Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Blaðsíða 10
Þegar ég fyrir fjörutíu árum birti grein Einars skálds Bendiktssonar, „Gátu geymsins", héldu sumir lesend- ur, að um prentvillu væri að ræða í síðara orði fyrírsagnarinnar, orðið „geym" ætti ekki að rita með y. En það var geymið, sem fyrir höfundinum vakti, þegar hann ritaði greinina, geym- ið, sem lykur um himintunglin. „Rann- sóknir vísinda vorra eiga ekkert æðra mið, enga helgari ósk, en stofnun lífs- viðskipta við aðra stjörnubúa", segir í upphafi greinarinnar. Algeymið var æðsta viðfangsefni jarðarbúa, að höf- undarins áliti. Og svo virðist sem þeirri skoðun vaxi sífellt fylgi nú, þegar könnunarferðir um himinhvolfið auk- ast stöðugt, svo sem raun ber vitni um. Eftir að J£.rðarbúar hafa öldum sam- an brotið heilann um himinhvolfin, eru vísindamenn vorra daga farnir að gera alvarlegar tilraunir til að kanna til hlítar og kryfja til mergjar spurning- una miklu: Er lif í geimnum? Eru ekki stjörnur vors eigin sólkerfis gæddar lífi og er ekki fjöldi þeirra óteljandi milljóna stjarna í öðrum vetrarbraut- um utan vorrar, byggðar lífverum? Eða erum vér jarðarbúar aleinir innan þess geymis, sem lykur um stjörnuveraldir vetrarbrautanna? Nýlega var þing haldið í Kaliforníu, fyrsta ráðstefna fremstu sérfræðinga í geimferðamálum, til þess að ræða spurn- inguna um líf í geimnum. Á þessari ráð- stefnu voru saman komnír um 300 sér- fræðingar í geimfarafræðum, þar á meðal líffræðingar, jarðfræðingar og stjörnufræðimgar. Til ráðstefnunnar var boðað undir umsjá Geimfarafélags Bandaríkjanna (American Astronautical Society), er einnig stjórnaði funda- höldunum, sem stóðu yfir í þrjá daga. Umræðurnar snerust fyrst og fremst um líf utan vorrar jarðar nú á dögum. Leið- togum í trúarbragðafræðum og heim- speki var einnig boðið til ráðstefnunnar, tíi þess að túlka sín sjónarmið. Að sjálfsögðu voru engar endanlegar úrslitalínur dregnar á ráðstefnunni. En ýms harla athyglisverð sjónarmíð komu fram í umræðunum — og í þeim öllum var sú skoðun ríkjandi, að mikil líkindi væru fyrir því, a3 líf væri til miklu víðar í stjörnugeimnum en á vorri jörð. Ef til vill væri það allt annars eðlis en vér þekkjum, en líf í einhverri mynd hlýtur að vefa til á öðrum stjörnum, alveg eins og líf hefur þróast hér á vorri jörð. Forseti ráðstefnunnar var dr. Lee A. Du Bridge frá Tækniháskólanum í Kalí- forníu. Hann iagði áherzlu á þá stað- reynd, að enda þótt menn hefðu brotið heilann um það, allt frá upphafi mann- kynssögunnar, hvort líf væri á öðrum stjörnum, þá værum vér fyrst nú að byrja könnun á leyndardómum þeim, sem felast að baki voxs eigin sólkerfis eða öllu heldur innan þess. „Þegar ég hugsa um möguleikana á því að finna líf utan iarðar vorrar", sagði. dr. Lee, „þá dettur mér í hug mynd af manni, sem segir við sam- verkamann sinn: Stundum held ég að við séum aleinir — stundum, að við séum það ekki. Hvorttveggja er jafn erfitt að sanna. Þetta er svo erfitt, að fáir gera sér enn ljóst, hve mikilvægt mál er hér um að ræða. En á ráðstefn- unni í Kaliforníu er alvarleg tilraun gerð til að leysa gátuna". Meðal þeirra, sem fluttu erindi á ráð- stefnunni, var stjörnufræðingurinn dr. Harlow Shapley frá Harvard-háskóla. Hann taldi könnun geimsins mikilvæg- ast verkefna þeirra, sem mannsandinn fengist við að leysa. En hann efaðist um, að líf á öðrum stjörnum væri líkt lífinu á vorri jörð. Af um 100.000 plá- netum, sem til kynnu að vera í vetrar- braut vorri hæfar fyrir lífverur, væri vafasamt, ac. á nokkurri þeirra hefði líf þróazt líkt því, sem er á vorri jörð. Hinsvegar játaði dr. Shapley, að hann teldi sennilegt, að líf hefði þróazt í mörgum sólkerfum utan þess, sem -•\ : tÉÉIIá ER LIF ! GEIMNUM EFTIR SVEIN SICURÐSSON: jörð vor á heima í og þau væru sum byggð vitsmunaverum, lengra komnum á þróunarbraut en á vorri jörð er enn orðið. „Skýrgreining mín á vitsmunalífi", bætti dr. Shapley við, ,,er sú, að það sé endurverkan gegn hvetjandi áhrif- um". Með það í huga má vel ætla, að mörg lífsform séu í geimnum gædd vitsmunum, þótt ekki séu á sama hátt og vér þekkjum. Annar vísindamaður, dr. Bernard M. Oliver, sagði, að vel kynni að vera til háþroskuð menning á milljónum stjarna á mismunandi þróunarstigum. Hann taldi rnestu erfiðleikana fyrir oss jarðarbúa liggja í því að komast í sam- band við þessi menningarstig annarra hnatta. Það er Ijóst, að vér verðum að þjálfa hugsun vora mjög mikið áður en vér getum farið að rannsaka með árangri hvað líf í geimnum er i raun og veru. Tii að byrja með verður samband með radíó-bylgjum líklegasa leiðin til að kynnast öðrum stjörnum, þar sem um líf gæti verið að ræða, því geimför, eins og þau eru enn sem komið er, myndu verða um 40.000 ár eða lengur að komast til hnatta í vetrarhrautum geim.sins. Dr. Frank D. Drake frá Carnell-há- skóla lýsti því yfir á ráðstefnunini, að eina lausnin í þessu máli væri að leita að táknum úti í geiminum frá menning- arþjóðum á öðrum hnöttum, sem þær kynnu að nota sín á milli — og reyna svo að túlka þau, til þess að komast að þýðingu þeirra. Þetta ætti ekki að vera eins erfitt og virðist í fljótu bragði, þar som grundvöllur allra þekktra og mögu- HANNA KRISTJÓNSDÓTTIK: Raunir sykurmolans Ég rek ykkur raunir mínar er rak mig nauður í burtu harmakvein mín heyrðust um himin víðan og bláan. Minnist ég margra daga í makindum á akri ég hlýddi á golunnar gælur við grasið mitt litla, laumaðist til þess að láta ljúft að næsta blómi. Man ég er mjúkar hendur meyja um mig struku svitasterkjan af sumum er sætastur ilmur núna. Æ, feginn vildi ég fara og fósturjörðina líta áður en upp í einhvern ég hverf, til að deyja. legra sKeytasenamga a pessum sviwum, byggist á stærðfræðilegum útreikning- um, líkt og í vísindum jarðarbúa. „Þetta yrði ekki auðvelt verk", segir dr. Drake, „ og til þess mundi þurfa flóknar reikn- ingsvélar, svo að greina mætti frá öðr- um táknum þau ein, er væru þess upp- runa, sem hér um ræðir. En skeyta- sendingar frá vitsmunaverum annarra hnatía, ef til eru, munu að líkindum vera stærðfræðilegs og rafgfiislalegs eðl- is úti í geimnum". Þetta yrði æfintýralegt viðfangsefni, segir dr. Drake, þar sem hann telur líklegt, að í vetrarbraut vorri einni verði til vitsrr.unalíf árlega, ef svo má segja, en nýjar stjörnur alltaf að mynd- ast með stuttu millibili. Sólkerfi koma og fara, leysast upp og hverfa af svið- inu álíka oft eins og önnur verða til. Hvort sem oss jarðarbúum tekst nú að uppgötva eitt'hvert líf og hvort sem yrði vitsmunalegt eða ekki, á stjörnum, sem geimförum vorum tækizt að lenda á í náinni framtíð, þá er spurningin sú, hvort vér yxðum færir um að þekkja það og viðurkenna. Eftir því sem líf- eðlisfræðingurinn John C. Lilly segir, en hann er frægur orðinn fyrir til- raunix sínar til að ná vitsmunasambandi við höfrunga, þá er ekki víst, jafnvel þótt vér vörpuðum á bug öllum þeim vísindabroka, sem svo áberandi er orð- inn, og litum á allar verur með augum saklauss barnsins, að vér yrðum menn til að greina öll þau hugsanakerfi, sem um oss kunna að lykja eða botna nokk- uð í þeim til að byrja með. f sjálfum efnis'heiminum eru ótal erf- ið'eikar framundan. Hvernig myndi jarðarbúum t.d. ganga að skilja verur, sem hugsuðu eingöngu í formi raf- strauma eða rafsegulgeisla og hefðu því enga þörf fyrir að nota sjón, heyrn eða tungumál? Hvernig myndi manni ganga að gera sig skiljanlegan við veru, sem hefði t.d. svo sem hálfrar mílu auga í þvermál eða heila stærri en hús, til þess að geta lifað í sínu sérstaka um- hverfi? Hvernig myndi nokkur geimfari geta orðið var við háþróað smásjárlíf annarra hnatta, einkum ef það líf væri aðeins til neðanjarðar eða neðansjávar? Möguleikarnir til heilabrota eru alveg ótæmandi. Guðfræðingurinn John Lynch frá Ford'ham-háskóla sagði á þinginu, að vel væri hugsanlegt að á öðrum stjörnum hefðust við verur svo fullkomnar, að þær væru guðum líkar og lifðu miklu hamingjusamara lífi en oss jarðarbúa gæti dreymt um. Á öðr- um hnöttum gætu svo fundizt verur, sem hefðu hrasað. Líðan þeirra kynni því að vera hörmuleg og oft mjög lík líðan vor jarðarbúa sjálfra. Síðastur talaði heimspekingurinn Max Lerner á ráðstefnunni. Hann taldi þrá vora eftir því að kanna geiminn vott um hungur vort jarðarbúa eftir nánari samskiptum við alheiminn. Þrátt fyrir umgengni vora hverir við aðra hér á jörð, oft falskennda og undirförula, einnig þrátt fyrir alla vora svokölluðu umferðarmenningu, værum vér oft ein- mana hér á jörðunni og fráhverfir því lífi, sem hér er lifað. Fyrir sjónum Max Lerners var spurn- ingin ekki sú, hvort vitsmunalíf sé til úti í geimnum, heldur þessi: Er 'um vitsmunalíf að ræða hér á jörðu? Þeir sem eru minnugir þeirra skoð- ana, sem íslenzki hugsuðurinn Helgi Pjeturss hafði um þann yfirvofandi háska, sem einmitt þessi spurning fel- ur í sér, munu vafalaust margir geta fallizt á réttmæti hennar. Helgi Pjet- urss ræddi stundum í ritgerðum sín- um um, að svo megi heita, að mann- kyn jarðar sé á barmi glötunarinnar og ætti skammt eftir ,ef ekki yrðu bjargráð fundin. Og er þá ekki spurn- ingin um, hvort vitsmunalíf á vorri jörð — í sannri merkingu þess orðs — sé ekki, þegar allt kemur til alls, mesta vandaspurningin á vorum dögum? 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. febrúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.