Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Blaðsíða 15
hans er „Plume", sem kom út 1930, mað- urinn í uppreisn gegn fjandsamlegum heimli. Prósakvteði hans frá 1945 lýsa þýzka hernáminu. Jíe^si bók kom fyrst út á frönsku 1962 og er samsáfh' át- hugagreina, #agbókarbrota og prósa- kvæða en má þó segja að þetta allt skapi heild, svo að ekkert má missa sig. Bókin er mjög smekklega gefin út. GOÐAFRÆÖI: Die Myíhologie der Griechen I—II. Karl Kerényi. Deutscher Taschenbuch Verlag 1966. DM 8.60. Goðafræði Kerényis kom út í tveim hlutum á árunum 1951 og 1958. Fyrri -blutinn fjallar um gu'ðina, upphaf heimsins, annað bindið lýsir hálfguðum og hetjum. Bók þessi er ætluð fullorðn- um, að sögn höfundar. Hann notfærir sér allar nýjustu rannsóknir á þessu sviði og er manna bezt fær um að rita um efnið, þar sem hann er einn fremsti fræðimaður um trúarbrögð og goðsögur, auk þess sem hann er klassísk menntað- ur. Hann starfaði fyrst í Ungverjalandi, hvarf til Sviss 1943 og starfar nú þar við Jung stofnunina. Bók þessi er smekklega gefin út og fylgja athuga- greinar og registur. VÍN: y The Penguin Book of Wines. Ann Sichel. Penguin Books 1965. 6/—. Höfundurinn er vínsali, vínekrueig- andi og hinn mesti smekkmaður á vín. Bók þessi er einkar þörf þeim, sem vilja afla sér nokkurrar þekkingar á víntegundum, þ. e. léttum vínum og þeim drykkjum, sem unnir eru úr þeim. Vínsmekkur hérlendis er heldur frum- stæ'ður og fábreytilegur, því skyldu þeir, sem óska fjölbreytni í þessu efni kynna sér þessa bók, aftur á móti hafa þeir sem úða í síg hráum vínanda í þeim einum tilgangi að stofna til fylliríis- hervirkja lítil not fyrir nefnda bók. LISTIR: Zeit-Bilder. Zur Soziologie und Ásthe- tik der Modernen Malerei. Arnold Geh- len. Athenaum Verlag 1965. DM 45.—.. Höfundurinn er frá Leipzig, stundaði þar nám og lagði einkum stund á heim- speki, menningarsögu og félagsfræði og varð síðar prófessor í Königsberg og Vín, en hafði áður starfað nokkur ár við háskólann í Leipzig. Þessi bók hans kom í fyrstu út 1960, þetta er endurskoðuð útgáfa. Hann rekur í þessu riti nokkur einkenni nútíma málaralistar, ástæðurn- ar að þeirn breytingum, sem verða með komu kúbistanna og helgar Klee einn kafla, en þa'á hefur verið sagt að „rekja megi alla nútíma málaralist til kúbist- anna og Klees". Kandinsky og Mondrian og expressionisminn hafa lykilþýðingu fyrír þróun nútíma listar, að dómi höf- undar, og hann fjallar um þá og expres- sionismann í tveimur köflur. Síðan rekur höfundur nokkuð félagslega mót- un listamanna og ræðir áhrif iðnaðar- þjóðfélags á smekk og viðhorf lista- manna. Bók þessi félck mjög góða dóma þegar hún kom út og sumir gagnrýn- endur álitu hana merkasta rit, sem út hefði komið fram að þessu um útlistun og inntak nútíma málaralistar. Bókin er 241 síða auk nokkurra litprentaðra mynda. SMÁSAGAN Framhald af bls. 5 I „Eins er því hátta'ð um mig", sagði hann. „Ég hefði aldrei átt að lenda í þessu stríði. Ég er of hræddur." „Kannski lagast það." „Segðu mér, Signor Tentene, hvað fékk þig annars út í þetta stríð?" „Ég veit það ekki, John. Mig langaði til þess, þá." „Langaði til," sagði hann. „það var fjándi skrýtíð." „Við ættum ekki að tala svona hátt," sagði ég. „Þeir sofa eins og svín," sagði hann. „Þeir skilja heldur ekki enskuna. Fjandakornið sem þeir skilja nokkurn hlut. Hvað ætlastu fyrir, þegar því er lokið og við förum aftur til Ameríku?" „Ég fæ starf við dagblað." „í Chicago?" „Getur verið." „Lestu nokkurn tíma það, sem hann skrifar þessi Brisbane? Konan mín klippir út greinarnar og sendir mér." „Vissulega." „Hefurðu nokkurn tíma hitt hann?" „Nei, en ég hef séð hann." „Ég hefði gaman af a'ð hitta þann náunga. Hann er fínn höfundur. Konan mín les ekki ensku, en hún kaupir blöð- in, rétt eins og þegar ég var heima og klippir úr þeim leiðarana og íþrótta- dálkana og sendir mér." „Hvernig eru börnin þín?" „Þau eru indæl. Ein stúlknanna er á fjórða stigi núna. Þú veizt, Signor Te- nente, að ætti ég börnin ekki, væri ég ekki með þér núna. Þeir hefðu látið mig vera áfram á landamærunum." „Ég er glaður, að þú skuiir eiga þau." „Það er ég líka. Þau eru indæl börn, en mig langar til að eiga dreng. Þrjár stúlkur og enginn drengur, það gengur fjárann ekki." „Hvers vegna reynirðu ekki a'ð sofa?" „Nei, ég get ekki sofið núna, ég er glaðvakandi núna, Signor Tenente. Og mér leiðist, að þú skulir heldur ekki geta sofið." „Það verður allt í lagi, John." „Hugsa sér, að ungur náungi eins og þú skulir ekki geta sofið." „Það verður allt í lagi, innan skamms." „Þú átt að verða góður. Maður heldur það ekki út, sem sefur ekki." „Er eitthva'ð, sem angrar þig. Eitthvað, sem veldur þér umhugsun?" „Nei, John, ég held ekki." „Þú átt að giftast, Signor Tenente. Þá leiðist þér ekki." „Ég 'veit það ekki." „Þú átt að giftast. Hvers vegna kem- urðu ekki auga á einhverja fallega, ítalska stúlku með fullar hendur fjár? Þú gætir fengið þá, sem þú vildir. Þú ert ungur og hefur gott útlit og stúlkum lízt á þig. Þú hefur sóað of miklum tíma." „Ég talá málið ekki nógu vel." „Þú talar það vel. Til fjándans með að tala málið. Þú átt ekki áð tala við þær. Gifztu þeim." „Ég ætla að hugsa um það." „Þú þekkir margar stúlkur, er ekki svo?" „Vissulega " „Gott og vel, gifztu þeirri, sem á mesta peninga. Eins og þær eru aldar upp hérna, ver'ða þær þér góðar eiginkonur." „Ég ætla að hugsa um það." „Hugsaðu ekki um það, Signor Te- nente, gerðu það." „Gott og vel." „Maður á að giftast. Þig mun aldrei iðra þess. Allir menn eiga að giftast." „Allt í lagi," sagði ég, „við skulum reyna að sofna um stund." „Allt í lagi, Signor Tenente. Ég ætla að reyna það aftur. En mundu, hvað ég sagði." „Ég ætla a'ð muna það," sagði ég. „Nú skulum við fara að sofa, John. „Allt í lagi", sagði hann. „Ég vona að þú sofir, Signor Tenente." Ég heyrði hann velta sér inni í tepp- inu á hálminum og því næst var hann mjög hljóður og ég heyrði hann anda mjög reglulega. Svo fór hann að hrjóta. Ég heyrði hann hrjóta í langan tíma, svo hætti ég að hlusta á hann hrjóta og hlustaði á silkiormana éta. Þeir átu og vöktu regnhljóð í laufinu. Eg hafði fengið nýtt umhugsunarefni og ég lá í myrkrinu með augun opin og hugsaði um allar þær stúlkur, sem ég hafði nokkurn tíma kynnzt vi'ð, og hvernig eiginkonur þær mundu verða. Það var mjög skemmtilegt umhugsunarefni og um stund rýmdi það burt silungsveið- um og lenti saman við bænir mínar. Þar kom þó, að ég tók aftur til við sil- ungsveiðar, sökum þess að ég gat mun- að eftir öllum ánum og þar var alltaf eitthvað nýtt að finna, þar sem stúlk- urnar aftur á móti, eftir að hafa hugsað um þær í fáein skipti, hurfu mér úr minni og ég gat ekki kallað þær aftur fram í hugann, og að lokum hurfu þær allar og allt sótti í sama horfið og ég hætti næstum alveg a'ð hugsa um þær. En ég hélt áfram að lesa bænirnar mín- ar, og ég bað mjög oft fyrir John á nótt- unni, og hann var leystur frá herþjón- ustu fyrir Októbersóknina. Það gladdi mig, að hann var þar ekki, því að hann hefði orðið mér til mikils angurs. Hann kom á spítalann í Mílan til að heim- sækja mig nokkrum mánuðum síðar, og hann var mjög vonsvikinn vegna þess, að ég hafði enn ekki gift mig, og ég veit, að honum liði mjög illa, ef hann vissi, að allt til þessa dags hef ég aldrei gifzt. Hann var á leið aftur til Ameríku, og hann var mjög me'ðmæltur giftingum og vissi að þær eru allra meina bót. Guðmundur Arnfinnsson þýddi. RABB Framhald af bls. 16 hafin upp yfir samtíningsfróðleik og annálaritun og gerð að þeim bókmenntum, sem íslendingasögur eru. Þessar staðreyndir sést mönn- um gjarna yfir þegar þessi mál eru rædd. Hitt er svo annað mál, að flestar eða allar fslendingasögur byggja á sögulegum minnum. Það er ekki almenn skoðun frœðimanna, að „vísindamenn þjóðarinnar gera ekki ráð fyrir að sögulegar heim- ildir séu til um fólkið á Bergþórs- hvoli, Hlíðarenda, Höskuldsstöðum í Dölum, Bja.rgi við Miðfjörð og Helgafelli", eins og segir í áður- nefndri grein. Þeir vísindamenn, sem hœst ber í rannsóknum íslend- ingasagna, gera yfirleitt ráð fyrir því, að íslendingasögur byggi á munnlegum arfsögnum. Þannig segir Einar Ól. Sveinsson: „en sög- urnar, sem mtfcils háttar bók- menntategund verða ékki til fyrr en hinar munnlegu frásagnir lenda i höndum manna, sem hafa kunn- áttu í að skrifa." Og annar merkur frœðimaður, Dag Strörhback, segir um íslendingasögur: „Þær byggja að verulegu leyti á arfsögnum og munnlegri sagnhefð, en í uppbygg- ingu og efnismeðferð má greina handbragð nafnlausra skálda, sem hafa ver'xð gœdd náðargáfu snilld- ar og innblásturs." Þannig horfa þessi mál við í dag og nú beinist starf frœðimanna að því að kanna, hve mikil sagnfræði kann að leynast í þeim minnum, sem fslendingasögur byggja á. Þetta er mikið viðfangsefni, hér eru engar reglur algildar, hverja sögu verður að kanna út af fyrir sig og sumar kenningar, sem settar hafa verið framum þessi efni, hafa fall- ið skömmu eftir að þær risu. En á meðan þessu fer fram, láta þeir, sem stjórna íslenzkum frœðslumálum sem ekkért sé. Þeir láta endurprenta athugasemdálaust þjóðsagnir og skáldskap og kenna þoð íslenzícum bó'mum sem sagn- frœði og leggja þannig í upphafi rangan grundvöll að frœðslu barns- ¦ ins um sögu þjóðar sinnar. Er furðulegt til þess að vita, að íslenzk kennarastétt skuli láta hafa sig til þess að kenna unglingum skáldskap og hindurvitni sem staðreyndir vœru. Hitt er hlálegt, að þegar opin- berlegfa var rcett um íslandssögu Jónasar Jónssonar á sl. vetri, þá fylltust kennarar vandlœtingu yfir myndinni, sem átti að sýna Gunnar þeyta andstæðingnum út í Rangá, en önnur mynd, sem sýndi Þórarin Nefjólfsson rétta fœturna út úr fleti í svefnherbergi Ólafs konungs, var samþykkt athugasemdalaust. Jón Hnefill Aðalsteinsson. Nýjur erlendar bækur í Borg- arbókasaini Baum, Yngve, og Sundman, Per Olof: Mánniskor við hav. Lofoten. Sth., 1966. 114 bls. Myndir. Bókin segir frá fiskveiðum við Lo- foten, sem nú eru í afturför, lífi og lífs- viðhorfum sjómanna og andlegu og efnalegu ástandi á þessum slóðum. Ann- ar höfundanna, P. O. Sundman, siglir nú hraðbyri til heimsfrægðar fyrir bæk- ur sinar frá nyrztu héruðum Norður- landa. Chemnitz, Guldborg og Goldschmidt, Verner: Grönland i udvikling. Kbh. 1964. 256 bls. Myndir. Samkvæmt lögunum frá 1953 er Grænlahd hlúti af Danmörku, danskt amt. Mörg vandamál eru þó óleyst í samskiptum Danmerkur og þessa „danska amts" vestur í höfum, bæði að því er snertir þann greinarmun, sem ávallt er gerður á Grænlendingum og Dönum, launagreiðslur og margt fleira. Þrír sérfræðingar í Grænlandsmálum lýsa hér sjónarmiðum sínum um þróun Grænlands. Er bókin einkar fróðleg um ástand Grænlands nú, bæ'ði stjórnmála- legt, fjárhagslegt og menningarlegt. Einnig er fjallað um sögu landsins og stjórn Dana þar á fyrri timum. Holm Joensen, Anders: Fuglene pá Færjíeme. Kbh. 1966 186 bls. Myndir. Fróðleg og vönduð bók með ágætum myndum, ýmist svart-hvítum eða lit- rayndum. Gæti hún verið einkar gagn- leg okkur íslendingum, því að svo virð- ist sem fuglarnir séu flestir þeir sömu í Færeyjum og hér. Einnig er ágætlega lýst dvalarstöðum fuglanna víðsvegar um eyjarnar, og verður bókin því, jafn- framt því að vera fuglabók, ágæt lýsing á náttúru Færeyja. I bókarlok er skrá yfir alla færeyska fugla og gefin upp nöfn þeirra á dönsku, latínu og fær- eysku. Þá er og heimildaskrá og nafna- skrá. Det angár kirken. Stavanger 1966. 90 bls. Vasabrot. Sjö ritgerðir eftir norska framámenn í menningarmálum um hlutverk kirkj- unnar í nútíma þjóðfélagi og hvernig þeir telja að hún eigi að grípa inn í þjóðlífið á sem flestum sviðum, ef hún eigi að reynast trú köllun sinni og skyldum. E.H.F. 3. september 1967 LESBÖK MORGUNÍ3LAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.