Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1968, Blaðsíða 9
brotið stöngina og skilið brotið eftir í höfðinu. „Og þar er það enn,“ bætti Agnes við. Þessar uppljóstranir komu mönnum að sjálfsögðu mjög á óvart. Þær riðu gagn- gert í bága við það, sem áður þótti örugglega vitað, en þeim mun merki- legri hlutu þær að teljast, ef sannar reyndust, því að þá væri um leið orð- ið vafalaust, að skilaboðin hefðu kom- ið á framfæri hlutlægri vitneskju, sem ekki var á vitorði nokkurs lifandi manns. En væntanlega fæst úr þessu skorið innan tíðar, því að þetta er að áliðnum vetri og ekki eftir öðru að bíða en að snjóa leysi og klaki fari úr jörð. Og þá er það árla morguns, afi þriggja manna leiðangur leggur upp frá Sveins stöðum og stefnir á Vatnsdalshóla. Dag- inn ber upp á 15. júni, og nú er mjög öðruvísi um að litast á þessum sumar- fögru slóðum en hinn gráa vetrarmorg- un fyrir nærfellt 104 árum, þegar efnt var í hið fyrra sinni til leiðangurs að sama áfangastað. Og margt hefur líka breytzt á þeim tíma, sem síðan er lið- inn. Fjórða kynslóðin, sem hér er á ferð, er borin til annarrar lífsskoðunar en forfeður hennar, og henni mun aldrei koma til hugar að reisa nokkr- um manni aftökupall á Þrístapa. Samt er þetta þögull hópur engu síður en í hið fyrra sinn. Kannski finnst þessum mönnum eins og þeir séu að seilast á vit torkennilegrar skuggaveraldar, og sennilega býr þeim öllum hin sama spurning í hug: Hvers verðum við á- skynja? Mun dauðinn standa við orð sín? Þessar spurningar, sem stinga svo mjög í stúf við glatt vorljós og lif- andi náttúru, fylgja ferðamönnunum á leiðarenda. En þá eru þeir komnir á Vatnsdalshóla, og hafa numið staðar við hinn forna aftökupall. Hann leynir sér hvergi, því að hann hefur verið vand- lega hlaðinn úr torfi og grjóti og stendur óhaggaður, nema hvað hann hef ur sigið á stöku stað. Aftur á móti sér ekki lengur nein merki trégirðingar þeirrar, sem upphaflega var gerð í kringum hann. Leiðangursmennirnir fara sér að engu óðslega. Þeir svipast um og athuga gaumgæfilega alla staðhætti, ef einhverr ar vísbendingar kynni að verða vart ofan jarðar. Það ber þó ekki árangur, og er þá tekið til við að kanna jarð- veginn. Þeir nota til þess grannar járn- stengur og hefja leitina norðan við af- tökupallinn, en fikra sig síðan áfram, hægt og varlega. Samt er ekki liðinn nema fjórðungur stundar, þegar einn af mönnunum nemur allt í einu staðar. Hann er þá staddur 18 m frá aftöku- pallinum í norðvestur og hefur komið niður á aðra kistuna. Enn hefur leið- sögn Agnesar ekki brugðizt, hvað sem síðar verður. Þessu næst er hafinn gröftur á all- stóru svæði. Myndast þar gryfja, og nyrzt í henni tekur við malarborinn jarðvegur. Samkvæmt ,,forskriftinni“ gætu því leitarmenn verið á réttri leið, enda kemur það á daginn. Á 65 sm dýpi, nyrzt í gryfjunni, finna þeir höfuð- kúpurnar tvær, hlið við hlið, þær sömu og allir töldu niður komnar í Þing- eyrarkirkjugarði. Og ekki nóg með það. Eftir hundrað og fjögur ár skilar þög- ull dauðinn af sér stangarbrotinu, sem vinnumaðurinn frá Þingeyrum skildi eftir í höfði Agnesar og hún sjálf hafði sagt til um. Það situr þarna enn. Með svo ótvíræðum hætti hafði heimur dá- inna komið frá sér vitneskju, sem eng- um lifandi manni var kunn og enginn lagði trúnað á, fyrr en dauðinn sjálfur hafði sannað hana. Og senn geta leiðangursmenn látið uppgreftrinum lokið. I miðri gryfjunni hafa þeir fundið kistur beggja, Agnesar og Friðriks, báðar furðuheillegar. Ann- ars er þarna fátt markvert að sjá, nema ef telja skal nokkrar upphlutsmillur úr silfri. Það sýnir, að Agnes hefu búizt sínu bezta skarti til þessarar hinztu ferðar. Þannig er kveneðlið samt við sig — jafnvel í dauðanum. Það er enn dagur á lofti, og um stundar sakir skín sól himins á þau bein, sem kirkjan hefur svo lengi út- hýst. En nú hefur hún tekið þau í sátt, og þá er ekkert til fyrirstöðu því, að þau megi upp frá þessu hvíl- ast í vígðri mold við hlið bræðra og systra. Að ósk hinna látnu er þeim valinn legstaður að Tjarnarkirkju á Vatnsnesi. Þar fer útförin fram „með yfirsöng“ hinn 17. júní, og sama dag er þeirra Agnesar og Friðriks minnzt í Ríkisútvarpinu. Fjórum dögum síðar safnast fólk svo enn saman við hinar fornu brunarústir á Illugastöðum, þar sem beðið er fyrir hrjáðum sálum.þess- ara ógæfubarna, sem í heila öld hafa leitað, að því er virðist, sátta við menn- ina, en syndguðu svo hryllilega gegn lífinu, að alla tíð síðan hafa andvöm þeirra komið að lokuðum hjörtum. Svo ógnþrungið er það myrkur, sem hatur og skilningsleysi getur hlaðið í kring- um mannssálirnar, að einungis fyrir- bænir, bornar fram af einlægni og kær- leika, geta unnið bug á því og veitt hinum langþjáðu sálum friðþægingu. Þar með er lokið að segja frá þess- ari undarlegu ferð milli tveggja heima. Kannski kennir hún oss að taka huld- um dómum með nærfærni og alúð og láta oss hægt í fullyrðingum um þau tilverusvið, sem venjulega dyljast ófull- komnum skynheimi vor mannanna. Og sérstaklega ættum vér að taka opnum hug hverri þeirri vitneskju, er getur leiðbeint oss á ferðinni miklu, sem öll- um er seint eða snemma fyrirhuguð. Sú vitneskja þarf ekki endilega að liggja á alfaraleiðum. Hún getur engu síður dulizt þar, sem hennar er sízt von, en minnumst þess þá líka, að sjálfir verðum vér að leita hennar. Hversu hœttulegt er LSD Framlhald af bls. 3 ekki að finna í orðabókum, en vér nefn- um þess konar efni sálhrifalyf eða sálarnautnalyf. „Psyche“ merkir „sál” á grísku og er eðiilegt að halda því í stofninum. Þennan þátt á LSD sam- eiginlegan með ýmsum eldri lyfjum og efnum. Einn þátturinn er sá að gera menn sefnæma. Oft er talað um að LSD hafi djúp andleg áhrif, trúarleg og dulræn, á heilbrigðar manneskjur, einkum í litlum skömmtum. Þau áhrif breyta svo aftur afstöðunni til veraldar, fólks og verð- gilda, oftast í jákvæða átt — þveröfugt við sálarlíf reiðra ungra manna. — Hins vegar hneigjast LSDneytendur til að halda hópinn. telja sig öðru vísi en aðra, en vilja þó telja um fyrir „hinum“ og taka þá að sér. Stórir skammtar virðast valda angist og kvíðni á vissum tíma, meðan á „leið- angri“ stendur, og vafalítið brjálun í ófáum tilfellum. Upplýsingar um áhrif á starfsgetu, ástundun og samvizkusemi í starfi vantar í fyrirliggjandi heim- ildum, en vitað er að fólki hefir verið ságt upp störfum sakir LSDneyzlu. Vænta má mikilla bókmennta um LSD á næstunni, enda er það mikið þrætu- epli og mjög tvíeggjað virðist það vera. Hipparnir hafa á því miklar mætur, það er fastur liður í tilveru sumra þeirra. Sumir geðlæknar á Norðurlöndum haf notað lyfið til lækninga, og hafa ekki nema gott um það að segja út frá sinni reynslu. 'Það er eðlilegt að lyfið skuli háð læknisákvörðunum, og ekki selt á frjálsum markaði né án lyfseðla, því áhrifin eru svo margbreytileg: jafnvel í sama magni handa sömu persónu verk- ar lyfið ekki eins. Og margir eru ekki samir síðan þeir tóku til við LSD. Jóhann Hannesson íslenzkaði Síðari hluti í síðasta blaði Lesbókar birtist fyrri hluti þessarar frásagnar: Harmleikur um ást og afbrýði. Þar sagði frá morði Natans Ketilssonar og aftöku þeirra Agnesar og Frið- riks í Vatnsdalshólum. Hér segir Tómas Guðmundssonar hinsvegár frá hinu einkenni- lega og dulræna eftirmáli hundrað árum síðar. 11. febrúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.