Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Side 11
bodord handa foreldrum og uppalendum EFTIR LAURITZ JOHNSON 1 Etskaðu barnið þitt svo að það öðlist öryggistilfinningu. Að elska barnið sitt er ekki það sama og að dekra það, upp- fylla allar óskir þess, og „elska það í hel“. Réttlátt nei getur verig miklu kærleiksríkara en sjálfhlífið og huglaust já. Að elska barnið sitt er að þroska hina góðu eiginleika þess. Virtu skoðanir barnsins þíns. Afgreiddu ekki barnið með kaldhæðnislegu: þú ert óttaiegt barn ennþá. Notaðu ekki kaid- hæðni sem vopn á barnið. Mis- 3. september 1967 _____________ notaðu ekki andlega yfirburði þína. Hlustaðu meira en þú talar. Taktu barnið alvarlega. A meðal okkar er allt of mikið af óttaslegnu og bældu ung- viði og fullorðnu fólki, sem er óhæft til þess að skapa sam- félag frjálsra einstaklinga. 3 Örvaðu hugmyndaflug barnsins þíns. Barnið hefur sál, sem þarfn- ast næringar. Tilfinningu, skyn- semi, vilja. Láttu barnið fá viðfangsefni, leir, liti, pappír, lím, spýtur, mosa, lauf, tuskur. Það þarf að hafa sitt eigið af- vinnustaður barnsins. Þar skulu mikil verk sköpuð og dáðir drýgðar. Taktu barnið með þér upp í sveit og láttu það uppgötva náttúruna. Kenndu því að sjá og heyra, hrifast og undrast. Og siðan: Ræddu við barnið. Fylgstu með því hvað það Ies og nemur. Lesið saman upp- hátt. Hlustið á útvarpið og horfið á sjónvarpið saman. Skrúfið stundum fyrir — at- hugið og gagnrýnið. 4 Opnaðu heimilið. Barnið þarfnast meiri örvun- ar en þú getur látið því í té. Oft algerlega andstæðrar örv- unar. Það getur verið óþægi- legt (eða erfitt), en það er hollt. Látið önnur börn koma inn á lieimilið. Hjálpaðu þeim til dæmis við að stofna einhvers konar klúbb. Láttu barnið hitta vini þína og kunningja. Leyfðu því að hlusta, leyfðu því að spyrja, leyfðu því að hugsa. Fjöl- skyldudýrkun og innbyrðis að- dáun getur einungis orðið hem- ill á áhrifin af því umhverfi, sem maður verður að mæta fyrr eða siðar. 5 Þú skalt umgangast barnið utan heimilisins. Leggðu dagblaðið frá þér. Skrúfaðu fyrir útvarpið. Farðu með barnið út í náttúruna, út í sveit. An síma. An sjónvarps. An félaga. An skyldustarfa. Talaðu um hitt og þetta. Forð- astu höft og bönn. Leikuð sam- an. Vinnið saman. Borðið sam- an. Og uppeldisvandamálið — erfiða barnið og erfiðu foreldr- arnir — er úr sögunni. Kynntu þér einstaklings- einkenni barnsins. Þú átt ekki bara barnahóp. Þú átt 2-3-4, eða 5 einstaklinga, sem þarfnast ólíks og einstakl- ingsbundins uppeldis. Hvert og eitt barna þinna þráir samband ykkar tveggja, fyrir sjálft sig, þó ekki sé nema örstutta stund, að vera elskað pínulítið, að fá að tala svolítið við þig, eiga með þér ánægjustund. Ef til vill að fara með þér út að borða, fara með þér á skíði, eða í smáferðalag. Upplifa ánægju- stund, sem geymist alltaf í minningunni. Stígðu niður úr veldisstólnum. Vertu þú sjálf, eða sjálfur. Þá uppgötvar þú, að barnið er „öðru vísi“ en hin, einstaklingur, með hugsanir og tilfinningar, sem þú hafðir enga hugmynd um. Smátt og smátt kynnist þú barninu þínu og af því muntu fá mikla ánægju. Þar af leiðandi átt þú einnig auðveldara með að hjálpa því betur en áður. 7 Gerðu ekki of miklar kröfur til barnsins. Áður en þú krefst einhvers skaltu hugsa um aldur barns- ins, þroska og getu. Krefstu ekki betri persónuleika en vænta má. Sé barnið hægfara má ekki krefjast snöggra við- bragða. Hver hefur sagt, að betra sé að flýta sér en að fara sér hægt? Krefstu þess ekki, að inn- hverfur einstaklingur sé út- hverfur, að sá, sem er hikandi sé hiklaus, að einrænt barn sé félagslynt. Láttu ekki foreldris- stolt þitt bitna á varnarlausu barni. Því tekst bezt og það er hamingjusamast, þegar jafn- vægi er á milli getu þess og krafnanna sem til þess eru gerðar. Vertu þannig, að barnið geti borið virðingu fyrir þér. Hugsaðu þig um áður en þú gefur einhverja skipun, eða bannar eitthvað. Bannar að fara á bió, að dansa, í ferða- lag, eða veizlu. En hafir þú hugsað þig vel um og sagt NEI skal því fylgt eftir. Nei er nei og já er já. Foreldrar verða að vera sjálfum sér sam- kvæmir í uppeldinu, jafnvel þótt það skapi óvinsældir. Þú verður að vera við því búin(n) að verða óvinsæl(l). Þó er varla nokkur hætta á því. Barnið væntir festu af foreldr- um sínum, en fyrirlítur veik- lyndi. 9 Krefstu ekki meira af barninu en sjálfri, eða sjálfum þér. Ekki skaltu krefjast þess, að barnið sé samvizkusamt, ef þú ert kærulaus, að það sé stund- víst, þó að þú komir alltaf of seint. Krefstu þess ekki, að barnið sé alltaf prútt og kurt- eist, þó að þú heilsir fólki varla. Ekki máttu ætlast til þess, að barnið segi alltaf sannleikann og sé lieiðarlegt, þó að þú sért ósannsögull og svíkist um. Krefstu þess ekki, að barnið sé friðsamt, þcgar þú átt alltaf í erjum við þinn betri helm- ing. Og um fram allt: Krefstu þess ekki, áð barnið láti af áhugamálum sínum. 10 Þú verður að gera þér það að góðu, að barnið taki vini sina fram yfir þig. Þú átt ekki börnin þín. Þú ert öldungur samanborið við þau.Lokaðu ekki augunum fyr- ir því, að fyrsti skóladagur barnsins er fyrsta skrefið burtu af heimilinu, fyrstu tengslarof- in. Reyndu ekki að vera jafn- aldra(i) barnsins með því að tala, hegða þér, eða klæðast eins og táningur. Gerðu þér Ijóst, að barnið hefur meiri þörf fyrir vini, en fyrir þig. Vinirnir eiga nú það trúnaðar- traust og þann kærleika, sem áður var þinn. Gleðstu vegna þess að barnið þitt losar sig undan áhrifavaldi þínu, verður lifandi og sjálfstæð manneskja, en ekki vasaútgáfa af þér. Það er erfitt að verða fullorðinn. Gerðu það ekki erfiðara. Þessi foreldraboðorð eru ef til vill of erfið. Kannski um of fyrir getu foreldranna. Hið siðasta var það versta. Það er ekki auðvelt að vera foreldri. En það á heldur ekki að vera það. Vegna þess að í hverju ein- asta barni er lifandi sál, sem við berum ábyrgð á. Það er því mjög alvarlegt mál að eignast barn. Þó líður oft langur tími áður en maður gerir sér grein fyrir því. Oft skiljum við það of seint. Sumir skilja það aldrei. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.