Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Síða 3
BARINN B arinn var þéttskipaður mönnum og konum sem ýmist hölluðu sér fram á borðin eða sátu meðfram veggjunum og dreyptu á háum glösum með sítrónu- sneiðum í eða glösum sem féllu í greip- arnar væru mjóir fæturnir látnir milli löngutangar og baugfingurs. Nokkrir báru sólgleraugu til að dyljast, til að sýnast dularfullir eða til að verja augu sín fyrir reyknum sem mettaði andrúms- loftið og gerði það eins og mistur á vorkvöldi. Músik, sem engan truflaði veitti þeim orðum skjól sem ekki skyldu berast nema í eitt eyra og auk þess gaf hún tilefni til þess að snertast á dansgólfinu sem var lítið og úti í horni þar sem nánast var myrkur. Við hljóð- færið sat maður sem þurrkað hafði allan svip af andliti sínu og virtist ekkert sjá utan fingur sína sem liðu örugg- lega og rólega yfir nótnaborðið. Ein- stöku sinnum lék hann fjörugan polka eins og til þess að vekja gestina af dvala, ef kliður raddanna lækkaði, ef menn fóru að horfa á ekki neitt, geispa og líta á armbandsúrið, eða snúa glös- unum annars hugar. Þá hallaði hann sér yfir nótnaborðið og fólk varð að hækka róminn ef það vildi láta heyra til sín. Þegar ösin við barinn var orðin mátulega mikil á ný og menn skáluðu einbeitt hallaði hann sér aftur á stólnum og fingurnir snertu nóturnar svo létt að veikustu tónarnir heyrðust varla. í horninu að baki hans sátu tvenn hjón og spiluðu bridge rétt eins og það væri eðlilegast af öllu eðlilegu og sjálfsagðast af öllu sjálfsögðu að spila bridge á slíkum stað. Hann greindi sagn ir þeirra og langar þagnir, þægilegar bridgeþagnir. Þótt hann sæi þau ekki skynjaði hann látbragð þeirra að baki sér og heyrði allt sem fram fór. Mað- urinn með bassaröddina vildi spila upp á peninga. ,,Magnús, það er óleyfilegt“ sagði konan gegnt honum. „Það þarf ekki að sjást góða mín, þarf ekki að sjóst. Við gerum upp í bílnum á eftir. Hvað leggurðu undir Kalli?“ „Hvert stig gildir krónu“ var svarið og frúrnar þögðu. „Hvað segirðu?" „Fjögur grönd“ Þögn „Fimm hjörtu“ „Fimm spaða“ „Pass“ Þögn „Sex spaðar“ ,.Pass“ „Pass“ „Pass“ „Kallaðu á þjóninn og pantaðu annan umgang af því sama.“ Lagið sem hann lék var „La vie en rose“ og fjórar manneskjur liðu um gólf- ið, hjón á fimmtugsaldri sem héldu eins langt utan um hvort annað og þau náðu. Hún slétt í framan og lagleg, hann með stórt nef og mikið dökkt hár. Þau skröfuðu saman. Yngra fólk þétt sam- vafið í vangadansi syngjandi eins og raddböndin leyfðu 1-a-v-í-a-n-r-ó-s. Hann lék lagið aftur án þess að gera hlé og fleira fólk steig út á dansgólfið. „Firnrn hundruð stig, fimm hundruð kall“ muldraði bassaröddin. „Gefðu" „Hvað segirðu?" „Eitt lauf“ „Eitt hjarta“ Þögn „Eitt grand“ „Ja hver skrattinn ... látum oss sjá ... tveir spaðar." Hann mátti ekki sofna við flygilinn, bezt að leika vals. Menn lögðu glösin á barborðið og buðu konum og stúlkum í dans og gólfið var of lítið fyrir þau öll svo að sumir urðu að dansa fyrir utan á dökkrauðu teppinu. Blandaður kór yfirgnæfði allt annað ... útivið svalansæinnsyngégmittástarljóð . . . Sum ir sungu hærra en röddin leyfði svo að þeir urðu að hætta í miðju lagi. Miðaldra maður setti sig í stellingar óperusöngvara og stúlkan hans var í vandræðum með hendurnar á sér. Hann söng vel og hætti ekki fyrr en hún tók utan um hann og sveiflaði Framhald á bls. 13. POUL P. M. PEDERSEN Hörfandi sjónhringur Aldrei varð ég þreyttur á hinni votu sléttu. Vetrarhaf. Sumarhaf. Heiðblátt haf, svart haf. Ekkert fullnægir þrá eftir hörfandi sjónbaug. Þögult haf. Stormahaf. Frumskógur vatns. Leita ég þess sem ei finnst til þögullar, síðustu kveðju? Heimahaf. Heimislaust haf. Ég er í ætt við Ismael. ísþokuhaf. Sólarhaf. Sól og tungl koma — og hverfa. Blikandi norðurljós nóvemberkvölda. Blánandi stjörnur í vetrarnótt, líkt og brot úr eilífð? Karlsvagninn og Pólstjarnan blikuðu í milljónir ára yfir vatnsauðn, þar sem jörð reis — og sökk. Aldrei rak að landi öndvegissúlur mínar á ferðum yfir víðáttur tíma og vatns. Ég er í ætt við Ismael, Fljúgandi Hollendinginn, Ahasverus, Kristofer Kólumbus, alla sem áttu vökudraum, alla sem fengu ei frið, fundu ekki samastað. Grænt haf. Kóbaltblátt haf. Hafblik. Stormahaf. V atnafrumskógur. Hörfandi sjónhringar. Matthías Johannessen þýddi. Poul P. M. Petersen hefur verið staddur hér á landi að undanförnu. Eins og kunnugt er hefur hann þýtt ljóð á dönsku eftir ýmis íslenzk skáld, en nú licfur hann vent sínu kvæði í kross og hirt eftir sig nokk- ur ljóð í dönskum blöðum. Hyggst hann gefa út ljóðabók að tilefni sjötugsafmælis síns að hausti. Ljóð það sem hér fer á eftir birtist í Kristelig Dagblad í Kaupmannahöfn. 4. febrúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.