Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Blaðsíða 11
En ég á dökkt og órótt ólgublóð, og ungur sló ég sigg á mína linúa Það stingur mig í hjartað eins og ör: Felst, ef til vill, í bylgjum sálar minnar eittlivað, sem kynni að setja fingraför á fagurhreinan spegil sálar þinnar. Eftir prófið fer Hannes Hafstein heim. Hann er um stund settur sýslumaður í Dalasýslu, og skrifar móður sinni þaðan, og vafalaust unnustunni líka, að hann vilji giftast að sumri. En á næsta ári er orðin breyting á hug hans til Önnu Riis, eins og verður ljóst af hréfi sem frændkona hans og æskuvina, Rannveig Briem, skrifar honum frá Winnepeg 12. febr. 1888: „En hvað er eiginlega um konuefnið þitt? Bæði af seinasta bréfi þínu, og öðrum heiman að, hef ég fengið þá hugmynd, að ekki væri allt eins og búist var við, eða hefði átt að vera. Bara það væri að- eins misskilningur minn, eða annarra. Það er ætíð svo ergilegt þegar eitthvað misreiknast í þeim efnum, og meira og minna særandi fyrir alla málsparta, all- tént fyrst um sinn, og sumum verður það fullþung þraut. Forláttu í öllum bænum, þó að ég spyrji þig að þessu. Mér fannst þú eitthvað vilja segja mér með öllu því vonleysi sem skein í gegn- um bréfið þitt, en ég þekki þig ekki nógu vel, til þess að skilja þig til hlítar, þó að ég annars fullvel þekki þessa stemmningu, þegar allt er að eyð- ast og lirynja, og maður vill sjálfur þjóta og hverfa.“ Kristján Albertsson lýkur frásögn sinni af þessari fyrstu trúlofun Hannes- ar Hafsteins svo: „Hannes hefur fundið þegar heim kom, og frá leið, að ást hans til unn- ustunnar stóð ekki eins djúpt og liann hafði haldið, og honum hefur fallið það mjög þungt. Anna Riis hefur skilið af bréfum hans hvernig komið var. Hún skrifar honum uppsagnarbréf; og hann reynir ekki að telja henni hughvarf. Hann skrifar Tryggva Gunnarssyni 2. febr. 1888: „Mér líður vel. Er eklti trú- Iofaður lengur“ — og ekki orð um það meira. Anna Riis giftist níu árum síðar frænda sínum í Danmörku, sem var læknir, og þótti alla tíð hin ágæt- asta kona; var elskuð og virt af ætt- ingjum og vinum.“ Myndin af Önnu Riis má ætla að hafi verið tekin um það leyti sem hún var trúlofuð Hannesi Hafstein. En mynd ina gaf Kristjáni Albertssyni ein af frændkonum Önnu Riis í Danmörku. Anna Riis og Hannes Hafstein um það leyti sem þau voru trúlofuð. ANNA RIIS OG HANNES HAFSTEIN Lesbókin birtir í dag mynd af Onnu Riis, sem varð unnusta Hannesar Haf- stein um það bil sem hann var að ljúka lögfræðinámi í liáskólanum í Kaupmannahöfn, svo sem frá er sagt í æfisögu hans eftir Kristján Alberts- son. Þar segir svo frá að einhverju sinni á skólaárum Hannesar Hafsteins, þegar hann fór norður sjóleiðis, eftir próf, hafði hann komið á heimili M.P. Riis verzlunarstjóra á ísafirði, og með syni hans, skólabróður sinum Kristjáni Riis. Verzlunarstjórinn var danskur að uppruna, og sagður góður maður og vin sæll. Systkinin á heimilinu tala íslenzku. Anna er þegar þetta gerist enn á barnsaldri, og fríð stúlka. Hún rýkur fram til móður sinnar, með önd- ina í hálsinum, og segir: „Guð hvað það er kominn fallegur maður “ En veturinn 1885—86 kynnist Anna Hannesi Hafstein aftur, í Kaupmanna- höfn. Hún er þá 16 ára, en hann 24 ára. Og þau opinbera trúlofun sína vorið 1886. Hannes er þá kominn að prófi. Kristjana móðir hans skrifar hon- um og segir að sér lítist bezt á Önnu Riis af öllum stúlkum á hennar aldri; hún sé bæði góð og falleg stúlka. Kristján Albertsson telur að kvæði Hannesar „Ást og ótti“ muni vera um Önnu Riis: Gagntekinn, lirifinn, utan við mig enn af æsku þinnar fyrstu munarkossum ég finn í hjarta ást og ótta í senn slá undarlega saman heitum blossum. Þú ert svo björt, svo ung og blíð og góÖ, önd þín er gljúp sem mjúk er liöndin Ijúfa. TVÆR HÖFUDBORGIR Framhald af bls. 9. og verzlunum og vélknúin umferð tak- mörkuð eða bönnuð alveg þar. Skipulagningin á Chandigarh hefur orðið eitt af frægustu verkum Le Cor- busiers: teikningar hans af borginni hafa meira að segja verið prentaðar og hafa verið svo eftirsóttar, að oft hefur verið mjög erfitt að ná í eintak. En hvað um sjálfa framkvæmd Faradísar? í skemmstu máli: Chandigarh hefur valdið miklum vonbrigðum og fólk austur í Punjab er sammála um, að hún sé í senn ó-indversk og óhagkvæm. Le Corbusier leysti þarna vandamál, sem er knýjandi í hinum vestræna heimi: Hvernig hægt er að skilja að umferð vélknúinna farartækja og gang andi fólks. Þetta er ekki vandamál í Indlandi: þar er meira um heilagar kýr 4. febrúar 1968 -------------------- en bíla. Menn fara um fótgangandi, á kameldýrum og reiðhjólum, en fæstir í bílum. Það þýðir ekki að þvinga vest- ræna borg uppá Indverja: þeir hafa sína siði og það verður að gera ráð fyrir þeim eins og þeir eru. En bygg- ingar Le Corbusiers eru stórfenglegar. Þetta dæmi sýnir svo ekki verður um villzt, að ekki er nóg að ein borg líti vel út á pappírnum: það er ekki nóg að grunnplanið sé myndrænt þeg- ar búið er að innramma það og hengja uppá vegg. Le Corbusier, sá mikli meist- ari og listamaður, hefur fallið í þá gryfju að rannsaka ekki nógu gaum- gæfilega lifnaðarhætti og lífsskoðanir þess fólks, sem átti að búa í borginni. Verk, sem unnin eru á teiknistofu og líta vel út á papípr, geta verið ótrúlega „geld“ þegar framkvæmdin er orðin að staðreynd. Margar nýjar borgir og ný hverfi eru þessu marki brennd og þess má geta að lokum, að þýzk neytenda- samtök hafa nýlega gert samþykkt og kvartað yfir því „teikniborðs-andrúms- lofti“, sem ríki í nýjum borgarhverfum þar í landi. Framhald síðar. Hörmangarafélagið Framhald af bls. 6. sigur af hólmi. Til þess þurfti hann að bjóða 16100 ríkisdali í ársafgjald. Höfðu nú Hörmangarar náð yfirráð- um yfir íslandsverzluninni, þeirri verzl un, sem þeir töldu svo eftirsóknarverða. Mynduð'u þeir síðan hlutafélag til að reka þessa verzlun og gengur það félag undir nafninu Hörmangarafélagið í íslensku máli. Vei'zlunareinkaleyfi (octroy) Hör- mangarafélagsins var tilbúið 13. júlí 1742 og Hörmangarar þökkuðu fyrir sig með eftirfarandi orðrnn: „Hörkræmmerlauget og Medinteress- enter aflægger herved deres underdan- igste og hjerteligste Taksigelse til Deres Excellence og höjbydende Herrer for Deres naadige og höjgunstige Ekspe- dition med den kongelige allernaad- igste Octroy angaaende Islands Besegl Ing. Vi haaber og venter ved den almægtige gode Guds Forsyn at hans kongelige Majestæt, Deres Ekscellence og höjbydende Herrer samt Almuen udi Island skal være og blive med os content (ánægð).“ (Úr bréfabók (kammerkopibog) Hör- mangaraf élagsins.) Þessi orð gefa tilefni til að spyrja, hvort það hafi í upphafi einmitt verið ætlun Hörmangara að leggja sig fram til að gera Fjall'kionunni til hæfis. (Þess skal getið, að konungsúrskurð- urinn frá 25. jan. 1737, sem nefndur er hér að ofan, er ásamt greinargerð viðskiptamálaráðuneytisins, í Commerce collegiets protokoll, I, og er sú bók varðveitt í Ríkisskjalasafni Dana.) Kaupmannahöfn, nýársdag 1968. Jón Kristvin Margeirsson. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.