Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Blaðsíða 4
Panduro náttúru, en þar hafði hann í eina tíð átt sumardvöl. Og skyndilega ákveður Jonsson að sjá Danmörku einu sinni enn áður en hann deyr. En Danmerkurferðin fer öðruvísi en hann ætlaði. Forseti Bandaríkjanna sæmir hann sendiherranafnbót til að tryggja öryggi hans í ferðinni; hann fær ekki þverfótað fyrir lífvörðum og CIA-mönnum, dvöl hans er skipulög'ð út í æsar og hann hefur engan tíma af- lögu fyrir sífelldum veizluhöldum, opin- berum móttökum og alls konar hátíð- legum athöfnum. Auk þess rignir í Dan- mörku, og það sem hann fær séð út um bílglugga af borginni, veldur honum sár- ustu vonbrigðum og furðu. Hvað er orð- ið af Kaupmannahöfn bernskuáranna? Hann afræður flótta frá lífvörðum sín- um og hyggst komast til Jótlands. Þar hlýtur hinn sanna Danmörk að leynast. Á flóttanum verður á vegi hans dreng- urinn Rufus. Rufus er strokudrengur af munaðarleysingiahæli á Sjálandi, sem leitað hafði á náðir vina sinna í Kaup- mannahöfn, en þeir höfðu selt hann í hendur lögreglunnar. Jonson verður til þess að bjarga Rufusi úr höndum lög- regluþjónanna. Og það kemur upp úr kafinu, að Rufus á einnig draum um Jótland; hann hafði líka dvalizt þar sumarlangt. Eina von hans í öfugsnún- um heimi er að ganga á vit. þessa draums. Það er því jafnt á komið með þeim, Jonsson og Rufusi, þegar þeir hitt- ast; báðir «ru á flótta undan valds- mönnum, báðir . standa jafnráðþrota gagnvart kerfisbundnu ópersónulegu samfélagi og bá'ðum hefur stórborgin brugðizt. Kiör munaðarleysingians og milliónamæringsins eru bm sömu. Hér virðist komið áhugavert söguefni, en Panduro lætur sér nægja að fleyta sögunni áfram á yfirborðinu; hið mann- lega hverfur í skuggann fyrir skopút- færslum á ýmsum fyrirbærum nútím- ans: njósnir og gagnnjósnir eru háðar með bezta samkomulagi beggja aðila á tennisvellinum, sendiherrar stórveld- anna laumast til að skoða tímaritið Playboy i vinnutímanum, leitin að Jons- son snýst upp í kynferðislegt svallæði leitarmanna. Öfgakenndar stælingar af þessu tagi haf? veri'ð notaðar áður í bókmenntum til að sýna fram á ábyrgð- arleysi og fánýti valdabrölts stórveld- anna (hér nægir að minna á Homun- culus eftir Sven Delblanc, sem kom út 1965), en Panduro tekst hvorki að gera úr þessu skopi ádeilu né auka skemmt- unina. Vissulega eru ýmis fyrirbæri nú- tímalífs, svo sem bítlaæði, æðisgengin fréttaþorsti í hégóma o. s. frv. verð alls áhuga, en það eitt að staðsetja þau í Danmörku eykur engu við skilning okk- ar. Jonsson og Rufus komast loks alla leið til Jótlands eftir viðburðaríkt og erfitt ferðalag. í bókarlok skilur höfundur vi'ð þá sofandi á grænu engi undir berum himni. í rauninni skortir allar forsend- ur til að hugleiða, hvort afturhvarf til náttúrunnar hefur leyst vanda þeirra félaga. En drengsins vegna vona ég það. Mér virðist Leif Panduro hafi hér freistazt til að skrifa „auðvelda" bók í krafti kímnigáfu sinnar. En það virð- ist engum vafa undirorpið, að leiðin til Jótlands er honum knýjandi og hugstæð leið út úr óheilu samfélagi. Vonandi ferst honum ferðin betur úr hendi næst. Lagviss forsöngvari. Kjartan söngkennari Jóhannesson á Stóra-Núpi segir svo um föður sinn, Jóhannes vefara Eggertsson: „Pabbi hafði björt sönghljóð og mik- ið raddsvið. Tónheyrn hans var örugg (absolute). Ég prófaði hann æði oft með því að spila hálftón ofar eða ne'ðar, en hann sagði alltaf til óséð. Það var alveg óhætt að taka undir á orgelið í miðju versi, þegar pabbi var að syngja. — Hann var oft forsöngvari í kirkjum fyrr á árum. Eins og óbreyttur bóndi. Hinn kunni danski lýðháskólafrömuð- ur, Kristen Kold (1816—70) var hinn látlausasti í öllu dagfari sínu og svo sparneytinn, að orð var á gert. Hið sama vandi hann lærisveina sína á og hann hataði út af lífinu alla tilger'ð, prjál og eyðslusemi. Hann var sjálfur eins og óbreyttur bóndi að öllum heimastörfum og þreyttist aldrei á að brýna fyrir læri- sveinum þýðingu orðanna: „að neyta síns brauðs í sveita síns andlitis." — En þegar upp á ræðupallinn kom, var hann andríkur og djúpsær eins og spek- ingur, svo að jafnvel menntamenn og hefðarfólk kom langar leiðir til að hlusta á ræður hans. Kold lifði þa'ð að sjá lýðháskólahreyfinguna á greiðri framfarabraut og dó virtur og mikils metinn árið 1870. (Eimreiðin 1902). Margt er á tréfótum. Já, margt er á tréfótum í þessu aum-. ingja landi. Og hvernig kann það öðru- vísi að vera. Sýslumenn og prestar hafa verið sumir hverjir þvílíkir dónar, að í sta'ð þess að leiðbeina alþýðunni hafa þeir villt hana og spillt henni. Hvernig átti sá sýslumaður t. a. m. að gera mikið gagnlegt eða sómasamlegt, sem gat fengið af sér að láta bréf og bækur síns embættis liggja í tunnum og hrip- um úti í hesthúsi, eða sá prestur að fræða menn og bæta, sem gat fengið sig til að skrifa tímann á kúnum sínum í Vaccinatíónsprótócollinn eða hirða svo illa um kirkjuna, að fannirnar væru á altarinu og mýsnar gætu gengið á jafn- sléttu að kertunum á altarinu og étið þau, éða látið leka í kirkjuna svo mjög, að þegar frost kom, þurfti að taka sálmabækurnar, bera þær til eldhúss og þíða í potti áður en blöðunum yrði flett. (P. Melsteð.) Harðindi og horfellir. . Ekki þurfti nema einn harðan vetrar- kafla, t. d. góuna eða einmánuðinn, til þess að allt hryndi niður í kalda kol. Það er sorglegt að sjá það svo vfða í Ár- bókunum, að 6—8 vikna harður kafli gerði felli um meiri eða minni hluta landsins ár eftir ár. Það er til gamall húsgangur, sem sýnir þetta ástand svo áþreifanlega. Hann er eignaður mörg- um, en engum með vissu, en víst er um það, að hann er frá 17. heldur en 13: öld: Níu á ég börn og nítján kýr, nær fimm hundruð sauði, sex og tuttugu söðladýr. Svo er háttað auði. Þetta var nú um haustið. En svo kom vorið. Þá kvað skáldið vísuna upp aftur. Var hún þá þannig: Níu á ég börn og níu kýr, nær fimmtíu sauði, - .. sex eru eftir söfðladýr. Svo er háttað auði. (Islenzkir þjóðhættir.) \ á nótt lágum vfð á gólfinu í herbergiau og ég hlustaði á silkiormana éta. Silkiormarnir afla fæfiu í laufi mórberjarunnans, og alla nóttina geturðu heyrt þá éta og regnhljóð í laufinu. Sjálfan fýsti mig ekki að sofna, því að ég hafði lengi búið yfir þeirri vitneskju, að lokaði ég nokkru sinni augunum í myrkrinu og sleppti sjálfum mér, færi sálin burt úr líkamanum. Þannig hafði ég verið í langan tíma, ávallt síðan ég hafði verið harkalega vakinn að næturlagi og fannst, að hún yfirgæfi mig og glataði sér og kæmi þvínæst aftur. Ég reyndi a'ð hugsa ekki um það, en þannig hafði það verið síðan, á nóttunni, rétt í þann mund, sem ég var að festa svefninn, og ég varð að beita mig hörðu til að harka af mér. Eins og ég nú er þess fullviss, að hún hafi í rauninni ekki farið burt, þá var ég samt, þetta sumar, ófús að öðlast þá reynslu. Ég hafði ýmsan hátt á við að dvelja um fyrir mér, á meðan ég lá vakandi. Eg mundi hugsa um silungsá, sem ég hafði fiskað í, þegar ég var drengur; og fiska upp alla lengd hennar mjög vandlega í huga minn; fiskandi mjög vandlega undir öllum trjástofnum og öllum misfellum bakkans, í djúpu hyljunum og á grunnu, tæru vöðunum, stundum fanga ég silunga og stundum missi ég þá. Eg mundi hætta að fiska um nónbil til a'ð snæða hádegisverðinn minn; stundum á trjá- grein úti yfir vatninu; stundum á háum árbakka undir tré, og ég fer mér að engu óðslega sem ég snæði hádegisverðinn minn og aðgæti vatnið fyrir neðan mig á meðan ég snæði. Oftsinnis varð ég uppi með beitu, af því ég hafði með- ferðis einungis tíu maðka í tóbakskrús, þegar ég byrjaði. Er ég hafði beitt þeim öllum, varð ég að leita að fleiri möðkum, og stundum var mjög erfitt að grafa í árbakkann, þar sem sedrustrén skýldu fyrir sól, og þar óx ekkert gras, aðeins var þar ber og döggvuð jörðin og oft gat ég ekki fundið neina maðka. Jafnan fann ég þó einhverja beitu, en eitt sinn gat ég alls ekki fundið neina beitu þar í mýrinni og mátti til að slægja einn silunginn, sem ég hafði veitt, og nota hann sem beitu. Stundum fann ég skorkvikindi í fenjamýrinni, í grasinu eða undir burknum, og beitti þeim, Þar voru bjðllur og skorkvikindi me'ð fætur áþekka grasstönglum og bjöllulirfur á gömlum trjáfauskum, hvítar bjöllulirfur með brúndropótt höfuð, sem vildu ekki tolla á önglinum og urðu að engu í köldu vatninu, og i grasflækjum undir trjáfauskum fann ég stundum snigla, sem féllu til jarðar jafnskjótt og fausknum var lyft. Eitt sinn beitti ég salamöndru, sem heima átti undir gömlum trjáfausk. Salamandran var ógnarlítil og nett og fim og falleg á litinn. Hún hafði ógnarsmáa fætur og reyndi að spyrna þeim á móti önglinum, og upp frá þessu eina skipti beitti ég aldrei salamöndru, þó að ég fyndi hana margsinnis. Né beitti ég heldur söngfætlu af þeim sökum, hvernig hún brást við önglinum. Stundum rann áin eftir víðfeðmum engjum, og í þurru grasinu mundi ég handsama engisprettur og fleygja þeim í ána og horfa á þær berast áfram syndandi á ánni og snúast í hringi á vatnsborðinu, þegar straum- urinn tók þær og þvínæst hverfa, þegar silungur kom upp. Stundum mundi ég fiska í fjórum eða fimm aðskildum ám á nóttunni, byrja eins nálægt upptökum þeirra og ég gæti komizt og fiska niður þær. Þegar ég hafði lokið því of fljótt og tíminn lei'ð ekki, var ég vanur að fiska í ánni upp á nýtt og byrja, þar sem hún fellur í vatnið og fiska nú upp hana og reyna að fanga alla þá silunga, sem ég hafði misst á leiðinni niður. Sumar nætur skáldaði ég líka ár, og sumar þeirra voru mjög heillandi, og það var eins og að vera vakandi og dreyma. Sumar þessar ár man ég ennþá og ímynda mér, að ég hafi fiska í þeim og ég blanda þeim saman við ár, sem ég í raun og veru þekki. Eg gaf þeim öllum nafn og tók mér far til þeirra með lestinni og stundum gekk ég mílna veg til að komast að þeim. En sumar nætur gat ég ekki fiskað, og þær nætur var ég and- vaka og las bænirnar mínar aftur og aftur og reyndi a'ð biðja fyrir öllu fólki, sem ég hafði nokkurn tíma þekkt. Það tók geysilangan tíma, því ef þú reynir a'ð muna eftir öllu fólki, sem þú hefur nokkurn tíma þekkt, og ferð aftur til þess fyrsta, sem þú manst, sem var að því er mig varðar, þakherbergið í húsinu, þar sem ég fæddist og brúðkaupskakan hennar mömmu og hans pabba í tinformi hangandi niður úr einum bitanum, og í þakherberginu leirkrukka með snákum og öðrum sýnisgripum, sem faðir minn hafði safnað sem drengur og geymdi í vínanda, sem gufað hafði upp úr krukkunni, svo að bakið á sumum snákunum og sýnisgripunum stóð upp úr og hafði hvítnað — ef þú hugsaðir svo langt aftur, myndirðu eftir fjöldanum öllum af fólki. Ef þú bæðir fyrir öllu þessu fólki og segðir Heilög María og Faðir vor fyrir hvern og einn, tæki það langan tíma og að lokum yrði það auðvelt, og þá gætirðu farið að sofa, ef þú værir á stað, þar sem þú gætir sofið í björtu. Þær nætur reyndi ég að muna eftir öllu, sem hafði nokkurn tíma hent mig, byrja'ði við rétt áður en ég fór í stríðið og mundi aftur í tímann frá einum hlut til annars. Eg komst að raun um, að ég gat ekki munað lengra aftur en til þakherbergisins í húsi afa míns. Þá var ég vanur að byrja þar og muna eftir öllu á ný, þar til ég kom að stríðinu. Eg man, að eftir að afi minn dó, fluttum við burt úr húsinu og í nýtt hús, teiknað og byggt að til- hluta móður minnar. Ýmsum munum, sem ógerningur var að flytja, var brennt í garðinum á bak við húsið og ég minnist þess, a'ð krukkunum í þakherberginu var fleygt í eldinn, og hvernig þær sprungu í hitanum og eldurinn logaði uppúr vínandanum. Ég man eftir snákunum brenna í eldinum í garðinum. En þar brann ekki fólk, aðeins hlutir. Ég get jafnvel ekki munað, hver brenndi hlutina, og ég mundi halda áfram, unz ég myndi eftir fólki og þá nema staðar og biðja fyrir því. Hvað viðkemur nýja húsinu man ég, hvernig mamma var einlægt að fægja muni og gera stórhreinsun. Eitt sinn, þegar pabbi var að heiman á veiðum, gerði hún stórhreinsun í kjallaranum og brenndi öllu, sem hefði ekki átt að vera þar. Þegar pabbi kom heim og hafði gengið frá vagninum og tjóðrað hestinn, brann eldurinn ennþá í götunni handan við húsið. Ég fór út á móti honum. Hann rétti mér veiðibyssuna sína og varð litið á eldinn. „Hvað á þetta að þýða?" spurði hann. „Ég var að gera hreint í kjallaranum, góði", sagði mamma inni í andyr- inu. Hún stóð þar brosandi til að heilsa honum. Pabbi leit á eldinn og gætti að einhverju. Svo beygði hann sig áfram og dró eitthvað út úr öskunni. „Sæktu kröku, Nick," sag*ði hann við mig. Ég fór niður í kjallara og sótti kröku og pabbi rótaði mjög vandlega í öskunni. Hann rótaði fram steinöxum og fláningshnífum úr steini og áhöldum til að smíða með örvarodda og leirkerabrotum og mörgum örvaroddum. Þeir höfðu sprungið og sviðnað í eldinum. Pabbi tíndi fram brot- in mjög vantflega og raðaði þeim á grasið við götuna. Veiðibyssan hans í leður- hylki og veiðitöskur lágu á grasinu, þar sem hann hafði skili'ð þær eftir, þegar 4 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3. september 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.