Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1967, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1967, Blaðsíða 14
WILLIAM MORRIS Framhald af bls. 4 um leiðtoga hinnar svokölluðu „Pre- Raphaelite" listastefnu, en hún mið- aði að því, að málaralistin sneri til að- ferða þeirra listamanna, sem voru uppi áður en ítalski málarinn Raphael og fylgismenn hans leiddu hana afvega. William heimsótti vin sinn oft og komst í kynni við Rossetti, sem tókst að telja honum trú um, að hann væri einnig efni í málara. f>ví ákvað William að hætta byggingarlistarnámi og settist að í Lundúnum til þess að vera nemandi hjá Rossetti eins og Burne-Jones, og þeir vinirnir leigðu íbúð saman. Nýja námið gekk heldur seint, enda tókst William aldrei að ná fullkomnu valdi á mannamyndatækni, þótt hann yrði snillingur að teikna og mála blóm og allskonar mynztur og skreytingar. Samt sem áður var hann einn í hópi listamanna, er tók að sér að skreyta samkomusal stúdentafélagsins í Oxford með myndum úr riddarasögunum „Morte d’Arthur". Svo nákvæm var þekking hans á miðöldum, að hann lét smíða fyrir sig brynju og hjálm sem fyrirmynd, og svo harðánægður varð hann með árangurinn, þegar hertygin komu, að ekki var um annað að ræða en hann sæti við borðið þetta kvöld albrynjaður. En þeir félagar áttu aðra fyrirsætu, fyrir utan William í brynju hans; kvöld eitt höfðu Rossetti og Burne-Jones farið í leikhúsið saman í Oxford, og í næstu röð fyrir eftan þá sat fallegasta stúlk- an, sem þeir höfðu nokkurn tíma séð. Þetta var Jane Burden, álitin ein feg- ursta kona sinna daga, og Rossetti hafði tekið hana tali og fengið hana til að sitja fyrir. Ekki leið á löngu áður en þau William felldu hugi saman, og einu ári seinna giftust þau. Nú ákvað William að byggja hús samboðið konu sinni og fékk 'hóp af vinum, fyrrverandi starfsbróður frá arkítektsskrifstofunni og aðra lista- menn, ekki aðeins til að teikna og skreyta húsið, heldur einnig að teikna og smíða húsgögn og allskonar búsáhöld, þar sem William fannst þau, sem til voru í búðunum, fyrir neðan allar hell- ur. „Red House“ — Rauða húsið, en það hlaut nafnið vegna rauðu múrstein- anna, sem voru óvenjulegt byggingar- efni í Englandi þeirra daga — var raunar fyrsta stórlistaverk Williams, og meira en það, það var upphaf lífsstarfs hans, því að afleiðing þessarar sam- vinnu var sú, að hann stofnaði fyrirtæk- ið „William Morris & Co.“, sem tók að sér alla húsaskreytingu og kirkjuskreyt- ingu, að búa til húsgögn, búsáhöld, ílát, gluggatjöld, gólfteppi og fleira, auk þess að skera myndir í stein eða tré, skreyta leður og skrautrita. En eitt undirstöðuatriði í öllu þessu starfi var það, að svo framarlega sem hægt væri, skyldu hlutverk listamanns og fag- manns sameinuð í náinni samvinnu, eða helzt í einum og sama manninum, eins og þegar William sjálfur átti í hlut. Hér er aðeins tóm til þess að nefna þessa fjölbreyttu og mikilvægu starf- semi Williams, sem átti svo ríkan þátt í að gjörbreyta svip heimilislistanna og afstöðu manna til þeirra, ekki aðeins í Englandí, heldur einnig á öllum Vest- urlöndum. Um leið ber að geta afreks hans sem skálds, enda var það einnig umtalsvert, þrátt fyrir allar fram- kvæmdir hans á myndlistarsviðinu. „Oxford and Cambridge Magazine“ bræðralagsins entist ekki nema í eitt ár, en William hafði þegar gefið út ljóðabók „The Defence of Guenevere“, sem fékk mjög góða dóma, og höfuð- skáldin Robert Browning og C. A. Swinburne höfðu báðir miklar mætur á kveðskap hans. Árið 1867 birtist „The Life and Death af Jason“, langt sögu- ljóð eftir forngrísku sögunni um hið gullna reifi, og með því hlaut hann undir eins almenna viðurkenningu og vinsældir. Hann er talinn af mörgum bezta söguljóðskáld Englands, sem ort befur frá tíð 17. aldar skáldsins Dry- dens, enda hefur hann sjaldgæfan hæfi- leika til að segja sögu í lipru og látlausu bundnu máli. Óánægja Williams með heim sam- tímans olli því, að hann reyndi að skapa handa sjálfum sér fullnægjandi heim ímyndunaraflsins, bæði í listum og skáldskap. Alla ævi sína var hann að leita einhverskonar jarðneskrar para- dísar, en þetta nafn gaf hann þeim mikla sagnabálki í bundnu máli, „The Earthly Paradise", sem kom út árin 1868—70 í fjórum bindum og nam rúm- lega 40.000 línum. William átti mjög létt með að yrkja og hann var furðulega afkastamikill. Það er sagt um hann, þegar hann var að semja „The Earthly Paradise", að hann hafi setzt eitt kvöld og ort 750 lín- ur i einni lotu. í þessu mikla ritverki safnaði hann saman sögum frá Grikklandi, frá Aust- urlöndum, og þar að auki frá íslandi. Eitt bezta kvæðið í safninu er „The Lovers of Gudrun", og er efnið í því úr Laxdælu, en William hafði tekið ástfóstri við íslenzkar fornbókmenntir um þetta skeið og var farinn að nema íslenzku hjá Eiríki Magnússyni í Ox- ford. Vorið 1871 tók hann sig upp ásamt tveim förunautum, Faulkner vini sínum og samvinnumanni í fyrirtækinu og Eiríki Magnússyni, og sigldi frá Edin- borg með danska póstskipinu til íslands, í því skyni að heimsækja helgistaði sögualdarinnar. Frá þeirri heimsókn hans verður sagt í næstu grein. BRENNT SILFUR Framhald af bls. 9 þar einnig getið. Furðuleg er þögn sú sem ríkir um Árna þau 5 ár sem hann á ólifuð og einnig það að Nýi annáll skuli ekkert hafa að segja um hann og eklti nefna dánarár hans. Líklega hefur Árni fyrst í stað fallið í ónáð Eiríks af Pommern, en vináttu hans hefur Árni viljað allt til vinna að ná aftur og er því líklegt að Árni hafi reynt að greiða konungi sem fyrst skuld sína. Er ekki ólíklegt að Árni hafi farið á fund konungs og náð vináttu hans að nýju og eitthvað kunni að vera til í sögu þeirri að óvildarmenn hafi átt sök á dauða biskups og hann hafi and- azt við hirð hans,- Einmitt aim það leyti sem biskup Árni andast, hefur Jón nokkur Gereksson fyrrum erkibiskup í Uppsölum að boðum Eiríks konungs, verið við konungshirðina og í miklum metum hjá konungi. Jón biskup hafði í þjónustu sinni sveina marga sem síðar urðu frægir hérlendis, mætti ætla að þeir biskupar hafi keppzt við að ná hylli konungs og verið öfundarmenn og eru þá engir liklegri að hafa komið Árna biskupi fyrir kattarnef en sveinar Jóns Gerekssonar, sem fékk Skálholts- biskupsdæmi eftir Árna biskup. Ýmsar ályktanir má draga af frá- sögnum þeim sem til eru af Árna bisk- upi, meðal annars að hann hafði höfð- ingjahylli og auðnu mikla, glæsi- mennsku svo af bar, með þó nokkru yfirlæti. Verið gjarn til fjár og valda, en manna örvastur, var þess vegna kall- aður hinn mildi og kom það honum í koll að lokum. Árni hefur farið v-el með vald sitt, einnig var hann framkvæmda- maður og víðförull heimsborgari, kunn- ur í Róm, Flórenz, Aaóhen og hinni frægu 'Hansaborg Lybiku. Kunnur var Árni hinum beztu mönnum í Noregi og hefur la/t af siðum þeirra og hátt- erni og var tíður gestur við hirð Mar- grétar drottningar og Eiriks af Pom- mern. Þessu öllu fylgdi biskupstign og æðst vald á Islandi í andlegum og ver- aldlegum efnum og ytri glæsileiki. Sagt er að Árni væri mesti íþróttamaður fyr- ir flestra hluta sakir. Hann á að hafa synt yfir um Hvítá milli hamra á ferju- stað, batt hestinn við fót sér og hafði svo á eftir sér. Af slíkum iþróttum hins og fimleik er sá málsháttur kominn, þá nokkrum vinnst ófimlega: „Þitt var, en ekki Árna biskups". Kann vera að hinn valdamikli fégóði veizluvinur herra Árni Ólafsson Skálholtsbiskup hafi ætlað sér æðri sess en hann hafði, erkibiskupsdæmi í ríki Eiríks vinar síns í Niðarósi eða annarsstaðar. Mega ís- lendingar vel minnast herra Arna hins milda. (Heimildir: Nýi annáll, Árbækur Espólíns, Fornbréfasafn, íslenzkar ævi- skrár, Ritgerð eftir prófessor Ólaf Lár- usson í Skírni og fl.). JÓNSMESSUNÓTT Firamhald af bls. 2 Já, djúpt hefur hann lagzt í eigin- legri og upphaflegri merkingu þess orðatiltækis, enda var árangurinn eftir því. E g geng fram og aftur undir Hall- inum vestar Öxarár og hlusta eftir niði árinnar. Á lögrétturústunum, sem svo eru nefndar, er hann ekki sterkur, en því meira kveður að ánni, sem norðar dregur undir Hallinum. Nú er komið fram um miðnætti og jafnvel náttúru- raddirnar farnar að hljóðna. Ég fer yfir Öxará, staðnæmist um stund á brúnni og virði fyrir mér Drekkingarhyl, sem er í ánni rétt fyrir ofan brúna. f þessum hyl var sakakonum drekkt fyrr á tímum, og segir Sigurður Guð- mundsson um þennan hyl í riti sínu, Alþingisstaður hinn forni: „Á seinni öldum var sakakvenfólki drekkt í þess- um sama hyl, þeim kvenmönnum, er átt höfðu börn í meinum eður borið út börn sín eður á annan hátt fyrirgert lífi sinu. Þær voru settar í poka og síðan stjakað út í hylinn; það sagði mér gömul kona fyrir norðan, Guðrún Þor- kelsdóttir á Hofstöðum í Skagafirði, en hún hafði eftir föður sínum, ef ég man rétt“. Héðan liggur leiðin austuir yfir Vellina, að Spönginni á milli Flosagjár og Nikulásargjár (Peningagjár). Sú skoðun var eitt sinn uppi, að Lögberg hefði verið hér á Spönginni. Matthías Þórðarson segir, að þessi skoðun hafi komið upp fyrir misskilning og van- þekking og vitnar í margar fræðigrein- ar og fornrit því máli sínu til stuðn- ings, að Lögberg hafi verið vestan Öxarár. í búðarskrá Jóns prófasts Stein- grímssonar frá 1783 segir hinsvegar, að búð Guðmundar ríka standi fyrir vest- an ána næst búð Þorgeirs Ljósvetninga- goða, en hafi áður staðið fyrir austan ána „nærri því gamla Lögbergi“. í sömu skrá segir ennfremur: „Lögbergið er fyrir austan ána. Eru þar vatnsgjár á báðar síður.“ Hér fer ekki milli mála, að átt er við Spöngina. En Jón Stein- grímsson getur einnig um þann stað, sem nú heitir Lögberg, er hann segir: „Hleðslan, sem þar er á milli á gjár- barminum, var áður fjórðungsdóma þingstaður. Menn kalla nú það pláss Kristna lögberg." Þessi orð séra Jóns Steingrímssonar eru allrar athygli verð, því að það er eins og þau geymi minni um kristið og heiðið Lögberg á Þing- völlum, kristið þar sem Lögberg er nú, en heiðið Lögberg á Spönginni. Þetta hef ég í huga, er ég geng um Spöngina og huga að staðháttum. Spöngin er kjör- inn staður til þeirra hluta, sem næði þarf til að íramkvæma. f Sturlungu segir frá því að þeir Hafliði hafi ekki komlð dómi niður fyrir ofríki Þorgils fyrr en þeir settu hann niður á Spöng- inni. Og hér á Spönginni hefði verið ákjósanlegur staður til helgihalds í heiðnum sið. Ber þar margt til. í fyrsta lagi tryggir landslagið þarna betur en nokkur annar staður, það næði, sem nauðsynlegt var til að framkvæma heiðna fórnarathöfn með öllu, sem henni fylgdi. Gat riðið á miklu að hægt væri að ljúka athöfninni á réttan hátt og má í því sambandi minna á Vébjörn Sygnakappa og þá félaga, sem ekki gáðu blótsins, en það hafði nær kostað þá lífið. Nokkrar hríslur hér á Spöng- inni gætu borið því vitni, að á þjóðveld- isöld hefði verið hér lundur, en lundir voru fórnarstaðir um gervalla Norður- álfu. Klettanybbur standa hér víða upp, sem bæði gátu verið vel til þess fallnar að gera úr hörg og eins til að brjóta þar um hrygg fórnardýra. Loks voru laundjúpar gjárnar ákjósanlegur staður til að stinga fórnardýrunum í þegar þeim hafði verið slátrað. Lítil hætta var á að þau kæmu upp þaðan aftur, en það tryggði jafnframt, að fórnin hafði verið þegin af þeim guðum, sem blótaðir höfðu verið. Frá þeim var því umbunar að vænta. — Hér er því ekki haldið fnam, að heiðinn fórnarstaður hafi verið á Spönginni, aðeins drepið á, að öll skilyrði virðast hafa verið fyrir hendi til þess að svo hefði getað verið. Kannski mætti lika finna bein dýra og manna í botni gjánna, ef vel væri leit- að? Friður hefur lagzt yfir fornhelgan stað þegar ég lýk þessari hringgöngu og held aftur til gistihússins Valhallar einhverntíma á milli miðnættis og morg- uns. Um þetta leyti hafa sjálfsagt flest- ir verið gengnir til hvíldar aðfararnótt kristnitökunnar þó gera megi ráð fyrir að mörgum hafi ekki orðið svefnsamt þá nótt. Jón Hnefill Aðalsteinsson. BLAÐASJÚKDÓMAR Framhald af bls. 13 til að sjá sambandið á milli fyrirbær- anna. Fyrir hugsjónamenn, sem stunda blaðamennsku, er þó ekki ástæða til einhliða svartsýni, þótt mörg spor hræði. Það hefir komið í ljós að þrátt fyrir mikinn dauða „kviknar einnig nýtt lif“ í heimi blaðanna. Þá mætti spyrja: Hvað veldur því að ný blöð geta orðið til og þrifizt, þegar önnuir deyja, sem hafa verið öflug og sæmilega auðug? Um þetta væri ef til vill betra að ræða á fundi en í lítilli grein. En einu má þó bæta við: Gömlu blöðin deyja ekki eingöngu af þrem fyrrgreind- um orsökum, heldur stundum vegna eigin synda. Þau geta sem sé haldið þannig á málum að almenningur verði leiður á þeim — eða móðgist við þau eða jafnvel telji þau gildislaus og segi þeim upp af þeim sökum. Góð blöð lifa ekki á einu saman brauði, heldur á andlegum verðmætum, sem bæta þannig úr þörfum lesenda að mönnum finnst ómaksins vert að kaupa þau. Sú hugmynd að skattleggja sum blöð til að halda öðrum uppi, er sænsk og hefir borizt hingað hrá og ómelt, en er jafn fráleit fyrir því. Að styrkja blöð með því að leggja nýja skatta á al- menning gæti blessast ef almenningur væri fíknari í að borga skatta en nú er. Hvað vilja menn h-afa þá marga? Fjórtán? Eða tuttugu? Eða þrjátíu? Eða áttatíu og fimm? Er ekki nóg komið af nauðung og afskiptum ríkisvalds eins og er? Því það var ein fremsta hugsjón „gömlu“ blaðanna, að verja einstakling- ana gegn nauðung og ofvexti í afskipt- um ríkisins af einstaklingunum — og verja rétt bugsjónamanna til að sain- einast um sín eigin blöð, án nokkurra opinberra afskipta. 14 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9. júlí 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.