Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Qupperneq 14
A erlendum bóka- markaði BÓKMENNTIR: The Unicorn. Iris Murdoch. Penguin Books 1966. 4/6. Iris Murdoch fæddist i Dyflinni, hún stundaði nám í klassík í Oxford og Cambridge, settist síðar að í Oxford og starfar þar sem fyrirlesari. Hún hef- ur skrifað margar bækur og einkennast þær allar eins og þessi af sálfræði- legu innsæi, snjöllum stíl og djúpum skilningi á hinu síbreytilega sambandi fólks hvert við annað og öllum blæ- brigðum þessa sambands. Hún er með beztu höfundum sem nú rita skáldsögur á ensku. SAGA: dtv-Atlas zur Weltgeschichte. Karten und chronologischer Abriss. Band 2: Von der Französischen Revolution bis zur Gegenwart. Hermann Kinder — Werner Hilgemann. Deutscher Taschen- buch Verlag 1966. DM 6.80. Fyrra bindi þessa atlass kom út 1964, þetta bindi er gefið út í sama formi, skýr og litprentuð kort og sagan rakin í höfuð atriðum. Bæði þessi bindi eru hin handhægustu uppsláttarrit í sögu, kort og lesmál fylla hvort annað og er a'ðdáunarvert hve höfundum hefur tek- izt að koma miklu efni fyrir í ekki meira lesmáli. Þessi rit eru mjög vel úr garði gerð um prentun lesmáls og korta. Registur er að bókarlokum. The Revolutionary Movement in France 1815—71. John Piamenatz. Long- mans 1965. 17/6. Frakkland er vagga byltinganna á 18. cg 19. óld. Frakkar voru kennarar Evr- ópu í byltingum á 19. öldinni, þaðan komu þær hugsjónir, sem urðu kveikja byltingarmanna víða um Evrópu. Bylt- mgar á Frakklandi urðu einnig tilefni Karl Marxs til frekari rannsókna á fyrirbrigðinu og kveikja til kenninga sinna. Það hefur verið skrifað mikið um frönsku byltinguna 1789—94, en minna um byltingar 19. aldar. í þessari bók segir höfundur frá hinum ýmsu byltingahópum og flokkum í Frakklandi á þessu tímabili, rekur áhrif þeirra og ástæðurnar fyrir skoðunum og athöfn- um þeirra Hann leggur þó megináherzl- una á athafnirnar og kenningar þeirra. Hann telur að skoðanir Marx á þessum hreyfingum hafi um of mótast af þeirri ni'ðurstöðu, sem hann ætlaði að komast að og því séu skoðanir hans á ýmsum þáttum efnisins mjög svo hæpnar. Höf- undur forðast mjög að draga víðtækar ályktanir af atburðum og spár um þróun sögunnar eru honum mjög fráhverfar. Bók þessi er fersk að því leyti að höf. lýsir og ræðir efnið án bakþanka um úframhaldandi þróun í sama dúr. Hann lætur men.r eins og Proudhon og Luis Blanc njóta sannmælis, en þeir féllu ekki alveg inn í sögulega þróun Marxs, þótt þeir hefðu gífurleg áhrif á sinni tíð. Byltingasaga 19. aldar hefur hingað til mjög mótast af þeim höfundum, sem setja „sögulega þróun og nauðsyn" í stað „mikilmenna" eða „guðlegrar for- sjónar", en þjó'ðfélag og saga mannlegra samskipta gegnum aldirnar er marg- breyttari og fjölskrúðugri en svo að hægt sé að afgreiða hana „patent" út- skýringum, sem eiga að þjóna pólitísk- um tilgangi á hverjum tíma eða falla að trúarkenningum. A History of India I. Romila Thapar. Penguin Books 1966. 7/6. Fyrsta bindið fjallar um sögu Ind- lands fram til samskipta Evrópumanna og Indverja á 16. öld. Annað og loka- bindið kom út 1965. Þetta fyrra bindi tekur yfir um tvö þúsund og fimm- hundruð ár indverskrar sögu eða frá því að Aríarnir komu um 1000 fyrir Krist og til 1526 eftir Krist. Höfundur rekur menningar- og efnahagssögu Ind- lands í ramma pólitískra viðburða. Bók- inni fylgja: tímatalstafla, orðaskrá yfir indversk orð, athugagreinar, bókaskrár og registur, auk þess fylgja kort og upp- drættir. Bókin er gefin út áð frumkvæði útgáfunnar og er þetta fyrsta útgáfa. Studies in History. British Academy Lectures. Selected and Introduced by Lucy S. Sulherland. Oxford University Press 1966. 12/6. Útgefandi valdi fyrirlestra þeirra manna, sem er það sameiginlegt að hafa staðið að nýju mati á sagnfræðirann- sóknum á Englandi. Þeir taka við af þeim brezku sagnfræðingum, sem fyrst- ir kynntu á Englandi skoðanir merkustu sagnfræðinga meginlandsins. Þeim er einnig sameiginleg sú skoðun, að hafna kenningunni um „sögulega framvindu í ákveðna átt“ og að skýra megi gang sögunnar og segja fyrir um þróun mála á þeim forsendum. Þessir fyrirlesarar telja söguna fjölbreytilegri og skilning á henni eðlilega alltaf bundinn samtim- anum. Meðal fyrirlestra eru hér: The Danes in England eftir F. M. Stenton, en hann er fremsti sagnfræðingur Eng- lendinga um tímabil Engilsaxa, R. H. Tawney á hér fyrirlesturinn: Harr- ington’s Interpretations of his Age og F. M. Powicke: Sir Henry Spelman and the „Concilla". Allar þessar grein- ar eru valdar meira í þeim tilgangi áð sýna rannsóknaraðferðir og skoðanir höfunda á sagnfræði en þeim efnum sem þeir ræða, L. S. Sutherland ritar inngang að bókinni. BÓKMENNTIR: Wind und Staub. Henry Michaux. Mit 9 Zeichnungen des Verfassers. Aus dem Französischen von Hildegard Baumgart. Nachwort von Helmut Heissenbuttel. Walter Drucke 5. Walter Verlag 1965. SvF 16.—. Henri Michaux er fæddur í Belgíu 1899. Hann er mjög víðförull, hefur ferðazt um Suður-Ameríku og Asíulönd. Hann hefur sett saman skissur, skáld- sögur og ljóð. Ein merkasta skáldsaga 14 lesbók morgunblaðsins 3. september 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.