Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Page 10
EITT TUNGUMÁL FYRIR ALLAN HEIMINN Eftir dr. Mario A. Pei, prófessor í rómönskum málum v/ð Columbia University í N.Y. Þorsteinn Þorsteinsson þýddi III. Framfíðarlausnin 7. Tœki friðsamlegrar lausnar (Frh.) E f einlægur vilji væri fyrir hendi af hálfu ríkisstjórnanna til þess að leysa þetta vandamál, sem svo lengi hefur hrjáð þeiminn, þá mundi ekki vera sér- legum érfiðléikum bundið að finna leið til einingar. Fyrsta skrefið mundi vera almennt samkomulag með ríkisstjórnunum um að.setja á,stofn tungumálaþing e'ða ráð- stefnu til þess að velja það tungumál, er allur heimurinn tæki í sína þjónustu, og skuldbinding fyrirfram af hálfu þess- ara sömu ríkisstjóma um að sætta sig við niðurstöðu ráðstefnunnar og fram- kvæma hana með því að gera hið valda tungumál að námsgrein á öllum stigum fræðslukerfis síns, frá því lægsta til hins hæsta, með því aukaákvæði, að kennsla gæti, ef fræðsluyfirvöld lands- ins ósku'ðu þess, hafizt fyrst aðeins á lægsta stiginu, leikskólastiginu, en auk- izt síðan smám saman upp á við ár frá ári, svo að fræðslukerfið þyrfti sem minnst að raskast. Tungumálaráðstefnan mundi skipuð hæfum fulltrúum völdum af ríkisstjórn hvers lands, Um það yrði rætt, við hvað íulltrúatalan fyrir hvert land ætti að miðast. Stórþjóðirnar, bæði vestrænu lýðræðisþjóðirnar og hin mannmörgu Asíulönd, svo sem Kína og Indland, kynnu að óska þess, að miðað væri við mannfjölda. Líka mætti stinga upp á að miða við fullvaxinn, læsan mann- fjölda eða við vegna vísitölu, þar sem mannfjöldi, læsi og afköst iðnaðar og vísinda ætti allt sinn þátt að. Mannfáar þjóðir á háu stigi læsi og framleiðslu, svo sem Svíþjóð, mundu sennilega kjósa a'ð miðað væri við vegna vísitölu. Það mætti líka halda því fram, að það að miða fulltrúatöluna, og þar með að nokkru Ieyti valið, við núverandi að- stæður, væri ekki sanngjarnt gagnvart þeim þjóðum, sem framvegis kynnu að vaxa hraðar eða komast á hærra stig læsis eða framleiðslu. Aðferðin við við- miðun fulltrúatölunnar mundi þó aldrei gera mikinn mun. Engin ein þjóð eða fieiri sem tala sama tungumál mundu með nokkru móti geta ráðið yfir meiru en einum fimmta hluta atkvæðanna. Þjóðir sem við atkvæðagreiðsluna ótt- ast að verða bomar ofurliði af einni ésækinni fulltrúasveit, eiga kost á a'ð afstýra því með því að gera kosninga- bandalag við aðrar fulltrúasveitir, eins og tíðkast á þjóðþingum. Það verður aidrei vilji minni hluta sem ræður hinu endanlega vali, heldur málamiðlun milli meira eða minna andstæðra afla. V al þeirra fulltrúa, sem hverju laridi er ætlað að senda, verður í hönd- úm ríkisstjórnar þess og framkvæmt á þann hátt er þar tíðkast. Er það í sam- ræmi vfð það sem nú tíðkast um full- trúa hjá Sameinuðu þjóðunum og ætti ekki að hneyksla talsmenn lýðræðisins. Fulltrúarnir mundu væntanlega verða úrVal beztu tungumálamanna hvers lands. Auðvitað mætti búast við að sumar fulltrúasveitimar kæmu með ná- kvæm fyrirmæli um, hvernig þær ættu að greiða atkvæði, en í öðrum væru einstaklingar, sem aðallega létu stjórn- ast af eigin tungumála samvizku. Þetta er líka nokkuð sem menn kannast vi'ð og vjita hvemig á að snúast við. At- kvæðagreiðslunni mundi verða hagað þannig, að fulltrúasveitir með rækileg- ust fyrirmæli gætu ekki haft áhrif nema á bráðabirgðaúrslitin. Fulltrúasveitirnar ættu að vita fyrir- fram, að það er ekki þeirra ætlunar- verk að búa til ný tungumál, heldur að fella úrskurð um þau, sem fyrir hendi eru. Þetta kemur í veg fýrir allar breytingatilraunir og tímafrekar um- ræ'ður. T ilhögun atkvæðagreiðslunnar verður einföld. 1 byrjun getur hver full- trúi stungið upp á einhverju tungumáli, þjóðtungu eða gervimáli, sem þegar er til. Hver tilnefningarræða verður í mesta lagi 10 mínútur, er fulltrúinn notar til þess að sýna fram á kosti þess máls sem hann mælir með. Auð- vitað vefður þarna ekki stungið upp á þrjú þúsund tungumálum, heldur aðeins íitlu broti. ,af þeirri tölu, í fyrsta lagi vegna þess, að enginn fulltrúi fengi að stinga upp á fleirum en einu tungu- máli, í öðru lagi vegna þess, að flestöll minni háttar tungumál og gervimál mundu ekki fá neinn formælanda. Það mun alveg vera óhætt að gera ráð fyrir, að ekki mundi verða stungið upp á fleirum en 200 þjóðtungum og gervi- málum alls. Þegar tilnefningunni er lokið, verður veittur stuttur umræðutími um hvert tungumál, sem stungið hefur veri'ð upp á, hálf klukkustund í mesta lagi, 10 mínútur fyrir stuðningsmenn og 20 mín- útur fyrir andmælendur. Að viðbættri tilnefningarræðunni verður það 20 mín- útur með og 20 mínútur móti hverju máli. Þessi undirbúningsstörf tungumála- ráðstefnunnar má búast við að taki að minnsta kosti um mánaðartíma. Þeim tíma er vel varið, því að bæði full- trúarnir og þjóðir heims kynnast því hva'ð um er að velja. Sumar af vorum tilnefningarsamkomum fyrir landið í heild hafa staðið nærri því eins lengi Þegar umræðutímanum lýkur, þá byrjar atkvæðagreiðslan. Aðferðin við hana verður stranglega reglubundin. Við fyrstu atkvæðagreiðslu má hver fulltrúi greiða atkvæði sitt hverju af þeim, segjum 200 málum, sem stungið hefur vérið úpp á. Þegar úrslit fyrstu atkvæ’ðagreiðslu hafa verið birt, fellur í burtu sá helmingur af tölu tungumál- anna sem fæst atkvæði hafa hlotið, og aðeins hinn helmingurinn, sem happa- sælli hefur verið, kemur til næstu at- kvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslumar halda áfram með úrfellingu helmings eftir hverja at- kvæðagreiðslu, og fulltrúarnir eru neyddir til að skifta atkvæðunum á þau mál sem eftir eru. Ef málin hafa upp- haflega veríð 200, verða þau eftir fyrstu atkvæðagreiðslu 100, síðan 50, 25, 12, 6, 3 og loks 2. Endanleg úrslit ættu að kvæðagreiðslu, og þau fara að líkindum mjög fjarri því sem búast hefði mátt við eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna, þar sem fulltrúarnir neyðast til að yfirgefa óskaböm sín og velja um þau, sem upp úr standa. Það tungumál, sem valið hefur ver- ið vfð síðustu atkvæðagreiðslu, hefur fyrirfram. hlotið samþykki ríkisstjórna heims. Ef það er þjóðtunga, þá er til- skilið, að stafsetning þess verði til al- þjóðlegra nota nákvæmlega löguð eftir framburði, þó að þjóð þeirri eða þjóð- um, sem tala hana sem móðurmál, leyf- ist að nota áfram hina gömlu stafsetn- ingu innanlands. Ef þáð er gervimál, verður rannsakað, hvort stafsetning þess er fullkomlega í samræmi við framburð, og þær breytingar, sem þörf er á að gera, verði framkvæmdar þegar í stað. S íðan kemur fimm ára tímabil til þjálfunar kennara áður en alþjóðamál- ið er tekið upp í námskrá skólanna um heim allan, algerlega hliðstætt þjóð- tungu hvers lands. Þessi undirbúnings- tími er nauðsynlegur. Kennarar sem eiga að kenna alþjó'ðamálið, einkum í leikskólum og á hinum lægri skólastig- um, ýerða að kuiiná þáð óg tala þáð fullkomlega, og verða áð vera fUllkómn- ir kennarar,. Þetta tímabil má líka nota til þess áð i'fullkomna ög bæta hið valda mál, ef þörf skyldi véra fyrir slíkar um- bætur. Að vinna að tungumáli, sem þegar hefur verið valið og sett á lagg- irnar, með því að slétta hruföttar brún- ir þess, fága það og hreinsa, er algerlega frábrugðið því sem gerzt hefur áður á ráðstefnum gervimálasérfræðinga, er töldu sér ekki skylt að virða tilveru þeirra mála sem þær höfðu til meðferð- ar, og jöfnuðu svo ágreininginn með því að búa til enn annað mál. Við lok fimm ára timabilsins hefst kennsla í alþjóðatungumálinu, að minnsta kosti í leikskólum allra landa, enda þótt einnig megi, ef fræðsluyfir- völd landsins óska þess, taka það þeg- ar upp í barnaskólum, gagnfræ'ðaskól- um, menntaskólum og háskólum. Helm- ingur kennslunnar í leikskólunum fer fram með eðlilegu samtali á alþjóða- málinu og annar helmingur á móðúr- málinu. Þessu verður haldið áfram þeg- ar leikskólakynslóðin kemst upp á lægri skólastigin, og síðan stig af stigi allt upp í háskóla. Skólakénnslan styðst einnig við útvarp, sjónvarp og kvik- myndir. Ef skipulag þetta kæmist í framkvæmd 1970, væri sú kynslóð, sem elst upp við það frá barnæsku, orðin fullvaxin 1990 og um aldamótin næði það til meir en helmings íbúa jar'ðarinn- ar. Löngu fyrir miðja 21. öld mundi . heimsmálið vera orðið svo útbreitt, að þá mundu vera miklu færri, sem ekki töluðu, skildu, læsu og rituðu það heldur en ólæsir eru nú. A ðferð sú sem hér hefur verið gerð grein fyrir, er róttæk og afkasta- mikil. En hún er sú eina sem kemur að tilætluðum notum. Hún krefst þess, að hætt sé öllum rá’ðagerðum og beinar framkvæmdir séu hafnar. Hún leggur ábyrgðma á framgangi alþjóðamálsins einmitt þar sem hún á heima — á herð- ar stjörnárvalda heimsins. Hún krefur, að endir sé bundinn á óskadraumá og fallist sé á athafnir, sém eru lýðræðislegar í víðustu merk- ingu orðsins, þar sem allar þjóðir heims undantekningarlaust taka þátt í valinu. Hún krefst hugrekkis af hálfu rík- isstjómanna, sem verða að komast til skilnings um, að til þess að koma á greiðum og hindrunarlausum viðskipt- um um heim allan þarf framkvæmdir af þeirra hálfu, en ekki afskiptaleysi og máttlaust hlutleysi eins og þær hafa hinga'ð til tamið sér. Hún krefst, að þjóðir heims komist til skilnings um, að tilvera eins tungu- máls, sem nota má alls staðar við hvers- konar alþjóðleg samskipti, er miklu koma í ljós við áttundu e'ða níundu at- meira virði heldur en kunnátta í einu eða fleiri erlendum tungumálum, sem bundin eru við sérstök svæði, hversu út- breidd sem þau kunna að vera. Hún krefst af þeim, sem berjast fyrir einhverri sérstakri lausn, svipaðrar hegðunar sem hin saima móðir sýndi í sögunni um dóm Salómons. Ranga móð- irin var fús til a'ð. lóta höggva hið um- deilda bam í tvennt, svo að hvor aðili fengi sinn helming, en sanna móðirin kaus heldur að barnið héldi lífi, jafnvel þó hún ætti áð sjá af því í hendur keppi- naut sínum. Þeir sem berjast fyrir esperanto, ido, interlingua, Basic English, Bilingual World eða einhverri af tylft þjóðtungna að minnsta kosti, eiga á hættu að sjá skjólstæðing sinn bíða ósigur í heims- kosningum þeim, sem hér hefur verið gerð grein fyrir. Eru þeir fúsir til að leggja út í þá áhættu til þess að fá þáð, sem þeir- allir segja að verði að fást \— -heimstungumál fyrir alla? Af gömlum blöðum Framhald af bls. 7 renndum tveir og drógum sína 50 fiskana hvor á klukkutíma, og ég stór- upsa framyfir. En þá var orðið svo hvasst, að við urðum að halda til lands. Ekki var hægt að siglá, því vindur stóð út úr hverri vík svo ekkert tók, við urðum því a’ð berja og vorum sex tírrta á leiðinni. Ég var örmagna af þreytu, rennandi votur og kaldur, en hafði ekki sinnu á að háfa fataskipti. Nóttina eftir fékk ég fyrsta kastið af ischias, eða lærtaugarbólgu, það voru óbærilegar kvalir, sem líðu þó frá daginn eftir, en þá var fóturinn dofinn. Úm Jónsmessuleytið 1916 fór ég svo á stað norður, í síldina með Goðafoss gamla. Þá voru engir Filistear við líði lengur, en margur upprennandi Bör Börsson var þar um borð. Með skip- inu voru um 400 farþegar, svo hvérgi varð þverfótað, né svefnpláss. Kvenfólk- ið varð að sitja fyrir kojunum. Misl- inga varð strax vart, sem ágerðust því meir sem á ferðina leið. Þar var nægur björ og nóg wiský, drykkju- skapur var því nokkur, en þó minni en vænta mátti. Á Húnaflóa var þoka og hafís, en gott veður, við vor- um 30 klukkutíma frá Blönduósi ýfir á Sauðárkrók, svo þéttur var ísinn. Eg var úrvinda af svefni, skreið aftur i lestina og sofnaði þegar. Mér var illt1 í , höfðmu þegar ég vaknaði, enda hafði ég haft líkkistu fyrir kodda. Svo komum við til Akureyrar, þessa vesala bæjar, og fyrsta verkið var að koma veikri stúlku á spítalann. Um hana hirti enginn, hún hímdi vi'ð skipið, ég varð að styðja hana og hálfbera, ásamt farangri hennar. Þetta tókst, ég hefi ekki séð hana síðan. Ég á svo sem inni í himnaríki. Ég var ráðinn hjá Ásgeiri Péturssyni, sem þá var nokkurskonar Einar ríki, talinn ágætur maður og var það víst. Ég átti að vera á síldarbátnum Helga magra, en var svikinn úm það. Ég vann því alla vinnu, sem( til féll, í íshúsi, salthúsi og hvað annað. Mér var sama. Eitt kvöldið, er verkamennirnir voru að hátta, kom Gísli, pakkhúsmaðurinii og bað þá hvem um annan að fara me'ð beitusíld, smásíld, út á Siglufjörð, hún burfti að komast fljótt. Enginn treysti sér, þeir voru lasnir. Það fauk í Gísla, „Hannes, þú ferð þó alltaf", sagði hann. Við vorum skólabræður úr Verzlunar- skólanum, og Gísli vissi, að ég var mannleysa. Ég sagði að mér væri sama, ef ég gæti gert eitthvert gagn. Svo fórum við á stað um klukkan 10, á görnlum nótabát með mótorvél, sem mér sýndist bundin saman með snær- um. Formaðúr og mótoristi hét Róbert, sem mig mínnir a‘ð væri sonur Bjama skipasmiðs, geðþekkur og hæglátur píltur, vart tvítugur. Hann kunni á Framhald á bls. 12 10 ÚESBOK MORGUNBLAÐSINS 3. september 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.