Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1968, Blaðsíða 3
LSD er það lyf, sem mestum þrætum veldur á vorum tímum. Annarsvegar eru meðlimir Neo-Amerisku kirkjunn- ar, undir handleiðslu Dr. Timothy Le- ary, er nota það sem sakramenti við trúarathafnir, þá eru þúsundir af hipp- um, sem snúa sér að því reglubundið, en andmælendur telja að það valdi alls kyns meinum, allt frá léttúðugu kyn- lífi til krabbameins. Áhyggjur manna eru skiljanlegar, þótt aðeins væri talinn til sá gifurlegi fjöldi manna, sem hér kemur við sögu. Einn sölumaður í stúdentahópi í venjulegum æðri skóla í Miðvesturríkjunum, stað- hæfir að hann hafi á einum mánuði selt nóg LSD til að fara í seytján hund- ruð ,,leiðangra“. Huston Smith, prófessor í heimspeki, áætlar að um fjórar millj- ónir Amerikumanna hafi reynt LSD ár- ið 1966. Þó er LSD lögbannað, nema tiltölu- lega fáum tilraunamönnum, sem viður- kenndir eru af stjórnarvöldunum. Mest af ólögmætum forða lyfsins kemur frá efnagerðastofnunum, sem starfræktar eru af sjálfmenntuðum lyfjagerðarmönn um. Lyfið er búið til með því að kljúfa lysergic acid amide með aðferð, sem er alllík olíunarhreinsunariaðferðum. Þetta veldur því að til verða margs konar alkaloid, en tiltölulega auðvelt er að einangra LSD frá þeim. Sé efnagerðar- maðurinn ónákvæmur, kunna blöndur hans að geyma alkaloid, sem draga úr áhrifum LSD. Tafla á stærð við venju- lega aspirin (eða magnyl) töflu, getur haft áhrif á fimm þúsund manns. Sjálft meðalið, sem er litlaust lykt- arlaust og bragðlaust, hefir furðulega fá samræmd lífeðlisleg áhrif á líkam- ann, og engin varanleg, svo vitað sé. I heilanum aftur á móti gerist nokkuð sem er áhrifameira. Hvað það er, veit enginn með öruggri vissu, en það sem sennilega á sér stað, er það, að lyfið leysir úr læðingi vissa efnakljúfa í lík- amanum, en það virðist leiða til þess að „samsláttur" verður í synöpsunum, þ.e. tengipunktum á taugafrumunum, og þetta kemur af stað runu af truflunum. Verði samsláttur í sjóntaugastöðinni, kann neytandinn að sjá heilan hjúp af litum. Ef flókin taugamiðstöð, svo sem varnarstöðin gegn hræðslu, verður fyrir samslætti, kann neytandinn að verða ofsahræddur. Hve hættulegt er LSD? Það veit eng- inn með öruggri vissu, þótt nálega allir hafi myndað sér um það sterkar skoð- anir. Hér fylgja nokkrar af ákærunum, ásamt bezta fáanlega mati á því sem sannast virðist vera. 1) LSD leiðir tii sjálfsmorða. Hér er vandinn mikli sá að skýrslur skortir, núverandi tíðni sjálfsmorða í Bandaríkjunum er 11,6 á þúsund manns. (á hundrað þúsund er sennilegra, J.H.). En það er ekki vitað hve margir eru neytendur LSD, né hversu mörg sjálfs- morð hafa stafað af notkun þess. Dr. Charles Savage, rannsóknarstjóri við ríkisspítalann í Spring Grove, Md. sem skammtar geðsjúklingum LSD til lækninga, hefir orðið fyrir því að tveir sjúldinga hans hafa framið sjálfsmorð á alls 15 ára tímabili. Hlutfallið er „um það bil hið sama sem hjá þeim, sem hlutu læknismeðferð án LSD.“ Dr. Giampiero Bartolucci við EPPI, gefur hins vegar þá aðvörun, „að per- sóna, sem undir venjulegum kringum- stæðum getur varið sig, en verður niður- bæld í hippaumhverfi, kunni að verða 11. febrúar 1968 ---------------------- fyrir svo djúptækri og óþolandi til- finningabælingu, að hún bregðist skynd ilega svo hvatvíslega við sem að fremja sjálfsmorð". 2. LSD getur leitt til geðveiki (psycho sis). Það getur gerzt, einkum ef neytandinn óundirbúinn eða hann tekur LSD án þess að nokkur leiðbeinandi sé nálæg- ur. Um fimm geðsjúklingar eru vikulega teknir inn á geðsjúkdómadeild Bellevue sjúkrahússins á Manhattan, haldnir hug klofasýki (schizophrenia) eða brjálæði (Paranoia), sem annaðhvort eiga rætur að rekja til LSD eða losnað hafa úr læðingi fyrir áhrif frá LSD. „Það er líka mikill fjöldi annarra, sem kemur inn út af öðrum vandræðum, sem stafa af LSD: Þeir hoppa út úr húsum, falla niður stiga eða liggja á götunni, svo að yfir þá er ekið“ segir Charles Martin aðstoðarfulltrúi við Bellevue. Hér við bætir Dr. Timothy Leary, skólameistari „LSD — skólans handa almenningi“. Þegar ég átti tal við hann í sextíu herbergja stórhýsi hans í Mil- ford, New York, hafði hann nýlokið við fjögurhundraðasta „leiðangur" sinn. „Sjálfur hef ég séð 3,000 manns taka LSD. Aðeins fjórir þeirra fengu lang- vinna geðveiki (psychosis). Og allir fjórir höfðu áður verið á geðveikra- stofnunum“. 3. LSD er kynörvunarlyf. í sumum tilfellum veldur það kyn- æsingi. En oft gerast of margir við- burðir í senn til að neytandinn geti einbeitt sér að nokkurri skipulegri at- höfn. 4. LSD er vanamyndandi, og neysla þess undanfarandi annarrar lyfjaneyzlu svo sem heroins. Engar sannanir liggja fyrir, sem renna stoðum undir þessa staðhæfingu. Sam- kvæmt skoðun Learys þarf maður æ minna af lyfinu því oftar sem maður neytir þess. Hann kveðst nú aðeins þurfa hálfan skammt miðað við þann, sem hann þurfti í byrjun. v 5. Sambandsrof við raunveruleikann eftir aðgerð. Það kem-ur -stöku sinnum fyrir að mann- eskja fellur í takmarkað sálhrifaástand af völdum LSD mánuðum eftir síðustu inntöku lyfsins. Samkvæmt reynslu Dr. Duke Fishers við Californíuháskóla geta slík sambandsrof bæði komið fyrir vana neytendur og þá, sem aðeins hafa reynt LSD einu sinni. 6. LSD kann að valda heilaskemmdum og liafa aðrar sálrænar afleiðingar. Geðlæknirinn Harold A. Abramson, útgefandi ritsins: „Hagnýting LSD við geðlækningar", staðhæfir að „gagnstætt því, sem haft er fyrir satt í almennum blöðum verði ekki „óafmáanlegar sál- sjúklegar breytingar“ og „heilaskemmd ir af völdum LSD“ þegar með það er farið sem þátt í lækningaaðgerðum eftir settum reglum“. Samt hefir svo farið að með sprautu- inngjöf hafa sérstakir sjúkdómar verið að hópast saman meðal LSD neytenda, lifrabólga, æðabólga, kýli. Sá tími er sem sé liðinn er menn tóku það inn í sykurmolum, sem vættir voru í lyfinu. (M.ö.o. sprautuinngjöf er orðin almenn. J.H.). 7. Nýlegt hefti af tímaritinu „Satur- day Evening Post“ sló því föstu að LSD orsakaði sennilega skemmdir á neðri hluta þarmanna og að vanskapað höfuð hafi verið á barni einu, fæddu af móður, sem tók inn einn skammt af LSD á fyrsta mánuði meðgöngutímans. ,,Time“ sagði í næsta hefti að höfuð barnsins væri reyndar eðlilegt, og að þarmaveilan væri sennilega óháð því LSD, sem móðirin hafði tekið. 8. Breytingar á litningum. ískyggilegri eru ef til vill þau tíð- indi að LSD valdi tjóni á litningum, sem bera erfðaeigindir manna. Fyrsta fréttin barst frá erfðafræðingnum Mai- mon M. Cohen við Háskólann í Buffalo. Hann blandaði LSD saman við blóð- sýnishorn, bar síðan frumurnar saman við frumur, sem ekki höfðu orðið fyrir þess konar áhrifum. Tilraunin sýndi verulega aukningu í tíðni litningabrota og endurröðun, þegar gerður var sam- anburður. Þannig skýrði hann frá í tíma ritinu „Science“. Niðurstöður Dr. Cohens virtust síðar meir hljóta staðfestingu frá dr. Samuel Irwin og Dr. Jose Egozcue í Oregon. Þegar þeir báru saman blóðkorn níu manna, sem ekki notuðu, við átta, sem notuðu LSD, fundu þeir út að tíðni litningabrota var hærri hjá hinum síð- arnefndu. Hins vegar lætur Dr. Shagass við EPPI reglulega framkvæma blóðrann- sóknir á undan og eftir tilraununum þar á meðal á mínu blóði, og sendir til National Institute of Mental Health til litningagreiningar. „Fram til þessa höfum við ekki séð neitt, sem ástæða er til að hafa áhyggjur af“ segir hann. Mínar hlutfallstölur á undan og eftir voru nálega þær sömu. „Auðvitað hef ég áhyggjur af þess konar skýrslum" segir Dr. Timothy Le- ary, „því að ég hef tekið meira af LSD en nokkur annar í landinu. Ef LSD er orsök einhvers, vil ég vita það, það full vissa ég yður um. En það sem þeir hafa raunverulega fundið út í Oregon er að sex af átta LSD neytendum sýndu ekki litningabreytingar umfram það sem við mátti búast eftir eina röntgenmynd, sem tekin hefði verið af brjóstkassan- um.“ „Ekki held ég að ég gæti sagt það“ svaraði Dr. Irwin í Oregon. „Ég held ekki að við vitum nóg um röntgen- geisla til að segja að álíka skemmdir sé hægt að framkalla með þeim. Höfum það í huga að sumir af LSD neytendum vorum höfðu þegar tekið lyfið um tvö hundruð sinnum“. Svo hér erum vér, eins og oft ella, aftur komnir að þeim stað, sem vér fórum frá. Öll lyf, sem eru eins öflug og LSD - og önnur náskyld, ætti að fara mjög samvizkusamlega með. Þegar slíkt meðal er allt í einu notað af millj- ónum manna í Bandaríkjunum, þá fer ekki hjá því að það hlýtur að valda snörpum andstæðum viðbrögðum. Spurn- in er hve mörgum og hve víðtækum? Lokasvörin eru enn langt undan. IV. Nokkrar skýringar. (J.H.). Svissneski efnafræðingurinn Albert Hofmann fann upp samsetningu LSD árið 1943. Hann bragðaði á efninu: hálftíma síðar hélt hann að hann hefði brjálazt gjörsamlega. Síðar áleit hann að lyfið væri tilvalið til að koma af stað geðveiki (psychose) í tilraunaskyni. Sú von brást. Lyfið framkallar fyrst og fremst ofskynjanir, nefnist því stundum ofskynjanalyf. Oftast skapar það nýja afstöðu til verð gilda, eigin sjálfs og annarra. Sem læknislyf gegn algengustu geð- sjúkdómum virðist LSD lítt nothæft. En gegn einstökum geðveilum, áfengisár- áttu, kynvillu, stelsýki, fóbíum o.fl. hafa sumir læknar náð betri árangri en með nokkru lyfi öðru. í litlum skömmtum framleiðir LSD sálræna nautn og hrifn- ingu, telst því til „psychodeliskra“ lyfja eða psychedeliskra. Orðin er að jafnaði Framhald á bls. 9 Þorsteinn frá Hamri: Til fundar við skýlausan trúnað II Á flugi mínu er brjóstið fullt með skáldskap; mér gefur víða sýn: í henni vildi ég eins og áður veita ykkur hlutdeild. í henni opnaðist ykkur dagur; í henni varð ykkur værðar auðið; í henni leituðuð þið fegurðar; í fullvissu hennar brutuzt þið bældir og snauðir úr álögum; í hennar ljósi börðuzt þið og unnuð fræga sigra. Galtará voraldar veröld eða blóm fyrir vestan. Nei hún telst að vísu ekki ætíð til þæginda og æ sér gjöf til gjalda: aðild jað lífsins kórónu verður sízt ofborguð með hégóma. (Úr ljóðabók Þorsteins frá Hamri, Jórvík, Heimskringla 1967). LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.