Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 11
D'vel hjá oss, kæri tjaldur, sem vonarstjarna vertu, og verndarengiil sértu á þinginu, sem vængjuð hjörðin heldur sí og æ. Dvel hjá oss, fuglinn fríði, unz fölnar lauf á víði og lynginu. Með hjartans þökkum fljúgðu þá suður yfir sæ. Jöfnubáðu náttmála og miðnættis gekk ég til hvílu. Hjónin, Súsanna og Óli, voru þá enn ekki háttuð. Handan Úr stofunni þeirra heyrði ég orgelhljóm og söng. Orðaskil gat ég ekki greint. En lagið var hið sama og „Þú sæla heimsins svala lind“ en venjulega sung- ið undir. Ég þóttist vita, að orgeltón- arnir kæmu undan fingrum Súsönnu, en söngurinn af vörum Óla. Mér hafði fyrr um daginn orðið spurn, hvort þeirra léki á orgel, sem ég sá í einu horni stofunnar, en húsfreyjan færzt undan að svara. Hún var ógjörn á að láta mikið yfir sér, Og húsibóndann hafði ég oftar en einu sinni heyrt raula sönglag. Nú fannst mér sem ég hefði aldrei heyrt fegurri tónleika en söng þessa færeysku sjómanns, er ungur hafði dregið fisk á íslandsmiðum, misst heilsuna í því vosi, kiomið siðan heim strítt álíka lengi við sjúkdóm sinn, náð kröftum og gengið að eiga þá konu, sem alltaf beið hans, en hafði aldrei hugsað um neinn annan, og gerzt smá- bóndi á föðurleifð hennar, sem lék nú undir við söng hans. Og mér fannst þessi saga líkjast meir ævintýrum en veruleika. Út frá þesum kvöldhljóm- leikum rosknu hjónanna í Húsavík sofn- aði ég, sannfærður um, að nú hafði ég lifað einn af ógleymanlegustu dögum ævi minnar ... egar ég kom fram í eldhúsið klukkan sjö morguninn eftir, sat bóndi þar hjú viðtækinu sínu og hlýddi á morgunhugleiðingu. Sá glaðværi mað- ur var alvöru þrunginn og hátíðlegur að sjá. Fyrst var leikið sálmalag. Þá flutti djákninn í Þórshöfn bæn. Og síð- an var sungið vers eftir Mikkjal Dánj- alsson á Eyggi, sem er á þessa ieið: Ja, elska vit hvþr annan og gera væl við grannan, og klandur ei er kent, tá eru góðir dagar, urn mangt eitt mein enn bagar, og tá er árið farið hent. Mér fundust þessar ljóðlínur eiga svo vel við Súsönnu og Óla Samúelsen sem hugsazt gat. Þær endurómuðu í sál minni, löngu eftir að ég hafði kvatt þau. Og síðan hef ég ósjaldan sagt við sjálfan mig: Hamingjusöm væri heims- byggðin, ef allir lifðu samkvæmt þeim. Framliald í næsta blaði. Tíkin Leira Fraimhald af bls. 6 hundur, kolótt að lit og var með nokk- urskonar prestakraga um há'lsinn. Alla þá tíð, sem hún var á Englandi, sá hana aðeins einn maður, sem svo var fróður að þekkja af hvaða kyni hún væri. Hún var einkar vel þekkt á Shellflotanum, þar sem hún lifði fjögur fyrstu ár ævi sinnar, og sömuleiðis í Sussex, þar sem hún átti heima hin tíu árin. Hún var ákaflega hænd að þeim Boga, Graeme og Elton, og öllum þótti þeim líka inni- lega vænt um hana. Leira eignaðist þrjá hvolpa með fjárhundi í Sussex. Hún hafði enga mjólk að gefa þeim, en ældi upp mat handa þeirn —eins og fug-lar gera, Þeim var líka gefin kúamjólk og á þessu viðurværi d'öfmuðu þeir vel. Heila bók mætti skrifa um Leiru, tryggð hennar við Boga, og þá um- h>ggju sem Hazel og 'báðir dre.ngirnir sýndu henni; um hennar kynlegu vits- muni, og um það, hve fljót hún var að læra að hegða sér sem tilheyrandi því heimilisfólki, sem aldrei mun gleyma henni. Þannig hljóðar saga Leiru, eins og hún birtist í framangreindu blaði. Kona sú, er færði söguna í letur, hefir skrifað uridir dulnefninu Rbbinette, og hefir gert það að sérgrein sinni að safna merkilegum sögum um dýr og færa þær þær í letur. Þegar þau hjónin, Bogi og Hazel (hún er vel menntuð kona og les íslenzku dável, þó að ekki tali hún hana), lásu þýðinguna h'ér að framan, höfðu þau, eins og vænta mátti, mörgu við að bæta, og þá leiðréttingu gerði Bogi, að annar hundur kínverskiur, en af óskyldu kyni, hafði einnig verið á skipinu, og hefði honum verið bjargað með svipuðum hætti. Hvolpurinn hafði verið fótlbrotinn á báðum afturfótum og var samt að reyna að halda sér á fioti í fljótinu. Settu skipverjar út bát til þess að bjarga honum. Hann var svo græddur, eins og Leira. Hann varð stór, og nokkuð grimmur, svo að ekki var öllum dælt við hann að eiga. Eins og Leira var hann skilinn eftir í skipinu í Gibraltar, en dauður var hann þegar Bogi kom aftur á skipið. Sögðu hinir spánsku eftirlitsmenn þess, að hann hefði dottið niður í lest og daiuðrotast. Þá frásögn kvað Bogi hreina fjarstæðu, hundurinn hefði verið búinn að vera á skipinu í þrjú ár og engin hætta á að hann færi sér þar að voða. Fyrst eftir að Leira kom til Englands, átti Bogi heima uppi í sveit í Sussex. Á meðal þeirra, sem að staðaldri komiu með heimilisnauðsynjar, var sendimað- ur kjötverzlunarinnar. Eitt sinn er hann kom með kjöt, bar svo við að þau hjón- in voru ekki heima og húsið mannlaust. Það gerði ekkert til, því hann var þar öilu kunnugur, fór inn með kjötið og lét það í kaéliskápinn. Ekkert amaðist Leira við þessu. En þegar hann ætlaði út. aftur, var öðru máli að gegna; þá varði hún dyrnar og hélt honum þarna í prísund unz hjónin k'omu heim, eftir fullar t'vær klukkustundir. Maðurinn átti að vonum að fara víða og var nú kominn í hrein vandræði sökum tíma- skorts. Tók Bogi af honum allmargar kjötsendingar og flutti þær viðtakend- um á sínum bíl. En þetta er líklega orðin nógu löng saga af kínversku tikinni Leiru. Leikmannsþankar Framlhald af bls. 7 eitt sinn og var þar næturgestur. Hann var glaður og reifur og ræddu þeir Ól- aifur lengi saman um kvöldið. Ólafur fór að tala um heimili pilts- ins og kvaðst hafa frétt, að þar hefði allvel verið lagt í búið undir veturinn. — Þið eruð fimm í heimili, sagði Ólafur. — Já. — Og slátruðuð fjórum hrossum handa ykkur. — Já, svaraði bóndasonur. — Og tveimur kvígum. — Já, það er víst rétt, svaráði bónda- sonur. — Og svo hafið þið 18 kýr í fjósi og HLJÓÐVARP OG SJÓNVARP Eftir Alan Boueher JOLAUTVARPIÐ í flestum Vestur- landanna byggist á ýmisskonar hefð. Að vísu er orðið „tradition" (hefð) notað í brezka útvarpinu yfirleitt um allt sem er búið að gera, að minnsta kosti þrjú ár í röð, en þó er hægt að rekja jólahald okkar Englendinga í núverandi mynd þess aftur á 19. öld, sniðið að mestu leyti af þeim Albert drottningar- manni og Charles Dickens skáldi (ég tala ekki um jólahald Skot- anna, sem er ekki til. Þem tókst að afnema jólin að mestu sem pápiska hjátrú með siðaskiptunum). Enda er sagan Jólasálmurinn (Christmas Carol) eftir Dickens orðin fastur liður í jóladagskrá útvarpsins. Því kom það mér dálítið á óvart, þegar ég hlustaði á BBC um daginn og heyrði þátt, sem gert var gys að Dickens-jólunum á miskunnarlaus- an hátt. Þá mundi ég eftir því, sem ég var raunar búinn að gleyma eftir þrenn jól á íslandi, að við Eng- lendingar gerum aðeins gys að þeim siðum, er rótgrónastir eru hjá okk- ur. Þegar brezka útvarpið fer að taka eitthvað mjög alvarlega, þá er það líklega í hættu. Jólaframlag Norðurlandanna — óperettan Vínardraumar eftir Osc- ar Strauss — var sannkallað létt- meti, mjög skemmtilega og snilld- arlega gert tæknilega, en froðu- kennt og víst ekki ætlazt til þess að maður tæki boðskap þess of al- varlega; en hann sýndist vera að- allega sá, að eiginkona — jafn- vel prinsessa — er langar að halda manni sínum heima frá vændishús- um Vínar og vinna ást hans, eigi að hætta að borða en hugsa um lín- urnar og fara í megrunarkúr. fslenzka kvikmyndin um Björgun unina við Látrabjarg — ef hægt drekkið mjólkina úr þeim, segir Ólafur. — Já ætli það ekki. — Auk þess hefur maður heyrt, að þið hafið slátrað handa ykkur 30 kind- um, segir Ólafur. —Nálægt því líklega, samsinnti bóndasonur. Ólafur þegir nokkra hríð en segirr síðan. — Og allt búið fyrir jól. En þess vegna datt mér þessi brand- ari í hug, að það væri meiri fádæmin, sem sveitirnar yrðu að leggja til fyrir hvert haust, handa svo stórri borg ef allt ætti ekki áð vera búið fyrir jól. Yfirleitt sýndist mér nauðsynjar dagsins sóttar í búðirnar hvern morg- un og þá hvorki meira né minna en þurfti þann daginn eftir fólksfjölda hvers heimilis, var mér sagt. Ég held að þetta búðarráp hljóti að vera leiðinlegt og ódrjúgt; allt þetta mikla tillaga sveitanna á matborð borg- arbúa kostar vitanlega sína peninga og sennilega fleiri krónur eftir því sem minna er keypt í einu. Ég tala nú ekki um, ef hægt væri að fá vöruna milli- liðalaust beint frá stórbóndasyninum nágranna Ólafs í Þjórsártúni eða frá „bóndanum í Ási“. En þá kemur til þetta margumtalaða húsnæðisleysi, skort ur á plássi: geymslu umfram brýnustu þarfir. Annars var mér sagt, að nú væri meira framboð af herbergjum til leigu en stundum áður í borginni hvað sem því veldur, ef satt reyndist. Er það bara stundarfyrirbrig'ði? Eða er þróunin að snúast við. Stendur þjóð- félagið á tímamótum? Er flóttinn úr sveitunum búinn að ná hámarki og væri að bera svo ólíkt saman — var aftur á móti langt frá því að vera snilldarverk frá tæknilegu sjónar- miði, enda er hún auðsýnilega gerð þegar kvikmyndatækni á Islandi var enn á byrjunarstigi. En þrátt fyrir alla galla hennar, fannst mér þessi mynd vera margra Vínardrauma virði, og þar að auki hafa í sér meiri jólaboðskap en flestar prests- ræður samanlagt. Á gamlárskvöld var svo margt á boðstólum, bæði í hljóði og sjón, að maður hafði ekki tóm til þess að sjá nema nokkrar glefsur úr því. Mér fannst Norræna gamlárs- kvöldið, með nokkrum undantekn- ingum, hundleiðinlegt. Ef til vill hefði ég haft meira gaman af því, ef ég hefði skilið málið betur, en ég efast mjög um það. Raunar fannst mér íslenzka Aramótaskaup- ið miklu skemmtilegra, enda er það algjör misskilningur a'ð halda, að eitthvað hljóti að vera betra, sem fleiri eða stærri þjóðir taka þátt í. Fjölmennið og stærðin hafa lítið að segja um gæði. Rétt fyrir miðnætti á gamlárs- kvöld var ég staddur hjá brezku fólki, þar sem ekkert sjónvarps- itæki var, en þegar ég nefndi það, að mér þætti svolítið leitt að sjá ekki Vilhjálm Þ. Gíslason útvarps- stjóra lesa Annál ársins í síðasta sinn, var mér undir eins hleypt ni'ð- ur í kjallarann, en þar býr góður kunningi minn sem á tæki, og mér tókst þá að fylgjast með seinni kafla ræðu Vilhjálms. Ég óska hon- um, og einnig eftirmanni hans, Andrési Björnssyni, allra heilla, og öllum lesendum þessara smágreina minna og óska ég góðrar hljóð- varps- og sjónvarpsskemmtunar í árinu 1968. andstæðan að hefjast? Er andinn farinn að leita heim til átthaganna og hin raun- verulega heimferð úr borg til sveita í þann veginn að hefjast. Ég veit ekki, en að því mun reka fyrr eða síðar. Kannske verða mörg ár þangað til það veröur jafn erfitt að fá jörð til ábúðar eða kaups, eins og hefur verið að losna við þær fyrir viðunandi verð fram að þessu. Þá gæti svo farið að fólk hlakkaði til hvíldarstunda skammdegisins, í stað þess a'ð kvíða fyrir þeim og fólksfæð- inni í dag. Þá upphæfist aftur kveð- skapur í stofu bjartri af rafmagnsljósum og íslendingasögur yrðu kannske lesn- ar. Látum vera þótt Kiljan og Guðrún frá Lundi héldu áfram að vega salt um lesendafjölda bókmennta sinna. Það verður oftast ofan á að síðustu, sem líf- vænlegast er. Ég ætla mér ekki þá dul, að fara að spá öðru sigri á þeim vett- vangi. Það hefur stundum þurft lengri tíma en hér er fyrir hendi, til að síast úr, sem minna hafði gildið. Og ekki meira um það. En hvað sem framtfð sveitanna líð- ur, þá var gott að koma suður. Ég á ekki nógu falleg orð, yfir öll þau elskulegheit, sem maður mætti þar hjá öllum. Hjá ókunna manninum á götunni, sem maður stoppaði margsinnis til að spyrja til vegar, þegar maður stóð ein- hversstaðar uppi villtur og ráðalaus. Greiðasemi skyldra, sem vandalausra, allt var þetta upp á sama máta. Mín reynsla er sú, að í Reykjavík búi gott og fallegt fólk. 14. janúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.