Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 10
Veðurútlitið gaf ekki fögur fyrirheit: þungbúið loft, og ég bjóst varla við, að framundan væri einn ógleymanleg- asti dagur minn í Færeyjum. „Ritan“ er lélegt skip, en skutlaðist þó til Skop- unar á einum tíma frá Þórshöfn. Áætl- unarbifreið beið á hafnarbakkanum, þegar bátkrýlið lagðist við bryggjuna, sem er vel varin fyrir brimi með varn- argörðum, en höfnin svo grunn, að einungis er nothæf fyrir smábáta. Ekið var um dal, sem liggur þvert yfir Sandey, frá Skopun til Sands, að- alþorpsins á eynni. Þar var aðeins kom- ið við, en ekkert stanzað, og var Húsa- vík næsti áfangastaður. Graslendi var talsvert meðfram veginum og ræktun mikil í nánd við Húsavík og Sand. á Færeyjum að vera. Margt fólk var við heyskap, þó að þerrir væri enginn. Súsanna Katrína beið mín við veg- inn hjá húsi sínu, þegar bíllinn stað- næmdist, bauð mig alúðlega velkominn og fylgdi mér til stofu. Húsið var gam- alt timburhús með torfþaki, lágt und- ir loft, rafmagnslaust, kolaeldavél til suðu, en dagstofan hituð upp með olíu- ofni. Á einu þilinu voru tvær stórar myndir af einkennisbúnum mönnum. Aðspurð sagði Súsanna, að það væru hollenzkir herforingjar úr Búastríðinu. Mér fundust þeir alveg eins geta ver- ið færeyskir. „Faðir minn byggði þetta hús“, mælti Súsanna, þegar hún sá, að ég litaðist um í stofunni, „og í því höfum við búið allan okkar búskap, Óli Sam- úelsen og ég. Hann fluttist hingað til mín, um leið og við giftumst. Hann var leiikbróðir minn og nágranni í bernsku. Ég fór þá þegar að hugsa um hann, og hjá honum var hugur minn öll tíu ár- in, sem hann stundaði sjóróðra við ís- land; þá missti hann heilsuna, og önn- ur tíu ár beið ég hans, þangað til lion- um batnaði. Síðan hefur okkur alltaf liði hér vel, þó að lágt sé undir loft. „Og ef til vill ekki alltaf búið mjög stórt?1 spurði ég. Aðalbústofninn hefur verið fjórar kýr lengst af“, sagði hún, „en nú eru þær aðeins tvær, enda er Hanus einka- sonur okkar nú kvæntur og komir.n að heiman, svo að við erum aðeins tvö, og fáir koma.“ „Og það nægir ykkur?“ spurði ég. „Hvað höfum við að gera með meira?“ spurði hún, án þess að svara spurningu minni beinlinis. „Þeir, sem hafa úr meiru að spiia, eru ekki ham- ingjusamari en við.“ 1. þessu bili kom maðurinn henn- ar inn frá heyskapnum til að borða. Hann var glaðlegur á svip og heilsaði mér ekki síður vingjarnlega en hús- freyjan hafði gert. Því næst settumst við til borðs. Nýr fiskur, vindþurrkað kjöt og nýuppteknar kartöflur voru á boðstólum. en auk þess helltu þau góðu víni í lítil staup og skáluðu við mig hátiðlega. Ég skil ekki, hvernig hús- freyjan fékk tíma til framreiðslu, með- an hún talaði við mig. Það gekk eins og af sjálfu sér. „Þið framleiðið jarðepli líka“, varð mér að orði. „Já“, anzaði Súsanna brosleit, „og svo ræktar maðurinn minn líka ofur- lítinn byggakur. Sverrir Dahl segir, að það sé eini kornakurinn í Færeyjum, auk tilraunastöðvarinnar." Svo spyr ég um einkason þeirra, Hanus, er hún áður hafði minnzt á. „Hann er kennari við stúdentaskól- ann í Þórshöfn", mælti Súsanna. Við hefðum gjarnan viljað, að hann tæki hér við. En hann vildi ekkert annað en verða kennari. Það lá iíka allt ljóst fyrir honum. Þegar hann tók kennara- próf, var honum gefin ágætiseinkunn fyrir færeyskan stíl um „Hafið í fær- eyskum skáldskap." Það mun vera einsdæmi." Hún stóð á fætur, sótti Færeyska skólablaðið, þar sem stíllmn var prent- aður, og færði mér það. Einnig sýndi hún mér nýlegt eintak af færeyska blað Minningar úr Fœreyjaför — 3. hluti — Eftir Þórodd Cuðmundsson frá SandTí Dugtir á Sandey inu „Dimmalætting" með ferðapistli frá Rússlandi eftir systkinabarn við sig, færeyskan prest, ræðuskörung og rit- snilling, Kristian Osvald Viderö, sem víða hefur farið og frægur er m.a. fyr- ir „Jórsalaför" sína, mikið merkisrit. Hann var um þessar mundir í Rúss- landi, og hafði Súsanna minnzt á þenn- an frænda sinn með virðingu, áður en við settumst til borðs. Að máltíðinni lokinni tókum við okkur dálitla miðdegishvíLd, og las ég á meðan ritgerðir þeirra frænda, Han- usar Samúelsens kennara og K. O. Vid- erös prests, mér til mikillar ánægju. Síðan gekk húsfreyja með mér út, og þar svipuðumst við um. Fyrst vöktu athygli mína rústir miklar úr grjóti: veggir húsa, sem náðu yfir allstórt svæði rétt við Skumputóft, sýnilega gamlar mjög. Súsanna mælti. „Þetta enu rústir af bæ „húsfrúar- innar“, sem bjó hér stórbúi fyrst eftir Svarta dauða. Hún kom frá Noregi að auðri byggð, segir sagan, og var svo ríkilát, að hún hafði einn búning, sér- stakan „stakk“, fyrir hvern dag viikunn- ar.“ , „Hvað hét hún?“ spurði ég, sem var skammarlega ókunnugur þessum fræga merkisstað. „Guðrún, og fór ríðandi til kirkjunn- ar, sem stóð þarna, sem hún stendirr nú“, mælti Súsanna og benti mér á kirkju eitthvað 50 metra frá rústun- um, þar sem „húsfrúin" bjó forðum. S vo gengum við til kirkjunnar og inn í hana. Kirkjan er ek'ki gömui, og hef-ur að geyma tvær gamlar bækur, er Súsanna sýndi mér; Brochmanns post- illu frá 16. öld og Biblíu, prentaða 1690, innbundnar forkunnar vel, en bandið var afar dýrt, því að bækurn- ar höfðu verið svo illa farnar, kostaði nálega 900- krónur danskar, og var það gefið af ljósmóður, ættaðri fná Húsa- vík, og manni hennar. En doktor Jesp- er Brochmann var íyrsti siaðskipta- frömuður Færeyinga, eins konar Jón Vídaiín þeirra, en frægari fyrir ræðu- lengd en málsnilld. Þó var hér á mik- i'.i munur, Vidalín var Islendingur, en Brochmann danskur. Danska varð kirkjum'ál Færeyinga eftir síðaskipti og hélt áfram að vera það til ársins 1948. Frá kirkjunni gengum við niður und- ir sjó, þar sem aldan ólgaði við strönd- ina. Súsanna mælti: „Hér var það, sem Heini Hafreki kom á land, ásarnt fleiri Norðmönnum, sem ailir drukknuðu í lendingu, nema Heini. Munnmælin segja, að stúlka ein í Húsa- vík, Herborg að nafni, hafi hjúkrað honum, þegar hann hafði verið borinn á land, þrekaður mjög. En á undan þessum atburði dreymdi Herborgu, að hún fyndi í fjörunni nokkra lyklahringi. Allir nema einn voru ryðgaðir. Þann óryðgaða tók hún upp og festi við belti sér. Mundi sá hafa táknað Heina. Gengu þau síðar í hjónaband og eignuðust son, er nefndur var Jón. Litlu seinna andað- ist Herborg, en Heini, sem verið hafði heitbundinn norskri stúlku áður, fór til Noregs og kvæntist henni. Komu þau hjón so til Færeyja, og gerðist Heini prestirr í Nesi á Austurey, hinn fyrsti í lútherakum sið þarlendis. Þeirra son- ur ar sjóhetjan Magmis Heinason, en sonur Heina og Herborgar Jón Heina- son lögmaður. Aljósaskiptunum um kvöldið gekk Súsanna með mér um byggðarlagið. Við skoðuðum byggakurinn hans Óla og nokkur hús, e>r liggja utan við aðalþorp- ið En aðallega d'valdist okkur hjá Bryn- hildardys, ofurlítilli hæð með tveim steinum á af misjanfri stærð. Súsanna mælti: Hér segir sagan, að grafin hafi ver- ið lifandi vinnukona „húsfrúarinnar" í Húsavík, ásamt barni sínu, er hún átti með vinnumanni á sama stað, utan hjónabands, og verið hegnt eigi aðeins á téðan hátt fyrir siðferðisbrot, sitt heldur hafi hún líka verið dysjuð svo, að henni væri meinað að sjá kirkjuna, þaðan sem hún hvíldi í dys sinni.“ Til að sannfærast um þetta, lutum við niður að dysjarhellunum, og hvarf þá Húsavíkurkirkja sjónum okkar, hvort sem við beygðum okkur niður að hellu þeirri, sem lá yfir beinum móðurinnar eða barnsir.s. Þannig er nálega hverju örnefni í Húsavík tengd einhver saga, oftast áhrifamikiL eða sorgleg. Rökkrið færðist smám saman yfir. Við Súsanna gengum framhjá allstórum hóp af tjöldum á einu túninu. Þeir voru þögulir. „Nú eru tjaldarnir að hópa sig sam- an fyrir brottförina", mælti Súsanna. Einn góðan veðurdag lyfta þeir sér all- ir til flugs, hnita hringa í loftinu á undan fluginu yfir hafið, og svo stroka þeir sig allt í einu suður á bóginn og hverfa." Enginn fugl í Færeyjum nýtur slíkr- ar hylli sem tjaidurinn. Hann er vor- boðinn sjálfur, gleðLgjöfuli, raddmikill og herskár, ver smáfuglavarplöndin gegn vargi og hefur þannig orðið ímynd hugrekki og frelsisþrár fólksins, bar- áttuhugur þess gegn erlendu valdi. Því varð mér þetta ljóð á munni um tjald- inn. Þjóðfugl Færeyinga. Kom heiil á fyrstu vordægrum sunnan yfir sæinn með sólskinið og blæinn í fjöruna og yndi jafnt við flúð og fjallaskarð. Kom. töfrafuglinn tjaldur, með tónaseiðsins galdur, þá vöruna sem gefur lífsins mesta yndisarð. Lát fugla hjörtu gleðjast og sálir enduryngjast og einum rómi syngjast hjá fossunum, sem steypast úr StraumeyjarhlíS, og miðla gleðigjöfum með grið í Norðurhöfum, þeim hnossunium er veitast beztar landi jafn sem lýð. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. janúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.