Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Page 2
 Samtal við Jakobínu í Carði — En þér tekst alltaf að lokum að láta dæmið ganga upp? — Engan veginn. Ég veit ekki hvað oft ég hef byrjað á sögu og hætt eða gefizt upp. — Það hlýtur að hafa verið þér hvatning, hvað Dægurvísu var vel tek- ið? — Ég held ég láti þa'ð ekkert á mig fá, hvað sagt er. — En hlýtur það ekki að vera fremur uppörvandi fyxir einn rithöfund, þegar verkum hans er vel tekið? — Jú, ég dreg ekki í efa, að það er fremur uppörvandi en hitt. — Þú veizt, að það tíðkast í svona viðtölum, að spyrja rithöfundinn, hvað hann sé með í smíðum þessa stundina. Er von á nýrxi bók í bráð? — Það er að vísu skáldverk í smfð- um, en ekki mun það sjá dagsins ljós á prenti í náinni framtíð. Ég er fyrst og fremst húsmóðir. Þeir sem eitthvað þekkja til í sveitum, vita að húsmæður eru störfum hlaðnar. Ritstörfin sitja á hakanum. Og það verður þá af sömu ástæðu fremur lítill tími til lesturs á fagurbók- menntum? — Já, það leiðir af sjálfu sér. — En hvað lestu helzt? — Ég les það sem berst. En það er ekki mjög mikið. — Mannstu eftir einhverju sérstak- lega athyglisverðu? — Já, mér finnst tvímælalaust, að bók Guðbergs Bergssonar, Tómas Jónsson — Metsölubók, sé athyglisverðasta bók, sem ég hef lesið í seinni tíð. Aðferðin er óvenjuleg, að minnsta kosti hérlendis, en ég segi þetta ekki vegna þess. Miklu fremur finnst mér þetta vegna þess, að þar er svo margt sagt, sem ég vildi sjálf sagt hafa. Ég mundi gjarnan vilja hafa hugrekki til að segja svona hluti og að geta sagt þá jafn vel. — Hefur þú ekki reynt leikritunar- formið ennþá? — Nei, ég er ekki nægilega kunnug því formi; ekki nægilega kunnug leik- húsinu til þess að geta það. Þó get ég ekki neitað því, að þa'ð væri skemmti- legt að reyna. — En ég hef heyrt að bóndinn á bæn- um hafi skrifað leikrit, sem leikið var hér í sveitinrd? — Já, Starri setti saman leikrit vegna þess að nokkrir félaga hans hér í Ungm. fél. báðu hann að skrifa leikþátt. Hann er oft beðinn að leggja til skemmtiefni á samkomum hér og hefur stundum sett saman leikþætti áður. En óbeðinn yrkir hann lítið, sízt að hann skrifaði leikrit nema fyrir hvatningu frá öðrum. En þetta þótti takast vel. Það var sýnt hér í Reykjadal og á Húsavík. Hefði verið sýnt víðar, ef ekki hefði þá verið orðið svo áliðið, komið of nærri sauðburði, skilurðu. Leikararnir urðu að fórna list- inni fyrir skylduna við lambféð. Jæja, en þessir góðvinir okkar vörðu ágóð- anum af sýningunum til þess að bjóða höfundinum út fyrir landsteinana. Og þá fylgdi náttúrlega böggullinn skamm- rifinu, mér var boðið með. — Og hvert fóruð þið? — Til Norðurlanda. Fyrst til Noregs og fórum þar um borgir og byggðir, en síðan suður til Kaupmannahafnar. Og aðeins komumst við yfir sundið til Sví- þjóðar. — Þetta hefur verið skemmtileg ferð? — Hún var mikil upplyfting fyrir okkur og vedður okkur ógleymanleg. — Það er nú víst fremur sjaldgæft, að bændur og konur þeirra geti farið utan? — Já, ég býst við því. í sveitunum er ekki tími til neins fyrir utan stritið og má helzt ekki vera. Það hefur aldrei þótt heilbrigt, að til félli tómstund til sveita á íslandi. Fyrir bragðið er sveita- fólk þreytt og þrúgað af of mikilli vinnu. Það kann ekki einu sinni að hvíla sig. — En þessi ferð hefur verið hvíld fyrir ykkur? — Hún var mjög góð hvíld vegna þess að maður komst frá öllu þessu daglega þrasi og vandamálum. Þa'ð fóru í þetta þrjár vikur og auðvitað höfðum við viðkomu í Glasgow. Hvernig í veröld- inni ættu íslendingar að geta farið fram hjá Glasgow? — Nei, það er satt. Fyrst Islendingar eru að verða heimsfrægir fyrir kaupgetu og eyðslusemi, þá er auðvitað ekki hægt að sleppa búðunum í Glasgow. En það er verra með hvíldarstundirnar eins og þú segir, og mjög slæmt a'ð þær skuli vera svo fáar til sveita, Menn slitna þá fyrir aldur fram? — Sú saga gerist að vísu víðar en í landbúnaðinum. Mér skilst að einnig kaupstaðafólk vinni tvöfaldan vinnu- tíma. — Já, það er satt. íslendingar eru víst mjög ólatir. — Ertu viss um að það sé vegna skorts á leti? Kannski, en það má of mikið af flestu gera. Öllu má ofbjóða. Og það er slítandi að vinna á vélum og á móti vélum. Menn halda því jafnvel fram, að erfiðið sé meira til sveita, síðan vélvæð- ingin hófst. Einyrkjabúskaparlagið ec ekki sniðið fyrir vélarnar. Búin stækka og ræktunin eykst, vélunum fjölgar, en einyrkinn verður aldrei ann- að en einstakiingur, hvernig sem hann leggur sig fram til að vera allt í senn: bóndi, vélvirki, rafvirki, já, svo ótal margt, sem einstaklingi er óviðráðan- legt á þessum sérhæfingartímum, sem við lifum á. Menn tala um að úr þessu verði bætt með samvinnu, en einstakl- ingshyggjan er rík í íslendingnum, ekki sizt bændafólki. Mönnum gengur illa að eiga saman verkfæri, hvað þá annað. Það þurfa þá allir að nota þau á sama tíma. — En ekki eru Mývetningar taldir síður félagslega sinna'ðir en annað fólk? — Nei. það er félagsandi hér í sveit- inni og gott félagslíf. Hér trúa margir á „frjálsa samvinnu". Hér er mikið um félagsbúskap með skyldmennum. En ég held að hann hafi sömu annmarka hér sem annars staðar. — Það vill hver vera kóngur á sínu kálfskinni? — Já, ég fæ ekki betur séð. Vandinn verður ekki leystur með öðru en sam- vinnu, en ég hef þá skoðun að sú sam- vinna takist aðeins með félagslegum og vel skipulögðum aðger'ðum, ekki ein- staklingslegum tilraunum, sem hægt er að kasta frá sér eftir geðþótta hvers og eins. Og eitt af því versta við okkar vél- væðingarbúskap er það að hve miklu leyti hann byggist á vinnu barna og unglinga, sem haldið er heima og verða ef til vill af pámi fyrir bragðið. — En Mývatnssveit er víst ein af fá- um sveitum, þar sem býlum og fólki hef- ur heldur fjölgað? — Jú, rétt er það. Fólk, sem hér er fætt og uppalið, vill ógjaman flytja burtu. — Og giftist þá mikið saman innan sveitarinnar? — Það voru mikil brögð að því. En aðfluttar húsmæður í Mývatnssveit eru nú orðnar nokkuð margar. — Nú fara að renna upp kísilgúr- tímar hjá ykkur Mývetningum. Eruð þið á móti þessu fyrirtæki? — Mér skilst að þetta efni sé víðar til í vötnum og margir eru smeykir við þessa framkvæmd. Afraksturinn á að vísu að vera á borð við það, sem einn togari gefur af sér, en hvers virði er fegui'ð Mývatns? Það þarf ekki miklu um að róta hér til þess að náttúran beri ekki sitt barr. Ennþá koma útlend- ingar hingað í hópum á sumrin til að sjá þessa óbrotnu og rögru nattúru, en engan langar að sjá verksmiðjur. Og það er of seint að iðrast eftir dauðann. Það þurfti ekki meira en einn veg norð- an við vatnið til þess að hafa neikvæð áhrif á fuglalífið, eftir því sem Finnur fuglafræ'ðingur segir. — — O — Stefanía heimasæta kom inn úr hey- skapnum; hún vill gjarnan verða blaða- maður. Sigrún systir hennar ætlar í Kennaraskólann. Mér skildist að þær væru fremur ákveðnar í því, báðar tvær, að vilja ekki búa í sveit. Ég sagði: — Það er gaman fyrir þig, Jakobína, að eiga dætur á þessum aldri. Þarna nærðu til ungu kynslóðarinnar og kynn- ist viðhorfum hennar. — Já, ég er stundum að bera mig saman við þetta unga fólk; spyrja sjálfa mig, hvernig ég var á þessum aldri, en ég hef komizt að þeirri nið- urstöðu, að ég skilji unga fólkið betur nú orðið en ég gerði, þegar ég var ung. Þá féll mér betur við roskið fólk, jafn- vel gamalt, en jafnaldra mína. Líklega er þetta öfugþróun. Eg get alls ekki fallizt á allt það sem sagt er æskunni til hnjóðs, t. d. um málfar ungs fólks. Mér finnst fólk stundum taka of hátíð- lega hluti, sem alltaf hafa verið til, eins og tízkuorð sem svo að segja hver einasti árgangur tekur í notkun og „slanguryrði“, sem notuð eru vi'ð öll möguleg tækifæri. Ég man að talað var um að þessi og hinn væri „ægilega ná- legur" þegar ég var ung. Nú heyrist mér dætur mínar og stöllur þeirra segja, að þetta eða hitt sé „ferlega smart“, jafnvel „ferlqla fallegt“. Sigrún heimasæta skaut inní: — Ég er hætt að segja „ferlega". Núna segi ég „rosalega" í staðinn. En einu sinni, meðan var stæll að segja „ferlegt" voru stelpurnar í skólanum að horfa á líkfylgd, sem ók heim að kirkj- unni þegar var að byrja að skyggja. Það voru margir bílar með ljósum og fóru hægt. Þá sagði ein stelpan: „Mikið fer- lega er líkfylgdin smart“. — Já, ég hef alltaf vitað að það er talað gullaldarmál hér í Þingeyjarsýsl- unni. Hvað segir þú um það, Jakobína? — Þú hefur rétt fyrir þér um það. Og það er lifandi mál, sem þolir vel hliðarhopp unglinga á gelgjuskeiði. Orð- fæðin bagar Mývetninga ekki og ís- lenzkan nýtur virðingar, hvort heldur hún er mælt eða rituð. Enn um sinn verður talað gullaldarmál í Þingeyjar- sýslum, hva’ð sem líður leiraustri úr Mývatnsbotni og væntanlegum verk- smiðjureyk um litadýrð Námafjalls. Mér er sárt um þá liti — enda þótt reyk- urinn kunni að verða „ferlega smart“. Gísli Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.