Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Blaðsíða 6
Jón Kristvin Margeirsson: Dö SIÐARI HLUTI Það er ennfremur skoðun Verzlunar- félagsins, að heildarsala á íslenzkri vöru myndi minnka í Kaupmannahöfn. ef Hörmangarar hefðu einkarétt á að verzla með hana í smásölu. Svo hafi ætíð verið þá er íslandsförin komu til Kaupmannahafnar, að iðnaðarmenn hafi aflað sér lífsnauðsynja til ársins með hliðsjón af því, að þeir gætu greitt fyrir þær með vinnu. Á þennan hátt losni Verzlunarfélagið strax við mikið af vörunni, og þeir kaupendur, sem við henni taki á þennan hátt, hafi betri skilyrði til að verja hana fyrir skemmdum, en ef hún lægi í hlöðum í vörugeymslum félagsins. En ef þessir kaupendur mættu ekki kaupa milliliðalaust af félaginu, en yrðu að gera öll sín kaup hjá Hörmöngurum fyrir peninga, mundu þeir kaupa til styttri tíma í einu, miklu minna í hvert skipti. Og í sláturtíðinni mundu þeir hinir sömu þá líklega kaupa nauta- kjöt (danskt) í heilum og hálfum skrokkum fyrir utan Vesturhlið borg- arinnar (Vesterport, nú rétt hjá járn- brautarstöðinni) eins og tíðkaðist á tím- um Norðurlandastyrjaldarinnar miklu (1700 — 1721), þegar konungur keypti allt kjöt, sem þá var flutt út frá ís- landi. Þá er það og kunnugt, segir Verzl- unarfélagið, að saltfiskur flyzt til Kaup mannahafnar frá Finnmörku og Berg- en, og að þessi fiskur er lakari að gæðum en íslenzki saltfiskurinn og þess vegna í lægra verði. Ef íslenzka verzlunarfélagið mætti ekki selja ís- lenzkan saltfisk í smásölu og Hör- mangarar yrðu þannig einráðir um smá sölu á saltfiski væri það undir þeim komið hvort þessum saltfisktegundum væri haldið aðgreindum. Og þetta skipti máli, því að kaupandinn geti ekki séð það á fiskinum, hvort hann sé frá íslandi, Bergen eða Finnmörku, en verði að bragða á honum til að finna muninn. Og Verzlunarfélagið spyr, hvort þetta mundi ekki leiða til þess að hlutur íslenzks saltfiskjar yrði fyrir borð borinn. Þyrfti ekki að vera til staður þar sem einungis íslenzkur saltfiskur væri til sölu? (215 — 216) Og hvað mundi svo gerast, er Guð gefur gott fiskiár á íslandi? Þá mundu Hörmangarar kannski ekki vilja taka við nema helmingnum af útfluttum fiski frá fslandi. Væri þetta fallið til að auka þá áhættu, sem fylgdi ís- landsverzluninni. Gæti þá svo farið, að Verzlunarfélaginu reyndist ókleift að kaupa af viðskiptavinum sínum á fs- landi allar þær afurðir, sem velþókn- un Skaparans færði íslendingum.(223) Og Verzlunarfélagið kveður það 6- kleift fyrir sig að starfrækja verzlun- ina, ef það missi þessi fríðindi, sem haldi uppi verzluninni að mestu leyti: „den Frihed der til störste Delen opret holder Handelen." (283) Síðan heldur það áfram: „og hvert tjón af því leiddi á því mikla hnossi, sem fslandsverzl- unin er Kaupmannahöfn og Hafnar- búum er auðveldara að skilja en svo að nauðsynlegt sé að lýsa því í orð- um (skriflega). — Vér viljum hliðra oss hjá að ræíSa um það, að mörg þúsund þegnum á íslandi er séð fyrir nauðsynlegum aðflutningum vöru á fastákveðnu verði, fjölmörgum starfs- mönnum Verzlunarfélagsins, fjölmörg- um iðnaðarmönnum og sjómönnum er tryggt lífsframfæri( af íslandsverzlun- inni), auk þess að útgerð 24 — 25 skipa hér í borginni (Kaupmannahöfn) lifir af þessu. En aftur á móti, ef Verzlunarfélagið missir þau réttindi, sem hafa verið í gildi í svo mörg ár, mundi verzlunin brátt leggjast niður og þar af leiðandi myndu hluthafar- nir verða gjaldþrota, og auk þess mundi það verða óbærilegt fyrir íbú- ana í þessari konunglegu höfuðborg, ef þeir ættu að missa þau fríðindi, sem þeir hafa ætíð haft óátalið hingað til: að kaupa til heimila sinna nauðsyn- legar íslenzkar vörur milliliðalaust af íslenzka verzlunarfélaginu, þar sem þeir geta verið vissir um að fá ósvikna íslenzka vöru." (283 — 284) Konungur felldi úrskurð í málinu 25. janúar 1737 (ekki sumarið 1737 eins og dr. Björn Karel Þórólfsson gizkar á í ritgerð sinni í „Historiske Meddel- elser om Köbenhavn" IH. række, III. bindi. Úrskurðurinn er heldur ekki týndur, eins og dr. Björn gerir helzt ráð fyrir í nefndri ritgerð.) Afgreiðsla málsins fór fram með þeim hætti, að viðskipta- og iðnaðarmála- ráðuneytið (General Landökonomie- og Commercekollegiet), sem þá var reynd lar nýstofnað, vann úr niðurstöðum nefndarinnar, sem hafði rannsakað mál ið, samdi síðan' greinargerð um mál- ið með tillögum um úrskurð og lagði þetta fyrir konung, sem síðan kvað upp úrskurð í málinu. Var hann á þá lund, að íslenzka verzlunarfélaginu skyldi frjálst að selja vöru sína með þeim hætti, sem því sýndist, hvort heldur væri í heildsölu eða smásölu. En hins vegar bæri því skylda til að selja Hörmöngurum vöruna í heildsölu á 12—14% lægra verði en það seldi í smásölu. í úrskurðinum leggur kon- ungur ennfremur blátt bann við því, að hann sé ónáðaður frekar vegna þessa máls. f greinargerðinni leit ráðuneytið svo á, að þar sem ekki hafi verið gengið eftir því lengi, að verzlunartilskipun- inni frá 1681 væri fylgt, væri hún varla í gildi. Það væri helzt 1. grein í reglugerð Stéttarfélags Hörmangara, sem styddi, að hún væri gildandi lög, en þar sé talað um, að íslandskaup- menn skuli hafa áfram þau réttindi ó- skert, sem verzlunartilskipunin frá 1681 áskilji þeim. En ef téð verzl- unartilskipun sé í gildi, standi það einnig í henni, að þeir, sem sigli milli ríkjanna, skuli hafa rétt til að selja vöru sína hvort heldur er í heildsölu eða smásölu, og falli íslenzka verzlunar- félagið undir þetta ákvæði, þar eð fsland sé hluti af Noregsríki. Enn- fremur fellst greinargerðin á röksemdir Verzlunarfélagsins um gagnssemi fs- landsverzlunarinnar fyrir Kaupmanna- höfn. Þannig lyktaði þá þessari deilu. Stétt arfélag Hörmangara beið algeran ó- sigur, enda er komizt svo að orði í Gerðabók Stéttarfélagsins, að málsúr- slit séu hin verstu, sem hugsazt geti fyrir Hörmangara. Þarf ekki að efast um, að hér er mælt af einlægni. Um það leyti er málinu lauk var farið -að hyggja að því í Danmörku að endurskipuleggja verzlunarmálin al- mennt, reyna að efla verzlunina, svo að hún yrði ríkinu öllu til sem mestrar blessunar. Ber þá að hafa í huga, að á þeim tíma, er hér um ræðir, er verzlunin talin þýðingarmesti atvinnu- vegur í ríkinu. Var það samkvæmt ríkjandi hagskoðun. Þetta mál, sem stjórnin átti einna drýgstan þátt í, var komið vel á veg, þá er síðasta leiguár fslenzka r verzl- unarfélagsins rann upp, 1742. f marz þetta ár sendi stjórnin uppkast að laga- setningu til ýmissa aðilja í Kaupmanna höfn, m.a. Stéttarfélags Hörmangara, og bað um álit þeirra. Stéttarfélaginu leizt ekki á blikuna, taldi að við hina nýju lagasetningu yrði hagur Hörmang ara enn fyrir borð borinn. Ekki var þó búið að ganga frá hinum nýju lögum 9. apríl 1742. er auglýst var í Kaupmannahöfn, að ís- landsverzlunin yrðiboðin upp 16. ap- ríl næstkomandi. íslenzka verzlunar- félagið hafði ekki viljað ganga að þeim skilyrðum, sem konungur, Kristján Sjötti, setti fyrir áframhaldandi verzl- un þess á fslandi. Meðal þeirra skil- yrða var stórhækkun á afgjaldinu. Félagið hafði greitt 8000 ríkisdaíi ár- lega, en Kristján Sjötti vildi hér eftir fá 16000 ríkisdali í ársafgjald. í sambandi við þetta uppboð vekur það athygli vora, hve stuttur tími líður á milli þess að auglýsingin er dagsett (9.4. 1742) og uppboðið á að faira fraim, Það er ein vika. Er þetta hin íhugun- arverðasta málsmeðferð. Ekki er furða, þótt sumum hafi þótt tíminn stuttur. Það gefur að skilja, að Hörmangar- ar töldu þetta mál varða sig miklu. Daginn fyrir uppboðið, 15. apríl, kvaddi formaður Stéttarfélags Hörmangara nokkra félagsbræður sína á fund sinn til að ráðgast um það, hvort þeir ættu að reyna að taka að sér íslandsverzlun- ina. En eftir því sem formaðurinn segir sjálfur í Gerðabók félagsins, þar sem hann hefur skráð frásögn af þessu, þótti þeim of skammur tími til srtefnu og hættu við áform þar að lútandi. Skildust þeir að því búnu. En morgun- inn eftir, áður en uppboðið hófst, komu þeir aftur á fund formannsins, sem höfðu verið á ráðstefnu með honum dag inn áður, allir nema einn, og fólu hon- uim niú að bjóða í verzlunina fyrir hönd Stéttarfélags Hörmangara. Fór þá formaðurinn upp í stjórnarráð (Rentu- kammerið) þar sem uppboðið fór fram og hóf að bjóða. Varð nokkur keppni á milli hans og Andreasar Björns, sem var þekktur athafnamaður í Kaup- mannahöfn. Endaði sú keppni með því, að formaður Stéttarfélagsins gekk með Framhald á bls. 11. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. febrúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.