Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1968, Blaðsíða 13
höfund Egilssögu að hann muni vera Snorri Sturluson. Að fengnum þessum merku vísindalegu rannsóknum Hall- bergs, þarf vart að efast lengur um að hún sé verk Snorra Sturlusonar. En hinsvegar sýna allar málfars og stíl- rannsóknir jafnframt það, að Njálssögu verður ekki skipað í röð verka hans. En hitt fer ekki á milli mála, sem fræðimenn fyrir löngu hafa sýnt fram á, að nokkurra efnisáhrifa gætir frá ritum Snorra á Njálu. En það stafar einfaldlega af því, að höfundurinn hef- ur þekkt þau og notfært sér í vissum mæli, eins og talið er, að hann hafi þekkt meirihluta rita þeirra, sem til voru á undan sögu hans. Eftir hvaða leiðum menn kynntu sér eða komust yfir handrit á þeim tímum er erfitt fyrir nútímamenn að gera sér grein fyr- ir, en vafalítið hefur verið farið að skrifa þau upp, um það bil eða áður en blekið var orðið full þurrt í frum- ritinu. Af þessum sökum dreifðust hand ritin afar fljótt út, sennilega fyrst og fremst meðal höfðingja um allt land. Nú eru frumritin yfirleilt glötuð og þessvegna gefur það enga bendingu, sannar ekkert um höfund, hvar svo sem handrit kann að finnast. Miklir snillingar á borð við Snorra Sturluson, villa ekki á sér heimildir um stíl eða málfar. Þá er næst að athuga staðfræði sög- unnar hvað snertir Snorra eða Sturl- unga. Snorri var sem kunnugt er upp- alinn í Odda, en fór fremur ungur úr því héraði og því þurfa staðvillur í Rangárþingi ekki að mæla á móti hon- um sem höfundi, hinsvegar eru litlar líkur til þess að hann hafi verið kunn- ugur í Skaftafellsþingi, þar sem stað- þekking höfundarins er talin mjög traust og því síður á Austfjörðum. Eins og kunnugt er gerist nokkur hluti Njálu í Dölum vestur eins og þar segir. Um 1700 hafði Árni Magnússon tekið eftir því, að í Dölum hefði Njálu-author ó- kunnugur verið. Guðbrandur Vigfússon hugði fyrst, að höfundurinn væri það- an, en hvarf frá þeirri skoðun, senni- lega vegna staðfræðinnar sem við at- hugun gat ekki samrýmzt þeirri tilgátu. Eins og áður getur, er varhugavert þegar leita skal höfundar að gera of mikið úr smávegis ónákvæmni í staða- lýsingum, með því er stefnt út í ófæru, því alþekkt er, enn þann dag í dag, hver munur er á slíku milli jafn kunn- ugra manna. Einnig má hafa það í huga að Njáluhöfundur er talinn frem- ur hirðulaus með slíka nákvæmni og hikar ekki við að hafna réttri stað- fræði í þjónustu listrænnar meðferðar sögunnar. En stórfelldar staðaveilur í sögunni sem þó engri list geta þjónað, taka þó af allan vafa um það, að höf- undurinn hafi verið þar kunnugur eða jafnvel nokkurntíma komið á staðinn. Ein mesta staðarskekkjan, sem í sög- unni finnst er einmitt í Breiðafjarðar- dölum. Um það ber öllum handritum hennar saman og þar hljóta fræðimenn að styðjast við umsögn kunnugra manna. há er Mörður gígja gefur Hrúti Her- jólfssyni Unni dóttur sína segir hann við Höskuld bróður hans: „Mikið munt þú verða fram að leggja með honum, því að hún á allan arf eftir mig.“ „Eigi þarf og lengi að bíða, hvað ég skal á kveða,“ sagði Höskuldur „hann skal hafa Kambsnes og Hrútsstaði og upp til Þrándargils.“ Um þetta segir Einar Ól. Sveinsson neðanmáls í fornritaút- gáfu sinni: „Þrándargil er upp í Lax- árdal, langt upp frá Höskuldsstöðum, og nær það engri átt, að nefna það hér því að þá hefði Höskuldur gefið óðal sitt.“ Villa þessi sem handritin eru samsaga um, mun eiga rætur að rekja til vanþekkingar söguritarans á staðháttum." Fleiri merki um ókunnug- leik koma fyrir, t.d. er getið um næsta bæ hjá Hrútsstöðum eins og höfundur- inn viti ekki hvað hann heiti. Einnig er hann ekki talinn vita um vegalengd- ina út í Bjarnareyjar á Breiðafirði. Eru "4 nokkrar líkur fyrir því, að Sturl- ungar, Snorfi eða Sturla Þórðarson, hafi um söguna fjallað og látið slíka tilgangslausa villu frá sér fara í sínu eigin héraði? Iiér sýnir staðfræði óum- deilanlega sömu niðurstöðu og áður nefndar málfarsrannsóknir, að Njáls- saga muni ekki vera frá Snorra eða Sturlungum runnin. ST AÐARKIRKJA Framhald bls. 11. gildum. Hann hafi niðurnítt jörðina, ekkert greitt eftir hana. Hann verði því að útvega sér ábyrgðarmann fyrir viðhaldi kirkjunnar og innstæðu hennar kviku og dauðu. — Ella sé honum Stað- ur óheimill til ábúðar framvegis. Kveðst biskup samt eigi svo hart að honum ganga „ef mér ei litist að þér væruð sjálfur orsök í yðar óefnum, hvað að aumkvunarvert er fyrir einn herrans þénara, því sá sem ei kann forstanda sitt eigið hús, hvað miklu síður kann hann forstöðu að veita Herr- ans söfnuði. Ég veit að þér munuð af- saka yður með hörðum árum og bágu fiskiríi. En það er ekki nóg að skjóta skömminni upp á Guð eins og hann hafi ekki nógar áður borið. Margur heiðarlegur kennimaður hefur minna og örðugra uppeldi en þér og leitast þó við að gera skyldu sína bæði við Guð og menn.“ Svo er að sjá sem biskup hafi eitt- hvað viljað draga beittasta broddinn úr þessari hörðu áminningu. Hann tek- ur fram, að þetta sé ekki ritað af ó- vild, „ef þér viljið betra yður og yðar framferði, svo að ei séuð þér kristi- legri kirkju, kennimannlegri orðu eða sjálfum yður til minnkunar“. En hér var hægara um að tala en í að komast. Örbirgð og armæða sr. Stefáns Hallkelssonar hefur sjálfsagt í og með stafað af drykkjuskap. Og eins og hjá ótal öðrum, sem Bakkus nær tökum á, seig nú stöðugt á ógæfuhlið. Skepnunum fækkaði, hlutirnir rýrnuðu, skuldirnar jukust í dálkum verzlunar- bókanna, Það var stöðugt örðugra að fá úttekt. Hin kjarnyrta brýning Meist- ara Jóns og hans biskupslegu áminning- ar reyndust léttvægt innlegg við disk- inn í Grindavíkurverzlun. Loks er reikningnum lokað fyrir presti. Heim- ilið bjargarlaust með börnin í ómegð. Þá er í allsleysinu tekið það ráð að veðsetja kaupmanninum, Rasmusi Niel- sen, staðarins skip. Mark Skálholts- kirkju er höggvið af því og á það skorið fangamark kaupmanns: R.N.S. Fyrir rétti bar sr. Stefán, að til þessa óyndisúrræðis hefði hann gripið vegna fátæktar til þess að fá einhverja út- tekt. Annars blasti sulturinn við. Þetta hefði hann líka talið sér leyfilegt. Hann hefði ekki farið í neina launkofa með það. Skipið hefði verið í sinni ábyrgð eins og annað kirkjunnar góz. Hann hafði beðið biskup ásjár í sínu aðþrengj- andi fátæktarbasli, en ekki fengið á- heyrn. Hinsvegar hefði kaupmaður oft hjálpað sér um bjargræði til láns. — Bað hann að síðustu yfirvaldið fyrir- gefningar á öllu því sem honum hefði orðið á í þessu og lofaði að fara eftir- leiðis ekki svo óvarlega. En þrátt fyrir þessar málsbætur og loforð sr. Stefáns um betrun og bót, var hann dæmdur frá embætti og skuli hann afklæðast sínum kennimannsbún- ingi undireins og hann hafi heyrt þenn- an dóm og skoða sig sem óvígðan mann nema konungur náði hann. Prófasti sr. Stefáns. sr. Ólafi Péturs- syni í Görðum, fannst þetta nokkuð harkalegar aðfarir og hummaði fram af sér að halda um mál hans presta- stefnu heima í héraði. Þá afstöðu tók biskup óstinnt upp sem hans var von og vísa og sr. Stefán fékk enga rétt- ing mála sinna. Ekkert stóðst gegn kappi Meistara Jóns í þessu máli. Annar prestur var settur að Stað, en sr. Stef- án fékk ábúð á annarri Staðar-hjá- leigunni, Móakoti. Þar eru þau, hann og Hólmfríður til lieimilis í manntalinu 1703 ásamt fjórum börnum sínum, Guð- nýju 12 ára, Þorláki 5 ára, Snorra ársgömlum og Mikel litla sem er bara 17 vikna. Trúlega hefur sr. Stefán lítt kunnað við sig í Grindavík eftir afsetninguna og láir honum það enginn. Svo mikið er víst, að þrem árum síðar er hann fluttur þaðan og kominn norður yfir Flóann, setztur að á Jaðri, rúml. 4 hundr aða koti, einni af hjáleigum prestsset- ursins Garðar á Akranesi, enda var maddaman í Görðum, Oddný Þórðar- dóttir, systir Hólmfríðar konu sr. Stef- áns. Hafa þau hjón eðlilega notið þess- ara mágsemda, enda segir Árni Magnús son í Jarðabók sinni, að á landseta Jaðars hvíli nú öngvar kvaðir og „veld ur því náungasemi". Svo liða þrjú ár og komið fram- undir sumarmál 1709. Víkur nú sög- unni suður til Kaupmannahafnar. Kon- ungurinn, Friðrik 4., er orðinn leiður á drunga grárra vetrardaga og heldur suður yfir Alpafjöll til móts við suð- ræna sól og sumarbláan himinn. Hann hefur dvöl í Flórens. Einnig þaðan næi hin konunglega umhyggja fyrir þegn- um hans norður til íslands. Þar undir- skrifar hann 20. apríl 1709: „Kongelig Allernaadigste Opreisn ing for Hr. Stephan Halkildsen, som Aar 1703, af Biskop Mag. J. Widalin var dömt fra sit Præste- kald Grinnevik, með den Clausul: med mindre Kongen vilde ham benaade: fordi at han havde pant- sat en Fiskerbaad til tvende, saa at han desuagtet maatte Geistligt Embede betiene og til et af de slette Kald befordres". En sr. Stefán notaði sér ekki þessa konunglegu uppreisn. Hann gekk ald- rei aftur í þjónustu kirkjunnar. Var hann þó ekki nema hálffimmtugur þeg- ar hann fékk aftur hempuna, sem hann hafði verið sviptur 6 árum áður. Hann mun hafa dvalið þar efra í Borgar- firði það sem eftir var ævinnar, enda ílentust börn hans þar. I prestatali sr. Sveins er dánarár hans talið 1732. „Ekki vpit ég hvaða heimildir eru fyrir því“ segir Hannes Þorsteinsson í Ævum lærðra manna, en úr þeirri miklu fróðleiksnámu er flest það tínt, sem sagt er í grein þessari um Grinda- víkurpresta. L5D Framhald af bls. 5 fól mig á hendur hjúkrunarkonunni og fór heim. Hann hafði líka átt erfiðan dag. í borðstofu deildarinnar fannst mér hugmyndin um að borða allt of heimsku leg. Ég fékk mér þó einn bolla af kaffi, þann stórfenglegasta á allri minni ævi. Meðan ég hélt á bollanum, seitlaði hlýj- an yndislega inn í handleggi mína og upp að öxlum. Ég naut þess ríkulega meðan ég horfði á gulan bollann, undur samlega sjálflýsandi, og fagurbrúnan lit kaffisins. Loks bragðaði ég á því - það var næstum því óþolandi indælt. Ég gat ekki setið kyrr. Ég stóð upp og steig nokkur dásamleg spor og snar- sneri mér á tánum - hver skeytir því, þótt fólk horfi á? Þá tók ég eftir því að stóllinn, sem ég dansaði framhjá, lyftist hægt frá jörðu. Ég þrýsti honum gætilega niður aftur. Hann lyfti sér upp á nýjan leik. Ég varð að setjast á hann, til að halda honum niðri. En enginn annar tók eftir þessu, og það skýrir þá staðreynd, að ég var sá eini, sem skellihló. Þriðja stig. íhugun. Ég er ekki innhverfur maður. Hafi ég ekki eitthvað að lesa í tómstundum, þá líður mér heldur illa. En þegar sjö- unda stund leiðangurs míns nálgaðist, fór ég út og fann þá að úti hefði ég átt að vera allan tímann. Ég lagðist í gras- ið, það var ótrúlega grænt, furðulega ilmandi. Ég horfði í tvær stundir á him- ininn, án þess að hreyfa mig. Þetta skeið er hinn dulræni tími. Menn verða þá fyrir trúrænni reynslu. Ekki varð ég hennar þó var, en þegar skýin svifu yfir mér, þá fannst mér ég vera hluti af þeim, og ég vissi að þau, jörðin og grasið voru ein heild. Ég horfði inn í óendanleikann, sjálf mitt leystist upp og rann satnan við einhverja heild. Skyndilega vissi ég hvað fornlíffræð- ingurinn David Techer átti við, þegar hann skrifaði: „Hve margir menn vilja fara í kirkju til að lieyra um Guð, þegar þeir geta sannreynt hann gegn um sálhrifalyf.? Tímaskyn mitt sveif enn í lausu lofti. Ég sá einhvern náunga labba af stað, horfði síðan á hann í tuttugu mínútur eða svo. Þegar ég leit við, hafði hann aðeins hreyft sig um tíu fet. Á almennan mælikvarða var sólar- lagið sennilega dauflegt, hjúpað meira og minna gráleitum litum. En í mínum augum var það stórkostlegt. Ég býzt aldrei aftur við að lifa annað eins sól- arlag. Þessi tími var þó alls ekki þægilegur. Einu sinni valt ég út af og leit á handar bak hægri handar. Ég skelfdist við að sjá að þetta var hönd aldraðs manns, hönd föður míns. þótt hún bæri minn hring. Á þeim degi varð ég verulega eldri en áður. Nokkru síðar, það var á tíundu stund minni, sat ég rólegur og aðgerðarlaus úti í horni á deildarstofunni, og horfði á félaga mína, sjúklingana. Þeir þjáð- ust af ýmsum geðsjúkdómum, á mismun- andi stigum, sumir virtust nálega eðli- legir, aðrir mjög niðurbældir (katatón- iskir), en allir í alvarlegum vanda. Ég leit á þá og mér skildist allt í einu hvað þeir voru að ganga gegn um, því þennan sama dag hafði ég áður verið þar. Samband mitt við raunveruleikann kom aftur, en þeirra líf hélt áfram að streyma framhjá, of hratt til þess að auðið væri að henda reiður á því. Þessi vitneskja varð næstum því of þungbær. Eg gekk út úr stofunni. Ég var áhyggjufullur þegar ellefta stund mín var á enda þá sveimaði í huga mér þessi psychedeliska, sálhrifakennda hugmynd„Það skipt ir engu máli“. Ég hélt að ég ætti að vera að skrifa gera yfirlit eða lesa. En svo hugsaði ég:„Hvers vegna þá? Það skiptir ekki máli“. Fjórða stig. Enduraðlögum. Ég varð nú var við djúptæka og ný- opinberaða lausn frá bindingu við verð gildamat minnar kynslóðar, vitneskju um að megin driffjöður hennar er græðgi og að allsnægtir vorar eiga rætur að rekja til þess að fjöldinn dýrkar eigin- girni, fordóma og tvöfeldni. Er þetta ástæðan fyrir því að þeir sveifla sér inn í opinskátt, einfalt líf og hugsjóna- ríkt? Er þetta þeirra bylting gegn hraðanum, harðstjórn félagshyggjunnar, kröfunum til tignartákna, siðlausum mannvígum í stríðum? Enda þótt ég væri uppgefinn og Dr. Ray gæfi mér tvær svefntöflur, lá ég vakandi langtímum saman um nóttina starandi i loftið sem nú var dimmt. Hugs anir mínar boltruðu sér of hratt til að ég gæti fest svefn. Hvað skyldi morgundagurinn leiða í Ijós? Myndu hlutirnir þá skipta mig nokkru máli? Svo fór að þeir gerðu það og gera enn. Um morguninn var ég ennþá utan við mig og hugsandi, en ég fór að skrifa ýmislegt á blöð. Enn var ein hug mynd, sem hélt áfram að skjótast um heila minn, nokkuð sem ég hafði verið að hugsa nóttina áður: „Þeir hafa tekið mig allan sundur í hluta, og nú verð ég að setja mig saman aftur“ Sumir hlutarnir vilja ekki falla í sömu skorð- ur og áður, ekki enn. Jóhann Hannesson færði í islenzkan búning. 11. febrúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.