Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1968, Blaðsíða 4
lil Eftir Sigurð Sigurmundsson, Hvítárholti — Fyrri hluti I ol ■ ■ ■ Úr Laxárdal í Dalasýslu. Sköpun hinna íslenzku fornrita, er og verður með réttu talin eitt af furðu- verkum veraldar. Hér er um að ræða það framlag til heimsmenningar, sem ísland í smæð sinni hefur látið í té hið eina sem gildismat hins stóra heims á þessari þjóð verður miðað við í nútíð og framtíð. í bókmenntum miðalda er því skerfur íslands stór og þá hefur án efa íslenzk menning risið hæst, náð tindi þeirrar hæðar, hjúpuðum dular- fullri leynd, sem sjónir vor allra bein- ast nú til í þögulli spurn. Saga handritanna, sem áðurnefnda dýrgripi geyma, hefur verið að öðrum þræði harmasaga, eins og saga þjóðar- innar sjálfrar á liðnum öldum kúgunar og þrenginga. Eftir verzlunareinokun, harðindi með stórfelldum fénaðarfelli, sem leiddi í kjölfar hafísa og eldgosa og þjóðin hafði að miklu leyti glatað andlegri sköpunarviðleitni, voru hin fornu handrit skorin niður í skó og jafnvel soðin og notuð til fæðu í hungurs neyð, þá skeði það, að hafizt var handa um að safna öllum íslenzkum handritum saman hvar svo sem til þeirra náðist og flytja á einn stað, framkvæmt af manni, sem þekktari er nú fremur öðr- um samtíðarmanna sinna en það var sem kunnugt er Árni Magnússon forn- fræðingur búsettur í Kaupmannahöfn. Það hafa verið deildar meiningar um það, af hvaða orsökum Árni Magnússon réðist í slíkt fyrirtæki sem handrita- söfnunin var, það hefur sjálfsagt ekki enn verið fullrannsakað. En Árni var óvenju glöggskyggn maður og því í mörgu langt á undan samtíðarmönnum sínum. Má því hugsa sér, að hann hafi séð fyrir örlög þau, sem handritanna biðu hér heima, þar sem enginn mögu- leiki virtist vera á því, að varðveita þau eða forða frá tortímingu. Flutning- ur á slíkum kjörgripum yfir opið úthaf á þeim farkostum sem þá þekktust, hef- ur verið í meira lagi áhættusamt fyrir- tæki. Og það er víst ekki fullkannað hve mikill hluti þeirra hefur týnzt í hafi. Og hér er heldur ekki staður né stund til að athuga hve mikill hluti þeirra eyðilagðist í brunanum mikla í Kaupmannahöfn 1728. Án efa hefur Árni Magnússon ekki hugsað svo langt að handritin kæmust aftur heim til íslands, ekki einu sinni dreymt um að ísland nokkru sinni yrði sjálfstætt ríki. En nú 230—240 árumeft- ir dauða hans stöndum við andspænis þeirri staðreynd að danska þjóðþingið hefur saifi.þykkt að afhenda fslendingum hina víðfrægu dýrgripi. Hafa Danir sýnt hér það drengskaparbragð, sem lengi mun í minnum haft um viðskipti milli þjóða. Er það og mál manna, að þar eigi lýðháskólahreyfingin danska mestan hlut að, að glæða skilning þjóðarinnar á þessu réttlætismáli. Skylt er líka, í þessu, sambandi að geta íslendinga, sem um ára bil hafa lagt mikið í sölurnar fyrir mál- efnið, já kannske ”allt sem þeir hafa að tapa“. Það skyggir áreiðanlega ekki á neinn, þótt sagt sé, að þar beri hæst Bjarna M. Gíslason rithöfund, sem ár- um saman hefur staðið í sambandi við lýðháskólahreyfinguna um að þoka mál- inu áleiðis, varið til þess bæði tíma sínum og veraldargæðum. En það er nú stundum því miður svo, að óeigingjörn störf í þágu hugsjónar eru ekki í sam- tíðinni metin að verðleikum. Mætti þar minna á, að íslendingar gátu árið 1874 haldið þjóðhátíð án þess að Jóni Sig- urðssyni væri svo mikið sem boðið þang að. En hvemig eigum við íslendingar, að 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS búa okkur undir að taka við handrit- unum heim? Það hefur að sjálfsögðu verið ákveðið að byggja hús, en það eitt nægir engan veginn. Á hvern hátt getur þjóðin í framtíðinni notfært sér dýrgripina? Eða verður það kannske eins og einn mikilvirtur skólastjóri lét nýlega uppi, að eins og nú horfir með tilliti til æskunnar í landinu, myndu handritin þegar þau loksins heimtust heim, verða sem rykfallnir safngripir, sem enginn hefði tíma til að fást um eða rannsaka. En á hvern hátt verður þá bezt komið í veg fyrir að svo muni verða? Ekki fremur með öðru en því, að ræða um fornsögurnar frá ýmsum hliðum og sjónarmiðum jafnvel þó að það geti valdið deilum. í umkomuleysi og einangrun liðinna alda fékk þjóðin andlega næringu frá þessum sögum, lífði.sig inn í heim þeirra drakk í sig boðskap þann og hugsjónir, sem þar höfðu að geyma. Þá var ekki verið að spyrja um það hvernig þær hafi orðið til eða hver þaer hefði samið. Þær voru taldar hafa skapazt þvi nær í fullri mynd beint af vörum alþýðu og svo verið sagðar þannig í 2—3 aldir, þangað til einhver tók sig til og skráði þær á bókfell, en sá hinn sami gat þó alls ekki talizt höfundur að verkinu. En á síðari tímum hafa menn ekki get- að gert sig ánægðan með þessar skýr- ingar. Tíminn líður og sagnfræðilegar kenningar og skoðanir breytast sem annað. Nú er farið að líta á ritarann sem höfund eða skapara verksins aðeins með mismikinn efnivið í höndum. Það verður ekki í efa dregið, að það er hann, sem gefur verkinu líf, gæðir það ímyndunarafli sínu, raðar arfsagnabrot- unum saman og vefur inn í þá lífs- reynslu sina og djúpstæðu þekkingu sem hann hefur hlotið ef til vill á storma- samri ævL í merkri ritgerð eftir Þorkel heitinn Jóhannesson fyrv. Háskólarektor fórust honum m.a. svo orð: ”Nú verður það verksvið bókmenntafræðingsins, gagn- rýnandans, að meta sögurnar eftir rit- gnon peirra ryrst og fremst, meta þær eins og þær eru, án tillits til þess, er menn hugðu áður, að þær væru: Sagn- rit án sögufræði, verk kynslóða sagna- manna — án höfundar. Ég tel þetta efalaust langmerkasta áfangann sem enn hefur náðst í könnun fornrita vorra“. Með þessa ályktun hins merka fræði- manns að leiðarljósi, skal nú snúa sér að verkefni því sem hér er um að ræða, en það er Njálssaga. En hún hefur, sem kunnugt er, verið talin bera hæst allra þessara sagna vegna mikilleiks síns frásagnar og listgildis. Og seiðmagn hennar hefur því öðrum sögum fremur dregið að sér hugi manna og hvatt til heilabrota og rannsókna. Sú var tíðin að Islendingasögur voru flestar taldar ritaðar fyrir og um 1200 og ríkti sú skoðun meðal fræðimanna allt fram á þessa öld. Um Njálssögu gilti að sjálfsögðu hið sama, þar til að Guðbrandur Vigfússon um 1860 setti fram þá skoðun í ritgerð sem hann nefndi ”Rök um aldur Njálu“, að sagan sé rituð laust fyrir 1300. Færir hann þar fyrir skoðun sinni margvísleg rök, sem tekin hafa verið gild og ekki vé- fengd. Telur Guðbrandur Njálu með yngri sögunum, hennar sé hvergi getið í öðrum sögum en þætti Þorsteins Síðu- Hallssonar einum. Þegar aldur rits hef- ur verið fundinn er mikilsverðum á- fanga náð á rannsóknarbrautinni. Ald- ur sagnanna marka fræðimenn nú svo nákvæmt, að varla skeikar meiru en 10—20 árum. Hann er ráðinn af ýmsu t.d. rithætti, hugmyndum, áhrifum sam- tímans, sambandi við aðrar sögur og ekki sízt af ýmsum orðum og orðasam- böndum, sem tilheyra vissu tímaskeiði. Á meðan Njálssaga var, sem aðrar sögur slíkar, talin sannfræðirit án höf- undar, kom fram sú skoðun, að áður hefðu verið til tvær sögur. Gunnars og Njáls, sem ritari hefði svo steypt saman í eina heild. í því sambandi má minna á orð sænska skáldsins í ritgerð um söguna: "Njálssaga ber það með sér, að hún er verk eins höfundar, og hefir hann haft söguefnið svo fullkomlega á valdi sínu, að kalla má, að hann hafi haft síðustu málsgrein sögunnar í huga er hann hóf að rita hina fyrstu". Þessi spaklega og rökræna ályktun sýnir, að sagan er fyrst og fremst skáldverk ef til vill mesta skáldsagan af öllum þess- um sögum. Guðbrandur Vigfússon, sem manna mest rannsakaði tímatal sagn- anna var lengi vel tregur til að vé- fengja sannfræði þeirra. En um Njálu hefur hann þó sérskoðun. Hann segir_ á einum stað í áðurnefndri ritgerð: ”Ég efast ekki um, að lifað hafi Arnkell goði og Snorri eins og Eyrbyggja lýsir, en þó víst sé að Njáll hafi til verið, þá hefir aldrei sá Njáll lifað, sem Njála lýsir. Hver maður hefir í Njálu sitt verk, sé nokkru breytt, þá raskast sag- an öll. Höfundur skapar yfir höfuð við- burði og mannlýsingar eftir því, sem bezt hentar, þannig, að sá guðsdómur, sem um alla söguna gengur og er sál hennar, komi sem ljósast fram“. Þegar rætt er um Njálssögu sem skáld verk, er ekki meiningin sú að kasta rýrð á skoðanir fyrir tíma manna í því efni, né heldur að neita því, að margir menn og atburðir sögunnar kunni að vera sannsögulegir að uppruna. Forn- leifarannsóknir geta líka og hafa stund um varpað ljósi á sannleiksgildi vissra frásagna. Er ekkert annað en gott um það að segja og ætti að vera hverjum og einum kærkomin hver sú vitneskja, sem varpar einhverju nýju ljósi inn á rannsóknarbraut þessara einstæðu rita. Það sem hér er átt við er, að vinnu- brögð höfundarins séu í eðli sínu miklu skyldari vinnubrögðum skáldsagnahöf- undar en sagnfræðings. Og að sagan verði á engan hátt skýrð eða skilin með annað sjónarxnið í huga. f formáli fyrir Njálu-útgáfu Hins ís- lenzka fornritafélags telur Einar Olafur Sveinsson handrit sögunnar í opinber- Framhald á bls. 12 --------------------- 11. febrúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.