Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1968, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1968, Blaðsíða 1
~M*v&^ltö*ixi& 6. tW-----11. febrúar 1968. — 43. árg. Á myndinni til hægri sést hópur banda- rískra unglinga sam- an kominn til þess að neyta LSD, eða „fara í ferð", eins og það heitir á þeirra máli. Þetta lyf er nú að verða verulegt vandamál víða um heim og þykir Les- bókinni þessvegna rétt að eftirfarandi upplýsingar komi fram. NYTT EITURLYF FER SEM LOGI YRR AKUR LSD, Lysergic Acid Diethylamide, hef ir valdið viðtækum áhyggjum almenn- ings. í venjulegum blöðum hafa menn ýmist slegið upp um það æsifréttum, hitlað forvitni manna, gefið heilræði, litið skelfdir á útbreiðslu þess, ýkt um staðreyndir eða umsnúið þeim. Áróðursmenn og verjendur LSI) hafa með hrifningu sinni unnið menn á sitt band og sett fram ósannaðar staðhæf- ingar um kosti þess, gera lítið úr hætt- unum, sem fylgja munu eftirlitslausri notkun þessa sterka sálhrifalyfs. Marg- ir löggjafar virðast hafa tekið sams konar kennisetningarafstöðu til þess og þá sem á sínum tíma færði oss upp í hendurnar bannlöggjöf, sem var ó- framkvæmanleg. Þeir hafa ekki sýnt mikinn áhuga á að rannsaka áhrifarík- ari aðferðir til að hafa hemil á notkun LSD. „Amerískt tímarit, Popular Science fól það á hendur hugdjörfum frétta- manni sínum , Bob Gannon, að f ara í „reynsluferð" með LSD undir ábyrgu eftirliti. Hann tók þátt í einni þeirri virðulegustu rannsóknartilraun, sem gerð hefir verið. Niðurstöðurnar af reynslu hans eru nú gagnlegur hluti af þeim vísindaritum, sem til eru um þetta efni. Hér liggja því fyrir nákvæm ar frásagnir, frá mínútu til mínútu af sannleikanum um þessa tilraun - og um LSD, svo langt sem menn þekkja það nú. II. Leiðangur minn með LSD. Eftir Bob Gannon.. Kl. 11,01. f.h. Fyrir einni mínútu fékk ég sprautu af LSD. Er nú staddur á geðsjúkrahúsi í Fíla- delfíu, hingað kominn til að fara ínína fyrstu reynsluferð inn í sál- hrifin ástæður: Forvitni. Kl. 11,09. „Fyrstu áhrifin eru að segja til sín. Loftið í herberginu er farið að mjakast til og frá. Það verpist likt og upplímt sálhrifa - auglýsingaspjald. Rjómagulur vegg urinn hefir fengið á sig ljósleit- ari blæ. Nú er hann vatnsblár. Nú fara viðburðir að gerast of hratt. Eg get ekki skrifað. Það gengur of mikið á". Ofanskráð var í letur fært fyrir nokkrum vikum, um leið og ég var að síga inn í dularfulla veröld óraunveru- leikans, sem framleidd var með of- skynjanameðalinu LSD. Ég lá á legu- bekk, sem notaður er við tilraunir. Á borðinu hjá mér var tæpur einn lítri af appelsínusafa. Herbergið, áþekkt lít- illi skrifstofu, var í geðlækningastofn- um Austur-Pennsylvaníu (EPPI). „Leið sögumaður" minn var Dr. Karl A Ray, fastráðinn geðlæknir, en honum hafði ég tengzt sterkum böndum nokkrum dög um áður en farið var í þessa „ferð". Málið hefði verið ólíkt einfaldara ef ég hefði farið til einhverrar hippía- klíku á neðri hluta austurstrandar Man hattan eyjar. En ég kaus mér heldur rannsóknarstofu, af allmörgum ástæð- um: Þá gat ég verið viss um að LSD lyfið væri hreint, að móteitur, chloro promazine, væri nærtækt, tilraunin væri lögmæt, og ég yrði verndaður með all- mörgum prófunum til að tryggja það að ég væri ekki sú manngerð, sem hætt væri við að færi úr sambandi um alla framtíð. Hinir sjúklingarnir - það fann ég út síðar - höfðu talið að vandi minn væri á þá lund að ég þjáðist af langvinnri ofdrykkjusýki. Ein ástæðan þess var sú, að ofdrykkjusýkin, sem yfirleitt er svo erfið að lækna að vonbrigðum veld ur, er meðal þeirra viðfangsefna sem, eins og sakir standa, reynt er að lækna þarna með aðgerðum, sem LSD er notað í. Hvernig kemur LSD að notum? „I raun og veru vitum vér það ekki alveg," segir Dr. Shagass, sem er forstöðumað- ur starfsáætlunar EPPI. Hann veitir forstöðu heilsuverndarþjónustu við þessa stofnun Temple háskólans, og er um leið prófessor í geðlækningafræði. Allt frá árinu 1950 hefir hann notað LSD til lækninga. „Aðgerðirnar eru mjög nátengdar því að kalla aftur fram í vitundinni gleymda eða niðurbælda viðburði, með innsýn og endurmati á þeirri mynd, sem sjúklingurinn hefir gert af sjálfum sér". Áfengissjúklingur eða kynvillingur, deyfilyfjaneytaridi eða strípunarvilling- ur, sem settur er undir áhrif LSD, getur af einhverjum ástæðum , sem hingað til hefir ekki verið auðið að setja fram skýrt, skyndilega komist í skilning á því hvers vegna hann á við þessi vanda mál að striða, og hvað gera ætti til að greiða úr þeim. Eftir fimm daga rannsóknir komst Dr. Shagass að þeirri niðurstöðu að ég væri hvorki taugaveiklaður, né á mörkum taugaveiklunar né þannig truflaður að hætta væri á að mér yrði hrint út í langvinna sálsýki. Þar með var ég ferðbúinn. Lyfið var framleitt í Sandoz lyfjaverksmiðjunni í Sviss - þeim eina löggilta framleiðanda, sem er - og dreift einvörðungu gegn um NIMH. Minn skammtur, miðaður við 152 punda líkamsþunga, var 173 míkró- grömm. Þetta virðist lítið - þar sem t.d. ein aspirintafla inniheldur 300.000 míkró grömm af aspiríni - en Dr. Shagass full- vissaði mig um að svo væri ekki. (Eitt míkrógramm er milljónasti hluti úr grammi. J.H). LDS er ekki aðeins eitt hinna kröft- ugustu lyfja, sem menn þekkja til, held ur hafa tilraunir sýnt að það LSD, sem selt er á götunum, kann að innihalda syo veika blöndu að einungis sjö af hundraði séu hreint LSD. Svo þegar einhver hippi heldur að hann sé að taka þúsund míkrógrömm, má vera að hann taki aðeins sjötíu. Nú var mínum skammti sprautað inn, og „sú aðferð veitir tvöfaldan eða þrefaldan hraða miðað við venjulega inntöku um munn inn", segir Dr. Shagass. Níu mínútum eftir að sprautan var gefin, var ég kominn af stað, og sveif upp á við í fallegum loftbelg mínum. Eg reyndi að skrifa eitthvað hjá mér, en gat ekki skrifað nema í tvö skipti. Viðburðarásin varð of hröð. Það sem hér fer a eftir byggir (1) á því sem ég man (2) á því sem Dr. RAY skrifaði jafnóðum (hér feitletrað) og (3) glefs- um af óskýru tali mínu, sem upp var tekið á segulband. Fyrsta stig: Breytingar á skynjunum. Kl. 11,15. Sjúklingurinn óskýr. Hvíl ist að vissu marki, er undrandi, j* Segir „wow" aftur og aftur Kringum hurðir og glugga, sem virð- ast furðulega vinkilskakkir, sezt lýs- andi bláleit glóð. Hún er stórfengleg. Hún leiftrar og verður ljósrauð, verð- ur svo aftur bláleit. Ég svíf,svo sem á bylgjum væri. Ég lít á Dr. Ray og sé stórfurðulega ummyndun: Andlitsdrætt ir hans vilja ekki haldast reglulegir, þeir bylgjast, líkt og þeir væru fljót- andi. Allt virðist taumlaust, og mér finnst ég sjálfur starandi og uppsperrtur. Þetta er stórkostlegt, og nú veit ég nokkuS. Skyndilega kemur fram meining úr öll- um þessum sálhrifamálverkum. Öll myndamótin eru raunveruleg. Orð Bob Dylans láta sannfærandi í eyrum. Hann hefir verið hér. . : Kl. 11,30. Sjúklingurinn liggur fyr- 'ir'. Talar um bylgjuhreyfingar. Reynir að túlka það sem fyrir hahn ber, en orðamyndunin gengur of hægt. Segist viðhalda sambandi við raunveruleikann, með þvi að skipta um stéllingar. Herbergið sem í reynd er dauflegt, hversdagslegt, óbrotið, með rjómagulum veggjum, er nú iðandi af litum. Það er því líkast sem það sé að blómgast. Frá bláleitu rafljósi slær yfir í grænt og appelsínugult. Ég legg aftur augun, en litirnir halda áfram að veltast fram. Heildarliturinn líkist morgunroða, en sterkari þó. Ég tek af mér gleraugun, þau leggja hömlur á það, sem er að brjótast fram. ^, Mynstrin breytast, þau auka hrað- ann og ég fer að skjálfa. Ég staulast að legubekknum, því mér er ofraun að finna út hvernig ég ætti^ að geta haldið líkamanum uppréttum. Ég er að missa alla stjórn á hreyfingum mínum. Breyt- ingarnar eru of örar, skynjanir of skyndilegar, glampar, skynhrif og myndir ryðjast of hratt framhjá. Ég reyni að segja Dr. Ray frá því, sem eir að gerast, en hann hefir ekki við að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.