Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1967, Blaðsíða 11
Benedikt Gröndal AMERÍKU-FARGANIÐ SÍÐARI HLUTI - Eftir Árna Óla MR MRTAST STÁLIH STIHH Tveir stórgáfaðir og merkir menn, Benedikt Gröndal, skáld og Jón Ólafsson, ritstjóri, lentu heldur betur í harki út af hinu viðkvæma vesturfararmáli og voru bæklingar þeirra lesnir með áfergju í Reykjavík, en þar á eftir fylgdu málaferli á báða bóga. J ón hafði stefnt dr. Þorvaldi Thor- orddsen til að bera vitni og lagði fyrir hann þrjár spurningar, er voru á þessa leið: 1. Hvort hann hafi séð nokkuð í náttúrufræðilegum ritum Gröndals frumritað, er hafi nokkra verulega vís- indalega þýðingu; 2. hvort hann hafi ekki orðið var við stórkostlegar vísinda- legar villur í þessum ritum; 3. hvort rit þessi eigi séu að mestu eða öllu leyti samtíningur úr ritum annarra, eða fræði- bókum. Dr. Þorvaldi fannst það ekki vísinda- heiðri sínum samboðið að svara slík- um spurningum í meiðyrðamáli, sem hafið var út af Vesturheimsferðum. Hann neitaði því að svara. Þá úrskurð- aði dómarinn að hann væri skyldugur til þess, en dr. Þorvaldur áfrýjaði þeim úrskurði til yfirréttar og vann það mál, því að yfirréttur féllst á þá skoðun hans, að svörin mundu ekki geta haft minnstu þýðingu fyrir úrslit aðalmáls- ins. Hafði Jón Ólafsson svo ekki annað upp úr þessu en vera dæmdur í 12 króna málskostnað fyrir yfirdómi. X máli sínu krafðist Jón þess að ýmis ummæli í bæklingum Gröndals yrði dæmd dauð og ómerk, hann yrði dæmdur til refsingar (fangelsis eða sekta) og skaðabóta fyrir mannorðs- spjöll, 1000 krónur að minnsta kosti. Kröfum þessum hafnaði yfirréttur al- gjörlega, og sama hafði undirréttur gert. Jón bafði og kært ýmis ummæli um útflutningsagenta í ritlingum Grön- dals, en honum hafði láðst í fyrstu að kæra þau fyrir sáttanefnd og var þess- um kærum því vísað frá dómi. Þá voru eftir kæruatriðin út af því sem Grön- dal hafði sagt um vesturfara og þá einkum hina „fáu af svokölluðum menntaða flokki“, sem Jón kvaðst verða að taka til sín. Um það sagði dómur- inn: „Áfrýjandi (Jón Ölafsson) er ekki nefndur á nafn í ofannefndu riti stefnda, enda hefir hann neitað að hann hafi átt við Jón, og jafnvel haldið því fram að sér hafi ekki komið hann til hugar er hann samdi ritið. — Þegar nú litið er á rit Benedikts Gröndals í heild sinni, þá virðist það vera samið í þeim tilgangi að reyna að stemma stigu fyrir mannflutningum héðan úr landi, en ekki í þeim tilgangi að meiða neinn mann, og að því er snertir ummæli hans um vesturfara, sérstaklega þetta: „að þeir verði að skoðast sem uppgjafa- hræður, er lagt hafi árar í bát og yfir- gefið þá, sem berjast fyrir frelsi og fósturjörð", þá geta þau ekki hafa ver- ið rituð til áfrýjanda, sem fyrir mörgum árum er kominn heim aftur, og allmörg ár hefir verið alþingismaður, og um hann verður ekki sagt, að ‘hann hafi lagt árar í bát o. s. frv., og hafði hann því enga ástæðu til að taka þau til sín. — Dæmdi yfirréttur því Gröndal sýknan af kærum og kröfum Jóns. S vo var mál Gröndals gegn Jóni. í dómsforsendum komst yfirréttur svo að orði, að „ritlingur Jóns Ölafssonar, sem málið er risið úr, beri það ljóst með sér, að hann er saminn í því skyni að óvirða, ófrægja og gjörsamlega að hnekkja virðingu Gröndals og mann- orði, og ummæli þau, sem eru í honum viðhöfð um Gröndal, eru svo freklega meiðandi og óvirðandi, sem mest má verða, og höfundurinn engin rök fært að því að þessi ummæli eigi við neitt að styðjast, að því einu undanskildu, að hann virðist hafa fært sönnur á (líklega með vitnaleiðslunni) að drykkjuskapar óregla Gröndals hafi gef- ið tilefni til, að hann sleppti kennara- embætti sínu.“ Öll 'hin önnur meiðandi ummæli í ritlingi Jóns um Gröndal voru því dæmd dauð og ómerk. — Síðan var Jón dæmdur til þess að greiða 400 kr. sekt til landsjóðs, ennfremur 10 krónur til landsjóðs fyrir að hafa ekki mætt löglega kvaddur fyrir sáttanefnd, og 30 krónur í málskostnað fyrir undir- rétti, en málskostnaður í yfirrétti var látinn falla niður, vegna þess að Grön- dal (eða Agli bróður hans, sem fór með málið fyrir hans hönd) hafði láðst að gera kröfu um málskostnaðar- greiðslu. Þá kom mál það, er Sigfús Eymunds- son útflutningsstjóri hafði höfðað á hendur Gröndal. Krafðist Sigfús þess, að ritlingur Gröndals væri dæmdur ómerkur, Gröndal dæmdur til hegningar og 20.000 króna skaðabóta handa sér fyrir mannorðsspjöll. Nefndi hann sjö atriði í bæklingnum, er hann taldi ærumeiðandi fyrir sig og sér til fjár- haglegs tjóns. Auk þess krafðist hann þess að Gröndal yrði dæmdur til að greiða allan málskostnað. — Landsyfir- réttur taldi að bæklingurinn væri ekki þannig ritaður að bann í heild sinni, eða allur væri meiðandi fyrir Sigfúis sem útflutningsstjóra; kæmi því ekki til mála að ómerkja bæklinginn. Um aðeins tvö af þeim atriðum í bæklingnum, er Sigfús taldi aðdróttanir til sín, var rétt- urinn honum samdóma. Annað atriðið var það, að agentar fengi einhverja til þess að skrifa hrósbréfin um Ameríku, en hitt var um slæma meðferð á fólki í flutningaskipi. Dæmdi rétturinn þessi ummæli dauð og ómerk, en Gröndal að gjalda 50 kr. sekt fyrir þau til land- sjóðs og 20 kr. í málskostnað. — Um 20.000 króna skaðabótakröfu Sigfúsar sagði rétturinn: „Með því að engin sennileg rök eru leidd að því, að hinn átaldi ritlingur hafi bakað Sigfúsi Ey- mundssyni atvinnumissi, gjaldtrausts- rýrnun eða fjártjón á annan hátt, þá verður skaðabótakrafa hans ekki tekin til greina“. annig lauk þá þessum málaferl- um. Allir málsaðiljar munu hafa verið mjög óánægðir. Þeim hafði ekki orðið annað ágengt en að fá öll hin kærðu at- riði dæmd dauð og ómerk, með öðrum orðum að þau væri staðlausir stafir, sem ekki væri eftir hafandi. Og hvað var unnið við það? Bæklingarnir höfðu dreifzt um land allt, voru í höndum manna, og aðrir kepptust um að fá þá léða til að lesa þá. Letrið á þeim atriðum, sem dæmd höfðu ver- ið „dauð og ómerk“ var jafn skýrt og skilmerkilegt eins og þegar það kom úr prentsmiðjunum. Og ef til vill sótt- ust menn mest eftir að lesa þau orð, sem dómendur höfðu gert fræg með því að dæma þau „dauð“. Þau voru lík- lega hið „lifandi" orð fyrir þá, sem sótt- ust eftir að ná í bæklingana. Ameríkufarganinu laúk því eigi með málaferlunum. Aldrei hafði verið meira um það talað í landinu en eftir mála- ferlin. Og þegar fram liðu stundir tók að magnast drjúgum andúðin á hóp- ferðum manna vestur um haf, andúð á „agentunum" og „útflutningsvélinni". Svo virtist því sem Gröndal hefði sigr- að. ICanadastjórn hafði marga agenta til þess að ná fólki héðan, og yfir þeim öllum var Baldvin Baldvinsson, sem seinna varð ritstjóri Heimskringlu. Var altalað hér á landi, að hann fengi hjá stjórninni 5 dollara fyrir hvern íslend- ing, sem vestur kæmi. Nú kom Baldvin til Reykjavíkur 1893 og með honum Sigurður Kristofersson, báðir í þeim erindum að hvetja menn til að flytjast vestur. Og eitt síðkvöld í öndverðum marzmánuði boðuðu þeir til fyrirlestra Jón Ölafsson um Kanada í Góðtemplarahúsinu. Safn- aðist þangað múgur og margmenni, og jafnskjótt sem þeir ætluðu að taka til máls upphófst ógurlegur pípnablástur, hark og háreysti. Var þvi ekki annað vænna fyrir þá en setjast og bíða þess að eitthvað sljákkaði í flokknum. Jafn- skjótt og hljóð fékkst, gerðu þeir sig líklega til þess að taka til máls, en þá fór á sömu leið. Gekk á þessu í þrjá stundarfjórðunga, og sáu þeir þá sinn kost vænstan að laumast út um bak- dyrnar og læðast heim í náttmyrkrinu, með uppbretta kraga og slútandi hatta. Mælt er að um 200 manns hafi verið í húsinu. Þremur árum seinna kom hér Vestur- íslendingur, sem Wilh. Paulsson hét og var agent fyrir Kanadastjórn. Hann ætlaði að halda fyrirlestur um Kanada í Góðtemplarahúsinu, en allt fór á sömu leið og fyrr. Húsið fylltist, aðallega af unglingum, en hann gat aldrei tekið ti/. máls fyrir pípnablæstri og óhljóðum, svo hann varð að gefast upp. Þetbi mæltist að vísu misjafnlega fyrir, Si svona var andinn í Reykvíkingum þá Yfirleitt höfðu þeir alltaf verið í móti vesturferðum og fáir farið héðan. Og þegar Vesturheimsferðunum linnti, þá beindust þessir „þjóðflutningar" til Reykjavíkur. Hún tók á móti þeim og hélt hinum óánægðu kyrrum í landil u. 9. júlí 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.