Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1968, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1968, Blaðsíða 1
[ 4. tbl. — 28. janúar 1968. — 43. árg. ! JON KRISTVIN MARGEIRSSON i i nn ltVlU nn ± DD G3 Það er alkunna, að ýmiss konar verzl un hefur frá fornu fari verið megin- atvinnuvegur í höfuðstað Danmerkur. I upphafi skiptust kaupmenn ekki, eins og nú tíðkast, í tvo aðalflokka eftir stærð eða magni minnstu sölueindar, í smásala og heildsala. En er tímar liðu, breyttist þetta. Jafnframt komst á verkaskipting meðal smásala. Sumir seldu áfengi. Aðrir seldu vefnaðarvöru Enn aðrir búsáhöld og fleiri vörur. Og svo voru það sérstakir kaupmenn, sem önnuðust sölu á söltuðu kjöti og fiski, skreið og lýsi, tjöru. hampi og hör og ýmsum öðrum vörum. Voru þeir nefndir Hörmangarar. (Hörkræmm ere). Sérhver þessara flokka var skipu lagður í hagsmunasamtök, er höfðu fengið hjá konungi einkarétt handa félögum sínum á að selja þær vörur, sem viðkomandi samtök höfðu að sér- grein. Samheiti þessara samtaka er á danskri tungu "Laug", sem stundum hefur verið þýtt á íslenzku með „gildi". Af þessum samtökum var Stéttar- félag Hörmangara yngst. Það var kom- ið fram á 18. öld, er þessi samtök risu. Árið 1722 setti Friðrik konungur Fjórði Stéttarféláginu reglugerð og er þar kveðið á um bæði skyldur og réttindi hæstvirtra Hörmangara.. Þeir hafa einkarétt á að selja í.smá- sölu grófar vörur, svo sem hör, hamp, faumal, stangjárn, óunnið stál, tjöru. lýsi, salt, saltað kjöt, saltaðan fisk, skreið. ofna, steinkol, mottur, flotholt, ensk og hollenzk brýni o.s.frv. íslands kaupmenn skulu þó áfram hafa viss réttindi af sama tagi. Hörmangarar skulu velja sér for- mann, sem kallaður er öldurmaður. Hann skal þjóna í þeirri stöðu í tvö ár. En þá er hann lætur af embætti, skal velja nýjan formann með þeim hætti, að félagsmenn koma saman á fund í Ráðhúsinu og kjósa fjögur for- mannsefni úr eigin hópi í viðurvist borgarstjóra, sem því næst velur einn úr hópi hinna fjögurra, þann er hann telur bezt fallinn til forystu. Enginn má gerast félagsmaður í Stétt arfélagi Hörmangara, ef hann hefur dvalizt skemur á meðal jarðarbúa en 25 ár. Auk þess hvílir sú skylda á herðum þess, er gerast vill Hörmangari að sanna það afdráttarlaust, að hann búi yfir þeirri kunnáttu, sem nauðsyn- leg er til verzlunarstarfanna, og hafi unnið sem lærlingur allan þann tíma, sem reglur bjóða, og síðan sem útlærð- ur sveinn þann tíma sem tilskilið er. Til að færa sönnur á kunnáttu sína á umsækjandi að gangast undir próf hjá borgarstjóra, formanni Stéttarfél- ags Hörmangara og nokkrum úr hópi hinna snjöllustu verzlunarmanna. Þeir skulu leggja fyrir hann spurningar og verkefni úr reikningi og bókfærslu, bæði einfaldri og tvöfaldri. Einnig skal Amagertorg var eitt aðal markaSstorg Kaupmannahafnar. Þar Var selt grænmeti, ávextir, smjör, flesk, fuglar, egg o.fl. Nú er þetta hluti af hinni frægu verzlunargötu „Strikinu" með ýms Um stórverzlunum, svo sem lllums Bolinghus, Bing og Gröndal, Den Kongelige Porcelainsfabrik, o.fl. umsækjandi prófaður í gjaldeyrisreikn ingi, og þekking hans á víxlum, eðli þeirra og áhrifum, skal könnuð tíl hlít ar. Þá skal umsækjandi kunna skil á þeim mismun, sem gerist á máli og vog eftir ríkjum. Ef hann gerir þessu öllu góð skil og greiðir að auki hátt inntökugjald, 15 ríkisdali (5 ríkisdalir — 1 kýr) tek- ur Stéttarfélag Hörmangara á móti honum opnum örmum og hinn nýi fél- agi er upp frá þeirri stund í tölu þeirra hamingjusömu manna, sem mega reka smásölu í Kaupmannahöfn með þær vörur, er taldar hafa verið að framan. En hann verður að vanda sig. Honum ber skylda til að selja vöru sína ó- falsaða og óskemmda, og ennfremur á hann að selja eins ódýrt og honum er unnt. Og ekki nóg með það. Kon- ungur, hið almattuga ríkisvald þeirra tíma, vill líka ráða því, hvar þessi þegn hans kaupir vöru sína. Hann á að sækja hana beint til framleiðenda, ef honum er það kleift. En annars á hann að kaupa hana hjá heildsölum í Kaup- mannahöfn eða íslandskaupmönnum. (Regiugerðin er prentuð í „De Kiöben- havnske laugsartikler", árið 1723.) Á þessum tíma, árið 1722, var fs- landsverzlunin í höndum margra aðirja. Hafði hver kaupmaður sína höfn, eina eða fleiri. Hefur þetta verið kallað umdæmisverzlunin í íslenzkri verzl- unarsögu vegna þess að hver verzlunar- staður, hver kaupmaður, átti rétt á allri verzlun á tilteknu svæði umhverfis kaupstaðinn. En rúmum áratug síðar, árið 1733, varð sú breyting á íslenzku verzluninni, að stofnað var eitt félag, hlutafélag, sem skyldi annast alla verzl un á íslandi.: Haustið 1733 komu íslandsför þessa félags til Kaupmannahafnar úr fyrstu Islandssiglingu sinni. Þau voru hlaðin íslenzkum vörum. Félagið lét afferma skipin, flutti farminn í vörugeymslu og hóf sölu á honum bæði í smá- sölu og heildsölu. Þeir opnuðu á tveim stöðum sölubúðir fyrir almenning, bak við Kauphöllina og í húsi Saltfélags- ins. I október auglýstu þeir vöru sína í blöðunum. Auglýsingin er á þessa leið: "Som den islanske Handel nu ikke er fordelt paa saa mange Hænder som tilforn, men sælges under eet Societet, saa gives hermed tilkende alle og een- hver som hidindtil haver bekommet deres islendske hus-fornödene Vare paa et eller andet Sted kan her eftir bekomme det paa tvende Steder, nem-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.