Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 1
*tp»iMfib8Uto* 2. tbl. — 14. janúar 1968. — 43 árg- 1 -J Þorsteinn í Laufási, höfundur þessarar ritgerðar, var fæddur að Gularási í Landeyjum árið 1880, en ættaður undan Eyjafjöllum. Hann ól aldur sinn í Vestmannaeyjum og stundaði þar sjó frá bernsku fram á fullorðinsár. Um langa ævi var hann skipstjóri og svo farsæll á sjónum, að aldrei missti hann mann, en sótti þó manna mest og aflaði jafnan ágætlega. Hann var upphafs- maður vélbátaútgerðar í Vestmannaeyjum árið 1906, ásamt Sigurði Sigur- finnssyni, hreppstjóra. Árið 1948 hætti hann sjómennsku. Eftir það fékkst hann allmikið við rit- störf og er kunnast rita hans Formannsævi í Eyjum, þættir úr ævisögu hans, sem komu á prent árið 1950. Þessa ritgerð, sem hér birtist, samdi hann árið 1953. Hef ég búið hana undir prentun. Þorsteinn var mikill hæfileikamaður, enda forustumaður í starfsgrein sinni. Hann andaðist 27. marz 1965. — Jóhann Gunnar Ólafsson. Þorsteinn Jónsson í Laufási: Fyrri hluti m mmmmmmmmmmagtí. s«i mmmmm0mmm§m§ mmmm:m^;- 'm. mm. mMlmms ¦ ¦. '¦•¦'¦¦' '¦¦¦.... .. ¦ : ;' : : : : : ¦ : Eigi er ein báran stök, yfir Landeyjasand dynja brimgarða blök, búa sjómönnum grand, magnast ólaga afl, — einn fer kuggur í land, rís úr gráðinu gafl, þegar gegnir sem verst, níu, skafl eftir skafl, skálma fooðar í lest, — eigi er ein báran stök, — . ein er síðust og mest, búka flytur og flök, búka flytur og flök. Þannig kvað hið rammíslenzkasta skáfld íslendinga á síðas'ta tug 19. aldarinnar. Er sanni næst, að hin geigvænlegu slys, sem urðu í Austur-Landeyjum vcurinn 1893, hafi orðið til þess að Grímur Thomsen orti þetta stutta en kjarnyrta kvæðisbrot. Þessi sjóslys voru svo ægileg, að leit mun á jafn- oka þeirra í slysfarasögu þjóðaririinar, og má þó sannarlega segja, að ærið var af slysförum og hrak- fö'rum á liðnum öldum. í þessari ritsmíð minni mun ég einkum ræða um sjómennsku í Landeyjum og undir Eyjafjöllum, enda er ég þar kunnugastur. Ég er fæddur og ættaður úr Rangárþingi, en hefi dvalið í Vestmannaeyjum í 70 ár. Á æskuárum mán- um var ég þrjú ár í Landeyjum og undir Fjöllunum. Þessi héruð hafa því æt'iö átt mikil ítök í mér, og ég fylgzt af áhuga með því, sem þar hefur borið við. Traust vináttu — frændsemi — og viðskiptasambönd tengdu Vestmannaeyinga og Rangæinga langt fram yfir aldam.ót og raunar ennþá, þó ekki sé í eins rík- um mæli. En einkum á þetta þó við þá, s.em búa í austustu breppum Rangárvallasýslu. Samgöngur voru tíðar á milli Lands og Eyja og hefur svo verið öldum saman. í Eyjum voru Rang- æingar í daglegu tali nefndir Landmenn, en hins- Brugoið upp mynd af líts- baráttu liðinna kynslóða vegar voru Vestmannaeyingar jafnan nefndir Eyja- menn. Mun ég í ritsmíð þessari nota þessi orð mieð sama hætti og tíðkazt hefur, ef á þarf að halda. Skip með svonefnt kýrvambarsegl. Teikning eftir Sæmund Hólm ;?.« S&.5 "A' Ef litið er á landabréf af fslandi vekur það atJhygli, að strandlína Rangárvallasýslu er nokkuð bogadreg- in. Myndast ávalur tangi gagnvart Vestmannaeyjum, svo að vegalengdin til hafnarinnar í Heimaey er að- eins nær sex sjómílur eða um ellefu kdlómetrair. Þessi Tangi er nálægt hreppsmörkum Landeyja og Eyjafjalla, og var hann næsta mikilvægur fyrir samgöngur milli Lands og Eyja. Ef vindur og sjór voxu suðaus'tlægir, var ófært fyrir austan Tanga og undir Fjallinu, en á hinn bóginn gat þá verið alfært upp í Landeyjar. Þetta breyttist, ef sjór og vindur voru við vestur. Atti þetta auðvitað við um allar sjóferðir. Barn að aldri lærði ég þessa fornu vísu: Frá Eyrarbakka út í Vog, er það mældur vegur, ¦ ¦ átján þúsund áratog - - áttatíu og fégur. Sumarið 1896 var ég austur á Fáskrúðsfirði. Þá heyrði ég Maríu Níelsdóttur á Höfðaihúsum, nær átt- ræða konu, hafa vísuna svona, Úr Landeyja víðum vog í Vestmannaeyja gjögur, eru átján þúsund áratog áttatíu og fjögur. María sagðist hafa lært þessa vísu í æsku. Hún hafði alið allan aldur sinn í Múlasýslum, en vísan er, að ég held, óþekkt hér á Suðurlandi, eins og hún hafði hana. Hvor gerðin er upprunalegri og réttari? Úr því verður líklega ekki skorið en hæpið mun að miða vegalengdir við áratog, og má það hafa verið gamansemi skáldsins. Eins og flestum mun kunnug., er öll strand- lengja Rangárvallasýslu ægissandar, óslitnir af öðru en stórum og smáum vatna- og fljótaósum, sem engir eru þó skipgengir. Algert hafnleysi er því á öllu svæðinu frá Jökulsá á Sóliheimasandi að Þjórsá. Á milli þessara vatns- falla sem takmsrka sýsluna, eru fjörut.íu sjómílur eða um 86 kílómetra vegarlengd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.