Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1967, Blaðsíða 5
ESA M I GOTT ab galll né fylgi, beibí EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON „l* etta er lítið auðveldara en að komast inní himnaríki." „Ég er með borð.“ „Tvær mínútur, Kalli.“ „Leyfðu mér að komast inná gáng- inn tilþessað hlýja mér, — bara annan fótinn, blátána, maður; ég er að geggj- ast úr kulda. — Þessi þríbreiða þarna, já, með æxlið milli herðanna." „Er einginn séns?“ „Ég er með passa.“ „Laugardag eftir laugardag þarf mað- ur að betla af þessum djöflum. Hver sem ætti einn sjúss!“ „Ég er með passa.“ „Eina minútu, Kalli.“ E g ætla að sitja hérna á gáng- inum smástund og slappa af og drekka sénnann. Það er alltaf sama sagan, að þegar maður er loksins kominn inn, þá er maður búinn að fá sektarkomplex eins og hýddur krakki. Hún hefur stækkað ennþá þvagan við dyrnar. Dyravörðurinn opnar, og bráðhugguleg pæja kemur brosandi í gættina. Hann varnar henni vegarins með handleggnum. Hún borar sér inn móti hlýjunni og glaumnum. Skyldi hann finna hitann frá brjóstum hennar í gegnum ermina? Hún talar eitthvað óðamála lágum hljóðum, ýmist við dyra- vörðinn eða slánalegan náunga innanvið dyrnar ánþessað glettnislegt brosið hverfi af andliti hennar. Hún er krínglu- leit með þunnar varir, frostbitin í kinn- um, hlátureygð, dálítið lík kanínu. Nú fellur brosið sem snöggvast af andliti hennar. Kavalerinn er þagnaður. Það kemur vandræðaleg þögn. Ef til vill eru þau að bíða eftir einhverjum. Á bakvið ólgar þvagan eins og kynlegur djúp- sjávarfiskur með marga arma, sem veif- ar pössum. Hún seigir eitthvað lágt við dyravörðinn og augnáráðið er biðj- andi; svo hverfur hún útí þvöguna. „Jr jónn láttu mig hafa einn sénna. Hann biður varla um passa, fyrst ég er á annaðborð kominn inn. Þeir afgreiða stærstu pantanirnar fyrst. Við hinir verðum að bíða. — Nei, láttu mig hafa kók í hann. — Þeir græða vist heilan djöful, þessir þjónar. Nú er bara að verða ekki svo fullur, að eingin dama vilji líta við manni. Þarna sitja þær á bekknum; fín útsala, maður.“ — „Nei, Matti, hæ! Hvað seigirðu? Hvar ertu með gítarinn, maður? Býrðu hér?“ „Þú ert á sjónum?“ „Já, blessaður, ég hætti í skólanum í fyrra. í þann fjanda skal ég aldrei aftur.“ „Drekkurðu þetta ekki jafnóðum út?“ „Nei, kallinn tollar það alltaf, lætur mig þó hafa nóg að drekka fyrir. Heyrðu, ertu einn? Hvar eru Gvendur og Gúrnrni?" „Þeir eru hérna. Það er pláss við borðið hjá okkur. Gvendur er á bílnum og allt. Kallinn lánaði honum hann í bíó. Gvendur er alltaf með sömu döm- unni. Þeir seigja, hún sé komin með innstæðu.“ Ég stend við barinn, og það er stelpa við hliðina á mér. Vinkona hennar berst að með þvögunni. Hún lítur á vinkonu sína, dökkeygð í rökkrinu, brosir, læt- ur augun renna í áttina til mín. Rétt þegar þau eru að koma að mér, taka þau undir sig stökk útí sal, falla inní dansandi manngrúann. Ég lyfti glasinu, fæ mér drjúgan teyg. Augu hennar hvíla sem snöggvast rannsakandi á mér. Það er eilítill blóðkeimur af kókbland- inu. f kríng eru alstaðar augu leitandi frá manni til manns: dansa? — guð, ég er svo þreytt, — takk fyrir, — nei, — já, — tala ekki við naut; — augu, feim- in og neikvæð, jákvæð og sindrandi, fljótandi af víni, gleraugu eins og fiðr- ildi í laginu, alltof feitar mjaðmir, augnatillit, hlátur og ein setníng eins og bert hold sem eingist undan snert- íngu. „Yesterday all my trouble seem so far away . . .“ Kirkjuklukkur af rafmagnsgíturum stíga útúr formi sínu og flæða að mér á alla vegu með fljótandi krossum og augum. „Ertu með dömu?“ spyr Matti. „Nei, maður verður endilega að drífa í að dansa. — Þjónn! — Þjónn! — Einn sénna.“ 'Hún er með lítinn kross í keðju framaná sér að tala við vinkonu sína og seigir; „Þeir voru að biðja mig um að færa þeim blómin. Þú veizt. Heyrðu, þeir voru ekki líktþvíeins góðir.“ „Og gerðirðu það ekki manneskja? Ég skil bara ekkert í þér.“ „Guð, ég þorði það ekki; stelpurnar.“ „Mig lángar svo í ballettinn. Heldurðu ég geti ekki komizt þóað ég sé með þessar lappir? Viltu spurja, ha?“ „Já, veiztu, Gunnsi krútt, ha, þú veizt, hvað heldurðu, hann ætlar að komá.“ „Ha?“ „f ballettinn, það vantar sko stráka í ballettinn.“ Ég býð henni upp þessari, tæmi úr glasinu, geing svo til hennar og hneigi mig. Hún þeigir, gefur sig alla að dans- inum. Stelpur dansa af meiri innlifun en strákar. Við rásum út með drykkju og töffaraskap. Þær dansa. Líkaminn er túnga stelpunnar. Ég skil ekkert í því afhverju þær tyggja svona mikið tyggjó. Þessi er með tyggjó. Nú snýr hún hliðinni í mig og kjálkarnir á henni gánga upp og niður eins og á kind. Það er sjeik. Mjaðmirnar snúast inní kjólnum, eitt augnablik sléttist úr fell- íngunum og ávali þeirra kemur í ljós, svo snúðvéfst hann í vöndul. Hún er í stuttkjól, vívamaríaskóm, hárið flöktir dökkt og brosir eins og Móna Lísa. Rólegt lag. Þá fæ ég þó að koma við hana. Hún nær mér uppí nef. Ummm ilmur. Sálin úr mér er milli vinstri lóf- ans og mjóhryggs hennar, hvergi betra að vera. Dálítill þóttasvipur á henni, á allskosta við hvern sem er, ég er bara í náðinni hjá henni þessa stundina, peð, bólugrafið peð. Hún er brún þar á ofan. Ég vildi ég gæti nú verið nógu frum- legur. Hm, undarlegt þetta loft hér í húsinu; þarna trónir það uppi eins og öldúngur, sem kemur að fermíngarbörn- um í ástarleik, samanreknir bitar, ekk- ert of, ekkert van, nema ef vera kynni loftið sjálft. Hvað á ég að seigja? Ef ég spyr hana, hvað hún heiti, frysti ég alltsaman strax. „Ertu að norðan?“ „Ha?“ „Þú tyggur nefnilega eins og þeir fyr- ir norðan.“ „Einga stæla.“ Hver skrambinn! Þarna fór ég með það. Nú missi ég hana. Seigðu eitthvað, seigðu einhvern fjandann, maður! „Ertu í ballett?" „Já, hvernig vissirðu?“ „Þú dansar þannig." „Þú dansar nú ekkert illa heldur.“ Jenka. — Nú skal ég sýna henni: Ég tek valdsmannslega í aðra hönd hennar aftanvið hálsinn og byrja að hoppa bambambambarambaram, allir i röð, — Allah, sem sagt hagstæð, — aftur fram, aftur fram. Blá reykjarmóða er komin uppyfir svoað varla grillir í loftið. Ég finn úi«ndan mér hvernig bai-mur henn- ar hefst og hnígur. Skyldi gljá á nefið á mér? Ég hneigi mig eins séntilmannslega og ég get, um leið og við gaungum fram HAFIB EFTIR JÓHANN HJÁLMARSSON Hafið er skrautbúið í dag. Eg man önnur höf, aðrar strendur. Sandurinn var gulur eins og hér. Svartir klettar fylktu liði með polla fulla af marflóm, þangi, lifandi gróðri sjávarins. Morgnar og kvöld. Stundum var aldan hávær og hellarnir fundarsalir mikilla örlaga, beiskju, tára móður. Einu sinni fann ég dauðan skarf í grjótinu, stoltan fugl loftanna. Blóð manna og fugla hefur litað þessa strönd og allar strendur heimsins. Það er oft langt til lands, og farkostirnir veikburða. Hafið gleymir ekki vinum sínum. Sumum skilar það líflausum, bleikum upp í fjöru bemskunnar. Sandurinn, þar sem þú lékst þér átti eftir að horfa á þig vamarlausan, án ástar án söngs með spyrjandi augu þín starandi til himins. Skýin, sem þú skildir aldrei litu niður til þín. Hvað hugsuðu þau? Af hverju komstu of snemma heim? 9. júlí 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.