Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1968, Blaðsíða 6
ATHAFNAMENN Jón Pétursson og í baksýn innréttingaverksmiðjan. Vestast í Sogamýrinni hefur á síðustu árum risið sérstakt hverfi verksmiðjuhúsa og blasir það við á vinstri hönd, þegar ekið er niður eftir Suðurlandsbrautinni. Eitt húsið sker sig nokkuð úr, því það er meira gler í því og léttara yfir því en öðrum húsum þar í kring. Á þessu húsi stendur með stór- um stöfum J. P. Innréttingar og sá, sem ræður þarna ríkjum bg á þetta fyrirtæki er Jón Pétursson, húsgagnasmiður. Hann er aðeins 28 ára og er það athyglisvert framtak hjá svo ung- um manni, að vera búinn að koma á fót stóru fyrirtæki. Jón Pétursson er Reykvíkingur og hóf 16 ára nám í húsgagna- smíði hjá Jónasi Sólmundssyni. Hann lauk sveinsprófi í iðninni 1960 og var hálft ár eftir það hjá Jónasi og einnig í vinnu hjá föður sínum, Pétri Daníelssyni, sem rekið hefur Hótel Borg um árabil. En atvinnurekandi varð Jón fyrst í apríl 1962, þegar hann keypti lítið verkstæði á Vesturgötu 53. Þar hafði hann tvo menn í vinnu fyrsta árið og fór þá að taka að sér verk, m.a. innréttaði hann salinn og barinn á Hótel Borg, tvær rakara- stofur og fleira þessháttar. Fljótlega sótti hann um lóð fyrir verksmiðjuhús og fékk hana árið 1964 í hinu nýja verkstæðis- Iiúsahverfi sem áður er sagt frá. — Byrjaðir þú fljótlega á framkvæmdum, eftir að lóðin var fengin? — Já, najög fljótlega. Ég fékk Guðmund Kr. Kristinsson, arkitekt, til að teikna húsið og það hefur tekizt vel og ég er ánægður með það. Samtals má ég byggja þarna hús á tveim hæðum, 3.200 fermetra, en ég fór gætilega af stað og byggði í fyrstu kjallara á þriðjungi hins leyfilega grunnfiatar. Þangað flutti ég fyrst með starfsemina, en 1966 byggöi ég svo hæðina ofan á. — Og þetta er timburhús að mestu? — Að nokkru leyti. Kjallarinn er steyptur, en hæðin er úr stól- grind, timbri og gleri og gluggarnir stórir. Það er bjart þarna og mjög vistlegur vmnustaður, parket á gólfinu og aðstaða til þeas að koma HUGSANLEGT AÐ SELJA ELDHÚSINNRÉTTINGAR TIL AMERÍKU Rœtt við Jón Pétursson, innréttingaframleiðenda í Reykjavík við góðu skipulagi. Efri hæðina tók ég í notkun í ársbyrjun í fyrra. — Er það leyndarmól, hvað svona vandað verk- smiðju'hús kostar? — Nei, það kostaði sam- tals um fjórar milljónir króna. — Og þú hefur senni- lega fleiri menn en tvo í vinnu nú orðið? — Þeir voru 22 fyrir jól- in, en að jafnaði vinna hjá mér 20 manns og þar af 4 lærlingar. — Er erfitt að fá góða smiði og eru þeir ekki talsvert yfirborgaðir eins og allur góður vinnukraft- ur? — Það er erfitt að fó góða smiði; það er reynt að halda í þá með yfir- borgunum, en núna í þessum mánuði hefur talsvert borið á því, að menn hringdu og spyrðu um vinnu. Fiest stóru húsgagnaverkstæðin eru líka með ófagiærða menn og að jafnaði hafa þeir lægra kaup, en þó eru ntundum svo góðir menn þar innan um, að þeir fá sama kaup og hinir. — Verður þú sjálfur að líta eftir mannskapnum? — Nei, það get ég ekki og hef verkstjóra sitt á hvorri hæð og þeir hafa það hlutverk. Ég tek hins vegar á móti pöntunum og þá kemur oft fyrir, þeg ar um innréttingasmíði er að ræða, að ég verð að fara á staðinn og taka mál, ræða um útlit, viðar- tegundir og liti og mjög oft geri ég líka teikning- ar. Að því búnu hefst smíðin á neðri hæðinmi með því að efnið er snið- ið til og kantlímt. — Vinna smiðirnir þá í ákvæðisvinnu hjá þér? — Það er ekki alltaf hægt að koma ákvæðis- skipulaginu við og þannig er það á neðri hæðinni. Þar vinna þeir fyrir tíma- kaup og þar er lokið um það bil 35% af verkinu. Á efri hæðánni vinna svo til allir ákvæðisvinnu og reynslan hefur orðið sú, að það er hagkvæmara fyr ir alla aðila. Smiðirnir bera meira úr býtum fyr- ir sjálfa sig, en framleiðsl an eykst og afkoma fyr- irtækisins batnar. Þarna er . smíði innréttinganna lokið að öðru leyti en því, að þær eru óuppsettar. Sumir villja sjá um þá hlið málsins sjálfír, en aðrir eru fegnir að geta fengið þá þjónustu og þess vegna hef ég þrjá tveggja manna flokka, sem einungds vinna við upp- setningu. — Eru þessar innréttingar einungis seldar í Reykjavík? — Nei, ég tek að mér verk utan Reykjavíkur. Smíðin fer þá fram á verkstæðinu eins og venjulega, en síðan eru innrétting- arnar sendar með bílum eða skipum og mannskapur með, sé þess óskað. — Þú hefur sérhæft þig í eldihúsinnréttingum? — Ekki algerlega. Að vísu smíðum við mest af þeim, en einn- íg mikið af fataskápum, sólbekkjum og þiljum. Mörgum hús- byggjendum finnst þægilegt að geta fengið þetta al.lt á sama stað. — En hefurðu framlleitt húsgögn? — Nei, mjög lítið. Við framleiddum hjónarúm á tímabili, en ég hef ekki hugsað mér að halda því áfram. Það borgar siig bet- ur aö einbeita sér að eldhúsinnréttingunum, þvi til þess hef ég véiar og verkfæri. Samt er ó’líkt rólegra að framleiða húsgögn; þá taka nokkrar verzlanir við framleiðslunni, en í innéttinga- smíðinni verður að verzla við svo marga og ólíka aðila. Hver hefur fram að færa sínar sérstöku óiskir og konurnar vilja helzt hafa eldhúsinnréttinguna sína eitthvað fnábrugðna. — Varla er nú hægt að sjá þann mun með berum augum, Mér sýnist öll ný eldihús, mikið til eins. Það eTu alls staðar renni- hurðir og svo er harðplast í bak og fyrir. Mér sýnist munur- inn kannski helzt liggja í því, að sumir nota eik og aðrir tekk. — Já það er satt, þetta er hvað öðru 'Mkt og það sama grípur urn sig hjá öllum. Það er ekki langt síðan allir vildu hafa sams- konax smáskorna miósaík ofan við vinnuborðin. Nú hedd ég að margir séu 'leiðir á henni og nú eru notaðar stærri flísar. Og það er heldur ekki langt síðan það var alltaf tekk í efri hurðun- A innréttingaverkstæði Jóns og að neðan ný eldhúsinnrétting. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. janúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.