Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1968, Blaðsíða 9
og Panama. Ein af aðalútflutningsvör- um héðan er mexíkanskur maís. Af tilviljun hitti ég nokkra færeyska sjómenn á dönsku skipi og hafði þá ánægju að tala íslenzku við þá, og danskur maður, sem orðið hafði stranda glópur og ég hitti við höfnina, sagði mér, að Ólafur Gunnarsson, sálfræð- ingur hefði kennt sér í skóla í Dan- mörku. — Já, heimurinn virðist stund- um ekki stór. V ið höfnina er einnig þurrkví, skipasmíðastöð og herskipastöð. Nokkuð minnir höfnin á Gdynia í Póllandi, svo sennilega mundi hún fljótt ná vinsæld- um meðal íslenzkra sjómanna. Borgin sjálf er lík flestum öðrum spænskum nýlenduborgum, hún mynd- ar eins konar hring í kringum aðal- torgið, sem í Mexíkó er nefnt „Mocalo“. Torgið í Vera Cruz er fagurlega skreytt pálmum og blómstrandi trjám. Á aðra hönd er þar ráðhús borgarinnar, en dómkirkjan á hina, en hinum megin við torgið er löng röð af útiveitinga- húsum, börum og bogahvelfingum, þar sem fólk situr allan daginn og langt fram á nótt. Allir virðast áhyggjulausir og ánœgðir, ef frá eru taldir fölleitir og taugaóstyrkir erlendir ferðamenn, aðallega frá Bandaríkjunum, sem virð- ast ekki falla eins vel inn í heildar- myndina og erlendu sjóimennirnir. í Vera Cruz er fiskiskipafloti, sem siglir eftir ostrum, marflóm, krabba- tlýrum, skelfiskum og öðru sælgæti úr sjónum, sem er mjög vinsælt í veitingahúsunum við aðaltorgið. Ekki skortir þarna heldur tónlistina. Flokk- ur umferðaleikara, sem nefndir eru „mariaches" spilar á trumbur og fiðl- ur. Aðrir leika á hörpur og Mylófóna og syngja, oft í vinsamlegri samkeppni hverjir við aðra. A. hinn bóginn er ekki eins ánægju legt, að sjá hinn mikia hóp betlara — oft blinda menn og krypplinga — sem víða getur að líta í Mexíkó. Auk þess er maður sjaldan laus við seljendur allra handana ódýrra vörutegunda, og strákarnir vilja alltaf vera að bursta skóna manns. Ekkert af þessu fólki er þó ókurteist eða ósvífið og fer venjulega strax, ef maður brosir góðlátlega um leið og maður afþakkar boð þess. Og fólk þetta reynir ekki síður að selja lönd- um sínum en útlendingum. Kaupmennska í Mexíkó— sem einnig kemur greinilega fram á hinum miklu mörkuðum, sem er hluti hins daglega lifs um allt landið virðist annars vera arfleifð frá fornuim tímum, áður en Spánverjar helguðu sér landið. Þegar Spánverjar komu, snemma á 16. öld, voru þeir undrandi yfir hinum vel skipulögðu .mörkuðumi, sem 'haldnir voru í þjóðfélagi hinna innfæddu Indíána. Tera Cruz var vel skreytt með marglitum ljósum og ýmsu jólaskrauti, sem Norðurlandabúum eru vel kunnugt. Þar gat að líta „Sánkti Kláus“ og gervi- snjó í búðunum., og innflutt jólatré voru á mörgum heiimilum. En allt verkaði þetta dálítið einkennilega í .glampandi sóiskini o.g 3ð gráöu hita. Á aðfangadagskvöld virtust allir vera utanhúss og allt líktist fjörugri Tívoli- skemmtun með flugeldum í ofanálag. Samt sýndist mér fólk alllaf vera að fara til kirkju alla nóttina. Meðfram ströndinni eru steinbekkir, þar voru há talarar listilega faldir í ljósastæðum, og elskendur sátu þar og hlustuðu á rcmantiska Straussvalsa. Þarna í nágrenninu er ágæt bað- strönd. Litlir en grimmir hákarlar geta þó verið mjög hættulegir þar, og Banda- ríkjamaður nokkur var étinn þar lif- andi ekki alls fyrir löngu. Enda þótt maður sjái óþrifnað og fátækt víða í Mexíkó, þá virtist mér meirihluti fólks hamingjusamari og áhyggjulausari en í ýmsum þróaðri löndum. Og fæðan var bragðmeiri en í tandurhreinum og tæknilega velútbún- um :veitinga'húsu.m í Bandaríkjunum. Og nú erum við komin út á haf, og ferðinni er heitið til Venezúela, en þangað er 5 daga sigling. Þaðan er svo 9 daga sigling til Kanaríeyja og loks tveggja daga ferð til Cadiz á Spáni— Maður er tilneyddur að læra spænsku, því að þótt þetta sé stórt skip, þá eru skipstjórinn og loftskeytamaðurinn þeir einu, sem tala hér ensku, eða nokkur önnur tungumál. Allt hjálpast þannig að til að gera ferðina mjög skemmti- lega. ATHAFNAMENN Framh. af bls. 6 — Ég veit, að það er ekki faliega gert að vera að skamma þig í svona viðtali, en ég er smeykur um, að þetta sé ykkur framleiðendunum að kenna. Það er auðveldast fynr ykkur að hafa allar innréttingar sem líkastar og þið gerið sennilega lítrð til að innleiða eitt- hvað nýtt og eitíhvað sem væri ögn fjölbreyttara og pereónuilegra en allt þetta harðplast, sem sjálfsagt hefur sina góðu kosti. Ég hef séð af mynd- um, að Norðurlandabúar smíða eldhús- ínnréttingar úr furu og Ameríkumenn iáta stundum smíða reglulega gamal- dags eldhús eða eitthvað sem ekki er alveg eins verksmiðjulegt. — Það er rétt, að innréttingar eru sja.dnast persónu.cgar þó þær séu sér- snu'ðaðar, en ég hef hugsað mér að s'.uðla að aukiini fjölbreytni og koma ef til vill upp sýnishornum af ólíkum eldiiúsum. Það má vel nota furu og við erum nýlega búnir að smíða furuinn- rétfingu sem var mjög faileg. Tekkið heldur alltaf velli og er mest notað en sé einhver viðart'egund að vinna á, þá er það palisander. Það er mjög dökkur viður og harður og hann stendur sig' vel i eldhúsum. Rispur sjást til dæmis iítið á honum, en sama er ekki hægt að segja um ljósu viðartegundirnar. Þegar fita sezt í rispurnar, verða þær dökkar. Harðplast verður án efa mikið notað áfram, en nú er farið að nota finiega liti, t.d. mosagrænt og bein- hvítt. Það er óþarfi að allt sé hvítt og sumum hættir við að blanda saman of mörguim litum og viðartegundum í einu eldhúsi. — Hvað kostar meðal eldhúsinnrétt- ing uppkomin? — Hún kostar allt frá 40 þúsunid og upp í 100 þúsund króriur. En algengast mun vera að þær kosti um 60 þúsund krónur. —Það hefur verið talað um, að við kaupum í nýju húsin okkar dýrari eld- húsinnréttingar en almennt eru notaðar annarsstaðar í heiminum, nema þegar auðmenn Láta byggja. Ertu á þeirri skoð un, að 60 þúsund sé þrátt fyrir allt sanngjarnt verð fyrir eina eldhúsinn- réttingu? — Að minnsta kosti er það lægra verð en á innfluttum innréttingum og þá getur það varla verið of hátt. Þetta breyttist núna í sambandi við gengis- fallið, en reyndar hef ég alltaf verið með sama verð á mínum innréttingum og þeim innfluttu. — Sérðu nokkrar líkur til þess, að hægt verði að lækka þetta verð? — Raunverulega hefur það verið lækkað. Við gengisbreytinguna varð 20% hækkun á efni, en við ætlum að halda sama verði. Það er hægt með skipulagningu og vélvæðingu. — Og að lokum Jón, hvað borgar sig bezt að hafa svona innréttingaverk- smiðju stóra? — Stærðin er góð eins og hún er og það borgar sig ekki endalaust að stækka. Það fer margt í súginn í fyrir- tækjum, sem orðin eru of stór. Ef ég byggi á allri lóðinni og stækka húsið upp í 3.200 fermetra, þá reyni ég að framleiða eldhúsinnréttingar til út- flutnings, aðallega með Ameríku í huga. GS. ÁRNI ÓLA: Hvcsr er Gljúfrabúi? sá er Jónas kveður um I skemmtilegri grein, sem Gisli Sigurðsson reit é siðasta hausti um ferðalag undir Eyjafjöllum, minnist hann á fossinn Gljúfrabúa hjá Hamra- görðum, en lætur þess jafnframt getið, að ekki sé þetta Gljúfrabúi sá, er Jónas Hallgrímsson kvað um í „Dalvísu“. Mig langar til að gera athugasemd við þetta, því að ég hefi alltaf verið sannfærður um, að það hafi verið þessi Gljúfrabúi, sem Jónas sá í anda, þegar hann orkti vísuna, einkum þar sem hann minnist um leið á „hamragarða". En hér kemur þó ýmislegt fleira til greina, og bendir í sömu átt. Skulum við þá fyrst athuga kvæðið „Gunnars- hólma“. Jónas ferðaðist fyrst um iandið 1837 og dvaldist þá um hríð (frá því í ofanverðum júní og þar til viku af júlí) hjá séra Tómasi Sæmundssyni á Breiðabólstað í Fljótshlíð, og ferðaðist þá nokkuð um nágrennið. Svo ferð- aðist hann norður í land og kom í september að Möðruvöllum í Hörgárdal að finna Bjarna amtmann Thorarensen. Þá var á Möðruvöllum Hallgrímur Tómasson, systursonur Jónasar, 15 ára að aldri. Sagði hann síðar svo frá, að þeir hefðu setið saman lengi dags, Jónas og Bjarni. Barst þá tal þeirra að Fljótshlíð, en það var „sveitin hans Bjarna" 'og þótti honum ákafiega vænt um hana, eins og kvæði hans bera vott um. Mun Jónas einning hafa verið hrifinn af sveitinni, og skoraði Bjarni því á hann að yrkja um hana. En Jónas tók eitthvað dræmt í það. Þegar að kvöldi leið bjóst Jónas til þess að fara til Akureyrar og var Hallgrímur fenginn honum til fylgdar, og hefir hann sagt svo frá því ferða- lagi: Þegar þeir voru komnir inn hjá Skjaldarvík, fór Jónas að láta hestinn lötra, sat álútur á honum og mælti ekki orð af munni. Hallgrími fór að leiðast þetta seinlæti, kallaði til hans og bað hann að reyna að komast ur sporunum. Þá svaraði Jónas: „Þegiðu strákur, ég er að skálda“! Þegar til Akureyrar kom, bað Jónas Hallgrím að bíða til morguns, en sjálfur fór hann inn í svefnherbergi sitt og læsti að sér. Snemma næsta morgun hitti Jónas Hallgrím og bað hann fyrir bréf til Bjarna. Þegar Bjarni opnaði bréfið var þar í kvæðið „Gunnarshólmi". Bjarni las það með sýnilegri hrifningu, og að því búnu mælti hann þessi alkunnu orð (að sögn Hallgríms): „Nú er mér einsætt að hætta að yrkja“. Það mun eigi sízt hafa verið umgjörð efnisins, lýsingin á staðháttum, sem hreif Bjarna, „son Fljótshlíðarinnar", enda sýnir hún hvað Jónas hefir orðið hugfanginn af náttúrunni þar. Orðin sem Jónas leggur Gunnari í munn, eru beint úr hans eigin hjarta töluð: „Sá eg ei fyr svo fagran jarðargróða, fénaður dreifir sér um græna haga, við bleikan akur rósin blikar rjóða“. Og þessa sömu kennd er að finna í ,,Dalvisu“. Jónas ferðaðist oftar um þessar sveitir, Fljótshlíð og Eyjafjöll, og seinast sumarið 1842. Eftir það sumar kom hann ekki til íslands. Nú var það hinn 13. janúar 1844, að Brynjólfur Pétursson skrifaði Jónasi og bað hann nú blessaðan að gefa „Fjölni“ kvæði. Jónas var þá í Sórey. Orkti hann þá „Dalvísu“ og hefir skrifað á uppkastið, sem enn er til, 15. janúar. Hann hefir því orkt kvæðið daginn eftir að hann fékk bréf Brynjólfs, og sendi það þegar til Hafnar. Brynjólfur las það á fundi Fjölnismanna og segir hann í bréfi til Jónasar 12. febrúar, að fundarmönnum hafi þótt kvæðið fallegt og skrítið. Jónas hafði óskað að sett væri lag við „vísuna", en Brynj- ólfur segir það frágangssök, því að ekki sé hægt að þýða hana, því að hún sé nokkuð „ejendommelig og original". Mér finnst sem „Dalvísa" hljóti að hafa verið kveðin um „Markarfljóts- dal“, skáldið hafði í anda svipazt fram og aftur um þennan fagra dal, sem hafði mótazt fast í endurminningunni, þegar á árinu 1837, eins og sjá má í kvæðinu um ,,Gunnarshólma“. Skáldið horfir þá einnig af andans siónarhóli yfir þetta svið: „Þaðan má líta sælan sveitarblóma: því Markarfljót í fögrum skógardal dunar á eyrum; breiða þekur bakka fullgróinn akur, fegurst engjaval þaðan af breiðir hátt í hlíðarslakka glitaða blæju, gróna blómum smám“. Framhald á bls. 12. L 28. janúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.