Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1967, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1967, Blaðsíða 4
William Morris á yngri ánun. Öilum er augljóst, að heimur okkar sé að mörgu leyti ófullkominn og margt í ho-num mætti betur fara, og auk þess, að líf meirihluta mannkynsins vanti töluvert til að véra mannsæmandi. En þegar er farið að hugleiða þessar staðreyndir, verka þær á menn með ólíkum hætti. Flestir segja: „Jæja, svona er nú heimurinn og hefur víst alltaf verið, og ekkert sem ég get gert til að breyta honum.“ Aðrir þykjast vita, að allt sé í eðli sínu gott, en skorti aðeins þroska til þess að vera fubkomið. „Heimurinn fer síbatnandi eftir lögmál- um þróunarinnar," segja þeir. Og svo eru enn aðrir, sem vilja umturna öllu og boða byltingu, annaðhvort í hjörtum manna eða þjóðfélagi. Skáid og listamenn eru oft meðal þeirra síðarnefndu. Á öllum öldum hafa verið uppi „reiðir imgir menn“ — og eldri menn láka — sem hafa ekki verið ánægðir með það eitt að spegla og túlka lifið, heldur einnig ákveðnir að breyta því. William Morris, enskt skáld og fjöl- hæfur listamaður 19. aldar, var einn þessara byltingarmanna og einstakur í sinni röð. Og auk þess að vera talinn brautryðjandi og atg'íjrvismaður á heimsmælikvarða, hefur hann mjög ná- in fengsl við ísland og íslenzkax bók- menntir, er ætti að gefa honum sér- stöðu í hugum íslendinga. Wiiliam Morris fæddist árið 1834, son- ur vel efnaðs kaupsýslumanns af velskri ætt, er rak fyrirtæki í Lundúnum en bjó á fallegum herragarði fyrir utan borgina. Hér, í jaðri hins víðáttumikla Epping-skógar, eyddi William ham- ingjusömum bernskuárum ásamt syst- kinum síljum og naut allra þeirra þæg- inda og hlunninda, er voru fólgin í því að tilheyra ensku efri-miðstéttinni á þeim tíma. Þau léku sér saman allan liðlangan daginn, riðu hestum sínum um landareignina og unnu í blómagörð- umun þeim, sem hvert harnanna átti sér til gamans, eða þá að William fór einn sins liðs og rölti um skóginn eða veiddi í lækjunum þar á staðnum Og svo var það líka lesturinn. Bókakostur í húsinu var sæmilegur. Þar voru meðal annarra bóka „Þúsund og ein nótt“ og allar skáldsögur Sir Walters Scotts. í smásögu einni, er hann skrifandi mörgum árum seinna, eru endurminn- ingar frá þessum dögum: „Svo er það með hríðum, að manni verður alveg sama um veiðiskap,. og þá les ég afskaplega mikið; en svo geng ég út einn góðan veðurdag og niður að ánni og sé hringiðurnar og fer að hugsa um allt þetta að nýju. Aftur á móti er ég stundum með stöng í hendinni, þegar mér verður litið yfir engin, þar sem vegurinn liggur í bugðum, og þá get ég ekki að því gert að ég hugsa um sögur, sem kunna að gerast þar, og þá langar mig í bækur og enn fleiri bækur." Uppeldi Williams var mun frjálslegra en tíðkaðist yfirleitt í þeirri stétt. Þeg- ar faðir hans dó, var hann að vísu sendur í heimavistarskóla, en þetta var tiltölulega nýr skóli, Marlborough Coll- ege, í fallegri sveit í Suður-Englandi, þar sem agi og hefð voru ekki eins rótgróin og í flestum eldri stofnunum af því tagi. Af skólafélögum sínum var hann álit- inn dálítið sérkennilegur og ef til vill ekki alveg með öllum mjalla. Honum þótti mest gaman að ganga einn síns liðs um sveitina og skoða fornaldarleifair og gamlar kirkjur. Samt sem áður fannst hinum dnengjunum hyggilegast að láta hann afskiptalausan, þar sem hann var nautsterkur og mjög bráð- lyndur í þokkabót. Auk þess naut hann talsverðra vinsælda sem sögumaður og bjó til kynstur af sögum „um riddara og huldufólk“ handa skólabræðrum sín- um. í bókasafni skólans var mikið úrval af ritum um söguleg efni, sérstaklega frá miðöldum, tímabili mestu kirkju- hyggingarlistar heimsins, en William sökkti sér niður í lestur um sKk efni. Hann átti alla ævi furðulega mikinn WILLIAM 3ÍORRIS SKÁLD, LISTAMAÐUR OG ÍSLANDSVINUR EFTIR ALAN BOUCHER - FYRRI HLUTI hæfileika til að geta brotið bók til mergjax á skömmum tíma, ef hún hafði vakið áhuga hans. Með þessum hætti tókst honum að afla sér mjög nákvæmr- ar þekkingar í ótrúlega mörgum grein- um. Auk þess var hann gæddur eins- konar innri dómgreind, er virðist 'hafa sagt honum til um það, ef ekkert gagn var í ákveðinni bók. Hann las aldrei nema sér til gamans. Samhliða áhuga Williams á sögu og kirkjum miðaldanna og lestri hans, voru trúaráhrifin allmikill þáttur á skólaár- unum. Á þessu skeiði kvað mikið að þeirri hreyfingu í ensku þjóðkirkjunni (biskupakirkjunni), er stefndi að því að endurnýja kirkjuskreytingu og helgi- siði kaþólskunnar, sem höfðu verið lagð- ir niður í siðaskiptum 16. aldar. Að námi í' Marlborough loknu ákvað William að gerast prestur og fór til há- skólans í Oxford í þeim tilgangi. Við inntökuprófið í Oxford sat hann n.æst pilti, sem hét Edward Burne-Jones. Þeir urðu ævilangir vinir og komust brátt í kynni við aðra stúdenta með líkum áhugamálum og skoðunum um listir, bókmenntir og trúmál. Þeir voru eindregið á móti þeim „viðskiptahugsun- arhætti“ 19. aldar, er hafði komið í kjölfar iðnaðarbyltingarinnar í Bret- landi, og fjöldaframleiðslu með smekk- leysi og gervilist borgarastéttarinnar og allsleysi og eymd verkamannanna. Þeir stofnuðu með sér bræðralag, „the Brotherhood“, sem lýsti yfir herferð gegn öldinni, og skáru upp herör með því að gefa út tímarit, ásamt nokkrum skoðanabræðrum í háskólanum í Gam- bridge, „Oxford and Cambridge Maga- zine“, en það átti að vera málgagn stefnu þeÍTra. William var farinn -að skrifa sögur og kvæði, hvorttveggja með allmiklum miðaldablæ, en hugur hans snerist í enn ríkari mæli að myndlist og bygg- ingarlist, sem hann áleit „drottningu listanna." Hann lauk prófi í háskólan- um, en var þá hættur við að taka prestvígslu. f stað þess gerðist hann lærisveinn hjá arkítekti einum í Ox- ford. Það var skoðun Williams, að bygg- ingarlist sameinaði í sér allar listir, svo sem málaralist, höggmyndalist, alla húsaskreytingu og smíð húsgagna og búsáhalda, og þar fram eftir götunum. Á miðöldum höfðu þessar listir verið stundaðar af óbreyttum fagmönnum í þágu almennings og þjóðfélags, sér- staklegQ í kirkjubyggingum þeirrar tið- ar, en siðaskiptin og einstaklingshyggja seinni alda, ásamt þróun peningavalds- ins, höfðu splundrað þjóðfélaginu og skapað nýja listamannastétt aðskilda alþýðunni, stétt manna sem voru taldir vera gæddir hæfileikum umfram aðra menn. Samkvæmt trú Williams var þetta al- gjör misskilningur. Hann lét svo um- mælt einu sinni: „Allt þetta tal um innblásturinn er eintóm della, skal ég segja þér. Hann er alls ekki til. Það er eingöngsu um fagmennsku að ræða“ þ. e. a. s. vehk vel gert af mönnum, er hefðu ánægju af vinnu sinni. Það var rótgróin trú, ef til vill anfur púrítananna — hinna rétttrúuðu siðbót- armanna 16. og 17. aldar — að vinna væri einhvers konar refsing fyrir synd Adams og gæti þess vegna aldrei í eðli sínu verið skemmtileg. Frá þessu sjónarmiði var listin ekki talin vinna, heldur uppátæki sérviturra áhuga- manna. Þetta var í algerri andstöðu við kenningu Williams, en hún var sú, að vinnan væri meðal annars ómissandi þörf til þess að mannkynið gæti þrosk- azt og fullnægt eðli sínu, og listin að- eins tjáning á ánægju manns af vinn- unni, sem náttúran beitti eins og öðr- um nautnum, svo sem í fullnægju hung- urs og kynhvatar, til að efla kynið. Sú staðreynd, að þorri manna í nú- tímaþjóðfélagi fékk ekki að njóta þess- arar ánægju, var aðalundirstaða allra kenninga hans og verka. Á meðal William var að nema hygg- ingarlist í Oxford og fjölda sérgreina, sem tilheyrðu henni, var vinur hans, Edward Burne-Jones, byrjaður að læra málaralist í Lundúnum hjá Dante G-abriel Rossetti, alkunnu skáldi og ein- Framhald á bls. 14 Eiginkona Williams Morris. BHRE BEGINNHTH THB OE. FENCE OFOUENEVERE, UT, KNOW- WARD FROM HERBROW. í HER HAND CLOSE TO HER MOUTH TOUCHING HER j CHEEK, asthough she had had I THERE A SHAMEFUt BLOW, ANÐ FEEUNÖITSHAMEFUL ! TO FEEL OUGHT BUT SHAME ALLTHROUGHHERHEART, YETFELT HER CHEEK BURN. EDSO, SHE MUST A LÍTTLE TOUCH !T) LIKE ONE LAMB SHBWALKBD AWAYFROM ! GAUWAINE.WITH HER HEAD Bókarskreyting cftir William Morris. 4 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9. júlí 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.