Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Blaðsíða 13
AleiBIs tll aftö&ustaðar. Skáld-Rósa hafði jafnan borið þunga þykkju til Agnesar og kennt henni um að hafa rænt sig ástum Natans Ketils- sonar, sem hún tregaði ævilangt, svo sem rá'ða má af ýmsum kveðskap henn- ar. Einhverju sinni, er Agnes sat í haldi að Stóru-Borg, kom Rósa þangað og mælti þá til Agnesar af munni fram þessa landskunnu vísu: Undrast þarftu ei, baugabrú, þótt beiskrar kennir pínu: Hefur burtu hrifsað þú helf t af línu mínu. En Agnes svaraði um hæl með þessum erindum, sem fljótlega komust einnig á hvers manns varir: Er mín klára ósk til þín, angurs tárum bundin: Ýfðu ei sárin sollnu mín, sólarbáru hrundin. Sorg ei minnar sálar herð. Seka drottinn náðar. af því Jesús eitt fyrir verð okkur keypti báðar. f þessum vísum koma glögglega í ljós heitir skapsmunir hinnar gáfuðu konu, sem virðist hafa verið óvenjumikil fyrir sér um kosti og galla. En sitthvað annað er einnig til frásagnar um það, að hún hafi snúizt til sárrar iðrunar. Hún tók dauðadómi sínum með mesta jafnlyndi og kaus ungan prest, sr. Þorvarð Jóns- son, til að búa sig undir brottförina af þessum heimi. Er það í frásögur fært, að honum hafi þótt „mikils vert um Agnesi sjálfa, um vitsmuni hennar og stillingu og um hið kristilega hugarfar, sem lýsti sér í orðum hennar. Var hann í engum efa um, að hún væri sann- iðrandi syndari." Um Friðrik er það að segja, að hann mun í fyrstu hafa tekið málum sínum með furðulegri hörku og tilfinninga- leysi, en einnig það átti fyrir sér að breytast. Hann var, eins og áður er sagt, hafður í haldi á Þingeyrum hjá hinum mestu ágætishjónum, Birni Olsen og Guðrúnu, konu hans, og reyndust þau honum sem beztu vinir og sálu- sorgarar. Gat ekki hjá því farið, að Friðrik yrði var slíkrar hjartahlýju, og tók þá skap hans að mildast. Daginn eftir að honum hafði verið birtur dauða- dómurinn, skrifaði hann bréf til systur sinnar, Elinborgar, sem hann unni mjög, og segir hann þar m. a.: „Þegar vika var af jólaföstu, var lögð á mig hnappheldan (fangajárn) þá pósturinn kom að sunnan, og síðan hef- ur hún á mér verið nærri í fimm vikur, en það hefur þó eigi þurft að gera mér skaða, því annað hefur verið hið sama. Þó var ég með daufasta móti á jólunum, því þá varð ég að fara í kirkju svona á míg kominn, hvað til- finningum mínum fannst þá erfitt, en sá þó á eftir, að ei var nema hégómi. Ég má fullvissa þig um, að dauðinn verður mér ávinningur . . . Frá sýslu- manni er það að segja, að þá hann kom hér að auglýsa mér dóminn, var hann mér sá bezti maður, eins og hann hefur ætíð verið. Það fékk mikið á hann að verða að auglýsa mér dóminn, svo lát- andi sem hann var, en vísaði mér þann bezta veg með stórri viðkvæmni. Eg óskaði af honum, að séra Gísli (í Vestur hópshólum) mætti vera hjá mér á þess- ari seinustu tíð . . . Húsbændur mínir leitast við af öllum kröftum að gleðja mig í Guði mínum." Þegar á það er litið, að hér á hlut að máli átján ára unglingur, sem á fyrir höndum innan fárra daga að ganga síðustu spor ævinnar — upp á aftöku- pallinn, verður ekki annað sagt en að bréfið vitni um óvenjulegan þroska og sálarstyrk. En einkum var Friðrik þó furðurór og öruggur, eftir að hann hafði gengið til altaris síðasta sunnudaginn, sem hann lifði, og kvaddi hann þá allan söfnuðinn með „áminningum og heillaóskum", um leið og hann gekk út úr kirkjunni. Síðasta kvöldið fyrir af- tökuna bað hann sr. Gísla að vera hjá sér fram eftir nóttu og lesa fyrir sér píslarsögu frelsarans. Vakti sr. Gísli hjá honum til kl. 4, en þá lagði Friðrik sig fyrir. Svaf hann svo rólega til morg- uns, en var vakinn kl. 8, og bað hann þá þess að mega enn sofa í nokkrar mínútur. Áður en hann fór af stao til aftökunnar, kvaddi hann allt heimilis fólk á Þingeyrum mjög innilega, og var til þess tekið, hversu vel hann bjóst við dauða sínum. Fylgdu prestarnir, sr. Gísli í Vesturhópshólum og sr. Jóhann á Tjörn, Friðriki á aftökustaðinn ásamt mörgum mönnum öðrum, og sungu þeir með honum þrisvar sinnum á enda út- farasálminn, Allt eins og blómstrið eina, en þess á milli gerði Friðrik bæn sína og lofaði guð. Er ítarlega skýrt frá þessu öllu í riti, sem sr. Jóhann tók saman og nefndist Sá umventi morð ingi. Það var nokkurn veginn jafnsnemma, að komið var með þau bæði, Agnesi frá Kornsá og Friðrik frá Þingeyrum, en Blöndal sýslumaður mælti svo fyrir, að sr. Þorvarður og þeir Vatnsdælir skyldu staldra við álengdar í hólunum og bíða þar með - Agnesi, unz af töku Friðriks væri lokið. En er komið var með Friðrik á aftökustaðinn, „heilsaði hann blíðlega öllum, er fyrir voru," og sá hvorki á honum ótta né hryggð. Guðmundur hét sá, Ketilsson, er valizt hafði til að framkvæma aftökuna, og var hann bróðir Natans, sem myrtur var. Sneri Friðrik sér að honum og spurði, hvort honum gengi hefndarhugur til verks- ins, en Guðmundur neitaði því. Rétti þá Friðrik honum hönd sína og „bað hann gæta Guðs og vinna verk sitt í kærleika." Síðan var dómurinn lesinn upp, og loks flutti sr. Jóhann á Tjörn stutta ræðu yfir hinum dauðadæmda manni. Að svo búnu afklæddist Friðrik sjálfur, en talaði á meðan til áhorfend- anna. Mæltist hann til fyrirgefningar á hneyksli því, er hann hafði valdið, áminnti menn um að hafa dæmi sitt til viðvörunar og bað að síðustu fyrir sálum þeirra. Klókknuðu þá margir, en Friðrik lagðist rólegur á höggstokkinn, og heyrðu menn það síðast til hans að hann mælti í lágum rómi nafn frelsar- ans. Lík Friðriks var síðan flutt í brott, og var þá röðin komin að Agnesi. Var hún mjög magnþrota og varð að styðja hana upp á aftökupallinn. Mæltist hún til þess, að dómurinn yrði ekki lesinn upp yfir sér, og var því sleppt. Kvaddi hún síðan alla með döpru bragði og lagðist á höggstokkinn, en sr. Þorvarð- ur kraup við hlið hennar og mælti fram nokkur huggunar-og bænarorS. Hélt hann hendi um hana og sleppti ekki af henni, fyrr en böðullinn hafði innt verk sitt af hendi. Tvær ólánssamar mann- verur höfðu loks gengið á enda hinn dapurlega veg, sem lá þennan gráa febrúarmorgun upp til aftökustaðar í Vatnsdalshólum. Niðurlag í næsta blaði BARINN Framhald af bls. 3. honum í dansinn. Kona söng falskt, hræðilega falskt ... alsælíörmumþjér- cnaðtrfelltestjég ... Honum hafði verið uppálagt að leika ekki svo mörg vinsæl lög á einu kvöldi að fólk gleymdi drykkjunum og traðk- aði teppið niður í striga. Næsta lag yrði sjeik. Fullorðna fólkið nennir ekki og kann ekki og vill ekki dansa sjeik, hugsaði hann. Bassaröddin vann geim- ið. „Sjö hundruð kall. Þú verður að herða þig Kalli." „Fari það og veri" svaraði Kalli. „Óheppinn í spilum, heppinn í ástum hehehe ... „Þú þarft nú ekki að kvarta" hne'ggj- aði Kalli. „Þá spilum við upp á það. Spilum um ástina, frúrnar í pottinn, ástina í pott- inn hahana Þú færð mína og ég fæ þína ef ég tapa næsta spili." Þau skáluðu og hlógu. „Hvað segirðu Jóhanna mín?" spurði bassaröddin. „Pass hihihi" röddin bar það með sér að hún hafði fengið það sem kallað er einum of mikið. „Húrra" hrópaði Kalli kannske óþarf- lega hátt. „Og þú Stefanía?" drundi bassinn. „Alveg guðvelkomið" svaraði mjór taugaveiklunarhlátur. „Olræt. Það er klappað og klárt. Frúrn- ar í pottinn. Svo fáum við okkur snún- ing." „Klárum rúbertuna fyrst. Útkoman úr allri rúbertunni ræður" sagði Kalli hik- andi. „Það tekur svo langan tíma. Svona ekk- ert þras. Eitt spil, tvö spil, rúberta, hvaða máli skiptir það. Eitt spil enn, frúrnar í pottinn, fúlasta alvara." Það var erfitt að halda laginu. Nokkr ar aðskotanótur gerðu sjeiklaginu sem betur fór ekki mikið til, bættu það jafnvel, og hljómlistarmaðurinn einsetti sér að fylgjast með síðasta spili. „Segðu" „Eitt lauf" „Einn tígull" „Dobl" „Pass" ,Pass" „Pass" „Pantaðu meira að drekka Stefanía." Hann hafði gleymt að hugsa fyrir næsta lagi. Neri hendurnar og nudd- aði lærin fram og aftur. Ljóshærða ekkjan sem var þarna á hverju föstu- dagskvöldi var orðin óvenju drukkin en tveir umhyggjusamir vinir hennar héldu henni uppi á milli sín svo að hún yrði ekki fyrir hnjaski. „Ég skal keyra þig heim elskan" sagði annar. „Nei, hún er mín dama" sagði hinn. „Þið eruð öll asnar og drekkið asna og eruð asnar" drafaði rödd úti í horni og magur dökkleitur maður seig saman á bekknum svo að hakan nam við skyrtu brjóstið. Gleraugun voru skökk út á annað eyrað, hendurnar krosslagðar milli fótanna. — Hvað er í þessum and- litum, þessum röddum? Hann hafði aldr ei spurt sjálfan sig að þessu fyrr, aldrei fundizt drukkin andlit vera annað en drukkin andlit, en nú bergmálaði af einu til annars: hvar? hvar? hér er ég, ég sé ekkert, enginn sér mig, einhver hefur breitt tjald fyrir mig, ég er al- ein manneskja og enginn ratar heim til mín, ég ætla að ganga og ganga alveg þangað til ég mæti einhverjum sem sér mig, sjáiði mig ekki, ég er hér, ég, ég, ég, ég, spegillinn segir að það sé ég og maður sér sjálfan sig í öðrum og maður leitar og finnur ekki, mætir aldrei neinum og er einn ... Hann hrökk upp við það að einhver kallaði: „Píanóleikarinn er sofnaður, vekið hann, hristið hann, gefið honum einn ... Hann þurfti að beita sig hörku til þess að hrista af sér þetta hugsana- flóð, fingurnir snertu nóturnar eins og væru þeir hálfsofandi og ósjálfrátt lék hann, Ég trúi því/af hverjum dropa regns sem féll/sé sprottin rós./Ég trúi því/að dýpst í hinni dimmu nótt/sé lítið ljós./ Eg trú því/að hverjum þeim sem víxl- spor sté/sé vísað fram/á réttan veg/ég trúi því/ég trúi því/Ég trúi því/að gegn um storminn heyrist þá/hver minnsta bæn/Ég trúi því/að einhvers staðar finnist sá/sem heyrir allt./Hvert eitt sinn er nýfætt barnið grætur hér/ er linnir kvöl/er birtir til/veit ég hví/ ég trúi því/Hvert eitt sinn er nýfætt barnið grætur hér/er linnir kvöl/er birt ir til/veit ég hví/ég trúi því. Þjónninn bar drykkina að borðinu fyrir aftan hann. Þar ríkti nú þögn. Hann leit snöggvast við og sá að það var meira en þögn. Þau voru sem alls- gáð og mikil spenna ríkti í hverju and- liti. Hann hallaði sér enn betur aftur á stólnum til þess að missa ekki af útkomunni. Óperusöngvarinn stillti sér upp við slaghörpuna og söng af mik- illi innlif un ... Hvert eitt sinn er ný- fætt barnið grætur hér er linnir kvöl er birtir til ... Hann rak upp ofur- mannleg hljóð þar til hann var ger- samlega vindlaus og seig ofan á hljóð- færið, starði ofan í strengina og reyndi að fylgjast með því hvernig mjúkir hamrarnir slógu þá. „Vili einhver koma í sjómann?" hrópaði sá sem svaf ofan í skyrtubrjóstið. Þjónn gekk til manns- ins og laut að honum. Hann rumskaði og horfði stórum, votum og undrandi augum á þessa ókunnu veru. Hægt og gætilega reis hann á fætur og fikraði sig til dyranna þar til hann hvarf sjón- um. Ennþá var þögn við spilaborðið. Lágur smellur og bassaröddin spurði: „Stendurðu við það?" Enn varð þögn. „Auðvitað" var svarið. „Eigum við ekki að ræða þetta á morg- un?" spurði líklega Stefanía, eða var það Jóhanna? „Nú eða aldrei" rumdi bassinn. „Þá það, þá það, en hvað með börnin?" „Ha? Hvaða börn? Já, börnin? Ha? Hvað áttu mörg börn Stefanía?" „Fimm". „Hvert þó í hoppandi logandi. Jæja, skítt veri með það, ég stend við það sem ég hef sagt. Nú dönsum við." Bassinn kom að slaghörpunni og hvísl aði í eyra hljómlistarmannsins að leika brúðarvalsinn. Orðunum fylgdi peninga seðill og brúðguminn beið með opinn faðminn eftir brúði sinni sem gekk fram eftir rauðu teppinu, þrifleg og broshýr. Það hvarflaði að píanóleikaranum að standa upp og halda ræðu en hann hélt áfram að leika valsinn, lék hann tvisvar en enginn virtist taka eftir því að þetta væri óvenjulegt lag á óvenju- legum stað. Nú því ekki? spurði hann sjálfan sig en nennti svo ekki að hugsa um það lengur og hélt uppteknum hætti áð horfa án þess að láta sér bregða, án þess að sjá. Gestirnir voru teknir að tínast í burtu. Hann vissi ekki hvað orðið hafði um ekkjuna. Barþjónninn tilkynnti að menn yrðu að panta síð- asta drykkinn því að lokað yrði eftir tíu mínútur. Hann lék sitt eigið lag sem hann hafði samið endur fyrir löngu, þegar hann var ungur og rómantískur. Um andlit sem hann sá alltaf stutta stund þegar hann vaknaði þar til hann varð þreyttur á því að sjá ekkert nema þetta andlit og rak það í burtu, vildi ekki sjá það af því að hann grunaði að það væri hvergi til nema í hans eigin huga. Væri þetta andlit til mundi hann ef til vill einhvern tíma standa augliti til auglitis við það. Og þá hvað? Gestirnir smátíndust út. Ljósin voru slökkt hvert af öðru utan himinsins sem gerður var úr bláum spjöldum með götum á svo að birtan fyrir ofan gæti þrengt sér niður eins og tindrandi stjörnur yfir barnum sem nú var hljóð- ur og auður. Lausn á síðasta skákdœmi 1. Kf4 Kd3 2. g5 c4 3. g6 Kxd2 4. g7 c3 5. g8D c2 Undir venjulegmu kringumstæðum er þessi staða jafntefli, þar sem svartur getur oftast leikið kóng tii ai og gefið peðið og myndað pattstöðu, en þessi staða er undantekning. 6. Da2! Kdl 7. Kf3! Kd7 8. Db2 Kdl 9. Kf2 Kd2 10. Dd4 Kcl 11. Db4 Kdl 12. Del mát. 4. febrúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.