Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Blaðsíða 12
Af gömlum blöðum Framhald af bls. 10 allar vélar, en var sagður kærulaus á hverju sem gekk. Við tókum ungan mann á Hjalteyri, sem ætlaði út á Siglu- fjörð. og hann stýrði eftir það, en ég átti að dæla bátinn með handdælu, því hann var lekur. Vélin gekk eins og klukka hjá Róbert og ferðin sóttist vel. Á Hrís- eyjarsundinu var stinningskaldi á út- sunnan, sem stöðugt óx, og á miðjum Ólafsfirði mættum við 15 tonna dekk- bát, sem hleypti undan. En Róbert hélt sínu striki, sjórinn rank yfir bátinn, svo ég hafði varla við að dæla. Og við mörðum inn á Siglufjórð, komum þang- að undir morgun í kalsaveðri. Við losn- uðum strax við síldina og héldum heim á leið, tveir á bátnum. í Hrísey fór Róbert um borð í einn fcátinn og fékk þar kaffi handa okkur. En er við lögðum aftur á stað, sýndi hann mér hvernig ætti að smyrja vél- ina, hún mundi passa sig sjálf, en hann ætlaði að leggja sig svolitla stund. Eg stýi'ði inn Eyjafjörð eins og þaulvön sjóhetja, var alltaf að smyrja, og söng- urinn í vélinni var sönn hljómlist. Á einum stað stóð eins og kústur upp úr sjónum, þetta var Gásagrunnið, það vissi ég seinna, en það var háflóð og því flaut báturinn yfir. Við Oddeyrar- tangann rak Róbert upp höfuðið, hrifs- aði af mér stýrið og lagði fallega að bryggjunni. Þetta var fyrsti og síðasti síldartúrinn minn. Ég hélt svo áfram í pakkhúsinu. Einn daginn var ég settur í að binda töðu á túni, ég batt eins og Húnvetningur, vildi ekkert tíkartog vi'ð kvenmann, fólkið glápti á þessi vinnubrögð. Mér ieiddust Eyfirðingar, það var svoddan raunasvipur á þeim, eins og þeir væru alltaf við jarðarför. Og svo var ég send- ur út á Hjalteyri að undirbúa stöðina undir síldarmóttöku. Það var fyrst bryggjan, sandinum hafði skolað frá tréstólpunum, sem dingluðu lausir. Eg átti að vera verkstjóri, lærður maður sunnan úr Reykjavík, sem því kunni allt. En ég sá ekkert ráð annað, en negla staurana vi’ð bryggjuna með 6 tommu nöglum. Hjálparmaður minn hét Sig- urður, hæglátur maður, lagtækur klambrari. Honum leizt ekki á, að vinnubrögð mín kæmu að gagni, svo ég hafði vit á að láta nann ráða. Sama var um sporbrautina á bryggjunni og sporvagnana, sem síldarstömpunum var ekið á. Við Sigurður urðum strax vinir. Og nú var moksíld á Siglufirði, svo þar hafðist ekkert undan, og þá komu hátamir til Hjalteyrar. Síldarstúlkurnar voru þaulvanar og harðduglegar. For- maðurinn hét Oddur, og bjó á bæ fyrir ofan eyrina. Hann kunni sitt verk. Eg var frammi á bryggjunni, að taka á móti síldinni úr bátunum, það var stanzlaus hrota, þegar einn báturinn var laus var annar kominn. Ég skauzt frá nokkrar mínútur og gleypti í mig matinn. Oddur, formaðurinn, gafst upp eftir tvo sólar- hringa, sófnaði þá nokkra klukkutíma, en ég hélt út 81 klukkutíma, augun voru þurr og starandi, ég var ekki syfj- aður en sá ferlega vígdreka úti á firð- inum, þar sem ekkert var. Og í höfð- inu á mér söng í sífellu: Tóma tunnu, vantar salt og síld í hornið, eins og mað- ur heyrði við síldarkassana. Það hvessti á norðan, bátarnir hættu að koma. Eg ætlaði ekki að geta sofnað, en svaf svo í 18 tíma og var veikur þegar ég vakn- a'ði. Eg svaf í efri koju, og einn morgun- inn var ég nærri búinn að stíga ofan á mannshöfuð, sem kom fram undan neðri kojunni. Þetta var Ásgrímur Jóns- son, sem hringaði sig þarna á gólfinu og hafði færeyska peysu undir höfðinu íyrir kodda. Ási átti að vera kokkur á í .eslie, en dugði ekki í starfið, svo þegar hann veiktist af mislingum var honum lænt í land. Ég þekkti foreldra hans og bræður, hann var góður í sér, kærulaus og óreglusamur, eiginlega alla tíð stórt barn. Engin koja var handa honum, hann hafði engin rúmföt og enginn vildi liafa hann, svo ég sagði að hann mætti vera í kojunni með mér. Hann var oft- ast látinn vinna með mér, því þá sveikst hann ekki um. A'ðrir höfðu ekki lag á honum. Ef hann lenti í klandri, kom hann stökkvandi til mín. Sérkennilegasta menneskjan á stöð- inni var Gunna Dabba, stutt og digur og ekki nett í framgöngu. En hún var ekki feimin, talaði við hvern sem var og ekkert englamál. Hún var dugleg og bar sig eftir vinnunni. Einu sinni var verið að skúfla síld, og hafðist ekki und- an að keyra að. Gunna óð á móti vagn- inum, kippti í einn stampinn svo vagn- inn sporreistist og hún varð undir allri dembunni. Beykirinn hét Jensen, aust- firðingur að ætt en búinn að vera lengi i Danmörku. Hann var drykkfeldur og varla hægt að segja, að hann talaði góða isienzku, þegar hann var fullur. Og þá var hann herra og vildi berja. Eg var 45 sólarhringa á Hjalteyri, og 37 kvöld var ball. Seinast var ég vi'ð að afhenda síld út í danska skonnortu. Stýrimaðurinn og léttadrengurinn voru eydanir og ég gat vel talað við þá. En matrósinn var Jóti; það er meira málið, sem þeir tala. Skipstjórinn sást varta. Svo fór ég inn á Akureyri að gera upp, kaupið var 650 krónur, mjög sæmilegt. Er ég svo kom til Hjalteyrar aftur til að kveðja, mætti ég Gunnu Dabba og kvaddi hana. „Mér hefir líkað vel við þig í sumar, ræfils skinnið þitt“, voru kveðjuorð hennar. Svo var haldið suður með trollara. Hannes Jónsson. Minjar Framhald af bls. 9 svá nær hjarta sem þú hefir mér höggv- it, — enda kann ek at segja þér, ef ek væra heileygur báðum augum, at hafa skylda ek annat hvárt fyrir föður minn, fébætr eða mannhefndir, enda skipti guð með okkr.“ Eftir þat gekk hann út. En er hann kom í búðardyrrin, snýst hann innar eftir búðinni. Þá lukust upp augu hans. Þá mælti hann: „Lofaður sé dróttinn, sé ek nú, hvat hann vill“. Eftir þat hleypr hann innar eftir búð- inni, þar til er hann kemr fyrir Lýting, ok heggr með öxi í höfuð honum, svá at hún stóð á hamri, ok kippir at sér öxinni. Lýtingr fell áfram ok var þegar dauðr. Ámundi gengr út í búðardyrrin, ok er hann kom í þau sömu spor, sem upp höfðu lokizt augu hans, þá lukust aftr, ok var hann alla ævi blindr sfðan. Eftir þat lætr hann fylgja sér til Njáls ok sona hans. Hann segir þeim víg Lýt- ings. „Ekki má saka þik um slíkt,“ segir Njáll, „því at slíkt er mjök á kveðit, en viðvörunarvert, ef slíkir atburðir verða, at stinga eigi af stokki við þá, er svá nær standa," Hér á Þingskálum eru fleiri at- hyglisverðar minjar en búðarrústirnar. Á hlaði stendur steinn, sem þær sagnir fylgja, að verið hafi höggsteinn, er saka- menn hafi verið höggnir á. Ekki er vit- að hve langt aftur í aldir sagnir þessar verða raktar, en ekkert er því til fyrir- stöðu, að steinninn hafi verið hinga'ð færður í heiðnum sið og þá gegnt svip- uðu hlutverki og steinninn á Þórsnes- þingi, er þeir menn voru brotnir um, er blótað var. Brynj ólfur Jónsson, sem ritar um Þingskála í Árbók Fornleifafélagsins 1898, segir m. a.: „Mannvirkið, sem varð undir Þingskálabænum, þykir mér lík- legast að hafi verið dómhringurinn ... Til þess bendir það, að steininn, sem ýmist er kallaður blótsteinn eða högg- steinn, fann Brynjólfur í brekkunni ne'ðan við mannvirkið. Svo sagði mér Sæmundur bóndi Guðmundsson, sem nú býr á Þingskálum, en hann er áreiðan- legur og fróðleiksmaður .. . Brynjólfur setti steininn í bæjarvegg, en nú hefur Sæmundur tekið hann þaðan og sett hann niður á hlaðinu sem hestastein og í því skyni borað gat í gegnum hann. Efni steinsins er hart móberg, sem ekki finnst í Þingskálalandi og mun hann fluttur frá Bjólfelli. Að lögun er hann vandlega valinn, eða þó heldur tilhöggvinn." (Brynjólfur sá, sem hér er vitnað til, er Brynjólfur Jónsson, sem fyrstur byggði bæ á Þingskálum 1811 og bjó þar fram yfir 1850 eins og áður segir.) Skammt frá Þingskálaþingstað, vestur við Rangá, er pyttur, sem nefndur er Drekkingarhylur, og segja sagnir, að þar hafi sakakonum verið drekkt. Þess- ar sagnir eru ekki raktar langt aftur í aldir, en slíkur pyttur hefði einnig í heiðni þjónað tilgangi á þessum stað. Þá er gil skammt norðaustan við Þing- skálabæ, sem ber nafnið Aftökugil. Sagnir eru um, að þar hafi sakamenn verið teknir af lífi. Hressir og endurnærðir af fornum fróðleik og höfðinglegum veitingum héldum við frá Þingskálum og stað- næmdumst næst á sögufrægu eyðibýli, Bolholti, en sú jörð var yfirgefin í fjórða sinn vorið 1950. Áður hafði á ýmsu gengið, en 1711 bjó þar einn mesti bóndinn á Rangárvöllum. Kemur okkur þé í hug talshátturinn: Munur er Skál- holts og Bolholts. Þesji talsháttur mun vera nokkuð gamall og er enn að því leyti réttur, að mikill munur er á að- komu í Skálholti og Bolholti. En hver veit nema Bolholt eigi einnig eftir að rétta við. Síðar um daginn bar okkur að garði í Selsundi, afskekktum bæ, sem stend- ur í óvenjulega fögru umhverfi. Er- indi okkar þangað var að líta á fornt hús þar á sta'ðnum, skemmu, sem sagn- ir eru um, að hafi verið bænhús eitt sinn. Þannig segir Helga Skúladóttir í bók sinni, Rangárvellir 1930: „Bæna- hús var í Selsundi, sem er nú skemma þar, vestan við bæinn.“ I Selsundi býr nú Sverrir Haraldsson með konu sinni Svölu Guðmundsdótt- ur. Þau sýna okkur skemmuna og leyfa okkur að kanna hana og mynda utan og innan eftir því sem við verður kom- ið. Ekki er vitað hvenær hús þetta var reist, en líkindi eru til, að það hafi verið um 1400, eða þar um bil. Síðasti áfangi okkar á þessari dags ferð var gamli bærinn að Keldum. Þar er saman safnað og varðveitt í einum stað margt það úr liðinni sögu, sem illt hefði verið að missa. Þar er hægt að lesa söguna, fletta henni og anda henni að sér í ísúru, fornlegu andrúms- lofti gamals torfbæjar. jJh.a. I faðmi náttúrunnar Morgun sólin seiðir, sveitin faðminn breiðir, hugans löngu leiðir liggja vegir greiðir. Sveif ég frjáls til fjalla, fannst þau vera að kalla, man ég hlíð og hjalla, hvítan jökul skalla. Þeysti ég um Þingvöll, þjóðgarðinn og Valhöll, mæta augum mörg fjöll, Meyjarsæti og hrauntröll. Glæst og fögur Gjáin, geislum merluð áin, vaknar veiði þráin, vöilinn fegra stráin. Sé ég fylking fríða fram á völlinn ríða, kappar engu kvíða konur þrá og bíða. Hér með vinum völdum var oft glatt á kvöldum, áður fyrr á öldum, eftir sögu-spjöldum. Leikur allt í lyndi, laufin blakta í vindi, öllum veitir yndi árdags glóð á tindi. Margir þakka mega, minning fagra eiga. Börnin binda sveiga, blóma ilminn teyga. Þingvöll elskar þjóðin, — þangað liggur slóðin —, ennþá lifa ljóðin, leiftrar brúna-glóðin. Kveð ég þig að kveldi, klæddan rökkur feldi. Svo í sólar eldi sértu í hæsta veldi. Eiríkur Einarsson, Réttarholti. 12 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3. september 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.