Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Side 10
EITT TUNCUMÁL FYRIR ALLAN HEIMINN Eftir dr. Mario A. Pei, prófessor í rómönskum málum við Columbia University í N.Y. Þorsteinn Þorsteinsson þýddi III. Framtíðarlausnin II. Hvernig ber að snúast við heimstungu- vandamálinu? Óskadraumar um eigin tungu — Þátttaka í hreyfingum — Einstakl- ingsáróður — Látið þrýstinginn lenda á ríkisstjórnunum — Vegna heimstungumáls. Að heimstungumál sé æskilegt er nú ekki dregið í efa af öllum þorra manna. Þó að ekkert borgarastríð hafi verið háð um það, er það ekki að undra, því að þau eru háð um það sem vekur sterkar ástríður, annaðhvort af því að miklar meginreglur eru í húfi, eða um er áð ræða hagsmuni manna í efnahags-, stjórnmála- eða trúarlegum efnum. Al- þjóðatungumálið er fyrst og fremst tæki, en ekki lögmál eða hagsmunir. Mjög margir sakna þess oft við sérstakar að- stæður, en sjaldan svo að það veki sterkar ástríður eða ofstækisfulla vand- lætingu. En alþjóðatungumálið er að sínu leyti viðfangsefni, sem vér höfum einhvern veginn baslað við í margar aldir, en veröur meir áríðandi við hverja nýja framvindu í tæknivísindum og sam- göngumálum. Að sumu leyti líkist það umferðavandamáli stórrar borgar á allra síðustu tíð, sem sífellt herðir á, svo að nálgast algert öngþveiti. Reynt er að bjargast að einhverju leyti við bráða- birgða úrlausnir, en vandamálið er allt- af á undan lausnunum. „Einhverntíma“ segja menn „verður að gera eitthvað verulegt“. Það er ef til vill kominn tími til þess áð eitthvað verulegt verði gert til lausn- ar báðum þessum viðfangsefnum. Að því er viðvíkur alþjóðamálinu, er lausnin að vísu ekki auðveld en hún er aug- Ijós. Eitt mál, þjóðtunga eða gervimál, verði valin með almennu samkomulagi og þetta mál verði síðan kennt í öllum skólum allra landa, með eðlilegum sam- talsaðferðum, til jafns vi‘ð þjóðtungurn- ar. Aðferðunum bæði við valið og kennsluna hefur verið lýst. Á hvoru tveggja geta orðið smávegis breytingar, en í aðaldráttum er atferlið ótvírætt. eir sem hafa fylgzt með mér við skýringar mínar á vandamálinu og hafa komizt að þeirri niðurstöðu, áð lausnin sem stungið er upp á sé í aðalatriðum skynsamleg og framkvæmanleg, munu nú koma með þessa meginspumingu: „Hvað get ég sem einstaklingur gert til stuðnings heimstungumálinu? “ Það er auðveldara að segja hvað þú ættir ekki að gera, eða réttara sagt hvað er gagnslauct að gera. Ef þú ert sann- fær'ður um, að heimstungumál ætti að vera í notkun, og fjórir af hverjum fimm manns eru á þeirri skoðun, þá skulu hér tilgreind nokkur sjónarmið, sem þú ættir að forðast: 1» Forðastu að falla í sjálfsdá- leiðslu um að þín eigin tunga hljóti að verða heimsmál. Þessi viðvörun er eink- um stíluð til mælenda ensku og frönsku, þeirra tveggja þjóðtungna sem oftast hafa verið til nefndar, að minnsta kosti af eigin mælendum, sem væntanlegir frambjóðendur í það hlutverk. Þáð er líka stílað til þeirra, sem hafa óbifan- lega trú á vissum gervimálum, einkum esperanto og interlingua. Ef þú sem enskumælandi byrjar með því að segja: „Hve dásamlegt væri ef allir töluðu ensku!“ þá ættir þú þegar á hættu að vera í andstöðu við þá níu tíundu hluta allra heimsbúa sem ekki tala ensku. Þú getur komið á ensku (frönsku, eða rússnesku, eða þýzku, eða einhverju af tylft annarra stórtungna) með vopnavaldi, ef þú villt reyna þá að- ferð, en í heimi þar sem vetnissprengj- an hefur æðsta úrskuröarvald er það ekki ráðlegt. Áróður fyrir því tungumáli sem þú velur er leyfilegur, svo framar- lega sem hann er rekinn með fullkom- inni þekkingu á staðreyndum og hlið- sjón af skoðunum annarra, en gildi slíks áróðurs minnkar um meir en helming, ef hann er rekinn af sjálfum mælendum tungunnar. Auðvitað mundir þú helzt kjósa ensku, þar sem það mundi ekki hafa í för með sér neina fyrirhöfn af þinni hálfu, og eins mundu mælendur annarra tungumála helzt kjósa sitt eigið. Ef þú ert fylgjandi gervimáli, þá mundu að þín sérstaka lausn er ekki hin einasta, eins og sést af þeim fáu, sem gerð hefur verið grein fyrir hér á und- an. Vera má að þú teljir hana hina beztu, en a'ðrir eru á annarri skoðun. Að minnsta kosti skaltu losa þig við þann einstrengingsskap, sem felst í orðunum „það verður að vera mitt mál — allt annað er óhæft.“ í stuttu máli, vér verðum að vera við því búnir að veita viðtöku öðru máli en því sem vér sjálfir kjósum. Ef málið væri valið á lýðræðislegan hátt eða eitt- hvað í líkingu við það, þá mundum vér reiðubúnir að fallast á val meiri hlutans, eins og vér gerum við ríkis- og sveitar- kosningar, þar sem vér lútum oft í lægra haldi, en lífið heldur áfram eigi að síður. 2» „Að taka þátt í hreyfingum“ (esperanto, interlingua, Monde Bilingue o. s. frv.) er í sjálfu sér saklaust og getur jafnvel verið gagnlegt að svo miklu leyti, að það festir eigin athygli þína og annarra á vandamálinu og þörfinni að leysa það. Þú skalt séimt ekki tengj- ast hreyfingunni í sama anda sem þú mundir ganga I trúfélag, því að sigur einhvers tungumálakerfis haggar ekki þinni ódauðlegu sál né örlögum verald- ar. Mundu líka, að „hreyfingar" hafa að undanförnu sýnt vanmátt sinn, og þa'ð er óhugsandi að allir einstaklingar heimsins snúist til fylgis við það kerfi sem þú hefur valið. Það sem kristni, Múhameðstrú og Búddatrú hefur mis- heppnazt, að sannfæra allan heiminn með fortölum, mun varla heppnast þinni hreyfingu né neinni annarri. 3. Alger andstæða ofstækisins er alltof mikil efagirni. Allmargir af gervi- málafræðingum nú á dögum fara út í þær öfgar að vantreysta öllum tungu- málum, bæði þjóðtungum og gervimál- um, og reyna að mynda ný, „vísinda- legri“ og „rökvísari" kerfi. Þjóðtungurn- ar hafa þegar sannað hæfi sitt sem tæki til hugsanamiðlunar, beinlínis með því að vera til og vera notaðar til þessa starfs. Meirihluti gervimálanna, einkum þeirra sem komið hafa fram síðustu hundrað árin, er nægilega fullkominn til þess að vera tekinn þegar í notkun. Til þess að gera vel heppnaða alþjóða- tungu úr hvaða þjóðtungu sem er, þarf ekki annað en lagfæra stafsetningu hennar algerlega eftir framburði og við- urkenna aðeins eitt málsform, er laust sé við öll mállýzkuafbrigði. Að því er gervimálunum við kemur, þarf ekki ann- að en smávegis útjöfnun á agnúum, sem valdið hafa meiri háttar gagnrýni. Öll frekari „rannsókn" vandamálsins, eins og Menntamálastofnun Sameinuðu þjóð- anna gerir ráð fyrir, er hrein eyðsla á dýrmætum tima. Og heldur ekki þörfn- umst vér annarra þrjátíu ára fræðirann- sókna, eins og interlingua spratt upp af, því að meðan þær stæðu yfir, mundi enn ein kynslóð deyja út, án þess að nokkuð hefði áunnizt. annig er ástandið sé'ð frá alger- lega neikvæðri hlið. Um jákvæðu hlið- ina má segja þetta: Ekkert tungumál eða kerfi, né jafnvel álitsgerð eða rannsókn, hefur nokkur minnstu líkindi til þess að bera árangur, nema það hafi á sér opinberan stimpil ríkisstjórna heimsins, sem vald hafa til að lögbjóða fram- kvæmd þess. Vér getum aldrei sann- fært alla íbúa heims um algera yfir- burði einnar tungu yfir aðra, og með því sýna þeir líklega gott skynbragð, því að um enga slíka algera yfirbur’ði getur verið að ræða. Hins vegar höfum vér mikinn fjölda tungumála, sem hvert fyrir sig er fullkomlega hæft til notk- unar, einungis með smávegis lagfæring- um, aðallega á sviði stafsetningar. Ríkisstjórnir heims verða að fást til þeSs að samþykkja eitt slíkt tungumál, sem valið hefur verið á fyrirfram ákveð- inn hátt af tungumálanefnd, er allar þjóðir heims eiga fulltrúa í eftir sann- gjörnum hlutföllum, óg að því búnu taka það upp í skólakerfi sín. Sá vett- vangur, þar sem fyrsta ákvörðunin yr'ði tekin um að ríkisstjórnirnar samþykktu fyrirfram það tungumál sem valið yrði, er þegar til, þar sem eru Sameinuðu þjóðirnar og Menntamálastofnun þeirra. j^Æenn í öllum löndum, sem eru sannfærðir um nauðsyn alþjóðatungu- máls, ættu að leggja fast að ríkisstjórn- um sínum að bera málið fram fyrir þær einu alþjóðastofnanir sem vér höf- um til umráðá. En það vei'ður að leggja áherzlu á, að þessi áróður á ekki að vera rekinn fyrir neinu sérstöku tungu- máli. heldur einungis fyrir alþjóðamáli, sem eftir er að ákveða hvert verði. Tungumál þau sem boðin verða fram, verða þá að treysta á eigin verðleika, frammi fyrir nefnd sem skipuð er full- trúum allra þjóða jarðarinnar, völdum af ríkisstjórnum þeirra, me'ð hverjum þeim hætti sem hver stjórn telur hæfa, en bundnum við lýðræðislegar meiri hluta reglur. Það eru miklu meiri líkur til þess, að hreyfing til framdráttar einu heimsmáli, hvert sem það kynni að verða, beri meiri árangur heldur en hreyfingar fyr- ir sérstökum malum. Hún getur verið borin uppi bæði af einstaklingum og samtökum. Hún getur og ætti að laða að sér alla fylgjendur sérstakra hreyfinga, sem í rauninni hafa melrí anuga ryrtr einni tungu fyrir allan heim, heldur en sigri þeirrar sem þeir hafa léð fylgi sitt. 1 öllum ríkjum jarðarinnar, bæði ein- ræðisríkjum og lýðræðisríkjum, er borg- urunum tiyggður takmarkaður réttur til þess að bera fram óskir sínar um það, sem ekki er talið fara í bága við ríkj- andi þjóðfélagsskipun. Alþjóðatungumál miðar ekki að því að kollvarpa neinu, heldur einungis að því að gera sam- skipti auðveldari og greiðari meðal íbúa jarðarinnar. Sérhver maður getur skrif- að bréf til ríkisstjórnar sinnar og hvatt til þess, að ráðstafanir verði gerðar til sama léttis í samskiptum manna sem gerðar hafa verið í póstviðskiptum. Hver sem þú ert, ef þú hefur trú á einni tungu fyrir allan heim, þá láttu ríkisstjórn þína, Sameinuðu þjóðirnar og Menntamálastofnun hennar vita það. Eftirmáli þýðanda Hér lýkur því sem þýtt hefur verið úr bók prófessors Mario Peí’s. Eru það tveir meginþættir bókarinnar, annar um þörfina fyrir eitt alþjóðamál til notkun- ar í samskiptum þjóða á milli og ein- staklinga af mismunandi þjóðerni, en hinn um hvernig koma eigi því í fram- kvæmd. Þriðji meginþáttur bókarinnar, allur miðhlutinn sem er um helmingur bókarinnar, fjallar um glímuna við þetta vandamál fyrr á tímum og það ógrynni af tillögum sem fram hafa komið til lausnar því. Úr þessum þætti bókarinn- ar hefur ekkert verið þýtt, nema örstutt- ur útdráttur um þær tillögur, sem höf- undur vitnar sfðar til. Að þörfinni á einu alþjóðamáli, sem nota mætti í viðskiptum við menn af öðrum þjóðum hvar sem er í heiminum, virðist höfundur hafa leitt svo skýr og traust rök, að þau verði ekki hrakin. En þótt allir geti fallizt á þörfina, þá mun verða miklum erfiðleikum bundið að fá samkomulag um hvernig skuli úr henni bætt. Munu líklega flestir geta tekið undir það með próf. Pei, að engin einkasamtök um baráttu fyrir neinu ein- stöku tungumáli muni megna að bera það fram til sigurs sem alþjóðatungu- mál, heldur verði ríkisstjórnirnar að taka vandamál þetta í sínar hendur og gera um það samþykktir sín á milli, svo sem um önnur milliríkjamálefni, enda er í öllum löndum lögbo'ðið hvað kenna skuli í skólunum. Ef ríkisstjórnirnar geta orðið ásáttar um að beygja sig fyrir meiri hlutanum og taka upp sem al- þjóðamál það tungumál, sem valið verð- ur við atkvæðagreiðslu, samkvæmt þeim reglum sem um það yrðu settar, þá er vandinn fullkomlega leystur og alþjóða- málið komið á innan skamms tíma. En horfurnar á því að slíkt samkomulag ná- ist eru sannarlega allt annað en gó'ðar, eins og nú er ástatt á alþjóðavettvangi, og jafnvel þó að mikið kynni að draga úr þeirri spennu sem nú ríkir í heims- málunum, þá er samt varla unnt að hugsa sér, að það mundi nægja til þess að stórveldin sættu sig við að viður- kenna og taka upp sem alþjóðamál tungu annars stórveldis, eða jafnvel nokkra aðra þjóðtungu heldur en sína eigin, enda mundi þeirri þjóð óneitan- lega vera stórlega ívilnað, sem fengi sína eigin tungu viðurkennda sem al- þjóðamál. Hún þyrfti ekki að læra neitt annað mál en móðurmálið, sem hxin gæti notað í samskiptum við allar aðr- ar þjóðir hvar sem vjeri í heiminum, og bókmenntir þjóðarinnar stæðu öllum heiminum opnar, en bókmenntir annarra þjóða aðeins að því leyti sem þær væru þýddar á alþjóðamálið, þ. e. mál þess- arar forréttindaþjóðar. Það getur varla leikið nokkur vafi á því, að það sem öllu öðru fremur stendur í vegi fyrir því, að ríkisstjómir heims geti komizt að samkomulagi um upptöku eins alþjóðamáls, er það að stórveldin geta ekki sætt sig við a'ð annað tungumál en þeirra eigið verði fyrir valinu, og að minnsta kosti með Framhald á bls. 12 10 V.ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.