Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 11
voru vestur um haf. En nú færðist skö»- in upp í bekkinn er landar vestra hugð- ust gera sér lítið fyrir að gjörsópa ís- land — flytja þaðan hvert einasta mannsbarn, ásamt búslóð allra og öll- um búpeningi! Var þetta hugmynd þeirra sjálfra, eða stóð Kanadastjórn að baki þeirra? Nú þótti mál til komið, að íslend- ingar heima léti eitthvað til sín heyra. Og þá gekk Benedikt skáld Gröndal fram fyrir skjöldu og ritaði tvo bækl- inga, er hann kallaði „Um Vesturheims- ferðir“, er hann nefndi Ameríku-fargan 6ðru nafni. Kom fyrri bæklingurinn út í marz 1888, en seinni bæklingurinn í maí s. á. Segir Gröndal að þeir Björn Jónsson ritstjóri og í>orlákur Ó. Johnson kaupmaður hafi hvatt sig til þessa og kostað útgáfu bæklinganna. Gröndal var ekkert myrkur í máli, en öfgakennt var það, sem hann skrifaði um vesturfar- ana: ,jHver er munurinn á hinum fornu landnámsmönnum og þeim sem fara nú? Þeir sem fóru frá Noregi til íslands, voru auðugir stórhöfðingjar, er áttu sjálfir skip sín og fóru með fólk og fé. Hvernig er meginhluti þessa fólks, sem nú fer frá íslandi til Ameríku? Blásnauðir aumingjar og sá lakasti skríll, sem vér raunar megum vera fegnir að losna við, eins og oft hefir verið viðurkennt að slíkt fólk væri einungis til byrði ... Þeir fáu af hinum svokallaða menntaða flokki, sem þangað ihafa farið, hafa verið óróamenn og ekk- ert fengist til að gera hér, svo einu gildir hvert þeir fóru — allir þessir menn geta ekki skoðast öðru vísi en sem uppgjafahræður, sem hafa lagt árar í bát og yfirgefa þá, sem berjast fyrir frelsi og fósturjörð; enn má geta þess, að allmargir af vesturförum eru stroku- menn, sem hafa svikist frá skuldum og ráðleysis vandræðum, sumir strokið frá konum sínum og börnum. Þetta er nú ein tegund framfaranna og sýnir það, af hvaða efnum íslendingafélag í Ameríku er saman sett, ef félag skyldi kalla“. Hann er þó reiðastur við „agentana“ og fer ekki dult með það: „Það er auðséð hvernig á þessum hrósbréfum (um Ameríku) stendur; það eru sumpart meðalgangararnir og þeirra liðar, sem fá einhverja til að skrifa bréfin, kannske fyrir þóknun, svo að þeir fái sem flest fólk og 10 eða 20 krónur fyrir haus; sumpart eru þessir ffienn sjálfir hrifnir út af því að hafa ekki drepist alveg og þykir nú allt gott, sem þeir hræktu að á íslandi. ... Agent- 'arnir láta ekki vanta að setja í blöðin þakklætis ávörp fyrir þessa makalausu gæzlu, þessa makalausu velvild, þenna makalausa dugnað, þessa makalausu forsjá, þessa makalausu umönnun, þessa makalausu elsku og þessa makalausu fyrirhyggju, sem þeir auðsýna öllum þessum „landnámsmönnum“, sem kepp- ast eftir að komast í hið fyrirheitna land. Þeim er þakkað í nafni „heila hópsins" með mörgum undirskriftum, og má jafnvel sjá þakklætistárin glóa í gegnum prentsvertuna og heyra hin gleðiþrungnu hjörtu slá yfir mannelsk- unni og mannúðinni, þrekinu og þolin- mæðinni, sem er þessum útflutnings- stjórum svo eiginleg og meðfædd. Það er því ekki að furða þó þeir vilji hafa nokkuð fyrir snúð sinn, enda munar um fimm og sex þúsund króna inn- tekt eða meira á hverju sumri — en hvað eru blóðpeningar ef ekki þetta? . . . Það verður ofan á, að agentarnir eða útflutningsstjórarnir verða rikir menn og lifa hér eins og blóm í eggi — ekki kæra þeir sig um að setjast að í Ameríku". E fni seinna bæklingsins er að miklu leyti heimildir, teknar úr vestan- blöðunum (aðallega Heimskringlu) og þó miklu víðar leitað fanga. Er þar átakanlega lýst bágbornum kjörum landa vestan hafs, og kveður þar mjög við annan tón en í einkabréfum að vest- an. Þá tekur hann og alllangt mál upp úr Alaskabæklingi Jóns Ólafssonar þar sem útmálaðir eru ókostir Kanada og ýmissa ríkja í Bandaríkjunum, og segir að lokum, að ekki hefði þessar lýsingar átt að fýsa menn að flytjast vestur. Og svo víkur hann enn máli sínu að agent- unum: „Ég vil útskúfa agentunum ... Það er líka eitthvað skrítið, að fólk skuli þurfa að borga peninga, bæði far- gjald og til agentanna, ef Kanadastjórn sækist eftir fólki til að byggja landið — og svo er landið sjálft, eftir allt sam- an, selt með afarkostum og ófrelsi. Þvert á móti, fólkið ætti ekki að þurfa að borga neitt, en punkturinn er, að fólk- ið er féþúfa agentanna, línanna og stjórnanna, allt þetta græðir á fólk- inu, en það fær ekkert í aðra hönd nema þrælkun og dauða“. Þetta er aðeins lítið ágrip, dregið út úr vegna þess sem á eftir fór. En það verður að segjast, að þrátt fyrir allar öfgar sinar og að sumu leyti staðlausar fullyrðingar, þá ræðst Gröndal ekki á einstaka menn. Að vísu hefir sviðið undan sumum höggum hans, og hefir Sigfús Eymundsson „agent“ þótzt kenna þar sárinda af, því að nú lét hann Jón Ólafsson, skrifstofumann sinn, rita nýjan bækling til andsvara og er á honum fátíður ritháttur. Það var merkilegt um Jón Ólafsson, sem var allra manna kurteisastur í tali, viðmóti og allrd framkomu, að það var engu líkara en hann umhverfðist þegar hann greip pennann. Niðurlag síðar. SÁTTASEMJARI HEIMSINS Framhald af bls. 2 á Súez og frelsisbarátta Ungverja. Ef árásin á Súez hefði ekki verið gerð, hefði athygli 'heimsins eingöngu beinzt að hinu hroðalega blóðbaði í Ungverja- landii, en ekki að atburðunum við Mið- jarðarhaf, og aðgerðir Sameinuðu þjóð- anna kynnu að hafa borið árangur. En eins og málum var háttað, gat Alls- herjarþingið einungis falið Hammar- skjöld að gera allt sem í hans valdi stæði, sem var því miður alltof lítið. Árið 1958 jók Hammarskjöld gæzlu- lið Sameinuðu þjóðanna í Líbanon, þrátt fyrir neitunarvaldsbeitingu rússneska fulltrúans í Öryggisráðinu gegn því. (Neitunarvaldinu var beitt vegna óánægju út af þvi, að ályktunin fól ekki í sér kröfu um að lið Bandaríkjamanna væri þegar í stað kvatt burt). Hammar- skjöld hikaði ekki heldur við að þiggja boð stjórnar Laos árið 1960 um að koma þangað og kynnast af eigin raun ástand- inu í landinu, án þess að hafa til þess heimild Öryggisráðsins eða Alls- herjarþingsins. Auk þess var Banda- níkjastjórn talsvert mótfallin þessari til- tekt. Það var í Kongó, sem stjórnmálaferill Dags Hammarskjölds náði hápunkti sín- um. Þegar Kor.gó varð sjálfstætt ríki í júní 1960, gerði Kongóher uppreisn, og skapaðist við það allsherjaröngþveiti í landinu. Kongóstjórn bað um hernað- arlega aðstoð Sameinuðu þjóðanna (eftir að Bandaríkjastjórn hafði skyn- samlega hafnað slíkri bón). Öryggis- ráðið heimilaði framkvæmdastjóranum „að gera nauðsynlegar ráðstafanir, að undangengnum viðræðum við stjórn Kongólýðveldisins, til að veita stjórn- inni þá hernaðaraðstoð, sem nauðsyn- leg kann að vera, þar til Kongóher með aðstoð tæknifróðra manna frá Sam- einuðu þjóðunum er sjálfur fær um að halda uppi aga í landinu“. Þetta óljósa umboð var hið eina sem Hammarskjöld hafði við að styðjast í áralangri baráttu sinni til að reyna að koma á friði í þessu stríðsherjaða landi. I bili hélzt eining um Kongómálið hjá Sameinuðu þjóðunum. En eftir brottrekstur Lumumba, sem var skjól- stæðingur Rússa, úr stjórn Kongós, handtöku hans og morð snerust Rússar til hatrammrar andstöðu. Skuggar kalda stríðsins svifu yfir Kongó. Hið námu- auðuga Katangafylki lýsti yfir sjálf- stæði sínu, og önnur fylki gerðu upp- reisn; málaliðar voru á hverju strái. Önnur stjórn var mynduð í Stanley- ville, og ekki varð valdabarátta ann- arra ríkja Suður-Afríku til að draga úr hörmungarástandinu. Alríkisstjórnin var í miklum vanda. Hvað gat framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna gert til hjálpar með rúm- lega 20.000 manna liðsafla undir sinni stjórn þegar bezt lét? Ekkert var gef- ið til kynna um það í umboðsyfirlýs- ingunni. Öryggisráðið og Allsherjar- þingið voru í úlfakreppu. Hammarskjöld, sá greinarbezti allra framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, skilgreindi málið réttilega: Atti framkvæmdastjórinn að velja auðveld- ustu leiðina til að firra sig vandræðum og stugga ekki við neinum hagsmunum aðildarríkjanna, en ganga um leið á bak orða sinna, þar sem hann hafði lofað að gera það sem hann gæti? Átti hann Framhald á bls. 12 Kanntu brauð að baka .... svo úr því verði kaka? Eitthvað kunnum við víst flestar fyrir okkur í því, húsmæðurnar. En nýjar uppskriftir eru alltaf vel þegnar, ég tala nú ekki um, þegar árangurinn birtist á kaffi- borðinu. Sumarið er sá tími, sem fremur er slegið af í köku- bakstri, enda sjálfsagt að taka útivistina fram yfir það að standa í stórbakstri, meðan okkar stutta, dýrmæta sumar varir. Það varð því úr að tína til nokkrar uppskriftir, sem eru að vísu ekki flunkunýjár af nálinni, en eiga það sameiginlegt að vera mjög fljótlegar og þægilegar í bakstri, svo fljótlegar, að það er m. a. s. hægt að skella þeim í ofninn, þegar enginn tími er til að baka. Fyrst koma hérna tvær kökur, þar sem ekki þarf einu sinni að ómaka hrærivélina. Gráfikjukaka. 200 g smjörlíki 1 bolli hveití 1% bolli sykur 2 bollar haframjöl 1 bolli brytjaðar gráfíkjur 1 teskeið matarsódi 2 egg Smjörlíkið linað eða hálfbrætt og síðan er öllu blandað saman í skál. Bakað í tveimur botnum í 20—30 mínútur við tæplega 200°. Botnarnir lagðir saman með sultu á milli. Heimilisfriður. 1 bolli bráðið smjörlíki 1 — sykur 1 — hveiti 1 — haframjöl 1 — brytjaðar döðlur 1 teskeið lyftiduft 1 egg vanilludropar Öllu blanðað saman í skál. Bakað í einni köku við 170—180°. Báðar þessar kökur eru mjög góðar með þeyttum rjóma. Það er skemmtileg tilbreyting að hafa heimabakað hveitibrauð á borðum öðru hverju. 4 bollar hveiti og 4 teskeiðar lyftiduft (ekki kúffullar) er mælt í hrærivélarskálina. Vætt í með mjólk eða undanrennu og helzt svolítilli súrmjólk. Hrært jafnt og haft nokkuð þykkt. Bakað við 160—180° og vafið inn í deigt stykki, þegar það er tekið úr ofninum. Steikt kaffibrauð er eitt af því, sem við verðum aldrei leið á, og ef okkur vex í augum fyrirhöfnin við það að búa til kleinur, er alveg tilvalið að steikja ástapunga. 3 bollar hveiti 1 bolli sykur 2 egg 2 teskeiðar lyftiduft rúsínur vanillu- eða kardimommudropar sirka 1 bolli mjólk, eftir því hvað eggin eru stór. Egg og sykur er þeytt og hveiti, mjólk, dropum og rúsínum blandað saman við. Sett með stórri teskeið ofan í heita feiti og steikt eins og kleinur. 1 25. júní 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.