Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1968, Blaðsíða 7
þ®r kysu helzt að útmá af jörðunni. Sámur ætlaði aldrei að trúa sínum eig- in augum og gat ómöguiega fellt sig við þenna hofmóð kúnna, en var stöð- ugt á höttunum við þaer, dillandi skott- inu og spyrjandi hvers vegna í andskot- anum þær létu svona frenjulega. Ja, þær sögðust aldrei hafa séð svona furðuskepnu, og það væri vond af hon- lyktin. Hvort hann væri draugur? — Og, þetta lagast, sagði Sámur. Það tók hann heilt ár að vinna trúnað kúnna. — Nú er hann orðinn það góður vinur þeirra, að hann lítur ekki við þeim né heldur þær við honum —. Hann ætlaði líka í fyrstu, að gera sér dælt við hænsnin, en þá var hastað á hann og síðan hefur hann litið alla fugla bróðurauga. Svo hlédrægt fer þessi hur.dur að mat sínum, að helzt vill hann ekki éta nema í einrúmi. Þó er hann ekki mannafæla. Ég held að þessi hlédrægni hans stafi kannski af því, að hann kar.n ekki að borða með hníf og gaffli en þyki hins vegar sá átsiður svo fagur, að annar sé ekki við hæfi á svona myndarlegum bæ. Einhverju sinni kom hingað í Skál- eyjar einn byssuglaður cov/boy að sunn- an. Hann fór strax að hlunka á kjóa og hrafna úr riffli og hitti í hverju skoti. Haldiði þá ekki að þessi hundur, þessi hlédrægi hundur, sem aldrei hafði stig- ið fæti inn fyrir þröskuid í bænum. haldiði þá ekki að hann taki til fótanna, þeytist heim allt tún, inn í bæ, upp á á loft og undir rúm, þessi hlédrægi hundur og færi að syngja sálma? — Og þarna lá hann og söng, þessi hlédrægi hundur, allan timann meðan á skothríð- inni stóð, þessi hlédrægi hundur. Þetta er stórmerkilegur sálfræðikapi- tuli í sögu hans. Kannski er hann að þessu spangóli af því hann langi í tik. VI. E g gekk mig út á tún á vit kúnna. Þær nösuðu af mér og hnstu hausinn illskulega. Þeim finnst vond af mér Ivktin eins og ég væri hundur. Ég sá engan fugl á flögri. Hvað er o’-ðið af öllum fuglunum mínum? — Skarðströndin sefur í bláu mistri. Talstöðin er merkilegt fyrirtæki. Ég var að hlusta á samtal tveggja kvenna milli eyja, ekki veit ég hverjar þær voru, eii þær kvöddu fimmtán sinnum áður en iauk. Konur eru óskaplegr interessant fólk. Það versta við þessar talstöðvar þeirra er, að þær skulu alltaf verða að þegja yfir leyndarmáiinu. — Eða er það kannski það bezta? Nóttin er dottin á. Hundurinn sofnað- ur. Það sést ekki glæta. VII. að er útsunnan rig'ning og rosi, þó. ekki það mikiH rosi, að þeir fara ekk* út í Flatey til að drepa fé. Þeir fá hann vondan út yfir sundið, en þeir tóku ábyggilega stýrið með, svo þeir ættu kannski að slarka þetta með Guðs hjálp. Hrafn — loksins einn hrafn. Skemmti- legur fugl hrafninn og heimalegur. Hann veltir sér um hrygg í loftinu og. það hlunkast út úr honum músíkin. Ég sá líka einn hrossagauk úti á ey í morgun. ósköp korkulegur greyið, „puikurslegur fugl“, segir í einhverri bók og hittir beint í mark. Hvernig má það ske að ég heyri hann aldrei hneggja nema á vorin? Ætli það sé ekki vitleysa að hann hneggi með flugfjöðrunum á sér? Mætti segja mér það. Ég tel hann ekki til fugla þennan hvít- másræfil, sem flögrar austur yfir hana Stórulyngey í morgun og settist á Löngutjörnina, gæti bezt trúað það hafi verið í honum lurða. HVítmávinn veiddi maður á færi í gamla daga, drap hann og át. Það þótti sport en var skepnu- skapur eins og raunar allar fuglaveiðar, r.ema svartbaksveiðar. Við þurfum endi- lega að haska okkur í stríð við svartbak- inn, þetta er svoddan óskaplegur unga- morðingi. Hreinasti minkur. Hann er seinheppinn fjármálaspegúiantinn, sem fyrstur importeraði minkinn á íslandi. Minn uppáhalds fugl, þegar hrafnin- um sleppir, er teistan. Hún er svo gljá- andi svört og með svo fannhvítan speg- ii á vængjunum, að hún er næst því að vera heilagur fugl. Og svo góðlynd er hún, að aldrei skal henni verða á að reka í mann gogginn eins og hinir skrattarnir. Og svo syngur hún líka svo yndislega og lágvært. Toppöndin er hálfgerð skessa en afar skrautleg. Hún fjörgar mikið upp á andrúmsloft útihúsanna í eggtíðinni. Gæti bezt trúað hún hefði verið sauð- kind í fyrra jarðlífi. Lómurinn er dularfyllstur fugla í Skáleyjum. Hann verpir úti í þúfu í Lómatjörn og getur ekki gengið, en skratti syngur hann fallega. — Og allt i einu er eins og einhver sé farinn að væla af yfirþyrmandi sorg. Það er sin- fónía fuglsins. Hann er svo djúpsyndur sé honum gerð heimsókn í varplandið, af. stundum sést ekki annað upp úr gár- uðum fleti tjarnarinnar en skimandi hausinn. Hann er ósköp mikil manna- fæla en Ijómandi skemmtilegur fugl. Þegar lómurinn og hávellan syngja dúett á stilllu suniarkvöldi. þá er mikil hátíð. Þe.r slörkuðu út yfir sundið eins og ég bjóst við. Konan var að tala við bóndann í gegnum talstöðma. Það lét ósköp hátt í þeim báðum. VIII. I dag er hann sunnan útsunnan með skúraleiðöngrum, nokkuð hvass. Það skellur á skutröng hjá þeim heim í dag. Hvað ætli þeir hafi nú drepið margt í gær? Ég held það sé gert of lítið að því að éta kálmeti, Kjötætur miklar íslendingar. Ennþá fellur sjór upp í tjarnir. Þó er farið að draga úr straummim, en væri þetta í gamla daga yrðum við ennþá að dúsa í Langeyjunum og hóa. Það var nefnilega svoleiðis, að þegar féð var flutt í Langeyjarnar á haustin, þá þurfti líka að flytja þangað fólk til að gæta þess að það léti ekki stórstraum- inn drepa sig frammi á skerjunum. Þetta voru svoddan einstakir fjöru- vargar. Og þarna bjó maður í litlum hlýlegum moldarkofa, vöxnum melgresi og töðu. Hann kúrði sig upp við mosa- gulan klettarima og var áþekkastur huldubæ. Og þarna mátti maður boll- oka stórstraum eftir stórstraum, langt h'.ngt í burtu frá menningunni og vaka yfir skjátunum. Þetta var leikur og glens á daginn, en næturnar, þær voru ekki allar góðar. Oftast var regn og rók og myrkrið svo þykkt, að maður sá ekki sprænuna úr sjálfum sér. En ekki tjáði að gefast <upp. Nei, það tjóaði ekfki. Maður varð að gösla jafnt þang og leir, marglittur, krossfiska og myrkur langt fiam á sker, og alltaf hóandi. And- styggilegt hljóð þetta hó, vælulegt, hræðslufullt, skjálfandi. Og allt fullt af fjörulöllum, sjódraugum og skrimslum. Við gengum sinn hvoru megin inn eftir Ystulangey, tveir smástrákar lítið hetjulegir og hóuðum. Ef það kom fyr- ir, að annars hvor okkar fór að lesa bænir í hljóði og felldi r.iður hóið á meðan, þá hélt hinn að búið væri að drepa drenginn og fór líka tð lesa bæn- ir en hætti að hóa. Þannig víxlaðist spennan. Það voru ægilegar stundir. Steins hljóð. Ekkert nema grautþykkt myrkrlð og hvæsandi stormurinn. Kind- urnar sá maður aldrei, ekkert nema drauga og skrímsli og fjöru’alla. Skrítið, að þetta skyldi alltaf hafa farið vel. Við rákum fjárhópinn hulinn myrkrinu alla leið inn í Innstulangey. Heima beið kof- inn, þessi blessaða vin i eyðimörkinni. Grútarlampinn í stofunni, hann var okkar stjarna í austri. í skini hans var vökulangt setið við smíðar og lestur og Við innsig'Iing-una í Flatey. uppbyggilegt skraf um guðfræði og þjóðsögur. Og það sat engill á kofa- kambinum og flautaði undir við storm- inn. Öðru hverju varð maður að skjótast Ú1 til að hóa, því alltaf gat einhver fjöruglennan hafa orðið eftir af rekstr- inum. — Þegar sjór var hálf fallinn að gat maður loksins farið að halla sér, iesa bænirnar sínar og sofna sér. Nú er þetta ævintýri úti. Gaddavír og vörzlugarðar eru komn.r í stað smal- anna, og kofinn er hruninn í rúst. IX. af að er gutti í honum, og þó skín sólin og storminn er að lægja. Tvær húsfreyjur eru að spjalla saman milli eyja: Hvunninn slátrunin gengur, ha? Sagð- irðu, slátrunin gengur? Ég held hún gangi vel. Já, hvunninn þeim gengur að slátra, Og. heyrðu. Hvunninn er veðrið? Það er ágætt, hættur að rigna og orðinn hægur. — Vantar þig lauk? Ekki beinlínis. En hefði hann feng- izt. Hann fæst ekki í verziuninni. Ég skal senda þér lauk. Ég á nóg- an lauk. Það er óþarfi elskan mín. Ég meinti, hefði hann fengizt. Nei, hann fæst ekki. Ég skal senda þér lauk. Það er ó. . . Heyrðu. Hvunninn er veðrið? Það er gott. Allur . að glaðna til og hægja. Átt þú lauk? Ég skal senda þér lauk. Hvað ertu að starfa? O ég er nú svo sem lítið að starfa. Ég var að hreinsa brúsa. Leita lúsa? Hreinsa brúsa, Já, brúsa. Jæja elskan mín, vertu blessuð. Heyrðu. Ég á skítnógan lauk. Er sá lrtli farinn að ganga? Jájá, fyrir löngu. En gaman. Og frískur? Jújá, sprellfrískur. Jæja elskan mín, vertu blessuð. Vertu blessuð elskan mín. Heyrðu. Vantar þig mikinn lauk? Nei, nei, en hefði hann fengizt. Það fæst enginn laukur í verzlun- inni. Ég skal senda þér lauk. Heyrðu. Jæja elskan mín, vertu blessuð. Heyrðu. Heldur þú að þeir komi inn- eftir í kvöld? Ætli það ekki. Heyrðu. Jæja, vertu blessuð elskan mín. Vertu blessuð elskan. Heyrðu . . . X Þ að er logn á öllum sundum en sólskinslítið. Jón bóndi í Hvallátrum, Daníel bóndi og Aðalsteinn oddviti, eru hér gestkom- andi í dag. Hingað er líka kominn ein hvers lags vélasérfræðingur. Hann er nú að gogga ofan í mótorinn úti undir vegg. Jón gerði mikla reisu fyrir skömmu síðan, ferðaðist ásamt konu sinni alla leið suður að Kyrrahafi og vítt og breitt um Bandaríkin. Það hefði þótt góð saga til næsta bæjar hér í Breiða- firði þá daga þegar næst þótti ganga Bjarmalandsför að sigla út undir Jök- ul. Og þó er ég vokins þess, að heims- álfusigling vinar míns hafi verið meiri þrekraun, en jöklaferðir hinna gömlu frænda okkar beggja. — Mikil er menn- ingin. Af jöklaformönnunum er nú sá sein- asti allur fyrir skömmu síðan. Svreinn J'nsson frá Skáleyjum. Hann var lag- inn og lánsamur, en ekki fór orð af honum sem miklum fiskimanni. Lán- samastur var Sveinn þegar hann ein- hvern dag í stórsjó og kafaidsbyl sigldi fram á sökkvandi bát úíi á miðjum firði og tókst að bjarga öllum mönn- Framhald á bls. 12 11. febrúar 1968 ■■ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.