Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 12
NVJAR DANSKAR BÆKUR Helten vokser (skáldsaga) eftir Carl Bang. Útgefandi Fremad. Verð Dkr. 29.75. Carl Bang hóf rithöfundarferil sinn árið 1950 með smásagnasafninu „Elskere og Táber“. Síðan hafa kom- ið út eftir hann fjórar skáldsögur og annað smásagnasafn. Helten vokser er veruleikaslungin fantasía, þar sem ég-ið verður að kyngja því að vera lítill hlekkur í endalausri keðju, sem stjórnmálamenn og vísindamenn halda í greipum sér. Æskan er þurrkuð út, hetjan lærir að láta sér hvergi bregða hvað sem á dynur, hvatalíf hans fær fulla og óhefta út- rás og loks, þegar hann hefur verið heila- og hvataþveginn, er dælt í hann efni, sem gerir það að verkum að hann vex og vex, andlega og lík- amlega. Ofurmennið á hins vegar engan stað í veruleikanum og ekkert hlutverk. Það getur í mesta lagi orð- ið þjónn — vaktmaður. Eftir alla hreinsunina og betrumbótina á ég-ið þá ósk heitasta að fá að hætta að vaxa og lifa venjulegu lífi með venjulegu fólki, fara í gönguferðir í skóginum, elska rauðhærðu stúlkuna sína og lifa í friði. Draumur Nietz- sches um að skapa hinn fullkomna mann, sem hreinsaður hefur verið af sínum dýrslegu erfðum — uber- men3ch — verður að bíða betri tíma, þroskaðra marjnkyns. Fólkið í vestri þjónar einungis munni og maga og hetjan á góða daga hjá Kjöt-Emmu. Fólkið í austri fellur ekki í skipu- lagið, sem enn er of fullkomið fyrir mannskepnuna. Dr. Axe, sem stýrir Alpopstofnuninni fyrir Möguleika- og Framþróunarfélagsfræði, hefur þó trú á því, að vexti mannsins megi haga vísindalega þannig, að fjarlæg- ar, ókomnar kynslóðir geti lagað sig að skipulaginu: „Veruleikinn mun að vísu fara dálítið aðrar leiðir", svaraði hann, „en við verðum að hafa skipulagið tilbúið fyrir mikil- vægari og þroskaðri borgara, sem lifa á öðru tímabili sögunnar“. Stíllinn er knappur, stundum hreinn og beinn símskeytastíll, þó er bókin 187 blaðsíður og höfundi tekst að láta endinn koma á óvart. Opbrud í oktober (skáldsaga) eftir Önnu Ladegaard. Útgefandi Fremad. Verð Dkr. 28.75. Ursula er fordómalaus og óháð og gengur þess vegna hiklaus út í lífið, sem reynist henni harður skóli. Heil- indi hennar eru þó svo gott vegar- nesti, að hún stenzt öll próf þess. Hún er „alin upp“ í fangabúðum nazista, eignast sem unglingur full- komna móður, giftist og flyzt til Afríku með manni sínum. Lífið í Afríku fyllir hana viðbjóði og fær hana til að brjóta hin óskráðu lög hvíta mannsins gagnvart hinum svarta. Þetta er fyrsta bók höfundar, en þó er hvergi að finna viðvaningsbrag, heldur út í gegn öruggan og fágaðan stíl. Med blændede lygter (3 smásögur og stutt skáldsaga) eftir Ingeborg Buhl. Útgefandi Hasselbalch. Bókin hefst á skáldsögunni, sem er 82 blaðsíður. Einn af þessu sofandi fólki, sem sumir gera sér grein fyrir að til er, er á góðri leið með að svæfa allt og alla í kringum sig. Hann er sem í álögum, en vaknar svo upp við vondan draum og eftir miklar vangaveltur skilst honura, að það er undir honum sjálfum komið hvort og hve lifandi umhverfið og það fólk sem hann umgengst er, sérstaklega sú, sem hann vill sízt fjarlægjast og missa. Kímnigáfa höfundar nýtur sín vel í sögunni „Ullebjerg", á elliheim- ilinu, þar sem einn er blindur, annar heyrnarsljór og hinn þriðji kalkaður. Eini maðurinn á staðnum, sem getur miðlað öðrum, er útskúfaður og gefst að lokum upp. Hann brennir skip sín og dansar hlæjandi á glæðunum. Síðasta sagan er um Ahasverus og Jóhannes skírara, tákn hins friðlausa mannkyns. Hver og einn reikar ein- mana í þoku: „Hvað er trúarvissa? Er sigrandi trú nokkuð annað en dauði trúarinnar?" Ingeborg Buhl hefur þegar unnið sér öruggan skáld- sess með smásögum, ljóðum, skáld- sögunni Sidsel orne og ritgerðum og eru flestar bækur hennar uppseldar enda mjög athyglisverður höfundur. Ansigtet (smásögur) eftir Ernst Poulsen. Útgefandi Hasselbalch. Þetta er fyrsta bók höfundár, 11 smásögur, þar sem aðalpersónan er sú manneskja, sem á einhvern hátt á ekki samleið með fjöldanum, en þráir samband við umheiminn. f sög- unni „Jesu bleibet meine Freude“ hindrar öryggisleysi, taugaveiklun og óákveðinn smekkur unga stúlku í því að njóta samskipta við annað fólk. Blíð tónlist er hið eina, sem nær hjartarótum hennar. Frelsi ©r henni óskapnaður sem hún kann ekki að fara með. í „Festen" reyna tvær manneskjur að gera hið bezta úr því að neyðast SÁTTASEMJARl HEIMSINS Framhald af bls. 11 t. d. að hætta við Kongó-aðgerðirnar, þar sem einu gilti hvaða ákvörðun hann tæki: hún hefði alltaf verið í andstöðu við brýna hagsmuni einhvers aðildar- ríkis? Svar Hammarskjölds var, að jafnvel þótt formleg ályktun væri ekki fyrir hendi af hálfu Öryggisráðsins eða Alls- herjarþingsins, þá væri það skylda framkvæmdastjórans að hefjast handa með hliðsjón af þeim alþjóðlegu skuld- bindingum og markmiðum sem fælust í Stofnskrá samtakanna. Honum bærd að breyta samkvæmt fyrri ákvörðunum Sameinuðu þjóðanna, en þegar þeim væri ekki til að dreifa, yrði hann að taka ákvarðanir upp á eigin spýtur. Og í trausti þessa hélt Hammar- skjöld ótrauður áfram friðarstarfi sínu í Kongó, eins og honum fannst hæfa hlutlausum alþjóðasinna, án þess að láta á sig fá fádæma níð Rússa (Zorin ásak- aði hann um að hafa stuðlað að morði Lumumba) eða hina skörpu gagnrýni sem hann varð fyrir af hendi enskra verzlunar- og stjórnarkiíka, og án til- lits til kvíða balgískra námueigenda, sem sáu hagsmunum sínum stefnt í voða. Hann skeytti ekki heldur um magnaða óánægju bandarískra formæl- enda Katanga-stjórnar og lét sér í léttu rúmi liggja þegar de Gaulle lýsti yfir undrun sinni á athæfi Sameinuðu þjóð- anna og kallaði þær „þetta fyrirbrigði“. Þ egar U Thant var loks kjörinn stöðu framkvæmdastjórans, bjuggust aðildarríkin við, að þessi blíðlegi og háttvísi Burmabúi yrði ekki eins um- deildur og hinn einbeitti fyrirrennari hans hafði verið. Samt sem áður var það U Thant sem brátt skipaði herliði Sameinuðu þjóðanna í Kongó að beita Moise Tsjombe og málaliðasveitir hans valdi og binda enda á deilur í Katanga, þrátt fyrir harðorð mótmæli Frakka, Breta, Belga og Ameríkana. Það var einnig U Thant, sem sendi gæzlusveitir til að hafa umsjón með bráðabirgðastjórninni í Vestur-Nýju-Gíneu, án þess að bíða eftir heimild til þess af hendi Öryggis- ráðsins eða Allsherjarþingsins. Hann sendi einnig eftirlitsmenn til að fylgj- ast með öngþveitinu sem kom í kjölfar þess, er konungsstjórninni í Jemen var steypt af stóli, völtu lýðveldi komið á, sem nú er undir sterkum áhrifum Arab- íska sambandslýðveldisins. Það var einnig fyrir bænarstað U Thants að Krúsjeff og Kennedy forseti gátu rætt um mögulega lausn Kúbu- vandamálsins, eftir því sem Kennedy forseti sagði seinna. Það var miklu auð- veldara fyrir Krúsjeff að verða við bón framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í orði kveðnu heldur en að verða við til- mælum Bandaríkjaforseta, sem hann þó í raun og veru gerði. U Thant hefur verið ófeiminn við að láta skoðanir sínar á aiþjóðamálum í Ijós á blaðamannafundum. Þegar Katan- ga-deilan stóð sem hæst, lét hann sig hafa það að kalla Katangastjórn „hóp asna“, en skömmu síðar varð „asninn“ Tsjombe forsætisráðherra Kongó. í maí á Suður-Víetnam, að hver sál, sem léti sér detta í hug að nota atómsprengjuna í eyðileggingarskyn, væri ekki með öllum mjalla. Stuttu eftir að Krúsjeff var látinn víkja frá völdum, var uppi fótur og fit í Kreml, þegar U Thant sagði að æski- legt væri, að Krúsjeff gæfi út opinbera yfirlýsingu um ástæðurnar til þess, að hann fór frá. f febrúar 19S5 olli U Thant álíka óróa í Hvíta húsinu í Washington, er hann gaf út þá yfirlýsingu, að ef íbúar Bandaríkjanna vissu hinar sönnu ástæður fyrir Víetnam-stríðinu, mundu þeir samþykkja þegar í stað að blóðs- úthellingum yrði hætt þar. Hinsvegar hefur U Thant gætt sín sérstaklega að taka ekki afstöðu í kalda stríðinu milli hinna svokölluðu stór- velda (af hverju er orðið „veldi“ svo oft notað innan samtaka, sem helga sig því markmiði að reyna að koma í veg fyrir valdbeitingu?). Þannig notaði U Thant sér aldrei aðstöðu sina í skjóli Stofnskrárinnar og yfirlýsingar Alþjóða- dómstólsins og meirihluta Allsherjar- þingsins í málum eins og t. d. fjármála- deilum, sem risu vegna þess að komm- únistaríkin og Frakkar neituðu að borga sinn hlut í friðargæzlu Sameinuðu þjóð- anna, sem þeim geðjaðist ekki að, þegar til álita kom hvort þeim skyldi meinað að greiða atkvæði á Allsherjarþinginu, samkvæmt 19. grein Stofnskrárinnar. U Thant kaus heldur þann kostinn að vera hlutlaus, jafnvel þótt margir áliti það stafa af kjarkleysi og þótt fjárhags- framtíð samtakanna væri í húfi. Þegar ambassador frá Austur-Evrópu var ný- lega spurður að því, hvort kommúnist- ar mundu reyna að koma á þrímenn- 1964 lýsti hann yfir því í sambandi við tillögur Goldwaters öldungadeild- ingsstjórn Sameinuðu þjóðanna, svar- arþingmanns um að nota atómsprengju aði hann heldur óvingjarnlega: „Því til að umgangast hvor aðra. Það er tímaeyðsla. Ekkert. Stundum kallast það „veizla“. í „Ansigtet", titilsögu bókarinnar, er Andrési refsað fyrir að sýna jákvæðar tilfinningar sínar. Kærleikur hans skelfir unga stúlku af því að hann fer ekki eftir fyrir- fram settum reglum um slíka tján- ing. Síðasta sagan „Den gule konvo- lut“ er ekki sízt. Hún fjallar um vændræðalegan og tilfinninganæm- an náunga sem tekur lífið of hátíð- lega. Gensyn med virkeligheden (skáld- saga) eftir Jytte Lyngbirk. Útgef- andi Jespersen og Pios Forlag. Fyrsta bók Jytte Lyngbirk „Men- neske í rnörke" er sjálfsmorðshug- leiðing. Allt endar þó vel og í ann- arri bók sinni „Gensyn med virke- ligheden“ heldur hún sig við áþreif- anlegrí hluti, sem hún notar sem hækju til að ná sambandi við les- andann, er ræður svo hve djúpan skilning hann leggur í verkið. Les- andinn er leiddur um gasstöð, sem lýst er á allt annan hátt en gasstöðv- a-r almennt gefa tilefni til. Lýsing staðarins og umhverfisins fléttast bernskuminningum. Gasstöðin er ekki lengur í notkun, bernskan er liðin og ekkert er eftir nema þögn- in, sem aðeins verður rofin með end- urminningunum um það, sem einu sinni var: „Ástæðan til þess að bjóða lesandanum í þessa gönguför var von um, að mér mætti takast þetta eina kvöld og dálítinn hluta nætur að túlka yður kærleika minn, eða sjálfa mig. Ég óskaði þess, að þér kynnt- ust staðnum mínum til þess þar með að kynnast mér, eða því, sem mér er mikilvægast. Og hvernig tjáir maður sjálfan sig? Hvernig lýsir maður á stuttum fundi því, sem er mikilvægt í lífinu?" Og að síðustu; svo lengi sem manneskjurnar ná hver til ann- arrar og eiga eitthvað sameiginlegt er lífið sterkara en dauðinn. skyldum við reyna það? Við höfum hana þegar.“ Átti hann þar við hlut- leysi U Thants í kalda stríðinu. S amt sem áður verður að líta raunsæjum augum á þá möguleika, sem framkvæmdastjórinn hefur með hliðsjón af þeim pólitísku takmörkunum sem honum eru settar. Reynsla Trygve Lies og Dags Hammarskjölds sannar, að afstaða tekin með einhverju stórveld- anna veikir einungis starfsaðstöðu fram- kvæmdastjórans og líklegt að það veiki einnig aðstöðu samtakanna sjálfra. Margur mundi líka halda því fram, að betra sé fyrir alþjóðasamtök að halda samkomulagi og friði í heiminum, ef leiðtogi þeirra sé hlutlaus, en með því að taka afstöðu með öðrum hvorum deiluaðilanum. Á það hefur verið drepið, að U Thant útnefndi sérlegan fulltrúa til að fara til Kambodj-a og Thaílands, með samþykki pessara landa sjálfra, til að draga úr ófriðarspennunni þar. Þegar hann gerði grein fyrir þessu hjá Öryggisráðinu, skrifaði sovézki fulltrúinn forseta ráðs- ins og sagði, að einungis Öryggisráðið gæti ákveðið slíkt. Fulltrúi Argentínu svaraði því til, að - ákvörðun fram- kvæmdastjórans væri fullkomlega rétt- lætanleg og fulltrúi Uruguay samsinnti því. Þannig er málum komið, en á því er enginn vafi, að U Thant meinti það sem hann ságði, er hann lýsti því yfir á blaðamannafundi 19. september s.l., að hann ætti mjög erfitt um vik að starfa á þann hátt sem hann vildi, og hann væri ekki sammála því, að hann væri einungis æðsti starfsmaður samtakanna eða virðulegur yfirboðari. Auk stjórn- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. júni 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.