Lárusar Pálssonar, og hlutverk hafði ég líka í Manni og konu, sem Indriði Waage setti á svið hjá Fjalakett- 'inum. Fyrir bæði þessi hlutverk fékk ég ekki venri dóma en það, að ég afréð að sigla. — Svo rúllar þetta bara áfram, ég var ráðinn á A-samn- ingi við Þjóðleikhúsið, þegar það tók til starfa. Þetta er ósköp sléttur og felldur ferill og engan veginn viðburðaríkur eða merkilegur. — Nú ert þú jafnvígur á drama- tísk hlutverk og gamanhlutverk. Ger- irðu sjádfur upp á milli slíkra hlut- verka? — Nei, það er skemmtilegra að breyta til en festast í einni gerð, hins vegar eru gamanhlutverk sízt auð- veldari. Mesta ánægjan er í því fólg- in að fást við góð og erfið hlutverk í góðum leikritum, hlutverk sem krefjast mikils, og er þá sama, hvort hlutverkið er gamanhlutverk eða al- varlegs eðlis. Annars konar erfiði er svo það, þegar maður verður að reyna að búa til eitthvað, sem er ekki fyrir hendi, þá verður oft ekki neitt úr neinu, því að það er ekki á neinu að byggja. — Er þá ekki stundum freistandi að neita slíkum hlutverkum? að er þvi miður ekki á mínu valdi að gera það; þegar maður er samningsbundinn, getur maður ekki neitað nema ef svo færi, að valið væri alveg út í hött, dytti t. d. ein- hverjum í hug að láta mig leika sjö ára gamalt stúlkubarn mundi ég líklega neita. En ég get tekið undir með flestum öðrum leikurum, að það eru ekki allt eintóm óskahlut- verk, sem maður verður að fást við. Reyndar hef ég aldrei átt neitt óska- hlutverk, ég hef ekki mátt vera að því að velja mér slíkt. — Getur það ekki talizt ókostur eða þvingandi fyrir listamann að mega ekki neita hlutverkum? — Nei, mér finnst það jákvætt að mega ekki neita. Það getur verið hættulegt fyrir leikara, sérstaklega meðan hann er ungur, ef hann er einráður um hlutverkaval; það gæti farið svo að hann staðnaði og festist í hlutverkum, sem hætta e<r á, að yrðu keimlík, og hefði svo ekki áræði til að breyta til, Með hinu mótinu fær leikarinn meiri fjöl- breytni í að tjá sig. Hitt er svo annað mál, að þegar leikarar hafa þroskazt og eru jafnvel orðnir þreyttir á vissan hátt, þá eir það svona og svona að vera með 3—4 hlutverk í einu; það er að minnsta kosti ekki alltaf ákjósanlegt fyrir eldri menn. S jálfur tók ég þá stefnu strax — áður en ég varð samningsbundinn við Þjóðleikhúsið — að neita engu. Oft vissi ég ekki, hvað ég var að taka að mér, en ég álít, að einmitt það að hafa ekki neitað, hafi verið bezti skólinn fyrir mig, því að skóla- setan sjálf er ekki til neins nema hrinda manni af stað. — Og nú ertu að leika djöfulinn í Hornakóralnum. Hvernig fellur þér sá náungi? — Ég hef gaman af honum. Þetta var nýtt fyrir mér og öðruvísi per- sóna en ég hef fengizt við áður og já, ég hef að mörgu leyti gaman af að eiga við hann. — Þstta er nokkuð nútímalegur djöfull —. í eðli sínu er hann raunar sá sami og hann hefur ætíð verið. fslending- ar hafa nokkuð hefðbundnar og ákveðnar skoðanir um. hvernig djöf- ullinn sé; ýmislegt hefur hjálpað til að byggja upp þá skrðun, þ. á. m. Fr?m’-ald á bls. 13 25. júní 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.