Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 13
skák Br að fer vel á því að byrja þennan fyrsta skákþátt, er nú hefur göngu sína í L.es'bókinni á nýju ári, með skemmtilegri skák, sem náð hef- ur heimsfrægð vegna þeirrar ein- stæðu leikfléttu, sem gerir út um skákina. Skáikin var tefld fyrir 55 ár- um eða nánar tiltekið í L,ondon 1912. Sá er stýrir hvítu mönnunum heitir Edward Lasker, bandar'ískur. skák- meistari, sem enn er á lífi, 82 ára gamall. Honum hefur oft verið ruglað saman við hinn þekktari þýzka skákmeistara, Emmanuel Lasker, er bar heimsmeistaratignina í mörg ár. Edward Lasker er fæddur í Breslau, en fluttist stuttu fyrir fyrri heimsstyrjöldina til Bandaríkjanna. Hann tók þátt í mörgum ailþjóðlegum skákmótum við ágætan orðstír á sín- um yngri árum. Hann náði og þeim frábæra árangri og vinna meistara- tign fjögurra stórborga, Berlín, Lon- d'on, New York og Chicago. Er hann var á ferðalagi um England 19(12 var það eitt af hans fyrstu verkum að heimsækja Skákklútob Lundúna- borgar. Þar var honum boðið í skák, svokallaða Fimmmínútnauskák, sem þá var mjög vinsæl. Klukkur beggja eru þá stilltar á 12 eins og í venju- legri kappskák, en hvorugur tefl- enda má hugsa lengur en sem nemur 5 m'ínútum meira en sem andstæð- ingurinn hefur notað. Sá, sem er lengi gefur þannig amdstæðingum einnig drjúgan tíma, en sá, sem er fljótur þvingar andstæðinginn til að auka hraðann. Hvítt: Edward Lasiker Svart: Sir George A. Xhomas Hollenzk vörn. 1. d4 e6 2. Rf3 í5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 Be7 í daig er talið sterkara að leika 4. — Ðb4 til þess að hindra drottn- ingarriddarann í að taka þátt í bar- daganum um yfirráðin á miðtoorðinu. 5. Bxf6 Bxf6 6. e4 fxe4 7. Rxe4 Skákin hefir nú teflzt með breyttri leikjaröð á sama hátt og teflt er Staunton-bragð: 1. d4 f5 2. e4 fxe4 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 os.frv. Skákin hef- ir toirzt þannig í ýmsum blöðum og bókum, en aðspurður staðfestir Lasker sjálfur hina réttu leikjaröð, er.hér birtist. 7. — b6? Svartur uggir ekki að sér og skynj- ar ekki hættuna, sem yfir vofir. Eft- ir 7. — d5 8. Rxf6 gxf6! (til þess að veikja ekki reitinn e‘5), sem ekki minni menn en hinir þekktu skák- skýrendur Pachman og Dr. Euwe hafa mælt með, hefur svartur góða möguleika á að ná jafnri stöðu. 8. Re5 0-0 9. Bd3 Bb7? Að sjálfsögðu geta allir verið sam- mála u-m að betra hefði verið fyrir svartan að skipta á riddurum á e5 og leika síðan Dh4, þó svo hvíta peðið á e5 gæti orðið svarti Þrándur í Götu. Seinni kynslóðir mega samt þakka fyrir að svo varð ekki, því þá hefði þessi skák ekki orðið slíkt gersemi. 10. Dh5 De7 Svartur hefur í huga að svara 11. Rxf6 með gxf6. 11. Dxh7f!! Kh7 12. Rxf6ft Kli6 13. Re-g4f Kg5 14. h4f Fyrir 50 árum benti ástralskur skákmaður, Purdi að nafni, Lasker á það að hvitur gæti mátað einum leik fyrr með þvi að leika 14. f'4f Kh4 (Kxf4 15. g3f Kf3 16. 0-0f!) 15. g3f Kh3 16. Bflf Bg2 17. Rf2 mát. 14. — Kf4 15. g3f Kf3 16. Be2f Kg2 17. Hh2f Kgl 18. 0-0-0 mát. Lasker uppgötvaði það sjálfur seinna, að 'hann hefði getað stytt hana um einn leik. jafnvel þó hann léki 14. h4, því eftir 16. 0-0 á svartur ekkert svar við 17. Rh2 mát. Þetta framhald hefur mörgum yfirsézt,'sem birt hafa skákina, þar á meðal Lask- er sjálfum. En eins og Lasker segir sjálfur: .,En hið raunverulega fram- hald þar sem hvíti kóngurinn á þátt í mátinu gefur skákinni kannski fal- legri lokasvip“. Og um það geta víst allir verið sammála. Og rúsínan í pylsuendann á þessu ævintýri er að það var ekki fyrr en eftir skákina að Lasker vissi að hann hafði verið að tefla við sjálfan Lundúnameistarann Sir Georg Thomas! . . Pirandello Framhal'd af bls. 3. Pirandellos. Leikhús í leik- húsinu, leikur á mismunandi sviffum og persónur, sem eig- inlega eru fangar hlutverka sinna, mynda uppistöðu í leik Pirandellos að raunveruleika okkar ásamt því, sem hann nefnir „senso del contrario". Lífsviffhorf Pirandellos og frábær leikhústækni hans koma bezt fram í „Sex pcr- sónum“, þar sem sex nafn- lausar mannverur ryffjast inn á affalæfingu í leikhúsi og til- kynna áhorfendum, aff í staff (lista-) verksins munu þeir taka til flutnings lif sjálfra sín. Hér rekur listin í vörð- urnar. Lífiff er formlaust og ómótanlegt. Listin hefur sitt fyrirfram ákveffna form. Ó- mögulegt er aff fá úr því skor iff, hvort er mikilvægara, leikurinn á leiksviffinu effa leikurinn, sem lifir í persón- unum sex. Kannski er þaff affeins á færi ofurmenna aff gæffa líf sitt formi effa stíl hvert augnablik og hafa þannig hemil á effli sínu. í Hinrik IV heppnast þaff, — næstum því. „í kvöld látum viff gamminn geisa“ er vafa- laust auffugast af hugarflugi og glæsilegast leikrita Pir- andellos, og í því verki nær hin sérstæffa leikhústækni hans mestri fullkomnun. Leikaramir leika mörg hlut- verk samtímis, leikstjórinn er hafffur meff á sviffinu, og áhorfendur virffast taka virk- an þátt í leiknum, þar sem leikarar í búningum sitja á víff og dreif um salinn. Þetta er leikrit í leikritinu. Og líta skal á leikhúsiff sem leikhús, sem listrænan leik aff veruleikanum, en háffan ákveffnum reglum forms. Lcik list Pirandellos byggist ekki á því aff blekkja áhorfand- ann til aff hrífast meff af leiknum. Þvert á móti á á- horfendum alltaf aff vera ljóst, aff þaff, sem þeir sjá, er leikrit. Þetta er sem sagt „verfremdung“ í framkvæmd, áffur en þaff hugtak var upp fundiff. Skoffanir eru rökfast fram settar af jafnaffargeffi og einlægni til aff veruleiki list- arinnar virðist og sé sann- ari og raunverulegri en veru- leiki hversdagslífsins. En þótt Pirandello affhylltist ekki metafísiskar blekkingar, skap affi hann þó á sviffinu veru- leika, sem er án fasts ramma, — blekkingar og f jarrænt and rúmsloft blandast veruleikan- um til aff gefa skáldlegan blæ. Og þaff var kannski alveg ó- umflýjanlegt, cf viff höfum í huga, hve persónulegur stíll hugmyndaleikrita hans er. „Raunveruleikinn er hara breytileg og svífandi blekk- ing, sem tekur á sig eina mynd í dag og affra á morg- un, veltur á vilja yffar, til- finningum yffar, sem svo er stjórnaff af vitsmunum, og þeir sýna yffur allt á einn hátt í dag og annan á morg- un . . . . hver veit livernig?" Eins og nærri má geta leiffa tilraunir Firandellos meff hugmyndir á leiksviði til mjög mikils symbólisma í leiklistinni. Þessi sterka til- hneiging til symbólisma veik- ir einkum mörg síðari verk höfundarins og dregur úr leikrænum og sviffrænum álirifum leikritanna. Þessir ágallar, sem í fræffilcgum hugleiffingum virffast nokkuff þungir á metskálunum, urffu þó ekki til aff minnka þau áhrif, sem verkin höfffu á samtíff sína og síffari tíma. Jafnt meff boðskap sinum sem leiklistartækni hefur Pirandello rutt braut öllum þeim nýju stefnum, sem viff höfum upplifað í leikhúsi síffastliðinna fimmtíu ára, — absúrdistunum, tilraunamönn um í leiklist, þ.e.a.s. framúr- stefnumönnum. Þaff ætti aff nægja aff telja upp nokkra leikritahöfunda, sem veriff hafa undir sterkum áhrifum frá þessum afstæða ítala: Ada mov, Albee, Anouilh, Beck- ett, Carnus, Cocteau, Gelber, Genet, Giraudoux, Ionesco, O’NeilI, Pinter, Sartre, Vaut- hier, Wilder .... Leikritun Pirandellos var í anda eftirfarandi kenningar hans: Listin sækir efniviff sinn í lífiff, listin göfgar líf- iff, — sem sagt listin er dýr- mætari. Dembdi úr Framlhald af bls. 9 — Og hvað finnst þér þá mikilvæg- ast? — Að eiga gott heimili. Og þeim mun sterkari finnst manni sá bakgrunnur, þegar árin færast yfir. — — — Og áður en ég veit af er komið kvöld. Bakarinn segist helzt fara snemima að sofa. En hann er miorgun- maður, sem oftast er kominn til vinnu sinnar á undan öðrum. Og ég kveð með bezta þakklæti fyrir spjallið. ,Cm aflabrögff. (Úr bréfi sr. Páls í Gaulverjabæ til Þorsteins læknis í Vestmannaeyjum 30. jan. ’82.) Um aflabrögð er ei að tala og aldrei róið loftið sífellt golugróið. Ýsan kemur ei á land og ýmsir svelta, að umrenningum garmar gelta. Brúuð er hún Baugstaðaá og betur fór það héraðsnefnd í sumar sór það. Ríklundaður Ránarver á rekastallinn hefur blessa'ð Bæjarkallinn. Fengið hef ég fjögur tré og fjölda kefla brátt fer ég að höggva og hefla. Dvínaffi manndómur. Eftir pláguna kom snjóavetur hinn mesti. Var svo mikill hrossafellir og sauðfjár fyrir sunnan, að trautt munidu menn þvílíkan. Átti staðurinn á Skál- holti um haustið þrjú hunidruð hross roskin en ótal þrevetur og yngri. En um vorið lifðu eigi fleiri á staðnum og öllum staðarbúum fyrir ofan heiði en 35 klifbær, en 24 hestar voru að auki, er Vilkin biskup átti sjálfur sumar- staðna og genigu í Hestfjalli. Höfðu þá biskupar oftast í þann tíma 12 útibú og var eitt á Útskálum í Garði en hin í Árnessýslu og Rangárvalla og var það kallað fyrir ofan heiði. Lagðist þá viða í auðn mikill hluti sveita og dvínuðu mjög nytsemdarverk, sáðverk, salt- gjörð .sagnarit og annar manndómur. (Árbækur Espólíns — 1405). Er hún skribent? Tei ég vanséð, hvort þess finnast dæmi í bókmenntasögu íslands, að nokkur kona hafi verið manni sínum svo ómissandi sem Ranruveig Jónsdóttir var Jóni Espólín. Ég hef heyrt þá sögu- sögn, að eitt sinn hafi margir gestir verið verið staddir norður á Möðru- völlum . , . Hafi þá einhver gestanna spurt, er menn sátu undir borðum, hverju það sœtti, hve mifclu Espólín fengi áorkað um ritstörfin. Amtmaður eða einhver an>nar á þá að hafa svarað, að kona hans hjálpði honum. Björn Gunnlaugsson, yfirkennari síðar, greip þá fvam í og spurði heldur barnalega: „Er hún þá skribent"? (rithöfundur). Menn hlógu að þeasari spurningu. Nei, Rannveig var ekki rithöfundur. En hún studdi einn hinn mikilvirkasta rithöf- und íslands með sinni hlýju kven- mannshendi og veitti honum þann vinnufrið, sem honum var nauðsynlegur. (Árni Pálsson.) 14. janúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.