Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1967, Blaðsíða 9
Grein um Árna Ólafsson Skálholtsbiskup 1413—1425 sem kallaður var hinn mildi —Eftir Jónas Guðlaugsson upp bréf sín í lögréttu; játuðu allir menn honum hlýðni, lærðir og leikir fyrir norðan og sunnan. Söng hann hina fyrstu messu upp á Þorláksmessu heima í Skálholti. Litlu síðar reið hann heim- an fyrst niður til Sunda (þ.e. til Viðeyj- ar eða Hólmakaupstaðar (Efferseyjar). Skip hans hefur líklega verið komið til hafnar í Sundum), og þaðan norður um land til Hóla. Tóku allir Norðlend- ingar hann yfir sig með góðum vilja, bæði lærðir og leikir, og veittu honum hlýðni sem réttum biskupi. Kom hann svo heim aftur með miklum fjárafla, bæði brennds silfurs, smjörs og sláturs, í Skálholt“. Frásögn þessi leiðir okkur í sannleikann um að herra Árni hafi allt andlegt og veraldlegt vald í höndum sér í landinu, var visitator Niðaróss erkibiskups og innheimti tíundir Munk- lífsklausturs af Vestmanneýjum einni mestu verstöð landsins og skuldir Björgvinjarmanna sem hafa ekki verið svo fáar fyrir brennivínskúta. Mun lík- lega aldrei hafa verið valdameiri mað- ur á íslandi. Árni biskup kemur siglandi á sínu eigin skipi, sem sýnir framsýni hans í frarfir sjálfs síns og stólsins. í norðurferðinni, sem getið er hér að framan auðgast hann stórum og flytur silfur, smjör og sléítur til Skálholts og í þeirri ferð hpndlögðu þau Benedikt Brynjólfsson frá Ökrum og Margrét Eiríksdóttir frá Svalbarði Árna biskupi það allt fé er Margrét erfði eftir sonu Steinmóðs ríka prests Þorsteinssonar, er voru systursynir hennar. Var bréfið gert að Munkaþverá 22. ág. 1415 og voru þar vottar Jón Bjarnason (líklega sá er 1430 tók við Möðruvallaklaustri), Loftur bóndi Guttormsson og fleiri, en erfðir þessar höfðu valdið miklum deil- um, sem verður hér ekki rakið. Þá þáði Árni biskup veglega veizlu að Auð- brekku í Hörgárdal hjá Kristínu dóttur Björns Jórsalafara og Þorleifi Árnasyni manni hennar. Þann 5. nóv. heima í Skálholti gerir Oddur leppur lögmaður próventu samning við Árna biskup, var Oddur þó síður en svo á faraldsfæti, en þótti hið harðasta yfirvald hérlendis og dæmdi fólk margt til aflífunar, kann vera að hér sé einhverskonar sættar- gerð á milli lögmanns og biskups á ferð- inni. Árni biskup var sagður yfirlætis- maður mikill, hefur hann viljað nota silfurafla sinn. í Nýja annál 1416 segir svo: „Þennan vetur lét biskup Arni smíða stéttarker, það er vó IX merkur silfurs og margt annað lét hann smíða. Kom upp eldur að Höfðárjökli (Kötlu) og brenndi mikinn dal í jökulinn varð þar af öskufall mikið, svo lá við skaða“. Á vísitasíuferð sinni um vesturland 1416, gerðist það á Reyk'hólum við Breiðafjörð 9. ág., að Ari Guðmunds- son bóndi þar (faðir Guðmundair ríka þar) handlagði Árna biskupi • til eign- ar 22 hundruð sem Magnús Hallsson var skyldur (skuldugur) Ara fyrir jörðu í Hjarðardal, vottuðu það Þorkell prest- ur bróðir Árna biskups, Auðunn Salo- monsson (á Hvanneyri) og Þorkell Magnússon löngu síðar að Stafholti í Stafholtstungum bréf gert 8. febr. 1421. Þegar biskup var heim kominn í Skál- holt samþykkti hann próventugjöf Arna Helgasonar til Helgafellsklausturs, jörð á Látrum í Aðalvík og að Höfða í Grunnavík gjörð við Vermund ábóta (sem dó þetta ár) voru vottar biskups Loftur Guttormsson, Gunnar Guð- mundsson og enn fleiri. Loftur skáld Guttormsson virðist hafa verið í mik- illi virðingu hjá biskupi, hér á undan er hann tvisvar nefndur bréfvottur hans. Árni stóð og fyrir sætt á milli Lofts og Halls Ólafssonar, en þeir áttu báðir aætur Páls Þorvarðssonar hirðstjóra- umboðsmanns á Eiðum í Eiðaþinghá. Hafði Hallur haft umboð og fjárvarð- veizlu Ingibjargar konu Lofts, galt Arni biskup stórfé fyrir Hall, sem hefur skuldað Lofti heimanmund konu hans, gæti þetta bent á skyldleika við Hall og gæti hann alveg eins verið í móður- Innsigli Eiriks konungs af Pommern, vinar Árna biskups. ætt sem föðurætt (sjá hér á framan). Árið 1417 var Árni biskup ekki at- hafnalaus. Þá lét hann gera monstran- cium (geymsluílát undir helga dóma) og silfurbolla, þann er vó XI merkur og kallaður var Gestumblíður. á lét hann smíða 4 ölturu í Skál- holtsdómkirkjiu umfram þau er áður voru og bæta staðinn víða; þótti mörg- um það gert með hrapaði eða flaustur- lega. Gerðl á þessu ári hríð mikla laug- ardaginn fyrsta í þorra um allt ísland og hraktist bæði menn og fénaður. Heil- agur Antoníus gerði þá fagra jartegn þeim manni, er hann ákallaði sér til hjálpar í sömu hríð fyrir norðan land. Var þá kominn til landsins Ivent Sasse og bað um peninga vegna heilags An- tonii; vikust þar allir vel undir. Var veturinn 1417—18 kallaður Bónavetur fyrst kongsbón, er herra Árni biskup fylgdi fram, þá sýslumannsbón, þá próf- astsbón, og margar aðrar kröfur og beiðslur biskupsins við almúga. Sat biskup stundum að Hólum en stundum í Skálholti. Er það í frásögn fært, að Árni biskup reið á degi frá Skálholti á hjarni um veturinn norður Kjöl að Hólum í Hjaltadal. Var hann um morg- un í Skálholti við óttusöng, en kom til Hóla fyrir aftansöng þá hringt var til Salve Regina (lofsöng til Maríu guðs- móður). Ber frásögn þessi þann vott að Árni biskup var vel að manni og þá á bezta aldri. Á hvítasunnu 1418 var herra Árni staddur á Hólum og gjörði þá bréf þar um próventugjörning við Ástríði Jörundsdóttur var og gjört kaupbréf með samþykki Astríðar þess- arar millum Árna biskups og Sveins Hallvarðssonar bónda hennar þar með seldi Sveinn biskupi jarðirnar Borg og írafell í Tungusveit báðar fyrir fimmtíu hundruð, en Árni fékk honum aftur Ríp í Hegranesi fyrir fjörutíu hundruð og tíu kúgildi. Gaf Sveinn hér um stað- festingarbréf. Þá kvitteraði Árni bisk- up Loft Guttormsson ríka fyrir þá pen- inga er hann var konungi skuldugur í reikningi vegna Ingibjargar konu sinn- ar síðan Páll faðir hennar hafði hirð- stjóra umboð fyrir Vigfús ívarsson hirðstjóra. Þá handlagði Þorkell Magn- ússon Árna biskupi jörðina Bakka í Bæjarþingum (Hvítárbakka); mun það vera sami Þorkell, sem er hér áður nefndur vottur að Stafholti. En Kol- beinn Þorgilsson handlagði biskupi jörð í Þingnesi. Vottuðu það Auðunn Salo- monsson, Þorsteinn Ólafsson, Snorri Torfason og fleiri. Þá var gert um sumarið í júlí kvittunarbréf útaf and- virði Barðs t.il Brands Halldórssonar og á laugardaginn næsta eftir Þorláks- messu gaf Árni biskup í Skálholti, um- boðsmaður heilagrar Hólakirkju og visitator yfir allt fsland, Páli Runólfs- syni sýslumanni í Bjarnarnesi með öllu kvittan, frjálsan, liðugan og ákæru- lausan fyrir sér og eftirkomendum sín- um og svo konungs hirðstjórum og um- boðsmönnum með því hann hefði gjört fullan reikning af Rýseyri, landskuld- um, konungssýslu og umboði biskups, er Páll hafði millum Jökulsár og Norð- fjarðar. V ið árið 1419 segir í Nýja annál: „Reið herra Árni biskup um Austfirð- ingafjórðung allan um veturinn og aft- ur hið nyirðra um Norðlendingafjórðung, svo til Borgarfjarðar og heim aftur í Skálholt. Aflaði herrann þá enn stór- peninga sem oftar“. Er líklegt að Arni biskup hafi farið um Austfirðingafjórð- ung haustið 1418 og allt fram á vetur, síðast í október er hann staddur að Ási í Kelduhverfi á suðurleið, þó mælir ekki neitt á móti að Arni hafi getað farið um Austfirðingafjórðung veturinn 1419 ef góð veðrátta hefur haldizt. Bréfagerð Árna biskups í Ási var gerð laugardaginn næsta fyrir allraheilagra- messu, gaf hann Finnboga Jónssyni sveini sínurn kvittunarbréf fyrir sextíu hundruðum sem Finnbogi var honum skuldugur. Anno 1419 það fræga ár er skírdagshríð kom hér á landi og braut 25 ensk skip og fórust allir menn. Sigldi það sumar herria Arni biskup burt á þeim knerri, er hann sjálfur átti og lét út í Vestmannaeyjum. Áður hafði hann skipað séra Þorkel líklega bróður sinn og prest í Reykholti officiales Skálholtsbiskupsdæmis og var hann officiales til 1430. Ráðsmaður í Skál- holti var séra Einar Hauksson merkur maður (d. 1430). Kom Arni biskup með heilbrigðu til Björgvinjar. Var þar fyrir Jón Tófason Hólabiskup búinn til ís- lands, hittust þeir biskupar þar. Gaf Árni Jóni biskupi krossinn Glæsi að skilnaði og enn fleiri þing önnur; þótti þau þó varla gefin honum. Jón Tófa- son (Tribuonis) var förumunkur skip- aður Hólabiskup 23. des. 1411 af Jó- hannesi páfa XXIII og er nú fyrst að halda til íslands. Árni biskup hverfur nú burt að fullu frá Islandi og þau 5 eða 6 ár sem hann á eftir ólifuð dvelur hann erlendis. Árna biskups er næst getið að hann er staddur í Saxakaup- þingi (Saksköbing) á Lálandi ásamt biskupunum Jóhannesi í Hróarskeldu, Ásláki í Björgvin, Tómasi í Orkneyjum og Andbirni á Hamri og hlýða þar á messu 10. júní 1420 og vígja þar altari Ólafs konungs í Pálskirkju á staðnum og skrifa bréf sem inniheldur loforð um 40 daga aflát íbúum biskupsdæma sinna gegn annarri þjónustu. Þann 22. júní 1420 hjá Vestenskógskirkju á Lá- landi er staddur þar Árni biskup ásamt öðrum prelátum og hefðarmönnum og gert þar bréf, þar sem herra Arni Ód- afsson biskup í Skálholti lýsir því yfir, að hann skuldi Eiríki konungi af Pom- mern þrjú þúsund góða fullekta gamla enska nóbela (peninga), eða jafnmikið í öðrum reiðupeningum upp í gjöld kon-ungs af íslandi um sjö ár, er biskup var umboðsmaður hans, og skuldbindur hann sig til að hafa greitt þetta fé fyrir Mikjálsmessu næsta ár og ganga fimm menn í ábyrgð fyrir skuldinni. Lofar Árni biskup að fara til Björg- vinjar og vera þar, þar til skuldin hefur verið greidd. Þeir sem gengu í ábyrgð voru: Jónis Jakobsson prófastur í Hróarskeldu, Andrés Jakobsson, Bene- dikt Pogvisk, danskir aðalsmenn, As- lákur biskup í Björgvin, og Andbjörn biskup í Hamri. Árni biskup er því þarna settur í nokkurskonar skulda- fangelsi í Björgvin, þar var hann einnig næst gjöldum frá íslandi, hefur hon- um fémildin verið dýr. Líklega hefur hann þó greitt konungi fé þetta, því sagnir eru að hann hafi andazt við hirð Eiríks og hirðmenn svikið hann. Árna er enn einu sinni getið þetta ár 1420 í bréfi til Martinusar páfa V út af breyt- ingu á regluhaldi Munklífsklausturs í Björgvin. Er Andbjarnar bisk. á Hamri Framhald á bls. 14 Lybika var höfuðstaður Hansasambandsins á þeim tíma er Arni tók biskupsvígslu. 9. júlí 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.