Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 14
Nýjar erlendar bœkur j. M. Rist: Plotinus. The Road to Reality. Cambridge University Press J967. London. 50s. Plotinus er tímamótamaður í heim- spekisögunni sem kunnugt er. Hann er fæddur í Egyptalandi laust eftir árið 200 að því er talið er og átti heima í Alexandríu og víðar fram til fertugs- aldurs. Þá fluttist Plotinus til Rómar og stofnaði heimspekiskóla sinn, sem varð akur nýplatónskrar heimspeki. Höfundur þessarar bókar, J. M. Rist, er aðstoðarprófessor í grísku við háskól- ann í Toronto. Í aðfararorðum bókar- innar segir hann að það sé ekki tilgang- ur sinn að rita yfirlitsverk um Plotinus, þess sé ekki þörf. í bókinni taki hann hins vegar til meðferðar nokkur atriði í hugsun Plotinusar, sem ágreiningur sé um og reyni að varpa á þau nýju ljósi. 1 fyrsta kafla bókarinnar rekur höf- undur það sem vitað er um ævi Ploti- nusar og starf og st.yðst þar einkum við Vita Plotini eftir Porphyry. Porphyry var lærisveinn Plotinusar og rita’ði bók sína u. þ. b. 30 á' um eftir dauða meist- arans. Næst fjallar Rist í nokkrum köfl- um um megininrtakið í hugsun Ploti- nusar, hið eina, fegurðina, hið góða, logos, sálina, viljann, hamingjuna og sjálfið. 1 síðustu köflunum tekur hann til meðferðar dulhyggju nýplatóninga og trú þeirra. í lokakafla bókarinnar þar sem höf- undur birtir niðurstöður sínar, segir hann, að hver sá, sem fengizt hafi við að kenna stúdentum heimspeki Ploti- nusar, geri sér grein fyrir því, að það sé ekki létt verk. En bók hans getur stuðlað að því að það verk vinnist auð- veldar, hún er skrifuð ljóst og viðfangs- efnið skilgreint eins vel og kostur er. Margar athugagreinar fylgja, einnig bókaskrá og listi yfir tilvitnanir. J. L. Styan: Shakespeare’s Stagecraft. Cambridge University Press, Cambridge, 1967, 13 s 6d. í þessari bók tekur höfundur leikrit Shakespeares til meðferðar út frá leik- rænu sjónarmiði. 1 upphafi gerir hann grein fyrir byggingu leikhúss þeirra tíma, og þeirn tæknilegu möguleikum sem leikritahöfundar urðu að hafa í huga við samningu verka sinna. Með ótal tilvitnunum og dæmum sýnir hann fram á, hvernig Shakespeare leitaðist sí- fellt við að varpa fyrir róða hefðbundn- um takmörkunum leiksviðsins og skapa nýja möguleika. Þetta er mjög yfir- gripsmikil og nákvæm athugun á tækni- legum vinnubrögðum þessa mikla leik- ritahöfundar. Höfundur bókarinnar, J. L. Styan, er prófessor í ensku vi'ð há- skólann í Michigan. Edward Wagenknecht: John Greenleaf Whittier, A Portrait in Paradox. Oxford University Press, New York, 1967. Þessi bók er ein í flokki bóka sem Edward Wagenknecht hefur skrifað um helztu frumherja amerískra bókmennta. John Greenleaí Whittier var uppi frá 1807—1892 og ól aldur sinn í Nýja Eng- landi. Hann var skáld og ritstjóri, og hafði allm'kil afskípti af stjórnmálum, var einn af ötuluslu stuðningsmönnum Lincolns og barðist fyrir því að negrar yrðu leystir úr ánauð. Fyrir þá afstöðu sína hlaut hann að þola ofsóknir en hann var einnig sæmdur mörgum heið- ursnafnbótum áður en lauk, bæði fyrir skáldsögur, ljóð og þó einkum fyrir fræðistörf í þágu þjóðlegs fróðleiks Nýja Englands sem fram að þvi hafði ekki verið sinnt.. Bók þessi er ekki eiginleg ævisaga, öllu heldur rannsókn á ævi mannsins og störfum með hlið- sjón af þeim tíma sem mótaði hann. Til þess að skilja þróun amerísks þjóð- félags, er nauðsynlegt að skilja persónu- leika Whittiers, segir á kápusíðu. David Harris Willson: King James VI & I, Oxford University Press, New York, 1967. Þessi ævisaga Jakobs Englandskon- ungs, sem uppi var á árunum 1566— 1625, kom fyrst út hjá sama forlagi árið 1956, en nú í vasabókarbroti. Þessi ævi- saga um Jakob sem var konungur í Skotlandi frá 1567, sá sjötti í röðinni með því nafni, og konungur Englands frá 1603 og nefndist þar Jakob I., mun ýtarlegri en aðrar ævisögur sem ritaðar hafa verið um hann. Mynd konungsins sjálfs er dregin skýrum dráttum, og ýtarlegar lýsingar á persónum sem mest áhrif höfðu á hann, svo og stjórnmála- ástandi þessa tímabils, fylla mjög út í myndina. Höfundurinn, David Harris Willson, er prófessor í sögu vi'ð háskól- ann í Minnesota, og hefur samið fleiri rit um sagnfræðileg efni. Þetta verk hans er einkar læsilegt og fróðlegt, 447 blaðsíður að stærð. Richard C. Wade: Slavery in the Ci- ties. The South 1820—1860. Oxford Uni- versity Press, New York 1967. $1,95. í formála segir höfundur þessarar bók- ar, að allar umræður og öll skrif um þrælahald í Ameríku gangi út frá því að þrælahald og kúgun negranna eigi eingöngu rætur í jarðvegi sveitanna og plantekranna. En þrælahald hafi svo til allt frá byrjun einnig tíðkazt í bæj- um og borgum, þótt aðstæður hafi verið aðrar. Höfundur leitast við a'ð sýna sögulega þróun þrælahaldsins í borgum Suðurríkjanna, þar eða nauðsyn sé að varpa á það ljósi, til þess að auka skilning manna á þessu viðkvæma vandamáli Bandaríkjanna. Heimildir höfundar um þetta tímabil Suðurríkja- borganna eru skýrslur, lagaskjöl og einkabréf. Úr þessum heimildum hefur höfundur dregið upp heildarmynd af lífi og kjörum negranna á þessu tíma- bili. Höfundur þessarar bókar er pró- fessor í amerískri sögu við háskólann í Chicago. Framkv.stj.: Slgíús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason írá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Rltstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Útgefandi: H.f, Árvakur, Reykjavik 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. janúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.