Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Side 2
Harmleikur um ásf og afbrýði sínum um gáfur og atgervi. Skáld var hann gott, og lifa enn margar vísur hans á vörum þjóöarinnar, en nokkuð þótti hann bréllinn og ekki allur séður, þar sem hann var, stórbrotinn í lund og mikill fyrir sér, tamdi sér glæsi- mennsku í klæðaburði og kunni því vel að hafa næga peninga handa á milli. Keyndist hann mörgum erfiður við- skiptis í fjármálum, og bitnaði það eink- um á þeim, er nokkurs máttu sín, en við fátæka gat hann verið hjálpsamur og örlátur. Hann lagði mikla stund á lækningar og kynnti sér erlendar bæk- ur um þau efni. Komst hann af sjálfsdáð um vel niðri í Norðurlandamálum og jafnvel þýzkri tungu. Margar lækning- ar hans þóttu ganga kraftaverkum næst og var haft fyrir satt, að hann hefði iðulega ráðið niðurlögum hættulegra sjúkdóma, sem lærðir læknar höfðu gef izt upp við. Hlaut hann af þessu hylli margra góðra manna, þó að ýmsum þætti hann harla dýrseldur. Var það háttur hans að taka því hærra gjald af mönnum sem þeir voru auðugri, og hafði hann þannig drjúgar tekjur af lækningum sínum. En það voru þó hvorki gáfur Natans, lækniskunnátta hans né fjármálabrell- ur, sem gerðu hann frægastan í lifanda lífi og haldið hafa síðan nafni hans á lofti. Til þeirra hluta urðu honum kvennamálin endingarbezt. Var hann vart kominn af barnsaldri, er hann tók að halda ástkonur, eina eða fleiri, og fór ekki dult með. Unni hann þeim af ástríðufullu hispursleysi, en sjaldan stóðu þær ástir lengi af hans hálfu. Hins vegar er margt til frásagnar um það, að hann hafi orðið seingleymdur þeim konum, sem urðu á leið hans, en þær voru margar, því að Natan þurfti víða að fara vegna lækninga sinna og lagði sjaldan hömlur á tilfinningar sín ar. Einna lengst hélt hann tryggð við Skáld-Rósu, sem kunnust er af kveð- skap sínum og var honum fullkomlega jafnbær að gáfum og ástríðumagni. Skáld-Rósa kemur þó ekki með bein um hætti við frásögu þá, er hér verður greind, enda er hvort tveggja, að Natan var um þessar mundir orðinn henni frá- hverfur og meinbugir voru á því, að þau mættu njótast. Aftur á móti biðu hans nú önnur ævintýri, sem áttu fyrir sér að verða honum harla örlagarík. Það var veturinn 1826—27, að Natan kom að Geitaskarði í lækningaferð. Þar var þá til heimilis vinnustúlka sú, er Agnes hét, Magnúsdóttir. Hún var nærri þrítugu og er henni svo lýst, að hún hafi verið kvenna gervilegust og skemmtileg í viðmóti, bráðgáfuð og skáldmælt, en örgeðja í meira lagi, ást- hneigð og hjartaheit. Er ekki að orð- lengja, að með þeim Natan og Agnesi tókust skjót og góð kynni þetta kvöld. Sátu þau lengi frameftir á eintali og felldu æ fastar hugi saman. Hélt svo Natan leiðar sinnar næsta morgun, en þá bafði reyndar samizt svo með þeim Agnesi, að hún skyldi flytjast til hans í næstu fardögum og taka við ráðs- konustörfum. Mun hún réttilega hafa litið svo á, að þau væru þá strax heit- bundin. Þegar hér var komið sögu, hafði Natan fyrir nokkru sett saman bú að Illugastöðum og bjó þar ókvæntur. Hvarf Agnes til hans á tilskildum tíma, en nokkuð urðu endurfundirnir með öðrum hætti en hún hafði vænzt, og bar það fyrst til, að Natan brigðaði við hana loforðið um ráðskonustöðu. Hafði hann ráðið til bústjórnar unga stúlku, er Sigríður hét og vistazt hafði hjá honum vorið áður. Var hún þá að- eins fimmtán ára að aldri. Sigríður var hin efnilegasta stúlka, fríð sýnum, skarp gáfuð og ágætlega látin af öllum, er henni kynntust. Þótti sýnt, að Natan hefði nú snúið ást sinni til hennar, og leitaðist hann við að gera veg hinnar ungu stúlku sem mestan. Sparaði hann hvorki við hana klæðnað né góða gripi og trúði vinum sínum fyrir því, að hann hefði fullan hug á að eiga hana. Allt þetta olli Agnesi sárum von- brigðum, og þóttist hún illa blekkt af heitmanni sínum. Samt reyndi hún að láta sem minnst á slíku bera og trúði því í lengstu lög, að henni mundi takast að ná ástum hans að nýju. Jafnframt sá hún í hendi sér, að til þess að svo mætti verða, þyrfti hún fyrst alls að sundra ástum þeirra Sigríðar, og ein- setti hún sér að koma þeirri ætlun fram með skynsamlegum fortölum eða öðrum tiltækum ráðum. f þessu tilliti mátti segja, að Agnes hefði heppnina með sér. Henni lagðist það tíl, að í nágrenninu var unglings- piltur, sem tekinn var að leita ásta af Sigríði, og hét sá Friðrik, sonur Sig- urðar, bónda í Katadal. Friðrik var að- eins 18 ára að aldri, vel gáfaður og glæsimenni í sjón, en ódæll nokkuð og mikill fyrir sér. Hjálpaði Agnes honum einatt til að ná fundi Sigríðar, og vandi hann mjög komur sínar að Illugastöð- um, einkum þegar Natan var að heim- an. Leið þá ekki á löngu, unz ástir tækjust með þessum tveim ungmennum, og hétu þau hvort öðru eiginorði. Þetta fór þó leynt, og skyldi Natan ekki fá um það að vita, fyrr en Agnes hefði komið sínum vilja fram við hann, og mundi hann þá fúsari til að samþykkja ráðahag þeirra Friðriks og Sigríðar. Þóttist nú Agnes hafa komið ár sinni vel fyrir borð og hóf sókn að nýju. Beitti hún Natan öllum þeim ráðum, andlegum jafnt sem líkamlegum, er henni voru tiltæk, en ekkert stoðaði. Svaraði hann öllum viðbrögðum hennar með kerskni og kaldlyndi, og var þess þá skammt að bíða, að ást hennar sner ist upp í fullkomna heiftúð. Átti hún, úr því svo var komið, ekki aðra ósk heitari en að koma fram sem grimmi- legustum hefndum. Er skemmst frá því að segja, að hún fékk smám saman talið Friðriki trú um, að hann mundi aldrei fá notið Sigríðar, meðan Natan væri ofar moldu, og væri þess vegna það eitt ráða að stytta honum aldur. Og atlagan er ráðin. En slíkt áform verður ekki til í einu vetfangi, sízt á einmanalegum sveitabæ, þar sem hugir fólks eru vanir að fara löngum ein- förum. Það tekur fyrst á sig form eftir miklar, laumulegar og erfiðar viðræður, helzt í myrkri, og kannski eftir enn þyngri andvökur á næturþeli. Það er líkast því sem verið sé að vekja upp draug, sem magnast loks svo í höndum særingamannsins, að hann fær sjálfur ekki lengur við ráðið. Á Illugastöðum er komin til sögunnar einhver slík hræðileg vofa, sem verður hvorki heyrð né séð, en er samt alls staðar á reiki nótt og dag, býr um sig í flótta- legu augnaráði og situr um alla hugsun fólksins í vöku og svefni. Og þessari römmu vofu verður vel til fanga, því að hún nærist á sjúklegum ímyndunum og skilur eftir sig sviðna jörð í hverju hugskoti. En menn eru skyggnir með mörgum hætti, og það er ekki hægt til lengdar að dylja Natan vofunnar, þó að farið sé að öllu með leynd. Ef til vill er honum ekki að fullu ljóst, hvaða erindi hún á að reka, en hann hefur lesið nálægð hennar úr svip og viðmóti fólks- ins. En sætir það þá nokkurri furðu, þó að gáfaður maður, sem hefur kynnzt margháttuðu sálarlífi og lært að skerpa hugkvæmni sína við greiningu ókenni- legra sjúkdóma, verði smám saman hald- inn þungum og annarlegum draumförum í því andrúmslofti, sem leggst á hann eins og kaldur hrammur í Illugastaða- baðstofunni? Sjálfur var Natan drauma maður mikili, og lá það í ætt hans. Þennan vetur sagði Natan kunningj- um sínum frá mörgum undarlegum draumum. Sá var einn, að hann þóttist staddur í kirkjugarðinum á Hólum í Hjaltadal, og stóð hann hjá nýorp- inni gröf. í öðrum enda grafarinnar þótt ist hann sjá sál sína, en líkamann í hinum endanum. Var hann illa til reika og mikið brunninn. Horfði hann á þetta um stund, og heyrði hann líkamann kveða til sálarinnar þetta vers úr sálmi eftir Stein biskup: Hvað mun þig stoða hefð og vald, heimstign og allur sómi, er fyrir þín brot skalt greiða gjald guði á efsta dómi? Veraldleg prakt er þrotin þá. Þessa, mín sál, í tíma gá, þenk um, að þar að komi. í annan tíma dreymdi Natan, að hann þóttist staddur hjá báli einu miklu, og skutust tvær eða þrjár nöðrur út úr bálinu og bitu hann. Hafði hann og oft á orði þennan vetur, að hann mundi eiga skammt ólifað, og kvaðst hann mega ráða af draumum sínum, að setið væri um líf hans. Það var einnig eitt sinn, að þejm Friðriki og Natan lenti saman út af hvalskurði, og lét hann þá svo um mælt við kunningja sinn, Björn Olsen, umboðsmann á Þingeyrum, að ekki vildi hann deila við Friðrik. „Hann verður mannsbani, áður en hann er tvítugur,“ bætti hann við, „en þetta ár verður mitt síðasta." Rak nú allt til þess, er koma skyldi. Það var engu líkara en að ástin, ör- væntingin og hatrið, allt hið ósveigjan- lega tilfinningalíf hinna þriggja aðila, Friðriks, Sigríðar og Agnesar, væri kom ið í uggvænlega sjálfheldu og hlyti fyrr eða síðar að sprengja af sér alla fjötra. Um Friðrik er það að segja, að hann virðist' frá upphafi hafa látið sér fátt fyrir brjósti brenna, og í annan stað gátu hömlur þær, sem ást hans mætti, einungis orðið honum olía á glóð eldlegra tilfinninga. Að sama skapi unni Sigríður honum af blindu ein- lyndi þess hjarta, sem miðar öll rök og alla sína tilveru við ástina. Hvers virði var henni lífið, ef hún átti allan aldur að vera bundin þeim manni, sem hún hafði fengið ógeð á, í stað þess að njóta hamingju lagrar ævi í sambúð við þann eina mann, sem átti hjarta hennar? Um Agnesi gegndi öðru máli, og það verður ekki sagt, að hún hafi í nokkrum eiginlegum skilningi verið að berjast fyrir lífi sínu. En stolt hennar hafði beðið skipbrot, og ástríðu- fullt hatur á þeim manni, sem sveigt hafði brennandi ást hennar til niður- iægingar, tekur fram fyrir hendur henni. Á samri stund er hún orðin að ómanneskjulegri norn, sem situr við ósýnilegan seiðpott öllum stundum og bruggar banaráð. Þannig líður tíminn, langir dagar og vikur, sem verða að mánuðum. Máttar- völd þau, sem sitja yfir örlögum mann- anna, fara sér hægt, en örugglega, og hér má ekki hrapa að neinu. Það verð- ur jafnvel að taka veðurfar og gesta- komur með í reikninginn. En umfram allt þarf að særa fram einbeittan vilja og brýna hugina. Og svo rennur loks upp minnisstæður dagur, hinn 13. marz 1828, og heima á Illugastöðum virðist hann aldrei ætla að taka enda. En þegar líða tekur á kvöldið, þarf Agnes oft að bregða sér norður fyrir bæinn, og augu hennar rýna út í hráslagalegt myrkrið, eins og hún eigi sér þaðan einhvers von. En það hefur verið asahláka að undan- förnu, og nú er hálfur máni og rosa- leg ský á lofti, sem fara hamförum um geiminn og boða óveður. Það er því allt annað en líklegt, að menn geri sér erindi að heiman á slíku kvöldi, nema mikið liggi við, enda er komið langt fram á vöku, þegar Agnes hefur loks komið auga á gestinn, sem hún hefur sýnilega átt von á. En þá getur hún líka horfið aftur inn í bæ, lagt hurð að stöfum og beðið átekta. Því að þessi maður mun ekki að sinni leggja leið sína heim að bænum. Hann mun Ielta sSr sKJOIs vlð gslínlan tún- garðsvegg, þar sem enginn sér til hans. Því er ekki einu sinni að heilsa, að hann geti sjálfur ráðið í, hversu lengi hann má þreyja þarna, en hitt er víst, að enn um stund getur hugur hans elt uppi hina þungu og flöktandi skugga sem hafa aldrei áður gert sér jafn- dælt við hann. En loks hfekkur hann upp. Hann heyrir fótatak nálgast, og þegar " hann lítur við, horfa til hans yfir garðsbrotið tvö köld og tindrandi augu. Það er Agnes, sem þarna er kom- in til að vitja hans, og með lágri röddu; sem hæfa mundi hlutverki seiðkonunnar, mælir hún til hans þessum fornu, hvers dagslegu orðum: „Allt er tilbúið!“ Nornaseiður á næturþeli. Engum getum verður leitt að hug- renningum unglings, sem á sér skugga- legan felustað bak við hálfhruninn tún- garð og bíður þess í hrollköldu ofvæni, að á hann verði kallað utan úr myrkr- inu til að vinna það hermdarverk, sem hann finnur, innst inni með sjálfum sér, að muni leggja samvizku hans ævi- langt í einelti. Hann hefur að vísu í langa tíð velt þessu áformi fyrir sér, leikið sér að því í huganum og gælt við það, en nú, þegar úrslitastundin nálgast, sækir það í fyrsta sinn að honum sem sjálfstæð, fjandsamleg ó- freskja, sem upp frá þessu á alls kostar við hann. Það hefur meira að segja hvað eftir annað hvarflað að honum þetta kvöld að flýja af hólmi, en honum er meinað það, og úr því að svo er kom- ið, getur jafnvel ekki hin dýpsta ástar- kvöl snúið augliti hans frá glotti þeirra ferlegu norna, sem máttarvöld himins og jarðar egna gegn honum og leika nú lausum hala í rosalegum skuggum og flóttalegu tunglsljósi. En senn er þessi hryllilegu bið lokið, og Agnes er komin til að vitja hans. Á samri stundu er vilji hans aftur á valdi seið- konunnar, og hann fylgir henni þegj- andi heim að bænum á Illugastöðum, sem á þessari stund virðist hnipra sig inn í myrkrið. Um leið veit Friðrik, að ekki verður framar aftur snúið. Agnes er einnig orðfá að þessu sinni. En Friðrik þarf ekki heldur neins að spyrja. Hann er orðinn vanur því að hlíta ráðum þessarar undarlegu konu og treystir því, að hér verði ekki hrap- að að neinu. Á Illugastöðum eru ekki um þessar mundir aðrir karlmenn í heim ili, utan húsbóndans, Natans Ketilssonar, en fjármaðurinn, sem Daníel heitir, og þó að hann hafi reyndar verið með í ráðum um atlöguna, hefur þótt henta, að hann yrði fjarverandi þessa nótt. Það hefur einnig samizt svo um, að Sigríði, hinni ungu og lítt hörðnuðu ástmey Friðriks, skyldi hlíft við bein- um afskiptum af víginu, enda er henni og ætlað annað hlutverk. Á framfæri Natans er þriggja ára stúlkubarn, Þór- anna Rósa, sem er laundóttir hans með Skáld-Rósu, og nú á Sigríður að gæta hennar í frambænum, á meðan á að- förinni stendur. Sjálf ætla þau Agnes og Friðrik að vera ein um ofbeldis- verkið, og yrði þá ekki fleiri vitnum til að dreifa meðal heimilisfólksins. Það er einnig að yfirlögðu ráði, að þetta skuggalega kvöld hefur verið valið til atlögunnar. Þá hefur Natan verið væntanlegur heim úr langri og erfiðri lækningaferð. Hann mundi þess vegna fara ferðlúinn í háttinn og sofa venju fremur fast þessa nótt. Af honum yrði því ekki mikils viðnáms að vænta. En enginn er svo framsýnn, að hann geri sér fyrir fram grein fyrir öllum möguleikum. Fyrir þá sök geta jafn- vel nákvæmustu áætlanir átt sínar veil- ur, og þannig fór einnig að þessu sinni Natan kom að vísu heim til sín þetta kvöld, eins og til hafði staðið, og lagðist þreyttur til svefns. En það var annað atvik og harla hversdagslegt, sem eng- inn heima á Illugastöðum hafði „tekið Framhald á bls. 12. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. febrúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.