Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Blaðsíða 8
BRASILfA Til vinstri: íbúðablokkir Niemeyers í Br«v;líu eru hver annari líkar og standa allar á súl- um. Undir þeim eru m.a. bílastæði. í Rómaborg um Krists burð, því þá bjuggu þar 150 þús. manns á einum fer- kílómetra í miðju borgarinnar. Samt er það engan veginn heimsmet. f fátækra- hverfum Kalkútta á Indlandi búa eftir sem bezt er vitað 300 þús. manns á fer- kílómetra. f mörgum borgum Bandaríkjanna, svo sem New York, Dallas og Pittsburg er geysilega þéttur kjarni skýjakljúfa mið svæðis, síðan lækka húsin út til jaðr- anna, þar sem hverfi einnar hæðar einbýlishúse taka yfir víðáttumikil flæmi. f París aftur á móti og ýmsum öðrum gömlum, evrópískum borgum eru há hús fyrst og fremst byggð í út- hverfunum, vegna þess að menn hafa ekki viljað hrófla við þeirri mynd af miðborginni, sem allur heimurinn þekk ir. Þannig er það um París: þar mundi ekki talið viðeigandi að byggjá skýja- kljúfa umhverfis Eiffelturninn og með- fram hinum frægu Signubökkum. í ýms Hver borg hefur frá fornu fari haft' 'þýCingarmikinn miðpunkt, einskonar hjartastað, sem Grikkir köíluðu agora, Rómverjar forum og Spánverjar plaza. Við köllum þetta torg, en torg er það ekki í þeirri gömlu merkingu, nema borgararnir geti með góðu móti komið þar saman, sér til gagns og skemmtunar. Til þess að hægt væri að tala um al- vöruborg í fortíðinni, þurfti hún að hafa þrennt til að bera: Borgarmúra, dómkirkju og torg. Nú eru borgarmúr- arnir með öllu úr sögunni og sumir telja sig komast prýðilega af án dómkirkju, en eftir stendur torgið, hjarta borgar- innar. Það er þar sem maður mælir sér mót við náungann, gengur um og horfir á meðborgarana þegar veðrið er gott, hittir menn máli og finnur æðaslög borgarinnar. Það er staður með trjám og blómum að sumarlagi, þar má gjarn- an vera myndarlegur gosbrunnur, bekk ir og hliðarbyggingar með kaffihúsum og smábúðum, kvikmyndahúsum, ferða skrifstofum og hverskonar sýningarhús næði, f einni borg geta að vísu verið nokkur slík torg, en hjarta borgarinnar er og verður á einum stað og eitt torg- ið þarf að vera þýðingarmest. í þessu sambandi er nærtækt að minnast á skipulag Reykjavíkur og þá ákvörðun skipulagsyfirvalda að byggja nýjan miðbæ í Kringlumýri, sunnan Miklubrautar. Það mun hafa komið til greina að láta gamla miðbæinn vaxa af sjálfu sér inn með Suðurlandsbrautinni í öðru lagi að byggja sérstakan miðbæ ofan við Elliðaár, í þriðja lagi að byggja nýtt miðborgarsvæði, þar sem nú er Reykjavíkurflugvöllur og í fjórða lagi að byggja það í Kringlumýri. Sú lausn varð fyrir valinu. Tilgangurinn með þessari skiptingu er vafalaust sá, að ráða bót á þeirri andarteppu, sem orðin er og fyrirsjáanlegt er að aukist í um- ferðarmálunum. Þau vandræði marg- faldast að sjálfsögðu við það að stór- um fyrirtækjum og stofnunum yrði hrúg að saman í gamla miðbænum. Það er augljóst mál, að umferðin mundi dreif- ast og jafnast við það að biðbænum, eða öllu heldur þeirri starfsemi, sem gjarnan er staðsett í miðhlutum borga, yrði dreift hingað og þangað. En ekki eru þó allir ánægðir með þessa lausn á skipulagsmálunum og einn arkitekt, sem ég talaði við, var ákaflega andvígur þessu og taldi, að þessir svokölluðu miðborgarkjarnar hefðu hver um sig einkenni smábæjar- ins, þar sem aldrei væri neitt að gerast, og þar mundi alltaf vanta þennan sér- staka hjartslátt, sem fylgir torgi í mið- borg. Ég hef trú á því að þessi skoðun sé að einhverju leyti rétt: að sumu leyti eignumst við þægilegri og viðráð- anlegri borg og fleiri geta lagt bílum nákvæmlega utan við þær 'búðardyr, þar sem þeir þurfa að verzla, Það er vissulega þægindi, sem við kunnum að meta í norðangjóstri vetrarins, en á sólríkum og fögrum sumardegi mun- um við líklega finna til þesS, að smá- bæjarbragurinn er allsstaðar yfirráð- andi og okkur finnst borgin dauf í dálkinn. Þetta eru tvær leiðir, sem verður að velja um, og kannski er öllum sama um „atmosferu" stórborgar- torgsins, ef dálítil þægindi fást í aðra hönd. Sá tími er liðinn að borgir vaxi eins og tré: Alls staðar lúra skipulagssér- fræðingar og teiknarar yfir feiknarleg- um flatarmyndum af hinum verðandi borgum og ekkert virðist að minnsta kosti tilviljun háð lengur. Það eru að vísu ákveðnar stefnur eða tízkur ráð- andi ein lausn þykir snjöll í dag og alls staðar eru menn tilbúnir að taka hana upp á sína arma, hvernig svo sem aðstæður eru. Spurningin er og verður: Á borgin að vera borg með sínum á- kveðnu kostum og göllum eða ber að leita eftir einhverskonar málamiðlunar lausnum gera borgina líkasta mörgum samþjöppuðum sveitaþorpum eða sam- anþjappaða veröld úr steini og stáli. Það þykir um þessar mundir ekki æskilegt að menn búi þéttar í borgum en svo, að 35-þús manns verði á hvern ferkílómetra. Til samanburðar má geta þess að 37 þús. manns búa á hverjum ferkílometra Parísarborgar í dag. En ekki hefði það verið talið þröngbýlt um hinum djörfustu hugmyndum arki- tekta og skipulagsfræðinga um borg framtíðarinnar, er prófíll borgarinnar einmitt þannig, að keðja feiknarlegra há húsa myndar einskonar múr kringum borgina, en húsin lækka inn að miðj- unni og þar eru ýmiskonar menningar- miðstöðvar, svo sem söfn, sýningarhús og leikhús. Það hefur margsinnis komið í ljós að fátt er í borgum eins lífseigt og gatnakerfið. Það hefur haldizt óbreytt jafnvel þótt borgirnar hafi verið lagðar í rústir í styrjöldum. Skákborðskerfið, sem einkennir margar nýjar borgir, er ekki nýtt fremur en margt annað undir sóhnni. Um það bil tveim öldum fyrir Forsetahöllin í Brasilíu hefur vakið mikla athygli og þótt fögur bygging. Stjórnsýslubyggingar í Brasiliu. Arkitekt: Oscar Niemeyer. í fjarlægð sést stöðu- vatnið, sem búið var til og myndar hálfmána utan um borgina. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4.. febrúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.