Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Blaðsíða 13
Svarti dauoi Framhald af bls. 7 út í júlímánuði og septembermánuði, einnig lagði hann bann við því að Gyð- ingar væru rændir eignum sínum, við þessu lagði hann bannfæringu. Þrátt fyrir þetta bann breiddust ofsóknirnar út eins og eldur í sinu. Tekið var að brenna Gyðinga í ýmsum borgum og bæjum Svisslands og í Strassburg voru um tvö hundruð Gyðingar brenndír á báli 1349 fyrir að eiga sök á plágunni. Hryllilegar ofsóknir dreifðust nú norð- ur eftir Þýzkalandi, sums staðar reyndu yfirvöldin að stemma stigu við þeim, en þá máttu þau búast við því að skríll- inn teldi þau hafa þegið mútur af Gyð- ingum, svo að þeim féllust hendur. Þeir Gyðingar, sem létu skírast til kristni, sluppu, en þeir reyndust fáir. Víða var öllum Gyðingum smalað saman í guðs- hús þeirra, synagogurnar, og síðan kveikt í þeim. í Niirnberg voru allir Gyðingar myrtir og svo var mjög víða. XV Ibert hertogi í Austurríki sendi her manns gegn æstum múgi sem staðið hafði að Gyðingamorðum í nokkrum aústurrískum borgum. Forustumennirn- ir voru handteknir og hengdir og borg- irnar urðu að borga mikið fé í typtun- arskyni. Þessar aðgerðir hertogans voru taldar mjög óréttlátar og hann talinn hafa þegið mútur af Gyðingum. Á ítaliu og Spáni áttu sér stað hrylli- legar ofsóknir. Það var aðeins eitt grið- land fyrir Gyðinga í Evrópu, sem var Lithauen og Pólland. i þeim löndum bjuggu Gyðingar við trúfrelsi. Á Eng- landi voru Gyðingar sums staðar ákærð- ir fyrir að dreifa plágunni, en voru þó ekki ofsóttir. Sögurnar um eitruð vatns- ból og brunna voru engan veginn til- hæfulausar, þótt það væri ekki gert af manna völdum. í farsóttum eitruðust vatnsbólin oft og einkum brunnar, þar sem margir sóttu vatn. Smitunin barst meo vatmnu og á pessum árura voru það helzt Gyðingar, sem vissu meira en almennt var í læknisfræði, að vatnið væri óhollt til neyzlu. Þeir sóttu því oft ekki vatn í þessa almenningsbrunna. Þetta var nóg til að vekja tortryggni. Sumir álitu að brunnar hefðu spillzt af landskjálftum í janúarmánuði 1348. Það var skýrt með því að glufur hefðu opnazt í jarðskorpunni og eitraðar gufur og vökvar hefðu þannig komizt í brunn- ana. Enda þótti sumum fráleitt að Gyð- ingar hefðu getað eitrað alla brunna í kristnum löndum. Gyðingaofsóknirnar áttu sér einnig forsendu í þeirri aðstöðu sem Gyðingar höfðu sem víxlarar. Þeir voru fésælir og hlýttu ekki því verzlunarsiðferði, sem kirkjan hélt að mönnum. Sumir höf- undar telja að „peningar Gyðinga hafi verið það eitur, sem varð þeim að aldur- tila" og annar segir, „hefðu Gyðingar verið fátækir og valdamenn verið skuld- lausir við þá, þá hefðu þeir aldrei verið brenndir". Flagellantar voru pílagrímar, sem fóru um löndin pískandi sjálfa sig með svip- um og lemjandi sig með járnbútum, jafnframt syngjandi undarlega sálma. Þessir hópar voru alteknir siðbótarmóði sem var nátengdur trúarlegum mein- lætum. Það bar mest á þessum hópum á árunum 1348—1350. Þ egar flagellantar komu inn í bæi og borgir, streymdi bæjarfólkið á móti þeim, til þess a'ð virða fyrir sér þá furðu, sem blasti við sjónum þess. Þeir gengu í tvöfaldri röð, syngjandi og hringlandi smábjöllum. Þeir voru ber- fættir, klæddir síðum skikkjum, höfuð þeirra voru hulin klæði og þar yfir var hattur, sem náði niður að augum, þeir litu alltaf til jarðar og svipur þeirra bar vott um iðrun og meinlæti. í hægri hendi héldu þeir á svipu. Klæðin voru svört, nærklæðin hvít og hatturinn grár. Rauðir krossar voru málaðir á brjóst, bak og hatt. Fyrir fylkingunni fóru fánaberar, sem héldu á ýmiskonar myndum, blysum og logandi kertum. Þegar hóparnir nálguðust kirkjurnar, upphófu þeir lofgjörðarsöngva og tóku að fletta sig klæðum, þar til þeir stóðu á nærklæðum einum og tóku þá að níska sig svo að blóðið rann niður líkami þeirra í stríðurn straumum. Þegar inn í kirkjurnar kom lögðust þeir á gólfið og héldu áfram pyntingunum. Lega þeirra á gólfinu sýndi hvers kyns synd þeirra var. Þeir, sem svarið höfðu rangan eið, lágu með upprétta þrjá fingur, hór- karlar lágu á maganum, morðingjar lágu á bakinu. Þarna lágu þeir kyrrir á gólf- inu meðan faðir-vorið var tuldrað fimm sinnum. Síðan hófust svipuslögin. Hópum þessum var alls staðar vel tekið, þeim var bannað að biðjast bein- inga, þeir urðu að sofa á hálmi og máttu hvorki skera hár sitt né skegg, né þvo andlit sín né líkama. Fjöldi flagellanta var mjög mismun- andi. 1 Þýringalandi fóru þeir um í þrjú þúsund manna flokkum, í öðrum béruðum töldu hóparnir allt að sex þús- und manns. 1 Konstanz töldust þeir um fjörutíu þúsund. Trúarkenningar þeírra voru að nokkru frábrugðnar opinberum kenningum kirkjunnar, þeir álitu sig geta náð til síns Guðs án meðalgöngu kirkjunnar, þeir álitu að menn færu beint til himna, ef þeir iðruðust nógsamlega, án viðkomu og dvalar í hreinsunareldinum og í ýms- ýmsu öðru voru skoðanir þeirra and- stæðar skoðunum kirkjunnar. Sumir þykjast marka vísinn að siðaskiptakenn- ingunum í boðskap þeirra. Annað fyrirbrigði sem kom upp eftir Svarta dauða voru da.isararnir. Dansæð- ið greip fólkið og það dansaði bæði úti og inni þar til það féll örmagna til jarð- ar. Barnakrossferðir' voru einnig eitt fyrirbrigðið og frásögnin af spilaranum, sem lokkaði til sín börn með flautuspili, er frá þessum tímum. Að lokum létti plágunni, en síðar á öldum geisaði sama farsótt öðru hvoru allt fram á 17. öld. En sóttin ná'ði aldrei slíku hámarki og um miðja 14. öld. Áhrif Svarta dauða mörkuðu mjög sögu og alla þróun í Evrópu og hann átti mikinn þátt að mótun nýrra viðhorfa, sem brutust fram með endurreisnar- hreyfingunni og siðskiptunum. Sumir höfundar vilja draga mörkin milli mið- alda og nýju aldar með Svarta dauða og er það engan veginn fráleitt. Þú nýtur þess ... Heyrt hef ég sögu af gamalli konu, sem sárnaði það svo, þegar skúr gerði ofan í flekkinn hennar, sem var þurr, að hún veifaði hrífunni til skýjanna og mælti: ,,Þú nýtur þess Guð, að ég næ ekki til þín." — Annarri konu merki- legri heyrði ég sagt frá. — Hún stóð a'ð þurrheyshirðingu með fólki sínu. Stór ilmandi töðuflekkur var í túninu. Þá dró upp krapaskúr og bar hana fljótt yfir. Spurði þá fólkið, hvort ekki ætti að ryðja heyinu í múga, en hætta að binda heim. „Allir við sitt verk. Guð heldur skúrinni frá meðan enginn gætir að henni." Þetta fór svo. Skúrin fór vítt um kring, en konan náði heyi sínu, áður en hún kom þar. (Eyjólfur á Hvoli.) Framkv.stj.: Ritstjórar: Ritstj. fltr.: Auglýsingar: Ritstjórn: Útgefandi: Sigfús Jónsson Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Gísli Sigurðsson Arni Garðar Kristinsson. ASalstræti 6 Sími 22480. H.f. Arvakur, Reykjavík Undir stýri á FORD CORTINA 1967 Fúslega skal þa'ð játað, að Cortinan hefur ekki hrifið mig fram til þessa. Ekki hefur mér beinlínis fundizt hann ljótur, en þar fyrir hef ég ekki fundið neitt hrífandi við hann heldur. Þessi skoðun byggist þó eink- um og sér í lagi á því, að mér fannst heldur ánægjulítið að aka honum. Ég fæ ekki betur séð en þessi nýja Cortina af árgerð 1967 eigi lítið sameiginlegt með hinum eldri árgerðum, annað en nafnið. Þetta er hverjum manni augljóst frá þeirri stundu sem sezt er inn í bílinn. Það er til dæmis ólíkt meira lagt í sætin; þau eru haefilega mjúk og koma vel utan að manni og eru satt a'ð segja betri en í mörgum dýrari bíl- um. Cortinan hefur líka i'engið nýjan ytri búning, Að vísu mundi sá búningur ekki teljast til hinna meiri háttar snilld- arverka í formsköpun bifreiða, en allt um það hefur þeim í Dagenham tekizt að feta Ijúf- lega hinn gullna meðalveg. Án þess að vera hrífandi eða stór- brotið er útlitið einstaklega smekklega unnið. Línurnar hafa fengið aukna mýkt; þær eru lítið eitt íbjúgar og eng- inn hefur farið varlegar með kókflöskuútsláttinn en sá sem teiknaði þennan bíl. Ég hygg a'ð Cortinan falli mjög vel í smekk híns almenna kaupanda. Þær framfarir sem átt hafa sér stað á ytra borðinu eru þó lítilvaegar á móti hinum raun- verulegu endurbótum á bíln- um sjálfum. Að aka þessum bíl eða hinum eldri gerðum Cortinunnar er gerólíkt. Ég bjóst satt að segja ekki við miklu að fenginni reynslu og þessvegna kom þessi nýja Cor- tina mér skemmtilega á óvart. í innanbæjarumferð er Cortina eins og nærri má geta lipur og einstaklega auðveld í aKsLri; viðbragðið býsna gott enda hef- ur vélaraflið verið auki'ð frá 57 upp í 65 hestöfl. Útsýnið er dágott en póstar nokkuð sver- ir, einkum um afturhornin. Cortinan er svo lipur, að það er á augabragði hægt að sveigja fyrir holur eða ójöfhur í veg- inum, líkt og maður væri á reið'hjóli og þetta ásamt líflegri vinnslu gefur bilnum sportlega eiginleika, sem gaman er að færa sér í nyt. Samt er því ekki að neita, að á 80 til 100 kílómetra hraða á malarvegi, er aksturinn í meira uppnámi en svo, að talizt geti þægilegt og enda þótt gaman sé a'ð aka bílnum þannig spotta og spotta, mundi ég telja að Cortinan krefðist mikillar athygli og mundi þreyta mann til lengd- ar á þessum hraða. Mér virt- ist, að bremsurnar væru af- bragð, enda diskar að framan, 9,5 þumlungar í þvermál, en borðar að aftan. Ótalið er þá það, sem tvímælalaust er bezt: Fjöðrunin. Hún er svo góð, að hennar vegna er vel þess virði að prófa Cortinuna. Líkt er og á Rover 2000, sem er talinn fja'ðra bila bezt, hefur nú ver- ið tekin upp á Cortinunni svo- kölluð Mc Persons-fjöðrun að framan, en hún virðist hafa greinilega yfirburði yfir venju- lega gorma. Útfærsla á mælaborði er að vísu í fátseklegra lagi en nið- urröðunin er smekkleg; kringl- óttir mælar liggja vel við öku- manni og loftrásirnar sín hvor- um megin eru hreinasta af- bragð. Ofan á mælaborðinu er bólstra'ð skyggni, sem ver vel og ætti að verða til þess að ekki glampi á mælana. Það er samstilling á öllum gírum og prýðilega auðvelt að skipta, en fyrir þá sem finnst það of mik- ið fyrir lífinu haft, er fáanleg sjálfskipting bæði fyrir Cor- tinu 1300 og 1500. Cortina 1501» kostar 190 þúsund og þegar haft er í huga útlit, frágangur, rými, eiginleikar og geta, þá mundi sé sem Cortinuna kaup- ir, teljast fá vel fyrir pening- ana. G. '-:$MH&9»K?áwKw *H: tMt :fí 3. september 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.