Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Síða 8
4> andið geymir sögu. Bæjar- rústir tala máli, sem skilst, þegar eyra er lagt við, tóftarbrot hafa frá ýmsu að segja, steinn, sem fluttur hefur verið um langan veg til að stytta mönnum aldur, gæti frá mörgu skýrt. En þessar minjar una hljóðar lengstaf. Fátt er gert til að kveðja þær máls og enn bíða þær margar hverjar eftir því að fá að tala. Þó ber það við á góðviðrisdög- um um hásumarið, að við leitum á vit þessara minja, virðum þær fyrir okkur dagstund og leiðum hugann að liðnum atvikum, ýmist úr grárri forneskju eða fárra áratuga. Regn var í lofti í Kömbum og úrfelli á Selfossi er við ókum þar austur um í tveimur bílum seint í júlí á leið í uppsveitir Rangárþings til að huga að sögustöðum og eyðislóðum. Við vorum því fremur svartsýnir á framhaldið, en fararstióri okkar og leiðsögumaður, Árni Böðvarsson, sagði, að við þyrftum engu a'ð kvíða, bjartviðri og sólskin myndi mæta okkur í Rangárþingi. Orð hans stóðust. Á Hellu brauzt sólin fram úr skýjaþykkni og veður var bjart og gott það sem eftir var dags. kammt austan Vestri Rangár sveigðum við af veginum og héldum inn til landsins. Fyrsti áfangastaður var Vík- ingslækur, en við komumst ekki alla leið þangað á bílunum. Síðasta spölinn gengum við á milli melgrasþúfna og yfir sanda unz við stóðum á hólunum þar sem Víkingslækjarbændur gáðu til veð- urs fyrir tveimur öldum. Hver vottur bæjarstæðis er nú horfinn á Víkings- læk, en kunnugir vita hvar bærinn og bæirnir hafa stáðið. Þar námum við staðar og hugleiddum sögu þessa bæjar. Víkingslækjar, lækjarins, sem bærinn dregur nafn af, er fyrst getið í Land- námu, en þar segir: „Eilífr nam Odda inn litla upp til Reyðarvatns ok Vík- ingslækjai'.“ Hinu megin Víkingslækjar- ins nam Björn, bróðir Eilífs, land og bjó í Svínhaga og úr Svúnhagalandi mun Víkingslækur upphaflega hafa byggzt. Fyrsta vissa um byggð þar er í Odda- máldaga, sem talinn hefur verið frá því um 1270. 1 Árbók Hins íslenzka fornleifafé- lags frá 1953 er grein um Víkingslæk eftir Vigfús Guðmundsson. Þar segir Blótsteinninn á Þingskálum ♦ Gengið um Víkingslækjartún. Þar sem grasið lá í legum fyrrum markast nú íótspor í svartan sand. (Ljósm.: j.h.a.) MINJAR BÍÐA ÞESS Árni Böðvarsson í rústum baðstofunnar „Hérna megin stóð rúmið mitt.“ Bolholti, en þar er hann alinn upp: m. a.: „Fyrsta vitneskja um eiganda Víkingslækjar er sú, að Einar Ormsson (Loftssonar ríka) á Hvoli í Hvolhreppi gefur í erfðaskrá sinni 1470 jörð þessa Kristínu dóttur sinni.“ Ennfremur segir: „Norðurbrún Víkingslækjarhrauns er yfirleitt drjúgan spöl frá Rangá ytri, og er flatlendi með holtum þar á milli. Nef eitt mikið liggur nv. úr hrauninu með viki stóru milli brúna, er horfa mót suðlægri átt og vestlægri. Hefir þar verið slétt og fagurt tún, niður áð Víkingslæ’k, er kemur austan og sunnan að, með sveig til norðurs. Bæirnir voru tveir, á hlýlegum stað sunnan í nefinu, og milli bæjanna aðeins nokkur hundr- uð metrar, svo að líklegt er, að túnin hafi legið alveg saman. Nú er þarna gróðurlaust hraun og sandur þar, sem áður var slægja og reiðingsmýri. “ Um hæjarrústirnar segir Vigfús: „Rústir gömlu býlanna eru nú svo gjör- blásnar og útvelt hleðslugrjótið, að þar verður ekkert mælt. Vestra býlið hefur staðið dálítið hærra, ofarlega og rétt vestast á nefi hraunsins. Hefur þar ver- ið blómlegt umhverfi og fagurt útsýni. Mun það og jafnan hafa verið höfuð- býlið. Eru þar nú grjótdreifar miklar á gróðurlausum sandinum, bæði frá bæn- um og útihúsum, fjósi, heygarði o. s. frv. Eins er umhorfs á eystri bústaðnum." Á vesturbýlinu bjó Bjarni Halldórs- son, forfaðir Víkingslækjarættar, frá 1730 til 1757. Kona hans var Guðríð- ur Eyjólfsdóttir. Þau hjón áttu 17 börn og er niðjatal þeirra raki’ð í miklu riti, Vikingslækj arætt, sem Pétur Zophoní- asson skrásetti og hóf útkomu árið 1939. Útkoma ritsins féll niður þegar hann dó. Er Víkingslækjarætt rakin frá ellefu börnum þeirra Bjarna og Guðríðar, tíu sonum og einni dóttur. Margir niðja þeirra í fyrsta til fjórða lið urðu hrepps- stjórar um Rangárvöllu, en síðan hafa afkomendurnir farið víðar og tekið fleira fyrir. Eru ýmsir kunnir samtíma- menn í þeirra hópi. Síðasti bóadi á Víkingslæk var Magn- ús Björnsson, sem fluttist þaðan að Næf- urholti ári’ð 1812. Síðan hefur Víkings- lækur verið í eyði. íðari hluta dags renndum við heim undir Þingskála, stigum út hand- an bæjargils og gengum heim traðir, mjög niðurgrafnar og sérkennilegar. Bræður tveir stóðu við slátt fyrir fram- an bæinn. Þeir slógu með orfi og ljá, því að á túninu á Þingskálum verður vélum ekki komið við um ófyrirsjáan- legan tíma. Þingbúðatóftir fornar, allt að fjörutíu talsins, liggja dreifðar um túnið og má bóndi þola það bótalaust að fá ekki að bera plóg í jörð til rækt- unar og slét.tunar. Þingskálar eru byggðir úr Víkings- lækjarlandi um það leyti sem Víkings- lækur fór í eyði, nánar til tekið 1811. Byggð hélzt þó ekki stöðug þar og árið 1883, þegar Sigurður Vigfússon rann- sakaði þingbúðatóftirnar, var bærinn kominn í eyði af sandfoki. En aftur var byggt upp á Þingskálum. Þar býr nú Sigur'ður Eiríksson með konu sinni Júlíu Guðjónsdóttur og tveimur uppkomnum sonum. Reisti Sigurður þar bú árið 1926. ir ingskálabær stendur hátt og er útsýni mikið og fagurt, bæjarstæðinu hallar til suðvesturs og taka þar við sléttar grundir allt út og niður að Rangá. Efsta hluta þinghólsins við bæinn svip- ar til annarra þinghóla á fornum þing- stöðum og mun þingheimi þaðan hafa verið fluttur boðskapur, er þing stóð yfir að fornu. Búðartóftirnar standa sunnan til í hæ'ðinni, sem bærinn stend- ur á. Sigurður Vigfússon rannsakaði þessar búðartóftir og mældi mánudaginn 3. september 1883, eða fyrir nákvæm- lega 84 árum þegar þetta kemur fyrir almenningssjónir. Læt ég hér fylgja hluta úr skýrslu hans, sem birtist í 8 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3. september 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.