Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Blaðsíða 15
í y4,J^ír-> ' t' \ »1.7./ YYTfffT / ----------I'l '"¦" l ^ /-¦--— lilýjar bækur á sænsku í Borgarbókasafni Sundman, Per Olof: Ingenjör And- rées biftfard. Sth., 1967. 344 bls. Höfundurinn, einhver hinn merkasti af núlifandi höfundum Svía, hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir þessa stórbrotnu, sögulegu skáldsögu, sem fjallar um dapurlega ferð Svíans Andrées og félaga hans, sem heitið var til norðurskautsins. Asturias, Miguel Angel: Stormvind. Falköping 1967. Höfundurinn hlaut, eins og kunnugt er, bókmenntaverð- laun Nóbels síðastliðið ár. Stormvind er þjóðfélagsleg skáldsaga, sem fjallar um baráttu bananabænda í Guatemala við útsendara stórfyrirtækis sem leggja vill bananaframleiðsluna undir sig. Þetta er fyrri hluti hinnar frægu „bananasögu" höfundarins og kom fyrst út 1950. Eftir sama höfund eru og nýkomnar þessar bækur. Gröna páven: Falköping 1967. 320 bls. Annar hluti „bananasögu" Nóbelsverð- launahöfundarins, og kom fyrst út 1954. Majsmanniskor: Kristianstad 1967 366 bls. Þessi stórbrotna skáldsaga nóbelsverðlaunaskáldsins kom fyrst út 1949 og fjallar um baráttu mexíkanskra Indíána við hina fégráðugu hvítu herra, ;sm .rcða sér stöðugt lengra inn í skógana. Mulattkvinnan: Halmstad 1967. 314 bls. Síðasta saga höfundarins, kom fyrst út 1962. Hún fjallar um skógar- höggsmann, sem selur öðrum konu sína og kvænist fallegri kynblendings- stúlku. Gerast af þessu margvíslegir og stórbrotnir atburðir. Höf. er hér fyrst og fremst sagnamaður, sem bygg- ir á þjóðtrú og þjóðháttum Indíána í Guatemala. Delblanc, Sven: Nattresa. Roman. Sth., 1967. 262 bls. Deiblanc hefur verið nefndur nýtízkulegastur sænskra höfunda. Þessi nýja bók hans er frem- ur erfið aflestrar, en mjög svo merki- leg bæði að efni og meðferð. Hún fjallar um hið mikla djúp, sem mynd- azt hefur milli hinna alltof mörgu heimsins barna, sem þjást, og hinna alltof fáu, sem lifa góðu lífi á neyð fjöldans. Ficlite Hubert: Dockögat. Uppsaia 1967. 192 bls. Höfundurinn er einn af yngstu rithöfundum þjóðverja, f. 1935. Þetta er fyrsta skáldsaga hans. Fjallar hún um hugarheim munaðarlauss barns á þýzku barnaheimili í síðasta stríði. Hlaut höfundurinn Hermann Hesse bókmenntaverðlaunin fyrir hana 1965. Josephson, Ragnar: Strimmor av liv. Sth., 1967. 228 bls. Registur, myndir. Höf var eins og kunnugt er, prófessor í listasögu í Lundi, meðlimur sænsku akademíunnar og einn kunnasti list- fræðingur Svía. Hann lézt fyrir tveim- ur árum. Þetta eru minningaþættir, sem hann lét eftir sig, bæði frá bernskuárum hans, háskólaárum og '' i ið'insárum. Þeir eru einkar skemmtilegir og vel ritaðir, eins og allt annað, sem kom frá hendi þessa höfundar. .V:eri, Viijo: Överstens chaufför. Tammerfors 1967. 148 bls. Meri er sá athyglisverðasti af yngri rithöfundum Finna, e;nn af brautryðjendum hinnar nýju skáldsögu á Norðurlöndum. Þessi nýja skáldsaga hans, Överstens chauf- för, er sálfræðilegt verk, þar sem sýnd eru hlið við hlið hin hversdags- legu ytri atvik og það sem þau kalla fram hið innra með aðalpersónunni. Mjöberg, Göran: Dröm och verk- lighet, 1. Nordisk och utlandsk skön- litteratur belyst av konst och musik i urval för det nya gymnasiet. Lund 1967. 206 bls. Myndir. Höfundurinn, sænskur menntaskólakennari, hefur áð ur m.a. skrifað bók um ísland Strandhugg pa Sagaö. Þessi nýja bók hans, sem er samin sem kennslubók í hinum nýja sænska menntaskóla, á aö sýna 'hinar m'argvíslegu Wiðar eldri bókmennta, biblíunnar, fornskáld anna, bókmennta miðalda, endurreisnar tímans og barocktimans. Meðal mynd- anna er litmynd af málverki eftir Ás- grím Jónsson. Bókin virðist vera at- hyglisverð sem kennslubók í bókmennt um. Moberg, Vilhelm: Förradarland. -- En beráttelse om mánniskor som historian har glömt. Sth., 1967. 300 bls. Þetta er söguleg skáldsaga, sem gerist um 1520 á mörkum Varend og Blek- inge, en þar voru þá landamœri milli sænska og danska ríkisins. Þarna voru þá miklir umbrotatímar, þegar Gústaf Vasa var að brjótast til valda í Svíþjóð, og er sagan hin merkileg- asta, bæði frá menningarsögulegu og bókmenntalegu sjónarmiði. Ström, Folke: Nordisk hedendom. Tro och sed í förkristen tid. Lund 1967 264 bls. Nafna- og bókaskrár. Höfundurinn er einn af kunnustu fræðimönnum um ásatrú, sem nú eru uppi. Þetta er önnur útgáfa bókar- innar, nokkuð breytt frá þeirri fyrri, sem kom út 1961. Gerð er grein fyrir hinum fornu trúarbrögðum, allt frá bænda — og veiðimannatrú steinaldar og þar til kristin trú bar ásatrúna oíurl ði á Norðurlöndum. Framkv.stj. Ritstjórar Ritstj. fltr.: Auglýsingar: Ritstjórn: Útgefandi Sigfús Jónsson SigurSur Bjarnason frö Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Gísli Sigurðsson Arm Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6 Sími 22480. H f Arvakur. Reykjavik 4. febrúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.