Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1968, Blaðsíða 8
TOMAS CUÐMUNDSSON DMIIR LEITR llflsmnis V. Það bregður snemma birtu þennan dag. En senn er ekki heldur neitt að vanbúnaði þeim mönnum, sem fyrir til- stilli dauðans hafa gert sér óvæntan dagamun með þessari skammdegisför, og þeir geta hvað úr hverju snúið baki við tveimur afhöggnum mannshöfðum, sem nú hafa verið fest á stengur, og horfið aftur til lífsins eða, réttara sagt, tii þeirrar hversdagstilveru, sem í orði kveðnu — og oft einungis í orði kveðnu — er líf. Þess vegna er engin tiltakanleg reisn yfir ferðum þeirra, sem hér eru á stjái, kynslóð þessa dags er viðbragðsnaum og tortryggin, merkt fá- læti og þögn, og kannski er til að sjá engu líkara en að hún sé hingað komin lengst innan úr einhverjum göml- um svefni og hafi jafnvel fyrir ein- beran misgáning orðið viðskila við næt- urmyrkrið. Og víst má þetta til sanns vegar færa, því að enn býr þjóðin í einangruðum heimi, þar sem allt fer sér jafnhægt, tíminn, mennirnir og við- burðirnir. Hin „stóra veröld“ sneiðir þar hjá garði, enda er hún öllum þorra almennings harla fjarlægt hug- tak, rétt eins og heimur riddarasagna og Gamla testamentis, en teikn á himni og önnur stórmerki eru löngum ein til frásagnar um válega hluti, þau tíðindi, sem ein teljast fréttnæm. Þetta er m.ö.o. tímabil hinna voveiflegu tíðinda, en jafn vel á slíkri öld hljóta þeir atburðir, sem hér hafa gerzt, að snerta menn með sérstökum hætti, enda allt gert af opin- berri hálfu til að festa þá sjónarvott- um í minni, ekki einvörðungu til á- minningar og viðvörunar, heldur jafn- framt til hátíðlegrar staðfestingar á því, að öllu réttlæti sé fullnægt. Og hver er sá, að hann dragi í efa, að þær ólánsömu manneskjur, sem ástríður og aldarfar hrundu á svo hörmulega glap- stigu, hafi í dag sætt maklegum mála- gjöldum? Nei, það hefur enginn vott- ur af samúð slegizt í fylgd með þeim þungu hugsunum, sem einar hafa fylgt hinum dauðadæmdu upp á aftökupall- inn. Samt fer það svo, þegar öllu er lokið, að þessi fullnæging réttlætisins, sem menn hafa hér verið sjónarvottar að, vekur þeim sjálfum ekki neina full- nægju og því síður nokkra gleði. Þvert á móti skilur hún eftir tómleika- kennd í sálunum, dýpri tómleikakennd en nokkur önnur mannleg lífsreynsla. Aftakan fylgir þeim heim og sezt að í hugskotinu eins og myrkfælni. Já, svo hlálega litlu eru menn stund- um bættir — jafnvel af réttlætinu. En erindum þessa dags er lokið, og þá er ekki framar eftir neinu að bíða. Mennirnir, sem kvaddir voru til vitnis- burðar um síðustu göngu þeirra Agnes- ar og Friðriks, geta haldið til móts við aðsteðjandi mykur, en í þeim fá- láta hópi kemur víst engum annað til hugar en það, að þeir hafi orðið vott- ar að lokaþætti hins mikla harmleiks. Þeir höfðu eigin augum séð höfuðper- sónurnar hverfa bak við hið myrka tjald, sem engin hönd fær lyft, og þar með voru þær komnar til fulls úr jarð- nesku sjónmáli. Samt vill svo kynlega til, að hér hefðu þessir atburðir naum- ast verið rifjaðir upp, ef atvik, sem kannski verða aldrei til hlítar skýrð, hefðu ekki — meira en hundrað árum seinna — komið til sögunnar og aukið við hana ærið markverðum þætti. En þá hafa henni reyndar bætzt nýjar per- sór.ur, og jafnframt hefur hún um stund ar sakir flutt sig á nýtt svið, sem á flesta lund er gerólíkt hinu fyrra sögu- sviði. Þetta óvænta sögusvið er hús eitt við Grettisgötu í Reykjavík, og ár- talið er 1932. Þá býr þar miðaldra kona, sem látin er fyrir allmörgum árum. Að sögn þeirra, er bezt þekktu til, var hún kona dul í skapi, trúuð og yfir- lætislaus, sem „gerði sér fáa að einka- vinum, barst og ekki á, en hugsaði mest um heimili sitt.“ Það er einnig til merkis um skapgerð hennar, að hún forðaðist í lengstu lög að hafa orð á þeirri merkilegu reynslu, sem hún hafði orðið fyrir, og mundi helzt hafa kosið að trúa einungis nánustu vinum sínum fyrir þeim einstæða hlut, er hún átti að lokaþætti þessarar gömlu harmsögu. Þá tók hún og þvert fyrir, að sín yrði getið í sambandi við nokkra „yfir- náttúrlega" hæfileika, á meðan hún sjálf væri ofar moldu, þó að slík vit- neskja hefði að sjálfsögðu mátt lyfta henni upp í það sviðsljós, sem mörg- um þykir eftirsóknarvert. Loks eru heim ildir fyrir því, að hvorki hafi hún kynnt sér né viljað kynna sér kenn- ingarnar um það, að unnt sé að ná sambandi við framliðna menn, og verð- ur einlægni hennar í þeim efnum ekki dregin í efa. Hins vegar gat slík stað- reynd sízt af öllu gefið í skyn, að þessi kona væri umfram aðra sjálfkjör- in til þeirrar þjónustu, sem henni var huguð. En svo að vikið sé beint að efninu, þá er það kvöld eitt, þegar konan, Sesselja Guðmundsdóttir, situr heima í herbergi sínu, að hægri hönd hennar, sem áður var að öllu heilbrigð, er snögg lega lostin ókennilegri tilfinningu og hætt að láta að eðlilegri stjórn, heldur var því líkast sem „hún vildi fara sinna eigin ferða og skeytti engum skip- unum.“ Þetta endurtók sig sífelldlega næstu daga og oft með stuttu milli- bili. Þótti þá Sesselju að vonum illa horfa fyrir sér, og gerðist hún því kvíðafyllri sem lengra leið fram og „köstin“ ágerðust. Kom þar að lokum, að hún færði áhyggjur sínar í tal við kunningjafólk sitt, og varð þá einhver til að hreyfa þeirri tilgátu, að ef til vill væri þarna að verki framliðin persóna, sem leitaði fyrir sér um að koma skila- boðum á framfæri. Ekki vildi konan leggja neinn trúnað á það að svo komnu máli, en „lét samt til leiðast að setjast við borð með blað og blýant,“, eins og komizt er að orði um þetta í prentaðri frásögn, „og skipti það engum togum, að þá var sem hönd- in vildi fara að draga til stafs. En engin skrift varð úr því að sinni, held- ur aðeins riss og ólæsilegt klór.“ En þó að þessi fyrsta tilraun gæfi ekki betri raun, var engu að síður því líkast sem Sesselju væri hér eftir þröngvað til að halda uppteknum hætti. Enginn viljakraftur stoðaði til að hamla gegn hinni dularfullu ásókn, sem þrá- faldlega unni Sesselju einskis friðar, fyrr en hún hafði tekið sér skriffæri í hönd og setzt við borðið. Brá þá svo við, að rithöndirv. tók óðum að skýr- ast, og mátti fyrst lesa einstök sundur- laus orð, en loks samfelldar setningar. Var þá ekki um að villast, að þar voru komin ítrekuð skilaboð frá Agnesi, þeirri hinni sömu og tekin hafði verið af lífi hinn 12. febrúar 1830, og höfðu þau að geyma „innilega beiðni um, að hún (Sesselja) sæi til þess, að bein þeirra Friðriks yrðu grafin upp, flutt að Tjörn á VatnSnesi og grafin þar með yfirsöng og beðið fyrir sálum þeirra.“ Þessi óvæntu skilaboð komu Sessel- ju í mikinn vanda. Reyndar mun hún í fyrstu hafa verið harla vantrúuð á það, að hin ósjálfráða skrift væri til komin fyrir annað en undarlega hend- ingu, og gat hún þá látið þau liggja milli hluta um sinn, en vitanlega varð því erfiðara að halda fast við þá af- stöðu sem fyrirbrigðin urðu tíðari og tilmælin jafnframt ákveðnari. En jafn- vel þó hún kynni að búa yfir dul- rænum hæfileikum, sem ekki var fyr- ir að synja, þótti henni eftir sem áð- ur furðulegt, að Agnes skyldi snúa sér til hennar með skilaboðin, þar sem raunasaga hinnar löngu framliðnu konu hafði ekki hvarflað að henni í óra- tíma og var henni engan veginn í fersku minni. Sú staðreynd leysti hana þó ekki frá neinum vanda, nema síður væri. Eða hvernig mundi hún geta var- ið það fyrir samvizku sinni að hafa leitt hjá sér svo persónuleg áköll frá þjáðum mannssálum annars heims, ef hugsanlegt væri, að skilaboðin segðu rétt til um heimildir og væru borin fram í einlægni? En hér verður að fara fljótt yfir sögu. Aðeins má geta þess, að skila- boðin héldu áfram að berast með vax- andi þunga, og gekk á þessu í heilt ár. Var loks svo komið, að Sesselja ritaði hina ósjálfráðu skrift engu síður hratt og skýrt en væri hún að skrifa fyrir sjálfa sig af fullri gát. Þá duldist það ekki heldur, að „andi“ sá, er hend- inni stjórnaði, hafði á takteinum margs konar ráð til sönnunar því, að ekki væri um blekkingar að ræða. Þannig lýsti hann oft atburðum, sem Sesselju gat ekki verið kunnugt um, en höfðu allt að einu gerzt, eins og jafnan kom á daginn, og ekki var heldur ótítt, að skriftin fjallaði um atburði, sem áttu fyrir sér að gerast. En megin efnið var þó jafnan eitt og hið sama, — eindregin áskorun um það, að látið yrði að upp- haflegri beiðni Agnesar. Sesselja var samt engu nær um það, hvað hún gæti tekið til bragðs eða hvernig hún ætti að snúast við málinu. Bar það fyrst til, að sjálf hafði hún enga aðstöðu til framkvæmda og í annan stað þóttist hún vita, að hún yrði aðeins til athlægis, ef hún skýrði frá hinu sanna um skilaboð þeirra Agn- esar og Friðriks. En þá vildi svo til, að henni barst mjög ákveðin hvatning um að leita liðsinnis og ráða hjá valin- kunnum sæmdarmanni og hæstaréttar- dómara, sem lengi hafði gefið sig við sálarrannsóknum. Þótti henni það að sönnu fulldjarft tiltæki, en herti sig þó upp um síðir og gekk á fund mannsins. Ekki er vitað, hvað þeim fór á milli, en vart þarf að efa, að hann hafi tekið máíi hennar með fullum sk'ilningi og jafnframt lagt henni á hjarta að bregðast ófeimin við erindi því, sem hún hefði verið kjörin til að rækja. - i . ■ ■ Upp frá þessu kemst svo skriður á atburðarásina. Þá hefur verið rætt við biskup íslands, og hann hefur fyrir hönd kirkjunnar veitt góðfúslegt leyfi til þess, að bein Agnesar og Friðriks mættu hljóta legstað í vígðri mold. Jafnframt kemur það á daginn, að ekki muni standa á mönnum til aðstoðar við væntanlegar framkvæmdir, og umsjón með þeim er þegar komin í góðar hend- ur. Er þá fastráðin sendiför norður til að koma öllu í kring, og þar með á ekkert að verða því til fyrirstöðu að látið sé endanlega að óskum hinna framliðnu. VI. Ferð milli tveggja heima. í sögu Natans Ketilssonar og Skáld— Rósu eftir Brynjúlf frá Minna—Núpi segir á þessa leið, eftir að aftökunni hefur verið lýst: „Líkin voru lögð í kistur og grafin þar skammt frá, en höfuðin sett á stengur, því að svo var ákveðið í dómnum." Aðrar upplýsing- ar og nákvæmari um greftrunarstaðinn var hvergi að fá, og mátti því gera ráð fyrir, að tafsamt mundi verða að hafa uppi á beinunum. Um höfuð sak- borninganna gegndi enn fremur því máli, að þeirra var alls ekki að leita á greftrunarstaðnum. Það var vitað, að daginn eftir aftökuna lagði húsfreyj- an á Þingeyrum fyrir vinnumann sinn að fara þá um nóttina í Vatnsdalshóla til að taka höfuðin af stöngunum og flytja til greftrunar í Þingeyrakirkjugarði. Slíkt varð að sjálfsögðu að fara fram með leynd, en víst er um það, að vinnu- maðurinn tókst þessa ferð á hendur um nóttina að boði húsfreyju, og hvorki mun hún né aðrir hafa dregið í efa, að hann hefði lokið erindinu eins og til stóð. Það hafði því í full hundrað ár verið á almanna vitorði, að höfuð- beinin hvíldu í Þingeyrakirkjugarði, þó að vitanlega gæti enginn sagt leng- ur til um, hvar í garðinum þau væru niðurkomin. Nú hefði að fyrra bragði mátt teljast eðlilegt, að þeim Friðriki og Agnesi væri geðfelldast að hljóta legstað í sama garði og geymt hafði svo lengi höfuðbein þeirra, og þegar til þess kom, að bein- in skyldu grafin upp og flutt í vígð- an reit, þótti ýmsum sjálfgert að greftra þau að Þingeyrum, enda var þangað skemmst að fara á kirkjustað. En þá bárust enn um hendur Sesselju mjög brýn skilaboð, þar sem þau Agnes og Friðrik héldu ekki aðeins fast við fyrri tilmæli sín um að hljóta legstað í Tjarnar kirkjugarði, heldur komu einnig nýjar upplýsingar til skjalanna. Þau höfðu nokkru áður skýrt svo frá, að dys þeirra væri í „hásumars—sólsetursátt, séð frá aftökupallinum, og skammt frá honum", en nú bættist það við, að höfuð þeirra væru einnig niður komin á sama stað. Jafnframt sagðist þeim svo frá, að „gæðakonan góða“, eins og þau nefndu húsfreyjuna á Þingeyrum, hefði að sönnu lagt fyrir vinnumann sinn að taka höfuð þeirra af stöngunum og flytja þau á laun til greftrunar í Þing- eyrakirkjugarði, en hann hefði „svik- izt um það, án þess þó nokkurn tíma yrði upplýst, og tekið það leyndarmál með sér í gröfina." í þess stað hefði hann grafið þau, sem svarar feti norð- an við dysina, þar er malarbornara.“ En þar með var sagan ekki öll. Ofan á annað lét nú Agnes þess sér- staklega getið, að vinnumaðurinn hefði ekki einungis vanrækt að taka höfuð hennar af stönginni, heldur hefði hann 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. febrúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.