Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1968, Blaðsíða 13
BÆKUR FRÁ BOIMIMBERS August Strindherg: Klostret. Utgiven med kommentarer av C. G. Bjurström. Albert Bonniers förlag 1966. Stockholm Nafn þessarar bókar á rætur að rekja til veitingastofu samnefndrar í Berlín, sem var athvarf Strindbergs og nokkurra annarra listamanna árin 1892 og 1893. Til Berlínar hélt Strindberg haustið 1892 eftir skilnað sinn frá Siri von Essen. Pór þá í hönd tíma- bil vonbrigða og mótdrægni, fjár- hagserfiðleika og lamaðrar starfs- getu. Strindberg gat ekki skrifað og gaf sig í þess stað af vaxandi áhuga að náttúru visindum. Um þessar mundir kynntist hann ungu austurrísku blaðakonunni, Fridu Uhl, sem varð önnur kona hans. Hjónaband þeirra var stormasamt og stóð skamma hríð. Til þess var stofnað á Helgoland í maí 1893 og því sleit með kveðjukossi á götu í París í október 1894. í þessari bók segir frá Berlínardög- unum og hjónabandi Strindbergs og Fridu Uhl. Bókin er skrifuð rétt fyrir aldamótin. Upphaflega gerði Strindberg ráð fyrir því, að hún yrði í tveimur hlutum, en síðari hlutinn var aldrei skrifaður. Fyrri hlutinn birtist í fyrsta skipti í upphaflegri mynd í þessari út- gáfu Bjurströms. Ástæðan til þess, að Klostret var ekki gefin út á sínum tíma, er talin hafa verið sú, hve ná- kvæma sjálfsævisögu var hér um að ræða. Hvarf Strindberg því að því ráði, að breyta bæði nöfnum og stað- fræði og þannig kom verkið út 1902 í safninu Fagervik och Skamsund, og bar þar heitið Karantaram'ástarens andra beráttelser. í þeirri útgáfu lagði Strind- berg sig fram um að eyða öllum þráð- um, sem rekja mátti til upprunans. Sögusviðið var flutt til Danmerkur, Ber lín varð Kaupmannahöfn, Mondsee í Austurríki var breytt í Arreskovsö á Jótlandi, Strindberg, sem í Klostret er nefndur ”kvenhatari“ og ”Svíi“, er norskt leikritaskáld í Karantánmastar- en andra berattelser og Frida Uhl er ekki "fegurst í Wín“, heldur í Kaup- mannahöfn. Auk þessara breytinga, felldi Strindberg alveg niður fyrsta hluta verksins. Þennan fyrsta hluta hefur C. G. Bjur ström dregið fram í upphaflegri mynd og með því að styðjast við frumhandrit að hinum hlutanum hefur hann getað komið bókinni saman í upprunalega heild. Kemur þetta verk Strindbergs þannig fyrir almenningssjónir í heild sinni í fyrsta skipti í þessari útgáfu. Evert Taube: Jag kommer av ett brusandi hav. Frán technar och málar- tiden I. Samlade beráttelser med till- hörande visor och ballader. I. Albert Bonniers förlag. Stockholm. Evert Taube hefur stundum verið kallaður þjóðskáld í Svíþjóð og hefur sú nafngift verið rökstudd með því annars vegar, að hann er þekktur og dáður af allri sænsku þjóðinni, en hins vegar fyrir þá sök, að í skáldskap sínum hefur hann túlkað geðhrif og minni, sem eru sérkennandi fyrir Svíþjóð og Svía. í þessari bók, sem er fyrsti hluti endurminn- inga höfundar í átta bindum, birt- ir hann fremst nokkur af kvæð- um sinum og vísum, sem löngu eru á hvers manns vörum í heimalandi hans. Fyrst er óður til Gautaborgar og þarna eru einnig vísurnar um Friðþjóð Ander- sen, sænska sjómanninn, sem varð vega- villtur í Buenos Aires. Átakanlegast þessara ljóða er kvæðið um Karl Stranne, sem Englendingar gleymdu bundnum við mastrið þegar faðir hans bjargaði þeim úti fyrir vesturströnd Svíþjóðar. Þegar ljóðunum sleppir skiptist bók- in í tvo kafla. Hinn fyrri heitir Jag kommer av ett brusande hav og lýsir höfundur þar frumbernsku sinni á löð- urbarinni eyju úti fyrir vesturströnd Svíþjóðar. Eru myndirnar sem hann dregur upp af fyrstu endurminningum sínum einkar hugljúfar og fallegar. En öðru vísi horfir við þegar lengra kem- ur og hann byrjar að skynja ógnir hafrótsins úti fyrir ströndinni. Þar seg- ir á einum stað: ”Hvílík harmaminning þú ert, sænska vesturströnd. Ég heyri ekki svo garg máfa þinna að mér komi ekki í hug öll neyðaróp drukknandi sjómanna, sem þú hefur þaggað niður í með saltvatni, sunnan frá Kolli og norður til Svínaboða, og mest umhverf- is Níðingana, Vinga og Pater Noster. Og þegar ég heyri viðkvæmnislegt eim- pípuvæl strandferðabátsins, verður mér hugsað til allra grátandi ekkjanna og föðurlausu barnanna . . .“. Útþrána hefur Taube drukkið í sig með móðurmjólkinni og eftir stutt nám við Listaakademíuna í Stokkhólmi réð- ist hann á kolaskip og næstu árin dvald ist hann í Argentínu, en kom til Ev- rópu aftur á stríðsárunum fyrri. Síðari hluti fyrsta bindis endurminninganna geymir ýmsar svipmyndir frá þessum árum, blandaðar sögnum og skáldleg- um hugleiðingum. Hvergi dylst það í þessum frásögnum, að það er listamað- ur, sem er á ferð og dregur upp lif- andi og litríkar myndir frá Buones Aires, París og Miðjarðarhafsströndum. Evert Taube: Pá kryss med Ellinor. Mánga hundra gröna mil. Frán tecknar- och málartiden. 2. Samlade beráttelser med tillhörande visor och ballader. II. Albert Bonniers förlag. Stokkholm. Þetta bindi endurminninga Evert Tau bes hefst á söngvum og ljóðum eins og fyrsta bindið. Þá taka við dagbókar brot þegar útþráin grípur listamanninn aftur síðsumars 1920 og hann lýsir björtum dögum í Suður-Evrópu þetta sumar og haust. Næst segir hann frá dvöl sinni um borð í kaupskipinu Elli- nor. Fyrst er lónað í Eystrasalti, en jafnvel þó skipið bíði byrjar verður umhverfið litríkt og lifandi séð með listamannsaugum og Taube dregur upp skemmtilegar og bráðfyndnar myndir. í Mánga hundra gröna mil eru svip- myndir úr ýmsum heimshornum, Suður- Ameríku, Havanna og frá Vinga, fæð- ingareyju höfundar úti fyrir vestur- strönd Svíþjóðar. Þessir kaflar eru einnig fleygaðir ljóðum eftir höfund- inn, því margt verður Taube að yrkis- efni. Fjölhæfnin er aðal hans og frá- sögnin verður aldrei langdregin. Ivar Lo-Johansson: Astronomens hus En roman om kárleken och áran. AI- bert Bonniers förlag. Stockholm 1966. Ástin og framinn er viðfangsefni Lo- Johanssons í þessari bók. Aðalsögu- hetjan er Bo Propst, þrjátíu og sjö ára gamall rithöfundur, sem hefur öðl- azt mikla viðurkenningu, frama og auð. Enda þótt slíkur maður hljóti að eiga margra kosta völ hefur hann ráð- ið sig sem vinnu- mann á búgarði í hieimahögunum og þar gerist sag- an. Propst starf- ar, lifir og hrær- ist í því andrúms lofti sem umleik- ur búgarðinn í önn og hvíld, og starfsfélagar hans koma mikið við sögu, einkum hjónaleysin Eiríkur og Eva, ungt fólk, sem nýtur þess, sem lífið hefur að bjóða. En sjálfur lifir Propst að nokkru í heimi minninganna, þess sem var fyrir tíu árum, þegar ævntýrið með Manu átti sér stað. Árið 1932 kom út skáldsaga eftir Ivar Lo-Johansson, sem hét Mána ar död. Astronomens hus er framhald af þeirfi bók og lýsir sömu persónum. Nú eru liðin tíu ár frá því að Mána dó, en þó víkur minningin um hana vart úr huga Propst. Ósvarað er þeirri spurn ingu hvort það var af hans völdum, sem hún féll í fossinn þegar deila þeirra stóð sem hæst. Hitt er Propst staðreynd, að hann vildi losna við Mánu og ástin, sem var hennar aðal, taldi hann sér fjötur um fót og standa í vegi fyrir því að hann gæti náð þeim frama og þeirri viðurkenningu, sem hugur hans stóð til. Framinn í þeim skilningi var honum meira virði en ástin. Og þegar . hann hafði deytt ástina var honum ekki lengur nein hindrun búin á framabrautinni. Astronomens hus er byggð um and- stæður. Þar togast á veruleiki og draum ur, líðandi stund og minning þess sem var, jörð og himinn. Propst fær að reyna það áþreifanlega, að hann er ekki laus við ástina enda þótt hann hafi lagt allt í frama sinn. Hann sezt að lokum að í ”Húsi stjörnufræðingsins", sem sérvitringur nokkur hafði byggt sem stjörnuathugunarstöð og íbúðarhús í senn. Þetta hús innréttar Propst eins og hann heWuT að Mána hefði viljað hafa það. Þetta er meginniðurstaða bók arinnar, sem er hátt á fjórða hundrað blaðsíður, rituð í hefðbundnum stíl, læsileg og óleiðigjörn. J. H. A. skak Árið 1834 var tefld bréfskák milli Lundúnaborgar og Parísar. Frakkarnir beittu þá þessari vörn, sem eftir það bár nafn þeirra. Þetta varnarkerfi nýt- ur enn þann dag í dag mikilla vin- sælda og meðal þekktra skákmeistara, sem hafa mikið dálæti á Franskri vörn eru þeir Botwinnik og Petrosjan nú- verandi heimsmeistari. Þekktur þýzk- ur skókmeistari E. Bogoljubow tefldi eitt sinn fjöltefli í heimalandi sínu og þá kom dálítið spaugilegt atvik fyrir, en Bogoljubow var þekktur fyrir spaug semi sína. Einn keppandanna var kona og hún beitti einmitt Franskri vörn, en lenti fljótlega í vandræðum. Hvítt: Bogoljubow Svart: Konan 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 Rg-f6 6. Rf3-g5 Be7 7. Rxf7 Kxf7 8. Rg5f Þegar Bogoljubow kom aftur að borð inu var konan mjög áhyggjufull og sagði: „Ef ég nú fer með kónginn til g8 gerir riddari yðar svo mikinn usla í liði mínu, og ef ég fer með kónginn til e8 tapa ég drottningunni". Bogolju- bow var fullur samúðar og gerði kon- unni það boð að snúa borðinu við, þannig að hann hefði svart. Konan tók boðinu feginshendi og þá varð fram- haldið þannig: 8. - Kg8 9. Rxe6 De8 OG nú virtist meistarinn svo sannar lega vera að tapa. Konan hélt sigri hrósandi áfram 10. Rxc7 Nú já, þér ætlið að drepa drottn- inguna mína eða hrókinn — ég ætla að segja skák með biskup- 10. - Bb4 Tvískák og mát! Eftirfarandi er haft eftir hinum þekkta skákmeistara Tartakower: Afleikirnir eru alltaf fyrir hendi, þeir bíða einungis eftir að verða leikn ir. Skák má venjulega skifta í þrjá hluta: Byrjunin, þar sem þú vonar að fá betri stöðu. Miðtaflið, þar sem þú heldur þig hafa betri stöðu og að lokum endataflið, þar sem veizt að þú hefur tapaða skák. Skákdæmi. Hvítur leikur og vinnur Lausn í næsta þætti. 28. janúar 1068 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.