Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Blaðsíða 5
 SMASAGA EFTIR ERNEST HEMINGWAY hann kom frá vagninum. „Farðu með byssuna og töskurnar inn í húsið, Nick, og sæktu dagblað", sagði hann. Mamma hafði gengið inn í húsið. Ég tók veiðibyssuna, sem var mér næstum ofviða og slóst við fætur mér, og veiðitöskurnar tvær og hélt á stað inn í húsið. „Taktu eina í einu", sagði pabbi. „Reyndu ekki að bera of mikið í einu." Ég lagði frá mér vefðitöskurnar og tók inn byssuna og kom aftur með dagblað úr blaðahrúgunni í skrifstofunni hans pabba. Pabbi lagði öll sviðnuðu, brotnu stein- áhöldin á pappírinn og vafði hann saman. „Beztu örvaroddarnir hafa mölbrotnað", sagoi hann. Hann gekk inn í húsið með pappírsbögglana, og ég stóð eftir úti á grasinu með veiðitöskurnar tvær. Eftir litla stund bar ég þær inn. Og ég minnist þess, að þar voru aðeins tvær manneskjur og ég mundi biðja fyrir þeim báðum. Sumar nætur, samt sem áður, gat ég jafnvel ekki munað bænirnar mínar. Eg komst ekki lengra en aftur að „svo á jörðu sem á himnum" og varð þá að hafa allt yfir aftur og var þó allsendis ófær um að muna meira. Þá yrði ég að viðurkenna, að ég gæti ekki muna'ð og hætta við að lesa bænirnar þá nótt og finna upp á einhverju öðru. Þess vegna reyndi ég sumar nætur að muna eftir öllum spendýrum jarðar- innar og nefna þau, og því næst fuglana og fiskana og þá löndin og borgirnar og þá fæðutegundir og nöfn allra þeirra gatna í Chicago, sem ég gat munað eftir, og þegar ég gæti alls ekki munað eftir neinu framar, mundi ég aðeins hlusta. Og ég man ekki eftir nótt svo að ekkert heyrðist. Gæti ég haft ljós hjá mér, sofnaði ég rólegur, því að ég vissi, að sálin færi aðeins burt úr líkamanum væri myrkur. Samt gisti ég auðvitað marga nótt, þar sem ekki var ljós og þá sofnaði ég, af því að ég var naest- um því alltaf uppgefinn og oft mjög syfja'ður. Og ég er líka viss um, að í mörg skipti svaf ég án þess að vita það — en ég svaf aldrei vitandi um það, og þær nætur hlustaði ég á silkiormana. Þú heyrir silkiormana éta mjög greinilega á nóttunni og ég lá með augun opin og hiustaði á þá. Það var aðeins einn auk mín í herberginu, og hann vakti líka. Ég heyrði, að hann vakti í langan tíma. Hann gat ekki legið eins hljóðlaust og ég gat, ef til vill af því að hann hafði ekki slíka þjálfun í að liggja vakandi. Við lágum á ullarteppum breiddum yfir hálminn, og þegar hann hreyfði sig, braka'ði í hálminum, en silkiormarnir fældust engan hávaða af okkar völdum og héldu áfram að eta í sífellu. Það voru næturbardagar í um það bil sjö kílómetra fjarlægð handan landamæranna, en hávaðinn frá þeim var frábrugðinn lágværu þruskinu í herberginu í myrkrinu. Hinn maðurinn í herberginu reyndi að liggja kyrr. Svo hreyfði hann sig aftur. Ég hreyfði mig líka, svo að hann vissi, að ég vekti. Hann hafði verið tíu ár í Chicago. Þeir höfðu kvatt hann í herinn nítján- hundruð og fjórtán, þegar hann kom aftur a'ð heimsækja fjölskyldu sína, og þeir höfðu fengið mér hann sem aðstoðarmann, því að hann talaði ensku. Ég heyrði, að hann hlustaði, svo að ég hreyfði mig aftur á teppinu. „Geturðu ekki sofið, Signor Tenente?" spurði hann. „Nei". „Eg get ekki sofið heldur." „Því þá ekki?" . „Ég veit ekki. Ég get ekki sofi'ð." „Líður þér vel" „Auðvitað. Mér líður vel. Ég get bara ekki sofið." „Langar þig til að rabba um stund?" „Vissulega. Um hvað geturðu rætt á þessum bölvaða stað?" „Þessi staður er ljómandi," sagði ég. „Vissulega, sagði hann. „Hann er ljómandi." „Segðu mér frá því í Chicago", sagði ég. „O," sagði hann, „ég sagði þér það allt einu sinni." „Segðu mér frá því, þegar þú giftir þig." „Ég hef sagt þér það." „Var bréfið, sem þú fékkst á mánudaginn — frá henni?" „Vissulega. Hún skrifar alltaf. Hún hefur gott upp úr starfinu." „Þú átt vísan góðan stað, þegar þú kemur aftur heim." „Vissulega. Hún spjarar sig. Hún rakar saman fé." „Heldurðu ekki, að við vekjum þá með þessu tali", spurði ég." „Nei, þeir heyra ekkert, allavega sofa þeir eins og svín. „Um mig gegnir öðru máli", sagði hann. „Ég er hræddur." „Hafðu ekki hátt", sagði ég. „Viltu reykja?" Við reyktum af kunnáttu í myrkrinu. „Þú reykir ekki mikið, Signor Tenente." „Nei, ég hef svo gott sem hætt því." „Ágætt", sagði hann, „það gerir þér ekkert gott og með tímanum býst ég vfð, að þig hætti að langa í það. Hefurðu nokkurn tíma heyrt að blindan mann langaði ekki til að reykja, af því að hann gat ekki séð reykinn koma?" „Ég held ekki." „Sjálfur held ég, að það sé fjarstæða", sagði hann. „Eg heyrði það bara ein- hvers sta'ðar. Þú veizt, hvernig ýmsu er fleygt." Við vorum þöglir, og ég hlustaði á silkiormana. „Heyrirðu í þessum bannsettu silkiormum?" spurði hann. „Þú getur heyrt þá tyggja." „Það er gaman að því", sagði ég. „Segðu mér, Signor Tenente, er það raunverulega af einhverju, sem þú getur ekki sofið? Ég sé þig aldrei sofa. Þú hefur ekki sofið eina einustu nótt, sem ég hef verið með þér." „Ég veit ekki, John", sagði ég. „Ég hef verið f járans illa fyrirkallaður síðan í vor, og á nóttunni angrar þa'ð mig." Framhald á bls. 15 3. september 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.